Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
Fréttir
Ferðamálaráð kynnir niðurstöður könnunar á viðhorfum erlendra ferðamanna:
Náttúran fær ágætiseinkunn
en verðlagið falleinkunn
- langflestir ferðamannanna vilja koma aftur til íslands
„í þessari könnun er ýmislegt
sem staðfestir að við séum á réttri
leið en það er líka ýmislegt sem gef-
ur okkur tilefni til þess að staldra
við og hugleiða hvemig við getum
gert betur. Við þurfum að skoða
rækilega hvernig stendur á því að
ráðstefnu- og viðskiptafólk gefur
okkur ekki hærri einkunn en 5 fyr-
ir skipulag ferðamála. Þetta er okk-
ur verulegt áhyggjuefni þar sem við
höfum verið að reyna að byggja upp
möguleika til ráðstefnuhalds," segir
Magnús Oddsson ferðamálastjóri en
Ferðamálaráð íslands kynnti í gær
niðurstöður yfirgripsmikillar könn-
unar á viðhorfum erlendra ferða-
manna sem hingað komu á tímabil-
inu frá ágúst til október á síðasta
ári.
Falleinkunn
Magnús segir það ánægjulega í
niðiu-stöðunum vera að ferðamenn-
imir gefa náttúra íslands að meðal-
tali yfir 9 í einkunn (af 10 möguleg-
um). Þjóðin fær fær tæplega 8 í
slíkri einkunnagjöf, þjónustan rúm-
lega 7, veðrið tæplega 6 og íslensk
matreiðsla 7. Verðlagið á íslandi
fær hins vegar falleinkunn, eða lið-
lega 3.
„Það er okkur ákaflega mikilvægt
að hafa með þessu hafið uppbygg-
inguna að ákveðnum gagnagrunni
sem mun nýtast okkur til þess að
byggja upp framtíðina í greininni.
Við eram að leggja af stað i fjögurra
ára göngu,“ segir Magnús Oddsson.
Skipulagiö vont
Magnús lýsti áhyggjum manna
yfir þeirri einkunn sem fólk í við-
skiptaerindum gaf landanum en það
gefur skipulagningu ferðamála,
þjónustu við ferðamenn og gæðum
þjónustunnar almennt heldur slaka
einkunn.
Það sem kom helst á óvart var að
um helmingur þeirra gesta sem
kemur að haustlagi kaupir ekki Is-
landsferðina fyrr en á tveimur síð-
ustu vikunum fyrir brottför og
nærri þriðjungur þeirra sem koma
á sumrin. Magnús Oddson sagðist
telja að þama væri um ákveðna
breytingu að ræða. Tekið er fram að
flestir hafi þó hugleitt íslandsferð í
langan tíma. Mjög ánægjuleg þykir
mönnum sú niðurstaða að svo virð-
ist vera sem áhersla hafi verið lögð
á rétta ímynd í kynningarmálum.
Yfir 90% ferðamannanna töldu
ímyndina rétta því flestir ferða-
mannanna virðast sækja hingað í
leit að náttúrufegurð, friðsæld og
hreinleika.
Við könnunina var lögð áhersla á
að úrtakið endurspeglaði nokkum
veginn rétta þjóðemissamsetningu.
Úrtakið var valið með hendingarað-
ferð og borið reglulega saman við
brottfarartölur Útlendingaeftirlits-
ins á könnunartímabilinu til að
leiðrétta ósamræmi milli úrtaks og
raunverulegrar samsetningar þjóð-
erna. Af sömu ástæðu var könnun-
ardögunum dreift á vikudagana
með hliðsjón af umferð ferðamanna
og því hvaða daga brottfór var.
Könnunin var á sex tungumálum:
dönsku, ensku, þýsku, frönsku,
ítölsku og spænsku.
Meðal þeirra niðurstaða sem lesa
má út úr könnuninnni má nefna að
þeir ferðamenn sem hingað koma
virðast vera ágætlega menntað og
vel stætt fólk þannig að sú fullyrð-
ing sem heyrst hefur að ferðamenn
skilji ekkert eftir af peningum í
landinu virðist ekki standast. Enda
kemur 1 ljós að greinin aflar um 20
milljarða á erlendum ferðamönnum
og síðan um 15 milljarða á innlend-
um ferðamönnum.
Könnunin er í fullum gangi og
ljóst má vera að erfitt getur verið að
túlka allt sem kemur fram í henni.
Engum blöðum er samt um það að
fletta að hér er um geysilega mikil-
væga heimild að ræða sem á eftir að
nýtast ferðamálaþj ónustu til þess að
gera enn betur. .sv
Orðspor íslands
100%
Vllja koma attur Vllja ekkl koma
tll íslands aftur tll íslands
=EaaM
Upplýsingar um Island fengnar.
