Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 Spurningin Ertu farin/n aö huga að sumarfríinu? Hafliði Brynjólfsson afgreiðslu- maður: Ég er ekki farinn að hugsa svo langt. Eyrún Jónsdóttir nemi: Ég ætla bara að vinna og svo fer ég til Kanada. Saga Ýr Jónsdóttir nemi: Ég ætla til útlanda, í skóla til Danmerkur. Marta Loftsdóttir: Reyndar er ég ekki farin að huga að því. Elías Þórðarson: Já, ég ætla til út- landa, til Danmerkur. Hilmar Elíasson verkamaður: Ég hugsa að ég ferðist innanlands eins og ég er vanur. Lesendur Sundlaug í Skerjafjörðinn íbúi í Skerjafirði skrifar: Fréttir hafa borist af því að Skeljungur muni á næstunni, ég veit ekki hvenær, flytjast úr Skerjafirðinum með alla sina starf- semi. Það hlýtur að vera gleðiefni fyrir okkur sem þar búum þó í sjálfu sér sé ekkert út á fyrirtækið sjálft að setja. Nábýlið hefur verið vandræðalaust en það er bara ekki mjög spennandi að búa við hlið fyrirtækis sem starfar i þessu fagi. í gegnum Skerjafjörðinn liggur ein mesta útivistaræð borgarinnar og þar skokka tugir eða hundruð manna í hverjum mánuði. Talað hefur verið um að borgin hafi áhuga á því að koma upp útivistar- svæði í firðinum og ég geri það að tillögu minni að þar verði komið upp sundlaug. Margt útivistarfólk myndi án efa fagna því ef slík starfsemi kæmi þarna til þess að þjóna þeim fjölmörgu sem þama eiga leið um eða búa. Nú kunna eflaust einhverjir að segja að það eigi að byggja sund- laugar á öðrum stöðum fyrst og að Skerjafjörðurinn geti vart komið til greina næstu áratugina. Þessu vil ég mótmæla og bendi á það að auk þess sem ég nefndi um stað- setninguna fyrir útivistarfólkið eru augljós söguleg rök sem mæla með því að einmitt þama verði sett niður sundlaug. Fyrsti sundskál- inn í Reykjavík er einmitt talinn hafa verið þama um aldamótin. Auk þess er hefð fyrir því að fólk baði sig á þessum slóðum. Flestir Reykvíkingar, sem slitið hafa barnsskónum, hafa eflaust ein- hvern tíma baðað sig í Nauthóls- víkinni. Ég er á því að við byggjum yfír- leitt allt of dýr sundlaugarmann- virki, eins og Árbæjarlaugin er augljóst dæmi um, og ég er ekkert að fara fram á slíkt bmðl. Lítil laug með lágmarksaðstöðu myndi henta okkur vel í Skerjafirðinum. Asbest í einangrun Christen Sörensen hringdi: Ég er íbúi í elliíbúðum að Norð- urbrún 1 og ég er orðinn afar þreytt- ur á því að ekkert er gert í því að hér er að einhverju leyti einangrað með asbesti. Það vita allir að þetta efni er algerlega bannað og mér hef- ur í langan tíma verið lofað að þetta verði lagað. Enn hefur ekki verið staðið við það. Einu íbúamir hér sem hafa feng- ið þetta lagið hafa því miöur fæstir geta notið þess því ekkert hefur ver- ið gert fyrr en fólk deyr. Þá er fyrst farið í framkvæmdir. Einn nágranni minn fór til lækn- is og læknirinn fyrirskipaði að as- bestið yrði að fjarlægja og að ná- granni minn yrði að vera á hóteli þar til það væri búið. Hann var sendur í Hveragerði meðan unnið var að viðgerðum og hann segir ástandið allt annað og betra. Annað sem mig langar til þess að gera athugasemd við er að loftræst- ing hefur ekki verið hreinsuð hér í meira en ár og hér er allt stíflað og nánast óvirkt. í sumar hafði steypa dottið niður úr lofti í íbúð hér niðri og þá var það lagað með því að líma hana upp með límbandi. Þannig er það enn, hvort sem fólk trúir því eða ekki. Mér finnst að þetta ástand þurfi að laga áður en ég dey, ég borga jú fyrir að búa hérna. Svört skýrsla um áfengi Jón Steinn skrifar: Svört skýrsla um það hvernig bömin okkar og unglingamir fara með áfengi og eiturlyf hefur borist í hendur fjölmiðlamanna og um hana hefur verið rækilega fjallað. Fyrir- sögnin í Morgunblaðinu 15 janúar síðastliðinn ætti að vera okkur næg hvatning til þess að taka sameigin- lega á áranum og róa þann lífróður sem þarf svo fleytan sökkvi ekki. „Of- beldi og óæskilegt kynlíf fylgir drykkju," segir i fyrirsögninni og síð- an ver þetta ágæta blað heilli síðu til þess að fjalla um þetta. Er hugsanlegt að mönnum finnist það eðlilegt og allt í lagi að 80% fimmtán ára unglinga á íslandi hafi neytt áfengis? Og það sem gerir okk- ar börn öðravísi en annarra, miðað við þessa könnun, er að þegar spurt er hvort bömin hafi orðið drukkin einu sinni eða oftar síðustu tólf mán- LÍiÍilM þjónusta allan sólarhringinn Adeins 39,90 inmútan - eða hringíð í síma 5000 milli kl. 14 og 16 Jón Steinn hefur áhyggjur af svartri skýrslu um áfengisneyslu ungdómsins hér á landi.