Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 7 DV Sandkorn Afmælisgjöfin í síöasta hefti af Austra eru þrjár góðar gamansögur af læknum. Ein þeirra segir trá augnlækni á Ak- ureyri sem átti merkisaftnæli og hélt upp á það með bravúr. Af þvi tilefhi gáfu starfsbræður hans honum málverk, þar sem stórt auga var mjög áber- andi á miðjum myndfletinum. Meðal sam- kvæmisgesta var Bjami Raftiar kven- sjúkdómalæknir og var farið að stytt- ast í næsta merkisafmæli hans. Þeg- ar Bjami sá málverkið með auganu 1 miðjunni hnippti hann í konu sína og sagði. „Jæja, Begga mín, þá vitum við hvað ég fæ i afmælisgjöf." Og stóð við það Sigurbjöm Hilmarsson í Vest- mannaeyjum er sögumaður í nýlegu tölublaði af bæj- arblaðinu Frétt- ir. Þar segir hann meðal ann- ars góða sögu af móður sinni á þessa leið: „Þeg- ar mamma var að vinna í Vinnslustöðinni í bónusi gekk oft mikið á. Þannig var að þegar við komum heim úr skólanum þurft- um við að kveikja undir soðningunni því mamma hafði svo nauman tima I mat. Hún hafði þann ávana að eiga aldrei eldspýtur. Þess vegna þurfti hún oft að kveikja i sigarettunni á brauðristinni. Þennan dag var hún eitthvað óvenju sein fyrir og mikið að gera. Hún var að drifa sig af stað í vinnuna en ætlaði að kveikja sér í sígarettu áður. Rýkur aö vaskinum, skrúfar frá vatninu og stingur sígar- ettunni undir: „Nei, nú hætti ég að reykja," sagði hún og stóð við það!“ Fimm örbylgju- ofnar Og áfram er vitnað í Fréttir. 1 síð- asta blaði er frétt um að tvö blóð- sýni, sem tekin voru úr mönn- um grunuðum um ölvun við akstur á Þor- láksmessu, hafi reynst skemmd þegar þau komu til Rannsókna- stofnunar Há- skólans. Taliö er að þeim hafi verið stungið inn i örbylgjuofn. Málið er litið alvarlegum augum og margir liggja undir grun. Síðan segir blaðið: „Samkvæmt heimildum blaðsins voru sýnin ekkert lengur á leiðinni til Rannsóknarstofhunar Háskólans en venja þykir. Málinu var strax vís- að til RLR sem fer með rannsókn málsins. Á leið sýnanna frá lögreglu- stöðinni í Eyjum til Rannsóknar- stoftiunar Háskólans eru að minnsta kosti flmm örbylgjuofnar sem koma til greina, samkvæmt heimildum blaðsins meðal annars á flugvellinum í Eyjum og í Reykjavík. RLR verst allra frétta en málið þykir hið vand- ræðalegasta fyrir lögregluna..." Segir ennfremur að talið sé að þeir grun- uðu fái sekt en missi ekki ökurétt- indin. Hvannarót í Lindum í Austra er birt skemmtileg brennivins- og ferðavísa eftir Hrafii Sveinbjamarson á Hallormsstað. Hrafh er kunnur ferðamaður sem unir sér vel á öræfum i góðum félagsskap. Hon- um þykir ekkert verra að hafa eitthvað með- ferðis til að lífga upp á sálartetr- ið. Og því orti hann eitt sinn: Tindavodka taka skal til dæmis undir felli, gamla lautin í Gæsadal, ég gjaman í mig helli. Finnst ykkur ekki fyrirtak að fastmælum það bindum i Kverkfjöllum sé koníak og hvannarót í Lindum? Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Mokveiði við Garðskaga: Fiskifræðingarnir ættu að vera hér DV, Suðurnesjum: „Trossan er varla komin í botn þegar hún er orðin full af fiski. Þannig er fiskiríið nú og það væri gaman að hafa fiskifræðinga hér til að fylgjast með þessu,“ sagði Öm Hólm, stýrimaður á Ágústi Guð- mundssyni GK, þar sem hann var að landa 15 tonnrnn af fiski í Njarðvík- urhöfn á mánudagskvöld. Veiðin var 15 tonn - mestmegnis þorskur sem fór allur í salt. Margir bátar á Suður- nesjum hafa verið að fá