Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997
17
Iþróttir
Festa kominn til
Middlesbrough
Middlesbrough keypti í gær
ítalska vamarmanninn Gianluca
Festa frá Inter Milan fyrir 280
milijónir króna.
Festa, sem er 27 ára gamall, er
ætlað að styrkja vöm Boro sem
ekki hefur þótt sannfærandi í
vetur og vermir liöiö neðsta sæti
í úrvalsdeildinni.
Fær Owen tækifæri
gegn Aston Villa?
Svo gæti farið að Michael
Owen, 17 ára táningur, fengi eld-
skím sína með Liverpool þegar
liðið mætir Aston Villa í
toppslag ensku úrvalsdeildarinn-
ar á laugardaginn.
„Vandamálið hjá okkur er að
við skoram ekki mörk og þá
hafa meiösli sett strik í reikning-
inn. Michael gæti því vel fengið
að spreyta sig í framlínunni,"
sagði Roy Evans, stjóri Liver-
pool, sem hefur aðeins skoraö 5
mörk í síðustu 7 leikjum.
Tveir Svíar semja
viö Vanda í Kína
Tveir sænskir knattspymu-
menn hafa gert samning við kín-
versku meistarana í Vanda fyrir
næstu leiktíð.
Leikmennimir eru Krister
Lundgren, sem kemur frá Umeá,
og Magnus Skoldmark sem ieik-
ið hefur með íslendingaliðinu
Örebro.
Lárus fékk átta
Lárus Orri Sigurðsson átti
enn einn stórleikinn með Stoke
þegar liðið lagöi Birmingham að
velli, 1-0, um helgina. Láras fékk
8 í einkunn hjá staðarblaðinu í
Stoke og var talinn besti maður
liðsins.
Juventus vill fá
Jiirgen Klinsmann
Juventus er á höttunum eftir
Júrgen Klinsmann, leikmanni
Bayem Múnchen.
Klinsmann er ætlað að fylla
skarð Króatans Alens Boksic en
hann meiddist illa í leik með
Juventus gegn Atalanta um helg-
ina.
Ámodtsigraöi
i stórsviginu
Norðmaðurinn Kjetil Andre
Ámodt sigraði í svigi í heimsbik-
arkeppni á skiðum í Adelboden í
Sviss í gær.
Svisslendingurinn Michael
von Grúnigen varð annar og
Austurríkismaðurinn Andreas
Schifferer þriðji.
Glenn Robinson
maöur vikunnar
Glenn Robinson hefur veriö
útnefndur leikmaður síðustu
viku í NBA-deildinni.
í fjóram leikjum Milwaukee
skoraði hann að meöaltali 25,3
stig í leik, tók 6,8 fráköst og átti
3,5 stoðsendingar. GH
Afmælismót ÍR 25. janúar:
Þjálfara Völu
boðið til íslands
Alþjóðlegt afmælismót ÍR verður
fyrsta keppni Völu Flosadóttur hér
á landi síðan hún varð Evrópu-
meistari í stangarstökki innanhúss
í mars í fyrra. Eins og áður hefur
komið fram mun Vala etja kappi við
einn besta stangarstökkvara í heimi
í dag, Danielu Bartovu frá Tékk-
landi, á afmælismóti ÍR í Laugar-
dalshöOinni 25. janúar. Auk þeirra
munu tveir aðrir stökkvarar í
heimsklassa keppa á þessu um-
rædda móti.
Vala segist vera spennt að koma
heim tO að keppa i HöOinni. Síðast
þegar hún keppti á íslandi setti hún
íslands- og Norðurlandamet þegar
hún fór yfir 3,81 metra á Laugar-
dalsveOinum.
Þjálfari Völu, Pólverjinn Stan-
islav Szczybra, kemur tO íslands í
boði ÍR og verður Völu til halds og
trausts í þessari hörðu keppni.
Szczybra var fyrir tveimur áratug-
um einn þriggja bestu Pólverja í
stangarstökki.
Þjálfari Bartovu verður einnig
með henni í mótinu. -JKS
Venables stjórnar
fyrstu æfmgunni
hjá Áströlum
Terry Venables, fyrram þjálf-
ari enska landsliðsins og Totten-
ham, er kominn tO Ástralíu og
kominn til starfa hjá ástralska
knattspymusambandinu.
Eins og kunnugt er hefur
hann verið ráðinn landsliðs-
þjálfari og kaOaði hann saman
landsliðið tO æfinga í Melboume
á mánudaginn var.
Um næstu helgi hefst fiögurra
landa mót með þátttöku gestgjaf-
anna, Norðmanna, Suður-Kóreu
og Nýsjálendinga. Með ráðningu
Venables er stefnan tekin á úr-
slitakeppni HM í Frakklandi á
næsta.