- Hér má sjá grein sem birtist í erlendu blaöi um að íslendingar hafi sett heimsmet í drykkju á ákveöinni bjórtegund. uðina er ísland í sjötta sæti í heimin- um. Við erum neðarlega á listanum yfir þá sem höfðu neytt áfengis og því virðast okkar börn frekar drekka sig fuO en börn víðast hvar annars staðar i heiminum, með öðrum orð- um; drykkjusiðimir hér eru verri. Vandamálin sem fylgja áfenginu, áðumefnd óæskileg kynlifsreynsla, oft fíkniefni, innbrot og ofbeldi eru mál sem við þurfum að staldra sér- staklega við. Af reynslunni vitum við að það hefur ekkert að segja að hrópa, úlfur, úlfur. AOir vita hvemig þá fer. Hins vegar þurfa þeir sem vinna með ung- lingunum og þeir sem stjóma hérna í þessu landi að taka á þessum mál- um, ekki með offorsi, heldur með ákveðni og festu. Vægur rasismi Jón skrifar: Mér hefúr þótt lítð um kyn- þáttahatur hérlendis imdanfar- in ár en því miður finnst mér það vera að vaxa og festa rætur meðal landsmanna. Mér hefúr borist í hendur blað sem er gef- ið út í Hveragerði og nefhist Arísk upprisa. Þetta nýrstár- lega blað er uppfullt af hatri gagnvart minnihlutahópum þjóðarinnar. Mér fannst það nokkuð fyndið að slagorð þessa blaðs skuli einmitt vera Hreint land, fagurt land. En er það virkilega þetta sem þjóðin viO? Þó ég viðurkenni að í mér blundi vægur rasismi finnt mér þetta of langt gengið. Engum er hollt að leggja hatur á náung- ann og ég spyr hvaða tOgangi það þjóni. Allir með tyggjó Kona hringdi: Mig langar tfi þess að vetja athygli landans á því að í dag eru aOir með tyggigúmmí og má einu gilda við hvaða tæki- færi, í bíó, sundi, í sjónvarps- viðtali eða jafnvel við jarðarfar- ir. Mér finnst þetta ósmekklegt og hefur aOtaf þótt vera ákveð- inn sóðaskapur fólginn í því að sjá fólk með þetta. Verst þykir mér þegar ég sé fólk jórtra á tyggigúmmíi viö útfarir. Mér finnst það óvirðing við aðstand- endur og hinn látna. Fólk í sjón- varpi ætti að sjá sóma sinn í því að taka út úr sér klessuna áður en kveikt er á vélunum. Laugarnar of kaldar Guðrún Guðmundsdóttir hringdi: Sundlaugarnar í Reykjavík eru of kaldar að mínu mati. Ég fór fyrst að veita því athygli þegar ég fór með erlenda vini mína í svmd og þeir fóru að undrast á því af hverju „aOt heita vatnið okkar“ á íslandi væri ekki heitara en þetta. Mér finnst kynningin á hveraland- inu okkar einhvern veginn missa marks þegar við höfum ekki einu sinni efhi á að hita sundlaugarnar almennilega. Dugar ekki Borgarleikhúsið Steindór hringdi: Leikfélag Reykjavíkur hefur mikið verið í umræðunni upp á síðkastið og í kjölfar þeirrar rnnræðu datt mér í að nýta þyrfti Borgarleikhúsið betur. Það er aOtaf verið að tala um að byggja þurfi tónlistarhús. Það er lika talað um að allt of dýrt sé að setja upp sýningar sem boðlegar eru hinum risastóra sal og því stóra sviði sem er í Borgarleikhúsinu. Er ekki hægt að slá þessum vandamálum saman og leysa þar með tónlist- arhússvandann? Það hlýtur að mega breyta salnum ef þurfa þykir tO þess að bæta hljóðið. Taprekstur á Borgarleikhúsinu gefur ekki fyrirheit um að vel myndi ganga að reka tónlistar- hús. Góð þjónusta Hallgerður hringdi: Ég er orðin gömul kona en reyni samt að vera töluvert á ferðinni á daginn. T0 þess nota ég strætisvagnana og er afskap- lega ánægð meö þá þjónustu sem ég fæ þar. BOstjórarnir eru upp tO hópa práðir og myndar- legir menn sem vOja aOt fyrir mig gera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.