Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 8 Misstu ekki af spennandi aukablöðum í febrúar og mars: Aukablöð DV eru löngu orð/n landsþekkt. Blöðin eru bæði fræðandi og skemmtileg og fjalla um margvísleg og gagnleg sérsvið. 5. febrúar Tækni og tölvur Spennandi blað um tölvur og intemetið. Fjallað verður um þróun í tölvumálum og flest það er viðkemur tölvum og tölvunotkun. 12. f e b r ú a r Bílar '97 í blaðinu er að finna heildstætt yfirlit yfir þá fólksbfla og jeppa sem bflaumboðin hafa í boði á árinu 1997. Blað sem enginn bfla- eigandi má láta fram hjá sér fara. 19. febrúar Feröir til útlanda ítarlegar upplýsingar um þá ferðamöguleika sem í boði á árinu 1997 hjá ferðaskrifstofunum, ásamt ýmsum hollráðum varð- andi ferðalög til útlanda. 26. febrúar Hljómtæki Efmsmikið blað um allt sem viðkemur hljómtækj- um. Þar verður meðal ann- ars fjallað um helstu nýj- ungar á markaðnum. 12. mars Fermingargjafa- handbók Nauðsynleg upplýsinga- og innkaupahandbók fyrir alla þá sem eru í leit að fermingargjöfum. 19. mars Matur oa kökur Lystaukandi blað þar sem fjallað verður um flest það er viðkemur matartilbúning fýrir páskana. Útlönd DV Aslan Makhadov, nýkjörinn forseti Tsjetsjeníu: Rússarnir viður- kenni sjálfstæði Aslan Maskhadov, sem hefur lýst yfir sigri sínum í forsetakosningun- um í Tsjetsjeníu, vill að Rússland og aðrar þjóðir heims viðurkenni sjálf- stæði landsins og leggi hönd á plóg- inn við uppbyggingu þess eftir tveggja ára styrjaldarátök. „Við ákváðum árið 1991 að lýsa yfir sjálfstæði Tsjetsjeníu,“ sagði hinn lágmælti 45 ára fyrrum liðsfor- ingi í sovéska hemum og síðar her- foringi uppreisnarmanna þegar hann lýsti yfir sigri sínum í gær. Hcmn býst við að sigurinn verði opinberlega staðfestur í dag. „Það eina sem vantar er að þjóðir heims, þar á meðal Rússar, viður- kenni það. Því marki er hægt að ná með pólitískum leiðum," sagði hann og hvatti Rússa til að hefja þegar í stað samningaviðræður um full- veldi Tsjetsjeníu en ekki eftir flmm ár, eins og kveðið er á um í friðar- samningnum sem gerður var við stjórnvöld í Moskvu á síðasta ári. Á meðan þessu fór fram í Grozní, ítrekaði blaðafulltrúi Borísar Jelts- íns Rússlandsforseta andstöðu rúss- neskra stjórnvalda við aðskilnað Tsjetsjeníu. Jeltsín, sem enn er að sér eftir hjartaaðgerðina frá í haust og nú síðast lungnabólgu, hitti forsætis- ráðherrann sinn, Viktor Tsjemomyrdín, í Kreml í gær þar sem þeir ræddu niðurstöður kosn- inganna í Tsjetsjeníu. Blaðafulltrúi forsetans sagði á fundi með fréttamönnum að það væri mat Jeltsíns að niðurstöðum- ar gæfu vonir um að frekari friðar- viðræður væru mögulegar. En hann gerði það þó ljóst að Moskvustjórn- in liti á Tsjetsjeníu sem hluta rúss- neska sambandsríkisins fremur en sjálfstætt ríki. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), sem sendi eftirlits- menn til að fylgjast með kosningun- um í Tsjetsjeníu, lýsti yfir ánægju sinni með framgang þeirra í gær. „Það voru engir alvarlegir mis- brestir sem hafa áhrif á heildarnið- urstöðumar og það var ekkert sem benti til að svik hefðu verið höfð í frammi,“ sagði Tim Guldiman, yfir- maður sendinefndar ÖSE, á fundi með fréttamönnum í Grozní. Samkvæmt ópinberum tölum fékk Maskhadov 58 prósent atkvæða en skæruliðaforinginn Sjamíl Basa- jev kom næstur með um þrjátíu pró- sent atkvæða. Reuter Paola Belgíudrottning fær hér aöstoö við að laga hálsfestina í heföbundinni nýársveislu í höllinni í Brussel fyrir rík- isstjórnina og leiðtoga viðskiptalífsins. Símamynd Reuter Clinton viðurkennir mistök við fjáröflun Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að mistök hefðu orðið við íjáröflun vegna kosningabaráttu sinnar. Hann hélt því hins vegar fram að styrktaraðilar hefðu ekki keypt sér áhrif og að kerfið væri ekki rotið. Clinton sagði endurskoðun á lög- um um fjárframlög til kosningabar- áttu nauðsyrdega og lofaði að gera allt sem í sínu valdi stæöi til að bæta kerfið. „Enginn er ámælislaus. Það voru gerð mistök, annaðhvort með ráðn- um hug eða í ógáti en það er ann- arra að meta það,“ sagði Banda- ríkjaforseti. Hann viðurkenndi að það hefði verið rangt að boða háttsettan bankaeftirlitsmann á fúnd banka- manna og fjáröflunarmanna í Hvíta húsinu í maí í fyrra. Að loknum fundinum gáfu nokkrir bankamann- anna yfir 300 þúsund dollara eða um 20 milljónir íslenskra króna í kosn- ingasjóð Clintons. Bankaeftirlits- maðurinn kveðst ekki hefðu sótt Bill Clinton: „Styrktaraöilar keyptu sér ekki áhrif.“ Símamynd Reuter fundinn hefði hann vitað fundarefn- ið. Reuter Lögreglan hörfar fyrir mót- mælendum Tugir þúsunda mótmælenda fögnuðu í gærkvöld er lögregla lét hjá líða að hindra för þeirra um miðborg Belgrad. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar lögðu á það áherslu að það væri lögregl- an sem væri farin að þreytast eft- ir 10 vikna mótmæli en ekki stjórnarandstæðingar. Bandalag stjómarandstöðu- flokkanna, Zajedno, myndaði i gær borgarráð í borginni Smederevska Palanka. Fór at- höfnin fram fyrir utan ráðhúsið þar sem lögregla hafði hindrað inngöngu borgarráðsmanna í ráðhúsið og 230 stuðningsmanna þeirra. Talsmenn Zajedno segja að verið geti að bandalagið beiti sömu aðferð í Belgrad og öðrum borgum þar sem yfirvöld hafa hunsað kosningasigur þeirra. Um þúsund íbúar Smeder- evska Palanka efndu til mót- mælagöngu í gær en mættu harð- snúnu lögregluliði sem barði á mótmælendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.