Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 Fréttir__________________________________________________________________________________pv Einar Stefánsson, forseti læknadeildar Háskóla íslands: Höfum ekki fengið topp- mann í deildina í tíu ár - launin eru undir meðallaunum íslenskra lækna „Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessari þróun og það er alveg ljóst að ísland er hætt aö vera samkeppn- ishæft um toppmenn í prófessors- embætti til Háskólans. Það lýsir kannski ástandinu best að við höf- um ekki fengið toppmenn, t.d. frá Bandaríkjunum, til læknadeildar- innar í tíu ár,“ segir Einar Stefáns- son, prófessor og forseti í lækna- deild Háskóla íslands. Einar segir að starfsaðstaðan ráöi þama miklu en síðan hafl neikvæð umræða og hringlandaháttur í heil- brigðiskerfinu mikið að segja. Launaþátturinn spili síðan stærstu rulluna því munurinn á launum sé margfaldur hér heima og erlendis. „Það versta er að það er ekki nóg með að við fáum ekki hæfustu mennina okkar til þess að koma heim heldur þurfum viö að horfa upp á aö við erum að missa góða menn úr landi. Þórir Haraldsson heilaskurðlæknir er gott dæmi um þetta en hann gafst upp á kjörunum hér. Kári Stefánsson, prófessor í erfðavísindum, er síðan annað dæmi en hann hætti á Keldum og þótt þaö sé gleðilegt að hann sé að koma aftur þá er það í raun á allt öðrum forsendum." Einar segir að það lýsi ástandinu vel að nú hafi nýverið verið auglýst- ar tvær prófessorsstöður, í geðlækn- ingum og og taugasjúkdómafræði. í báðum tilfellum hafi reyndar komið nokkuð af ágætum umsóknum frá mönnum sem starfl hér á landi. „Það er ljóst að í þessar stöður þurfa að ráðast menn sem verða leiðtogar í þessum greinum langt fram á næstu öld. Engu að síður er í báöum þessum tilfellum verið aö bjóða laun sem eru undir meðal- launum íslenskra lækna og auðvit- að lítið brot sem boðið er í sambæri- legum stöðum í nágrannalöndum okkar. Það er því ekki bara það aö við séum ekki samkeppnisfær al- þjóðlega, við ertnn ekki heldur sam- keppnisfær innanlands," segir Ein- ar Stefánsson. Hann segir aö í lang- an tíma hafl verið gert út á það að íslendingar vilji gjama búa og starfa hér heima en hann er ekki í nokkrum vafa um að það sé að breytast, unga fólkið sætti sig ekki lengur við þau kjör og þau starfs- skilyrði sem hér bjóðist. -sv Stund milli strl&a hjá þeim Geir Gunnarssyni aðsto&ar sáttasemjara, Jóngeiri H. Hlinasyni og Þóri Einarssyni ríkis- sáttasemjara. DV-mynd Hilmar Þór ísland er ekki samkeppnishæft varðandi kjör prófessora og hámenntaðra lækna: Alvarleg staöreynd og ástandið fer versnandi - segir formaður Læknafélagsins um ómannaðar stöður Óttast að yngri læknar- nir fari burt „Maöur fmnur aö menn eru orðn- ir þreyttir á því að vinna í heil- brigðiskerfmu. Þar er eilífur niður- skurður og það er orðinn of stór þáttur í starfi margra lækna að vera að velta sér upp úr tilvistarmálum þegar þeir eiga aö vera aö lækna fólk,“ segir Rafn Ragnarsson, yfir- læknir á lýtalæknadeild Landspítal- ans. Rafh segir lækna vera prógram- meraða til þess að lækna eftir bestu getu án þess að bruöla en síðan þurfi menn aö vera að slíta sér út við aö fást viö tilvistarmál, hvemig