góðan afla að undanfömu og útlitið er bjart. Öm segir að trossumar hafi legið fimm klukkustundir í sjó og úr hverri þeirra drógu þeir upp þrjú tonn. AUa jafna hafa þeir trossumar í sjó í sólarhring. Þeir era með 10 trossur og segir Öm það mikla vinnu að draga þær inn. Veiðin er á stóra svæði norður af Garðskaga. -ÆMK Örn aö landa oa borskurinn er vænn. DV-mynd ÆMK Borgarbyggð: Forðast innheimtu lögfræðinga í lengstu iög DV, Vesturlandi: Tillögu Jenna R. Ólasonar bæjarfulltrúa um að fenginn yrði óháður aðili og þá lögfræð- ingur til að iimheimta útistand- andi kröfur Borgarbyggöar var vísað frá f bæjarstjóm Borgar- byggðar nýlega. „Menn höfnuðu alfarið aö setja þetta í framkvæmd. Það hefði haft í for með sér mikinn aukakostnað fyrir sveitarfélagið. Þó skuldimar fari eitthvað fram yfir eindaga þá ætlum viö í lengstu lög að forðast að setja þær í innheimtu lögfræðings. Auðvitað viijum við ná inn öll- um þeim skuldum sem við eig- um útistandandi. Við höfum beitt okkur vel í innheimtunni en við ætlum okkur ekki aö setja þetta í innheimtu lögfræð- inga fyrr en allar leiðir hafa ver- ið kannaðar niður í kjölinn og ekki annað hægt,“ sagði Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Borg- arbyggð, við DV. -DVÓ Dansleikur í af- mali Alla rika DY Esldfiröi: Fimmtudaginn 30. janúar verður hinn landskunni athafnamaður, Að- alsteinn Jónsson á Eskifirði eða Alli ríki, 75 ára. Af því tilefni hefur stjórn Hraðfrystihúss Eskifjarðar ákveðið að efna til veglegs afmælis- fagnaðar kl. 20 á afmælisdaginn í fé- lagsheimilinu Valhöll á Eskifirði. Starfsfólk Aðalsteins svo og vinir og kunningjar munu eflaust fjöl- menna í Valhöll til að samfanga Að- alsteini. Að lokinni afmælisdagskrá verður dans stiginn fram eftir nóttu og sér hljómsveit Geirmundar Val- týssonar um stuðið. Regina Engin loðna DV, Eskifiröi: „Hér hefur ekki fundist arða,“ sagði Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á loðnuskipinu Jóni Kjartanssyni, í samtali við DV í gær. Miili 20 og 25 skip hafa verið að leita að loðnu á svæðinu frá Seyðisfjarðardjúpi og suður í Lónsdýpi en ekkert hefúr fundist.„Nú er komin bræla og sum- ir famir í land til að skipta yfir á grunnnótina," sagði Grétar og bætti við: „Ég reiloia með að loðnan gjósi svo upp einhvem næstu daga uppi í fjörunum. Þannig finnst mér útlitið vera nú.“ Emil Akranes: Fleiri stúlkur fæðast á sjúkra- húsinu DV, Akranesi: Fæðingar á Sjúkrahúsi Akraness hafa nokkurn veginn staðið í stað ef miðað er við fjölda fæðinga síðustu tvö árin - 1995 og 1996. 1995 bættust við 82 drengir i knattspymulið Skagamanna í fram- tíðinni og 83 stúlkur. Alls vora fæð- ingar það ár 165. Á árinu 1996 vora fæðingar alls 166. Þar af voru 77 drengir og 89 stúlkur. Ef miðað er við bæði árin hafa 159 drengir fæðst og 172 stúlkur. Það er því Jjóst að Akumesingar og Borgfirðingar verða að taka sig verulega á í að fjölga mannfólkinu. „Árið í ár byrjar þokkalega. í lok janúar vora komnar 12 fæðingar og það var jafhmikið af stúlkum og drengjum eða 6 af hvora kyni. Mað- ur vonar samt að fæðingum fjölgi miðað við síðasta ár því það er alltaf gaman að taka á móti nýjum einstaklingum. Þetta skýrist á næstu mánuðum," sagði Jónína Ing- ólfsdóttir, yfirljósmóðir á Sjúkra- húsi Akraness. -DVÓ W w PANTANA A AUGLYSINGUJ ÍSÍMASKRÁ1997ER I 31.JANUAR Laufásvegi 49-51 Sími 511 4330 Fax 5114333

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.