Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Blaðsíða 36
V I K
L«TT«
til ■**!(*//? oð VÍB11*9
\ >
v
t'ö?®(£)(£)®
Vinningstölur
20
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
Þórarinn Viöar:
Trúi ekki að
fólkið vilji
verkföil
„Ég held að ef menn ætla að tefja
eða stöðva loðnufrystinguna séu
menn komnir út í meiri alvöru en
þeir gera sér grein fyrir. Þar væru
menn að hóta að skera á lífæð sinn-
ar heimasveitar. Ég trúi því þess
vegna ekki fyrr en ég tek á að það
verði gert,“ sagði Þórarinn V. Þór-
arinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í
morgun.
Hann var spurður hvort hann ótt-
aðist verkföll í næsta mánuði.
„Þegar að því kemur að verka-
lýðsfélögin leita eftir verkfallsheim-
iid verður búið að ræða þessi mál
betur en nú er. Fólkið sér þá hvaða
valkostir eru á horðinu og þá er ég
ekki sannfærður um að það ljái
máls á að fara í verkfall. Ég held
nefnilega að fólk sé skynsamt,“
sagði Þórarinn V. Þórarinsson.
Sjá nánar bls. 2 -S.dór
Seyðisfjörður:
Enn snjó-
flóðahætta
DV, Seyðisfirði:
Rýmingarákvæðin vegna snjó-
flóðahættu, sem komu til fram-
kvæmda 16. janúar, gilda enn. Veðr-
ið hefur verið mjög breytilegt síð-
ustu dagana - bæði frost og þíð-
viðri.
Þetta er því fjórði dagurinn sem
samgöngulaust er við bóndabýlin á
norðurströnd fjarðarins en þau er
þijú; Dvergasteinn, Sunnuholt og
Selastaðir. Af þessu eru mikil óþæg-
indi og röskun á högum fyrir fólk
sem stundar nám og atvinnu sína
inni í kaupstaðnum. -J.J.
m Snjóflóð:
Bjargaðist
úr Bólinu
DV, Hvaminstanga:
„Ég var feginn að hafa engan fyr-
ir aftan mig,“ segir maður á fertugs-
aldri sem var einn í stuttri útivi-
starferð sl. sunnudag þegar snjóflóð
hreif hann með sér niður Bólið ofan
við Hvammstanga.
Flóðið var um 70 metra breitt og
það vildi manninum til happs aö
hann var ofan við það og í ytri kanti
þess þannig að hann slapp við
mesta snjóþungann. Veður var vont
á þessum slóðum, sunnanhvassviðri
og éljagangur á köflum. -ST
Fólskuleg árás á tvítugan pilt og unnustu hans:
Sleginn í götuna
og spörkin látin
dynja á höföinu
- unnustan bjargaði lífi hans, að sögn sjónarvotts
DV, Suðurnesjum:
„Hann var að kafha en unnusta
hans bjargaði lífi hans með því að
ná tungunni upp úr kokinu á hon-
um og halda henni þangað til
sjúkrabíllinn kom á vettvang. Þá
var gert hjartahnoð á piltinum.
Hann var allur blóðugur og mjög
illa farinn að sjá,“ sagði sjónar-
vottur sem var vitni að alvarlegri
likamsárás í Keflavík aðfaranótt
sunnudags þegar ráðist var á pilt
um tvítugt og unnustu hans. Að
sögn lögreglunnar í Keflavík virð-
ist árásin vera aö tilefhislausu.
Sjónarvottur segir að árásar-
maðurinn hafi slegið piltinn í göt-
una og síðan látið spörkin dynja á
höfði hans svo hann missti með-
vitund. Hann telur að spörkin hafi
verið á annan tug. Unnusta pilts-
ins var með honum þegar atvikið
átti sér stað en þau voru á leiðinni
heim til sín, eftir að hafa verið á
skemmtistað, þegar árásarmaður-
inn kom aðvífandi og sló piltinn í
götuna. Unnusta piltsins reyndi að
stöðva árásarmanninn en hann sló
hana í andlitið. En stúlkan gaf sig
ekki fyrr en árásarmaðurinn
hætti að sparka. Hann hvarf síðan
af vettvangi.
