Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 5 pv____________________________________________________________________________________Fréttir Hjón sem keyptu sér orlofsrétt á Kanarleyjum: Við vorum beitt grófum blekkingum og féflett - segja Ingibjörg Helgadóttir og Steingrímur Gíslason Það er ÚTSALA Allt aó 50% ur „Þessi mál hafa lagst mjög þungt á Ingu, þyngra en mig,“ segir Stein- grímur Gíslason. „Ég vakna stund- um á nóttunni og get ekki sofnað af tilhugsuninni yfir þessu óréttlæti sem við höfum orðið fyrir,“ segir Ingibjörg Helgadóttir, kona Stein- gríms, en þau hjónin urðu fyrir þeirri reynslu að vera féflett af sölu- fólki á Kanaríeyjum sem selur svo- kallaðan orlofsrétt í hótelherbergj- um, en DV hefur fjallað um hliðstæða starfsemi sem um þessar mundir er að reyna að ná fótfestu á íslandi. „Viö vorum féflett með grófum blekkingum og sjónhverfmgum og ástæða þess að við segjum DV sögu okkar aJF þessum viðskiptum er að við viljum stuðla að því að aðrir gangi ekki í sömu gildru og við og margir Qeiri hafa gert,“ segja þau hjónin. Saga þeirra Ingibjargar og Steingríms, sem bæði eru eftir- launaþegar, hófst á Kanaríeyjum í febrúar sl. er þau undirrituðu kaup- samninga um svokallaðan orlofsrétt eða orlofshlutdeild, en allar söluað- ferðir og skilmálar voru nauðalíkir þeim sem fólk hefur síðustu daga fengið að kynnast hér á íslandi og greint hefur verið frá i DV. Fengu vinning Ingihjörg og Steingrímur voru á gangi á götu í þorpi á Kanaríeyjum þegar stúlka gaf sig á tal við þau og rétti að hvoru um sig skafmiða og viti menn! 50 þúsund peseta vinn- ingur kom í ljós á öðrum miðanum. „Hvort viljiði heldur fá peningana eða flugfarmiða á sólarströnd ann- ars staðar, eða í þriðja lagi, fá heifl- ar viku dvöl fyrir tvo á lúxushót- eli?“ spurði stúlkan. „Peningana," sagði Inga, en því svaraði stúlkan að til að fá vinninginn yrðu þau að sjá af einum klukkutíma og sendi þau síðan með leigubíl á hótel í grenndinni til að kynnast orlofs- hlutdeild sem þar var á boðstólum. Eftir að hafa horft á myndband af miklum glæsihótelum var þeim boð- ið að skoða íbúð í hótelinu og að þeim stæði til boða að kaupa í henni eða öðrum íbúðum hótelsins orlofs- hlutdeild. Þeim leist ágætlega á, en vildu hugsa sig um, og óskuðu eftir að fá vinninginn greiddan. Það var því miður ekki hægt því að allir 50 þúsund peseta vinningarnir voru einmitt nýbúnir og sama var að segja um flugmiðana, en orlofshlut- deilin var á þvílikum vildarkjörum einmitt í dag að þau myndu stór- tapa á því að skrifa ekki undir strax. Það eina sem var eftir var vikudvöl í einmitt þessu glæsihóteli Umskipti hjá Skýrr í gær: Skipt um forstjóra í snatri - engar ástæöur gefnar upp Dr. Jón Þór Þórhallsson lét skyndilega af störfúm í gær sem for- stjóri Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem nú heitir Skýrr hf., og nýr forstjóri, Stefán Kæmested, tók við starfinu. í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu segir að stjóm þess og Jón Þór hafi orðið ásátt um að hann láti af starfi. Hallgrímur Snorrason Hagstofú- stjóri er stjórnarformaður Skýrr og í samtali við DV í gær vildi hann ekki gefa upp ástæður uppsagnar- innar, hvort hún væri að frum- kvæði stjómar fyrirtækisins eða forstjórans fyrrverandi eða hvaöa aðdraganda hefði verið að henni. Jón Þór Þórhallsson sagði sömuleið- is að stjóm Skýrr og hann sjálfur hefðu orðið ásátt um að ræða ekki aðdraganda né ástæður uppsagnar- innar við fiölmiðla. Stefán Kæmested, nýr forstjóri Skýrr, er viðskiptafræðingur frá HÍ og hefúr starfað hjá Skýrr síðan 1982, síðast sem forstööumaður stjómimardeildar fyrirtækisins. Hann sagði við DV í gær að fyrir- tækið stæði á viðkvæmum tímamót- um og stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að láta þessa breytingu á yf- irstjóminni ganga mjög fljótt yfir til að hún ylli sem minnstri röskun á starfseminni. Skjölin þýdd Þegar heim var komið sl. vor fengu hjónin öll skjöl sem þau höfðu undir höndum vegna kaupanna þýdd og þá staðfestist illur gmnur þeirra. í Ijós kom að þau höfðu í raun ekki keypt neitt nema óljóst hugtak fyrir um 800 þúsund krónur. „Við hefðum sannarlega heldur vilj- að endumýja bílinn en þetta,“ segir Steingrímur. Segja má að samningamir séu á þann veg að allur réttur er