Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 9 Utlönd Stuttar fréttir Bjargað úr eldi Tuttugu og einni manneskju var bjargað út úr logandi 25 hæða háhýsi í Bombay á Indlandi í morgun. Ekki er vitað til að neinn hafi slasast. Salinas yfirheyrður -----1 Carlos Sal- 1 inas, fyrrum for- jj seti Mexíkó, var r\ yfirheyrður í Cy. ^ rúmar sextán JjjM klukkustundir í P jjg tengslum við morðið á fyrrum mági sínum árið 1994. Bróðir Sal- inasar hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja morðið. Forsetinn fyrrverandi býr í útlegð á írlandi. Ekkert miðar Varaforseti Sýrlands segir ekk- ert hæft í að hreyfmg sé að kom- ast á friðarviðræðurnar við ísra- el eftir 10 mánaða hlé, eins og ísraelsk stjórnvöld hafa látið í veðri vaka. Vi|ja ráða einir Bresk stjómvöld hafa hafnað tillögu Spánverja um sameiginleg yfirráð þeirra á Gíbraltar í næstu 100 ár en nýlendan yrði upp frá því undir stjórn Spánverja. Stjórnarmyndun Sósíalistar sem fara með völd- in i Búlgaríu ætla að hefja stjóm- armyndunartilraunir í dag en þeir hafna áskomn forseta lands- ins um að boða þegar í stað til kosninga til að bjarga landinu úr efnahagsþrengingum. Kviðdómur íhugar Kviðdómur- inn í einkamál- inu á hendur möningskapp- anum O.J. Simp- son er byrjaður að velta fýrir sér sekt eða sýknu sakbomingsins en dómarinn fyr- irskipaði kviðdómendum að láta fyrri sýknudóm yfir Simpson ekki hafa nein áhrif á sig. Engin eftirgjöf Bandaríkjamenn tilkynntu í gær að þeir mundu aldrei láta evrópskmn bandamönnum sín- um í NATO eftir stjóm suður- svæðis bandalagsins, og sameig- inleg yfirráð em heldur ekki inni í myndinni. Friðarnefnd fundar Nefhdin sem skipuð var til að leysa sex vikna gamalt gíslatöku- mál í sendiherrabústaðnum í Lima í Perú hélt fyrsta fund sinn í gær. Foringja leitað Yfirvöld í Chile telja að leiðtogi heimullegrar þýskrar nýlendu í landinu sé í felum hjá vinum og kunningjum en hans er nú leitað vegna gruns um misnotkun bama. Cardoso aftur Femando Henrique Cardoso, forseti Brasilíu, hefur í hyggju að verða fyrsti maðurinn sem nær endurkjöri á forsetastól. Sú viðleitni hans fékk byr undir báða vængi í gær þegar þingið heimilaði honrnn að bjóða sig fram í kosningunum á næsta ári. Pyntingar, svei Bandaríska leyniþjónustan CIA, sem gaf út handbók um pyntingar, segir að starfsmönn- um sinum sé nú bannað að pynta fólk og að stofnunin vinni að vemdun mannréttinda. Reuter Saddam Hussein á varðbergi: Eiginkonan sett í stofufangelsi Forseti íraks, Saddam Hussein, hefur sett eiginkonu sína í stofu- fangelsi, að því er haft er eftir hátt- settum aðila innan Bandaríkjahers. Bandaríkjamaðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, tjáði frétta- mönnum að heimildir gæfu til kynna að Saddam flytti sig nú oftar um set en áður af öryggisástæðum. Kvaðst Bandaríkjamaðurinn, sem er kunnugur málum í írak og á Persaflóasvæðinu, telja að það benti til þess að Saddam stafaði jafhvel hætta af sjálfum sér. „Mér þykir það mjög athyglisvert að Saddam skuli hafa sett eiginkonu sína í stofufangelsi. Þetta er fregn ffá áreiðanlegum heimildarmanni," sagði Bandaríkjamaðurinn. Hann gaf engar upplýsingar um hvenær né hvers vegna ferðir eigin- konu Saddams hefðu verið takmark- aðar en gaf í skyn að banatilræðið, sem Uday syni hans var sýnt í des- ember síðastliðnum, hefði orðið til þess að forsetinn óttaðist enn frekar um öryggi sitt. Uday særðist alvar- lega þegar skotið var á hann er hann ók um götur Bagdad. Gefið hefur verið í skyn að ástæðan hafi verið deilur vegna viðskiptamála eða fjölskyldudeilur. „Uday særðist alvarlega og er enn með eina eða tvær byssukúlur í mænunni og er hálflamaður. Verið getur að hann missi annan fótinn vegna dreps,“ greindi Bandaríkja- maðurinn frá. Hann sagði íraska herinn hafa fjölgað æfingum sínum undanfamar vikur. Hins vegar benti ekkert til að írak kynni að gera aðra árás á Kú- veit. Haft er eftir háttsettum heim- ildarmönnum í Bagdad að Saddam sé sannfærður um að hann geti her- tekið Kúveit í skyndiárás. Saddam er sagður velta hugmyndinni fyrir sér á hverjum degi. Er hann ýmist hlynntur árás eða mótfallinn. Reuter Castro segir aö Kúba sé