megi spara og svo framvegis. Rafn hefur t.d. barist fyrir því frá því að hann tók til starfa fyrir einu og hálfú ári aö fá deild undir lýtalækn- ingar. Hann segir að ekki sé verið að fremja fegrunaraðgerðir á spítal- anum og að alls ekki sé nægilega vel búið að jæim sem t.d. hljóta vonda brunaskaöa. „Aðstöðuleysiö er einn þáttur og launin em annar og stærri. Ég haföi verið hér á landi í nokkur ár þegar staðan var auglýst og var ekkert á leiðinni út og þess vegna setti ég að- stöðuleysi ekki eins fyrir mig og sá sem fyrstur kom til greina um hana og vildi ekki. Nú er ég ekki hálf- drættingur í laimum á við það sem ég væri í minni gömlu stöðu í Sví- þjóð og ég held að það eigi við um ansi marga kollega mína að þeir séu famir að líta til útlanda eftir betra starfsumhverfi og hærri launum," segir Rafh. Þórður Harðarson, yfirlæknir á lyflæknadeild Landspítalans, segir bilið á milli launa hér heima og er- lendis vera orðið allt of mikið. Bilið fari breikkandi og afleiðingin sé sú að okkar bestu læknar nýtist land- inu alls ekki. Hann segist ekki sjá aö sú þróun sem er að eiga sér stað breytist alveg á næstunni. „Við erum að horfa á það aö vís- indamenn hafi góða starfsaðstöðu erlendis og það er allt miklu harð- sóttara hér. Trúfestan sem menn hafa sýnt gagnvart íslandi er ekki eins sterk og hún var og þess vegna held ég að við getum í nánustu framtíð veriö aö horfa á nokkum flótta yngri mannanna í greininni af landi brott, þ.e. þeirra sem eiga enn innhlaup í stöður á bestu háskóla- sjúkrahúsum erlendis. Þeim fellur allur ketill í eld þegar þeir koma heim,“ segir Þórður. -sv „Umsækjendur spyrja um kjörin, laun og starfsumhverfi og þegar þeir síðan bera það saman viö það sem þeir kannski hafa erlendis eða geta haft þá er það því miður ekki nokkur spuming fyrir þá að sækjast ekki eftir þeim stöðum sem auglýst- ar eru hér á landi. Þetta er alvarleg staöreynd og ástandið fer versn- andi,“ segir Sverrir Bergmann, for- maður Læknafélags íslands, um þá staðreynd að ekki tekst að manna þær stööur prófessora og sérfræð- inga sem auglýstar hafa verið laus- ar til umsóknar. DV bar undir Sverri dæmi um fjórar stöður sem ekki hefði tekist að manna, að minnsta kosti ekki gengið alveg snurðulaust, og sagðist híann kannast við öll dæmin og hugsanlega fleiri sem hann sagðist þó ekki vita hver niðurstaðan yrði með og treysti sér þess vegna ekki ekki til þess að nefna þau. Ingvari Bjamasyni, starfandi lækni í London, var boöin prófess- orsstaða í lífefnafræöi fyrir tveimur árum og þegar háskólinn frétti af áhuga íslendinga á því að fá hann var honum boðin launahækkun sem hljóðaði upp á sömu upphæð og heildarlaunin sem hann átti að fá á íslandi. Hann sat því sem fastast í London. Bogi Andersen, annar há- menntaður læknir, sem starfar í Bandaríkjunum, var fenginn til starfans. Hann hóf störf fyrir tveim- ur árum, kom heim annað slagið til aö kenna, festi kaup á einhverjum tækjum, flutti menn til í störfum en hætti síðan við, að stærstum hluta vegna launa, og starfar nú ytra. Ólafi Pétri Jakobssyni, lækni í Svíþjóð, var boðin staöa yfirlæknis lýtalæknadeildar en eftir að hann hafði kynnt sér aðstöðu og launa- kjör