Myndin tíl hliðar er frá fyrstu
æfingu Venables.
-JKS
Þrjú stig
tekin
afBoro
Toppslagurinn í kvennakörfunni:
Keflavíkurstúlkur
styrktu stöðu sína
- hafa 4ra stiga forystu eftir sigur á KR
DV, Suðnrnesjum:
„Ég er mjög ánægður með þennan
sigur en ekki leikinn. Bæði liðin
gátu sigrað að þessu sinni. Við lét-
um þær hirða of mörg fráköst og
fyrir vikið fengu þær oft tvö eða
þrjú skot í hverri sókn,“ sagði Jón
Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs
Keflavíkur, sem í gærkvöld bar sig-
urorð af liði KR í Keflavik, 61-56.
Staðan í leikhléi var 28-26.
Leikur liðanna var jafn og spenn-
andi og forsmekkur þess er koma
skal í bikarúrslitaleik liðanna. Úr-
slitin réðust ekki fyrr en á síðustu
mínútu leiksins.
Leikurinn var mjög mikOvægur
enda topplið 1. deOdar á ferð og
staða Keflavíkurstúlkna er nú mjög
sterk á toppi deOdarinnar.
Stig Keflavíkur: Anna M. Sveinsdótt-
ir 24, Bima Valgarðsdóttir 13, Björg Haf-
steinsdóttir 6, Erla Þorsteinsdóttir 5, Erla
Reynisdóttir 4, Júlíana Jörgensen 4, Mar-
grét Sturlaugsdóttir 3 og María Karlsdótt-
ir 2.
Stig KR: Linda Stefánsdóttir 16, Krist-
ín Magnúsdóttir 15, Guðbjörg Norðíjörð
7, Kristín Jónsdóttir 7, Þóra Bjamadóttir
4, Helga Þorvaldsdóttir 4, Georgía Olga 2
og Sóley Sigurþórsdóttir 1.
Njarðvík sigraði ÍR í gærkvöld,
49-40. Sigríður Ingadóttir skoraði 14
stig fyrir Njarðvík, Eva Stefánsdótt-
ir 11 og Sara Friðgeirsdóttir skoraði
11 stig fyrir ÍR.
Þá sigraði Grindavík botnlið
Breiðabliks, 72-31.
-ÆMK/-SK
Það á ekki af liði Midd-
lesboro að ganga þessa
dagana í ensku knatt-
spymunni.
Liðið var í neösta sæti
úrvalsdeOdarinnar eftir
leikina um síðustu
helgi og ekki lagaðist
staðan í gær.
Þá ákvað dómstófl
enska sambandsins aö
taka þrjú stig af Boro
vegna leiks liðsins sem
frestað var gegn Black-
burn skömmu fyrir jól.
Middlesborough frestaði sjálft
leiknum vegna veikinda margra
leikmanna liðsins og á það féOst
dómurinn ekki.
Auk þess að missa stigin þrjú,
sem liðið mátti engan veginn
við, þarf Middlesborough að
greiða tæpar sex mOljónir króna
í sekt og aOan málskostnað.
Útlitið er dökkt hjá Middles-
borough þessa dagana og liið er
aðeins með 15 stig í neösta sæti
úrvalsdeOdarinnar
-SK
1. DEILD KVENNA
Keflavík 10 10 0 867-493 20
KR 10 8 2 705-479 16
Grindavík 10 6 4 700-606 12
fs 10 6 4 579-462 12
Njarðvík 10 4 6 545-671 8
ÍR 11 2 9 485-882 4
Breiðablik 11 0 11 490-778 0
íþróttir
Undirbúningsáætlun landsliösins í handknattleik
fyrir HM í Japan í maí liggur á borðinu:
w
Spanarmotið
er mikilvægt
- segir Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik
ii
i gær barst HSÍ formlegt
tOboð frá Spánverjum þar
sem óskað er eftir þátt-
töku íslenska landsliðsins
á fiögurra landa móti þar
í landi í byrjun maí. Auk
verða tekið og með þvi væri
undirbúningsáætlun liðsins fyr-
ir heimsmeistarakeppnina í
Japan tObúin.
Fyrstu leikirnir í undirbún-
ingnum verða við Þjóðverja
niðri og þess í stað verða mótin
hér heima keyrð á ftOlum krafti.
Kínverjar hafa staðfest komu
sína og leika i tvígang við ís-
lendinga 2. og 3. aprO. Upp úr
20. aprO er Þorbjörn Jensson að
þar til HM í handbolta hefst í Kumamoto í Japan
gestgjafanna og íslend-
inga munu Þjóðverjar og
Hvít-Rússar taka þátt í
mótinu.