seljan- dans en allar skyldur em á herðum kaupanda. Kaupverð hins tveggja vikna árlega orlofsréttar er 14.000 pund eða eða 1.586.000 krónur. Til viðbótar við það er hjónunum skylt samkvæmt samningunum að greiða á hverju ári 98 þúsund krónur í svo- kallað stjómunargjald, 4.600 kr. fyr- ir viðhald og 7.400 krónur í félags- gjald til einhverra móðursamtaka sem hótelið er sagt vera aðili að. Vildu hætta viö - fengu ekki Ingibjörg og Steingrímur höfðu eftir að heim var komið samband við lögmann en höfðu áður fengið aðstoð ræðismanns íslands á Kanaríeyjum og spænsku neytenda- samtakanna sem öll hafa gengið í að reyna að fá þessum kaupum rift fyr- ir þeirra hönd og fjöldamargra ann- arra sem hafa uppgötvað of seint að hafa keypt köttinn í sekknum, en söluaðilamir hafa hingað til harð- neitað að sleppa viðskiptavinum sínum úr snömnni og þvert á móti hafa ítrekað hringt til þeirra hjóna í Kópavoginn til að minna þau á að þau séu stórskuldug og í vanskilum. Lögmaðurinn hefúr skrifað sölufyr- irtækinu bréf þar sem farið er fram á riftun á þeim forsendum að þau hjónin hafi verið nöiruð á ósvífinn hátt til kaupanna og hótað málsókn en hingað til án árangurs. „Það er ósk okkar að geta losnað úr þessu hið fyrsta, jafnvel þótt við endurheimtum aldrei þá fjármuni sem við höfúm þegar tapað. Þetta er skelfíleg lífsreynsla að vera táldreg- inn og svikinn á þennan máta og við viljum segja sögu okkar svo að aðrir gangi ekki í gildruna," segir Steingrímur Gíslason. -SÁ „Ég vakna stundum á nóttunni og get ekki sofnaö af tilhugsuninni yfir þessu óréttlæti sem vió höfum orðið fyrir," segir Ingibjörg Helgadóttir, kona Steingríms Gíslasonar, en þau hjónin urðu fyrir þeirri reynslu að vera féflett af sölu- fólki á Kanaríeyjum sem selur svokallaðan orlofsrétt í hótelherbergjum. „Við vorum féflett með grófum blekkingum og sjónhverfingum og ástæða þess að við segjum DV sögu okkar af þessum viðskiptum er að við viljum stuðla að því að aðrir gangi ekki í sömu gifdru og við og margir fleiri hafa gert,“ segja þau hjónin. DV-mynd ÞÖK sem þau voru stödd í, en aðeins gegn því að þau keyptu orlofshlut- deild. Vinningurinn - vikudvölin - myndi bætast við þeirra fyrstu „eig- in“ orlofsdvöl. Svo fór að þau keyptu tveggja vikna orlofshlutdeild á staðnum og greiddu fyrstu útborgun með greiðslukorti, 2.500 pund, eða 285 þúsund krónur en eftirstöðvamar áttu að greiðast á fjórum árum með bankayfirfærslu frá íslandi. Maöurinn frá Aöalskrifstofu Við svo búið fóra þau Inga og Steingrímur, en úti fyrir hótelinu hittu þau mann sem spurði hvort þau hefðu keypt orlofshlutdeild í hótelinu. Þau sögðu svo vera. „Gott mál,“ sagði maðurinn, „ég er nefni- lega frá Aðalskrifstofunni hf. og mig langar til að bjóða ykkur með mér til að fara yfir samninginn og ganga úr skugga um að allt sé löglegt og rétt.“ Þau fóra með manninum á annað hótel sem þeim þótti hetur staðsett en það sem þau höfðu áður skoðað og leist betur á en það fyrra. „Fínt,“ sagði maðurinn og kom með papp- íra og sagði. „Þið fáið þá bara orlofs- hlutdeild í lúxusíbúð hér í staðinn fyrir hina, því samkvæmt spænsk- um lögum má segja upp samningum sem þessum innan 10 daga. Ég sé bara um þetta fyrir ykkur, ekkert mál, þið fáið svo endurgreiðsluna senda heim til íslands," sagði mað- urinn. Að lokum skrifuðu þau hjónin undir kaup á öðrum tveggja vikna orlofsrétti á þessum nýja stað eftir að hafa verið fúllvissuð um að kaup- in á hinni gengju þá til baka. Fyrstu útborgun greiddu þau með greiðslu- korti, 2.800 bresk pund eða 319 þús- und krónur. Endurgreiðslan úr fyrri kaupunum er enn ókomin. Skömmu síðar tekur aö læðast að þeim grunur um að ekki sé allt með felldu við þessi viðskipti og upp- götva síðan að þau höfðu keypt tvær orlofshlutdeildir í sitt hvoru hótel- inu hjá sitt hvoru fyrirtækinu. Enn vora þau fullvissuð um að fyrri kaupin gengju til baka og endur- greiðslan kæmi fyrr en varði og í trausti þess greiddu þau fyrstu af- borgun af síðari kaupunum í banka eftir að heim var komið í fyrravor. Sú greiðsla var önnur 2.800 pund, eða 319 þúsund krónur og alls hafa hjónin því greitt 923 þúsund krónur fýrir það eitt að eiga svokallaðan dvalarrétt í tvær vikur á ári á sólar- strönd á Kanaríeyjum. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.