B*kl./hand- Feráaskní- Vini rl Flugieiðir Fcrðamálaráð Internet Annað
bxkur stofa ættingjar
Alit á
íslenskum
aðstæðum
- einkunnargjöf frá 0 - 10. Meöaltal sumars og hausts.
........
Dagfari
Réttum megin viö lögin
Dagfari greindi frá því í gær
hvernig þvoglumæltur lögmaður
hefur verið hundeltur af fikniefna-
lögreglunni fyrir það eitt aö vera
þvoglumæltur. Maðurinn var sak-
aður um að neyta áfengis í tíma og
ótíma og hringja drafandi i lögregl-
una og skjólstæðing sinn í fangels-
inu og það þurfti sjálfan Hæstarétt
til að sanna sakleysi þessa þvoglu-
mælta lögmanns. Athyglisvert er
við þennan dóm Hæstaréttar að
dómendur töldu ekki ástæðu til aö
taka mark á fjölda fangavarða og
lögreglumanna, sem bám að lög-
maðurinn hefði verið drakkinn við
réttargæslustörf sin. Reyndar segir
Hæstiréttur ekki að lögmaðurinn
hafi verið ódrukkinn en ölvim telst
ekki sönnuð og eflaust telst það
lögmanninum til tekna að hann
lætur sig málið varða og lögmann-
störf sín fellur hann ekki niður
þótt hann sé við skál nótt og nótt
eða dag og dag.
Menn hafa svo mörg mál og
mörg jám í eldinum þessa dagana
að það er ekki sanngjarnt að gera
kröfur til að þeir séu ódrakknir
daga og nætur og það er heldur
ekkert réttlæti að fulltrúar laga og
réttar séu alltaf og allir edrú söm-
um megin við borðið. Viö skulum
taka þrjú dæmi frá síðustu dögum.
í fyrsta lagi er um að ræða fanga-
vörð sem starfar á Litla- Hrauni og
liggur nú undir þeim grun að hafa
aðstoðað fanga við að komast yfir
fikniefni. I tilviki lögmannsins hér
á undan er spumingin sú hvort
hann hafi verið drukkinn eða ekki
drakkinn og hvenær hann hafi ver-
ið drukkinn.
í tilfelli fangavarðarins má
spyrja hvort fangavörðurinn hafi
verið að störfum þegar hann að-
stoðaði fangann með fikniefnunum
eða utan vinnutíma. Og svo má
líka spyrja hvort það sé ekki í þágu
réttvísinnar og mannúðarinnar að
veita fóngum hjálp í viðlögum og
verða þeim úti um fikniefni? Voru
ekki laganna verðir sjálfir búnir að
loka fangann inni og koma í veg
fyrir að hann gæti neytt fíkniefna?
Hver á þá að rétta honum hjálpar-
hönd nema sá sem er með lyklana?
í öðru lagi hefur tollvörður hjá
ToOgæslunni verið handtekinn fyr-
ir meinta aðstoð við smygl á veru-
legu magni af vodka.
Hér má aftur spyrja; Var tollar-
inn í vinnunni eða ekki og var ekki
betra að tollari aöstoðaði smyglar-
ana frekar en einhver annar? Hann
veit að minnsta kosti meira um
smyglarana heldur en óbreyttir
borgarar sem aldrei hefðu komið
upp um smyglið. I þriðja lagi skal
minnt á þann greiða sem yfirmað-
ur fikniefnalögreglunnar veitti við-
urkenndum sakamanni þegar hanri
skrifaði upp á byssuleyfi fyrir
manninn til þess að geta gengið að
honum vísum eftir að hann beitti
vopninu. Með öðrum orðum: er það
ekki betra og hagstæðara fyrir rétt-
vísina þegar þeir þjóðfélagsþegnar
sem hafa tekið að sér að gæta laga
og réttar em sjálfir viðfangsefhin
og sakbomingarnir?
Lögmaður, sem er dreginn fyrir
Hæstarétt til að sanna að hann hafi
verið edrú, fangavörður, sem er
sakaður um að hlúa að fongum sín-
um, tollari, sem aðstoðar við
smyglið, allt eru þetta menn sem
eru traustsins verðir og í rauninni
miklu hægari heimatökin að kljást
við slíka menn heldur en óbreytta
og óþekkta skúrka einhvers staðar
úti í bæ. Sú var einmitt hugsun
fikniefnalögreglunnar þegar hún
gaf út byssuleyfið. Menn þurfa að
þekkja lögin til að geta brotið þau.
Og mennina sem brjóta þau.
Dagfari