Að sögn Þorbjamar
Jenssonar landsliðsþjálf-
ara mun boði Spánverja
ytra. Fyrri leikurinn verður í
Ludvigshafen 1. febrúar og síð-
ari leikurinn verður daginn eft-
ir í borginni Trier.
26. og 27. febrúar verður leik-
ið við hið sterka lið Egypta. I
mars liggur undirbúningur
gera sér vonir um að geta kaOað
landsliðið saman en þá á ís-
landsmótinu að vera lokið.
„Það er mjög gott að vera bú-
inn að fá þessi mál á hreint. Við
óskuðum eftir því við Spánverja
að fá að vera með á mótinu hjá
þeim. Það var síðan í gær sem
staðfesting frá þeim barst okk-
ur. Það hefði skapað visst óör-
yggi ef við hefðum þurft að
draga það á langinn og búa tO
æfingaáætlun. Við áttum mögu-
leika á þátttöku í
öðra móti en því
sem haldið verður
á Spáni. Þegar öOu
var á botninn hvolft fannst okk-
ur fýsOegasti kosturinn að fara
tO Spánar. Þama er um ræða
sterkt mót sem verður mikO-
vægt í undirbúningi okkar fyrir
HM í Japan. Á Spáni munum
við leika þrjá leiki á þremur
dögum eins og við munum
reyndar gera í Japan. í leikina
við Þjóðverja í byrjun febrúar
munum við fara með 16 leik-
menn héðan en eftir förina
þangað verður að öflum likind-
um valinn 20 manna hópur. Ég
mun halda eftir tveimur sætum
en með því gefst ungum og efni-
legum leikmönnum kostur á því
að sýna og sanna sig í úrslita-
keppninni hér heima. Við verð-
um einnig að huga að framtíð-
inni. Það er viss léttir að aflir
leikir liðsins séu komnir á
hreint," sagði Þorbjöm Jensson
í samtali við DV í gær. -JKS
Silfurrefurinn Ravanelli lætur gamminn geisa:
Middlesbrough fellur
- undrandi á 3ja daga fríi sem leikmönnum var gefið
Silfúrrefurinn Fabrizio Ravanelli,
framherji Middlesbrough í ensku úr-
valsdeildinni, lét hafa eftir sér í
ítalska blaðinu Gazzetta deflo sport í
gær að eins og ástandið væri í her-
búðum félagsins um þessar mundir
væri fafl í 1. deOdina óumflýjanlegt.
„Nú þegar Festa er kominn frá Int-
er Milan tO liðs við Middlebrough
vonumst við tO að aOt fari að lagast
en ég held samt að það dugi ekki tO
og við munum faOa,“ sagði RavaneOi
við ítalska blaðið.
RavaneOi sagðist hafa orðið mjög
undrandi þegar Bryan Robson, stjóri
liðsins, ákvað aö gefa leikmönnum
þriggja daga frí frá æfingum þrátt fyr-
ir aö liöið sitji á botni deildarinnar.
Ætlaöi á æfingu en kom aö
lokuöum dyrum
„Ég er eiginlega hættur að verða
reiður yfir þessu ástandi en ég er
hryggur. Ég ætlaöi á æfingu en þá
kom ég að lokuðum dyrum svo og
Norðmaðurinn Jan-Áge Fjortoft."
RavaneOi segir að Steve Gibson,
forseti félagsins, hafi beðið sig að
vera þolinmóður og halda út leiktið-
ina með félaginu.
f „Ég er búinn að vera þolinmóður
síðan ég kom til liösins en þaö hefur
ekkert breyst ástandið hér,“ sagði
Ravanelli sem gerði samning við
Middlesbrough fram tO ársins 2001.
Félög í Englandi hafa verið að bera
víumar í hann svo og gamla liðið
hans, Juventus, og AC MOan á Ítalíu.
-GH
Wimbledon réð ekki við Crewe
Úrslit i ensku bikarkeppninni í
knattspymu í gærkvöld, 3. umferð:
Barnsley-Oldham...............2-0
Carlisle-Tranmere.............1-0
Chesterfield-Bristol City ....2-0
Crewe-Wimbledon...............l-l
Cr. Palace-Leeds .............2-2
Giliingham-Derby .............0-0
(Flautað af á 66. mín vegna aðstæðna)
Notts County-Aston Villa .....0-0
Huddesfield-QPR.............1-2
QPR mætir Bamsley á heima-
veUi í 4. umferð. Athygli vekur
frammistaða Crewe Alexandra
gegn stórliði Wimbledon og liðin
verða að leika að nýju um það
hvort liðið mætir Man. Utd í 4. um-
ferð.
Celtic sigraði Raith Rovers í
skosku úrvalsdeOdinni, 1-2. -SK
Dalglish tekur við
Kenny
DalgíisheförbÍaöámarmÁfundinn í gær.