hreint ekki til sólu Fidel Castro, forseti Kúbu, brást reiður við áformum bandarískra stjómvalda um að veita Kúbu efnahagsaðstoð upp á milljarða dollara ef landið losaði sig við kommúnískt stjórnkerfi sitt og sagði ráöamönnum í Washington að Kúba væri ekki til sölu. „Það sem reitir okkur hvað mest til reiði er að þeir eru að reyna að kaupa okkur. Ekkert afl og engir peningar í þessum heimi geta gert okkur að þrælum á ný,“ sagði Castro á útifundi í Havana þar sem verið var að halda upp á 154 ára fæðingarafmæli Josés Martis, sjálfstæðishetju þeirra Kúbveija. Stuðningsmaður forseta Alsírs drepinn í gær Bókstafstrúarmenn í Alsír hjuggu nærri forseta landsins í gær þegar þeir myrtu verkalýðs- leiðtogann Abdelhak Ben- hamouda, einn helsta pólitískan bakhjarl hans. Fjórir menn sátu fyrir Benhamouda þegar hann yf- irgaf skrifstofur sínar og skutu. Aðeins nokkrum klukkustund- um eftir moröið á verkalýðsfor- ingjanum sprakk pakkasprengja í bænum Blida, sem er 50 kíló- metra suður af Algeirsborg, og varð einum manni að bana en særði sautján. Aðalbækistöðvar alsirska hers- ins eru í bænum. FBI rannsakar sprengjutengsl Bandaríska alríkislögreglan FBI skýrði frá því í gær að verið væri að rannsaka hugsanleg tengsl sprengingarinnar á ólymp- íuleikunum í Atlanta í sumar og annarrar sprengingar sem varð i Washington- fylki. Tveir fórust þegar sprengjan sprakk í almenningsgarði í mið- borg Atlanta. Þrír karlar frá Idaho voru handteknir í haust og ákærðir fyrir rörasprengjuárásir og bankarán í grennd við borgina Spokane í Washington á síðasta ári. Sjónarvottur telur sig hafa séð einn þremenninganna i garð- inum í Atlanta skömmu áður en sprengjan sprakk þar. Bretar gætu orð- ið fyrstir inn í myntbandalagið Mikið er um dýrðir í tískuhúsum heimsins þessa dagana. Hér má sjá fyrirsætu í nýjustu múnderingu hins ítalska Renatos Balestras eins og hún birtist áhorfendum í Róm í gær. símamynd Reuter Camille Cosby um hliðarspor eiginmannsins: Framhjáhaldið gleymt og grafið Camille Cosby, sem verið hefur eiginkona gamanleikarans Bills Cos- bys í 33 ár, lýsti því yfir í gær að hún stæði við hlið manns síns. Sagði hún framhjáhald hans, sem hann viður- kenndi nú í vikunni, vera gleymt og grafið. Bill sagði frá þvi i sjónvarpsviðtali að hann hefði átt vingott við móður Autumn Jackson, stúlkunnar sem reyndi að kúga fé af honum á þeim forsendum að hún væri óskilgetin dóttir hans. Bill neitar því hins veg- ar að vera faðir Autumn Jackson sem er 22 ára. Jackson var nýlega handtekin ásamt kunningja sínum, Jose Med- ina, fyrir að hafa ætlað að þvinga Bill til að greiða sér 40 milljónir doll- ara gegn því að greina ekki fjölmiðl- um frá því að hún væri dóttir hans. Nú hefúr kærasti Jacksons, Antonay Williams, viðurkennt aðild að fjár- kúgun. Kveðst hann hafa aðstoðað Jackson og Medina við samsærið. Sagði hann þau hafa sent sumar hót- anir sínar með símbréfum og einnig hringt. Komið hefúr í ljós aö gerð voru uppköst að bréfum sem senda átti sjónvarpsstöðinni CBS, sem sendir út gamanþætti Bills Cosbys, til þess að þrýsta enn frekar á Cosby til að greiða féð. Camille Cosby leggur áherslu á að mikilvægast sé að morðingi sonar hennar verði fundinn. Yfirvöld full- yrða að morðið á Ennis Cosby teng- ist á engan hátt fjárkúgunartilraun- inni. Reuter Kenneth Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, sagði í gær að ekki væri útilokað aö Bretland yrði í hópi fyrstu þjóða Evrópu- sambandsins til að taka upp sam- eiginlega mynt þess. „Ríkisstjómin hefur ekki úti- lokað að vera meö í fyrstu lotu,“ sagði Clarke í viðtali við breska dagblaðiö Financial Times og sló þar með á vangaveltur manna upp á síðkastið um að rikisstjóm- in heföi skipt um stefnu i myntar- málinu. Clarke ítrekaði þá skoðun breskra stjórnvalda að ólíklegt væri að myntbandalaginu yrði hrint í framkvæmt á tilsettum tíma. Reuter DAGSB Verkamannafélaoið Daosbrún Félagsfundur veröur haldinn fimmtudaginn 30. janúar kl. 20 í Borgartúni 6 (Rúgbrauösgeröin). Fundarefni: Kjara- og samningamál. Féiagar, fjölmenniö, sýniö skírteini við innganginn. Stjórn Dagsbrúnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.