Pilturinn var fluttur fyrst á
sjúkrahúsið í Keflavík og síðan á
sjúkrahús Reykjavíkur þar sem
gert var að sárum hans. Hann
fékk síðan að fara heim síðdegis á
sunnudag.
Árásarmaðurinn, sem er um
tvítugt, var fljótlega handtekinn
og settm- í fangageymslur en síðan
sleppt úr haldi á sunnudag eftir yf-
irheyrslur hjá rannsóknarlögregl-
unni. Kærustuparið, sem býr í
Keflavík, kærði síðan árás-
armanninn í gær. Þau eru enn að
jafna sig eftir árásina. -ÆMK
Á formannafundi BSRB í gær var stjórn bandalagsins falið að ræða við helstu viösemjendur þess, ríki og sveitarfé-
lög, um annars vegar breytt launakerfi og hins vegar lífeyris- og réttindamál starfsmanna sveitarfélaga. Þessi tvö
mál standa því fyrir þrifum að aöalkjarasamningar geti hafist. Myndin er frá fundinum í gær. DV-mynd Hiimar Þór
Frá innbrotsstað. DV-mynd S
Innbrot í
fyrirtæki í
Orfirisey
Brotist var inn í fjögur fisk-
vinnslufyrirtæki að Fiskislóð 88 í
Örfirisey aðfaranótt mánudags.
Stolið var fimm tölvum og auk
þess prenturum og símum. Þá var
einnig stolið úr bókhaldsfyrirtæki
sem þar er til húsa. Rannsóknarlög-
regla ríkisins rannsakar innbrotið.
-RR
Helguvíkurdeilan:
Samningasvik
studd af VSÍ
- segir formaður RSÍ
„Þegar menn telja sig eiga inni
vangreidd laun þá hugsa þeir út
leiðir til að fá þau greidd," sagði
Guðmundur Gunnarsson, formaður
Rafiðnaðarsambandsins, við DV nú
í morgun aðspurður um deilu sam-
bandsins vegna uppgjörs félags-
manna sem starfa við verksmiðju
SR-mjöls i Helguvík.
Guðmundur segir að Rafiðnaðar-
sambandið hafi tekið undir mál-
flutning VSÍ um að launahækkanir
innan einstakra fyrirtækja byggist
á hagræðingu og aukinni fram-
leiðni. Samið hafi verið um launa-
kerfi þessu tengd sem grípa mætti
til þegar hagræðingarmarkmið
ganga eftir. „Þegar fyrirtæki á Suð-
urnesjum fmna það upp hjá sjálfum
sér að svíkja grundvallarsamning
um þessi mál, VSÍ styður það og
Þórarinn Viðar sigar lögmönnum á
starfsmenn þessara fyrirtækja þá er
okkur ofboðið. Til hvers er þá að
gera vinnustaðasamninga? “ -SÁ
Skeiðarársandur:
Varað við hættu
Varað er við hættu á Skeiðarár-
sandi vegna hættulegra polla sem
leynst geta við ísjaka þar.
Sýslumaðurinn í Vík segir að
ógerningur sé að loka tilteknum
svæðum á sandinum. Merkingar
verða settar upp þar sem pollar finn-
ast svo fólk geti varað sig á hættunni.
Tveir voru hætt komnir á Skeiðar-
ársandi um helgina. -RR
( ÞETTA HEFURÁ,
VER\Ð FREKAR
V ÓÞÆGILEGT BÓL! J
Veðrið á morgun:
Él um
vestanvert
landið
Á morgun er búist við suðvest-
Emkalda og éljum um vestanvert
landið en þurrt verður austan-
lands og víða léttskýjað.
Veðrið í dag er á bls. 36
ÓDÝRASTI
EINKAÞJÓNNINN
mizzzb
BÍLSKÚRSHURÐA-
OPNARI
Verð kr. 21.834,-
lýbýlavegi 28 Sími 554 4443