Símamynd Reuter
Kenny Dalglish var í
gær ráðinn framkvæmda-
stjóri hjá enska knatt-
spymuliðinu Newcasfle
United. Hann tekur við
starfi Kevins Keegans,
sem hætti á dögunum,
flestum á óvart.
Dalglish sagði á blaða-
mannafundi í gær að
hann myndi gera sitt
besta hjá Newcastie og
hann hefði skrifað undir
samning við Newcastle tO
þriggja og hálfs árs.
Lengi vel vora menn á
því að Bobby Robson, sem
er þjálfari hjá Barcelona,
myndi taka við af Keegan
en hann hafði ekki áhuga
á starfinu þrátt fyrir að
honum hefðu verið boðin
sömu laun og hjá
Barcelona.
Dalglish sagðiigærað
Newcastle ætti meiri
möguleika en mörg önnur
lið á því að verða enskur
meistari í vor.
-SK
Kristinn Bjömsson, skíðamað-
ur frá Ólafsfirði, náði mjög góð-
um árangri á alþjóðlegu svig-
móti á Ítalíu í gær.
Kristinn Bjömsson sigraði á
mótinu og er þetta einn besti ár-
angur hans á ferlinum. Hann var
i öðru sæti eftir fyrri ferðina en
var með sekúndu betri tíma þeg-
ar upp var staðið. Fyrir sigurinn
fékk Kristinn 8,26 FlS-stig en
besti árangur hans áður var um
12 stig. -SK
Máli KFI var vísað frá
Kæra Körfuknatt-
leiksfélags ísafiarðar
gegn Körfuknatfleiks-
deOd UMFG var i gær
vísað frá dómstól
íþróttasambands ís-
lands.
Máli snerist um fé-
lagaskipti leikmanns
og hafði þegar verið
dæmt í málinu á
tveimur öðrum dóm-
stigum. í úrskurðin-
um í gær segir aö
dómstóU KKÍ sé æðsti
úrskurðaraðili um
sérgreinamál
körfúknatfleiksíþrótt-
arinnar og slíku máli
verði ekki vísað tO
dómstóls ÍSÍ. -SK
Firma- od félapakeppni
Hinn 17. til 19. janúar verður haldin firma- og félagakeppni Fjölnis.
Keppnin verður haldin í hinni stórglæsilegu íþróttamiðstöð
í Grafarvogi.
Stórglæsilegir ferðavinningar til Glasgow eru fyrir
þá sem sigra íkeppninni.
Reglur:
- 4 manna liö.
- Leiktími 2x7 mínútur.
- Óheimilt er að nota ieikmenn úr 1. og 2. deild '96.
- Þátttökugjald er 12.000 kr. fyrir lið.
Vinningar:
1. Fjórar ferðir til Glasgow ásamt gullpeningum.
2. Silfurpeningar.
3. Bronspeningar.
Nánari upplýsingar veita: íþróttamiöstööin, sími 587 4085 frá kl.
13 til 18, Guðni, s. 562 2288, Valdi, s. 554 1270, Kári, s. 567 1522
og Siguröur Óli, s. 898 9949.
SUNDSKOLIÆGIS
• Ný námskeið að hefjast.
• Sundleikskóli fyrir börn, 3-7 ára.
• Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna.
• Vatnsleikfimi.
• Kennari: Matthildur Guðmundsdóttir „LÓLÓ“.
• Upplýsingar og skráning í síma 561 1999.
Er „Grobbi" sekur?
Bruce Grobbelaar
mætir í réttinn í gær.
Bruce Grobbelaar,
einn þekktasti mark-
vörður enskrar
knattspyrnu, er í
slæmum málum
ásamt þeim John
Fashanu, fyrram
leikmanni
Wimbledon og Hans
Segers, markverði
liðsins.
ÖOum er þeim þre-
menningum gefið að
sök að hafa hagrætt
úrslitum í knatt-
spymuleikjum i sam-
ráði við ævintýra-
mann frá Malasiu.
„Grobbi“ er í
verstri stöðu. Dag-
blaðið The Sun hefur
birt viðtal sem það
náði á myndband.
Þar ræðir Grobbel-
aar um að hagræða
úrslitum í leik Liver-
pool og Newcastle, en
hann varði þá mark
Liverpool. Sagði
Grobbelaar leikinn
gegn Newcastle vel
til þess faflinn að
hagnast vel fiárhags-
lega. Reiknað er með
að dómur gangi fljót-
lega í málinu. -SK
IIIYR HOPLEIKUR^
Vetrarleikurinn er að hefjast (3. leikviku) og stendur hann yfir
í 10 vikur og gildir árangur 8 bestu viknanna.
3
12