ákvað hann að hætta við að koma heim. Þá var gengið á næsta mann, frænda hans Rafn Ragnars- son, og gegnir hann stöðunni nú. Fyrir tveimur árum var Bjöm Flygenring, læknir í Bandaríkjun- um, ráöinn í stöðu hjartalæknis lyf- læknadeildar. Nokkuð dróst að hann kæmi heim og loks gaf hann stöðuna frá sér. Rætt var við Helga Óskarsson, sem einnig starfar í Am- eríku, um aö hann tæki stöðuna að sér en hann neitaöi. Sá þriðji, Axel Sigurðsson, var síðan ráðinn í haust og era menn mjög ánægðir með störf hans. Fjórða staðan, sem um er rætt, er staða prófessors í röntgenlæknihg- um. Hún hefúr ítrekað verið auglýst og „menn hafa verið dekstraðir til þess að sækja um“ eins og það var orðað við DV. Samt hefúr enginn sótt um stöðuna. „Ég held að þetta ástand fari versnandi þangað til yfirvöld átta sig á því að bæta þarf starfskjörin. Ég geri mér grein fyrir að við getum ekki boðið það sem hæst þekkist er- lendis, enda held ég að ekki þurfi endilega að einblína svo mikið á launaþáttinn hjá stórum hópi lækna. Ef menn hins vegar gætu haldiö þeim launum sem þeir hafa án þess að hafa svona rosalega mik- iö fyrir þeim yrðu menn strax ánægðari,“ segir Sverrir Bergmann. -sv Stuttar fréttir MS með áhyggjur Stjóm Mjólkursamsölunnar tekur undir áhyggjur bænda vegna álvers á Grundartanga og segir að markaðstækifæri land- búnaðarins í framtíðinni felist í fjarlægð frá mengandi starfsemi. Virhjað á Nesjavöllum Borgarráö samþykkti í gær aö hefja framkvæmdir við gufuafls- virkjun á Nesjavöllum. Virkjunin verður reist hvort sem af álveri á Grundartanga verður eða ekki. Yfirtaka á FÍ Samkeppnisstofnun setur Flug- leiðum það skilyrði að reka Ferðaskrifstofu íslands, sem Flug- leiðir era að eignast að fullu, sem sjálfstætt fyrirtæki og óháð Flug- leiðum, til aö virk samkeppni verði áifrarn tryggð. Makkamenn til Nýherja Fyrrum framkvæmdastjóri Apple umboðsins og tveir aðrir staifsmenn hafa verið ráðnir til Nýherja. Nýherji getur því boðið bæði eigendum PC- og Macintosh- tölva þjónustu. Viðskiptablaöið segir frá. Á eftir Singapore Kennslubækur í stærðfræöi fyrir byrjendur era úreltar og mun verri en þær sem böm í Singapore nota. íslenskum böm- tun er auk þess kennt mun minna í stærðfræði en fyrmefndu böm- unum. RÚV sagði frá. Karfákvóti Settur hefur verið kvóti á veið- ar á Reykjaneshrygg, 45 þúsund tonn. íslensk skip sem veiða á hryggnum veröa að sæta skerö- ingu á veiðiheimildum innan lög- sögunnar og kvóti skipa verður ákveðinn samkvæmt veiði- reynslu. RÚV sagði frá. Laxness slær í gegn Sjálfstætt fólk eftir Halldór Lax- ness er nýkomin út í Bandaríkj- unum í annað sinn frá 1946 og fær afbragðsdóma í Washington Post. Hún er sögð snilldarverk sem gott sé að fá aftur. Mbl. segir frá. Kynin aðskilin í Tjamarskóla era strákar og stelpur aðskilin í stærðfræðitím- um og telja kennaramir að árang- ur kennslunnar batni viö þetta. Sérstaklega sæki stúlkumar í sig veðrið í stærðfræðunum. Stöð 2 sagði frá. Hvalfjaróargöngin Hvalfjarðargöngin era tveimur mánuðum á undan áætlun og búið að grafa 24 kílómetra af 5,5 kílómetrum sem verður heildar- lengd þeirra fullbúinna. Morgun- blaðið segir frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.