Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 Lesendur___________________ Stjórnvöld stuöla að skattsvikum - marklausar skoöanir - engar breytingar Bréfritari segir stjórnvöld stuöla aö skattsvikum meö núverandi fyrirkomu lagi í skattamálum. Spurningin Vilt þú fá stóriöju á íslandi? íris Sigurbjömsdóttir nemi: Já, já. Það er atvinnuskapandi og færir gjaldeyri inn í landið. Eyrún María Elísdóttir nemi: Nei, hún er mengunarvaldur. En það eru líka plúsar við að fá hana. Viðir Egilsson, atvinnulaus: Já, endilega. Það skapar atvinnu. Hafsteinn Sigurðsson rafvirki: Já, hún er atvinnuskapandi. Það má deila um staðarvalið en þetta er nauðsynlegt. Guðmundur Ingólfsson rafvirki: Ég er því fylgjandi að vissu marki. En það er ekki sama hvar hún verð- ur. Bergur Guðmundsson nemi: Ég hef voða litla skoðun á því. Helgi Magnússon skrifar: Er nema von að fólk sé óánægt og vilji sjá róttækar breytingar? Nú á ég ekkert sérstaklega við að núver- andi ríkisstjórn fari frá eða eitthvað í þá áttina. Ég á hins vegar við að þessi ríkisstjóm og allar aðrar sem hér hafa setið taki á málunum og af- greiði þau til hagsbóta fyrir lands- menn og ríkissjóð að auki. Hér em einungis 70 þúsund einstaklingar sem greiða skattana! Er þetta eðli- legt? Auðvitað ekki. Islensk stjómvöld hafa gegnum tíðina stuðlað að skattsvikum með því t.d. að líða hina svokölluðu „svörtu vinnu“. Dæmi: Ég fer með hlut í viðgerð eða læt inna verk af hendi, t.d. við lagfæringu á íbúð. Ég fæ tilboð frá þeim sem framkvæmir verkið; borga með virðisaukaskatti eða sleppa honum og greiða lægri upphæð. Auðvitað tek ég því boði. Báðir aðilar „hagnast" ef svo má segja. Ég hef engan hag af því að gefa upp þessa greiðslu. Ríkið verð- ur því af skattinum frá verktakan- um. Fengi verkkaupinn einhverja umbun í skatti vegna uppgefins skatts myndi ríkið samt hagnast og fá skatt frá báðum aðilum. Og nú er ríkið að skoða „ýmsa frádráttarliði" skatta. Sjómannaaf- slátt t.d. sem nemur 1,5 milljarði á ári. Auðvitað þora stjómvöld ekki að hreyfa við því máli. Eða persónu- afslátt, hlutabréfaafslátt, fjármagns- tekjuafslátt? Skoðanirnar taka aldrei enda og núverandi .jaðar- skattanefnd" er vita gagnslaus fjár- Árni Brynjólfsson skrifar: Ég las grein í DV 9. jan. sl. eftir Véstein Ólason bókmenntafræðing. Hún var forvitnileg vegna fyrir- sagnarinnar, „Um islenskan þekk- ingarbúskap“. Ekki dró úr áhuga mínum þegar lesningin hófst á þessum orðum: „í fyrri grein færði ég rök að því að rangt væri að líta svo á að verðmæti yrðu aðeins til í framleiðslu seljanlegrar vöm og þjónustu" - sem mér fannst nú al- veg óþarfi að leggja mikla vinnu í að rökstyðja, vegna þess hve þessi skoðun er sjaldgæf, á litlu fylgi að fagna - jafnvel hjá frjálshyggju- mönnum. Greinin var nánast ein löng vamarræða fyrir málvísindin og Gxrnnar Sigurjónsson skrifar: Sjónvarpsþátturinn um sjávarút- vegsmál, sem sýndur var sl. sunnu- dag, var lítls viröi að mínu mati. Sama tuðið og oftast áður og eng- inn sagði neitt sem máli skipti. „Fræðingamir" vom vita vonlaus- ir og þátttakendur í „sal“ spurðu engra spurninga sem veigur var í. - „Þessi spuming á verulegan rétt á sér“ var iðulega skotið að en svo komu engin svör. Síðan voru sýnd- ir skuttogarar að veiðum og rifjuð upp enn einu sinni forsaga kvóta- málsins. málaráðherra. Það veit hann líka vel. Byija mætti á því í bili að ívilna þeim í skatti sem gefa upp all- ar viðgerðir og smáverk sem venju- lega koma ekki fram í skattafram- tali. Einnig aö afhema allar undan- þágur og fríðindi (sbr. sjómannaaf- frjálsar rannsóknir, en telur þó fyr- irvara þurfa fyrir mikilvægi þeirra og segir m.a. „Menntun og frjálsar rannsóknir skila einatt ávinningi sem ekki er hægt að sjá fyrir.“ Ég velti fyrir mér á hvern hátt uppgötvun hjólsins tengdist lestri bókmennta og hvemig t.d. Ford fór að því að gera bílinn að almenn- ingseign. - Samkvæmt framan- sögðu ætti hvomgt að hafa verið gert „af viðleitni til að leysa hagnýt vandamál", heldur vegna vísinda- legrar forvitni og rannsókna. Þegar hér var komið lestri var mig farið að gruna að höfundur væri að vaða reyk, en lauk þó við greinina og tók að lesa þá fyrri, sem átti að fela i sér mikilvæg rök, Engin sátt og engin lausn? Það kom líka berlega í ljós í þættin- um að sjávarútvegsmálin em alfar- ið í höndum sjómanna og útgerðar- manna, aðrir dansa bara með, þ.m.t. ráðherra sjávarútvegsmála. Sjó- menn og útgerðarmenn eru í raun sammála um að halda núverandi flskveiðistjórnun í því horfi sem hún er. Rétt blæbrigðamunur er í skoðanaskiptunum. En það var ekki þetta sem við vild- sláttinn). - Og loks að herða viður- lög verulega gegn skattsvikum. Það má þess vegna leggja seinvirka og vanhæfa ,jaöarskattanefnd“ niður og nýta önnum kafinn ráðuneytis- stjóra forsætisráðuneytis til ann- arra verka. og varð aftur fyrir vonbrigðum. Höfundur virðist ekki átta sig á mismun arð- og óarðvænna starfa og setur öll störf háskólagenginna undir sama hatt máli sínu til stuðnings. V.Ó. segir m.a.: „Getur það verið að læknirinn sem gerir að bákverk bifvélavirkjans - og gerir honum þar með ekki aðeins kleift að halda áfram að gera við bíla heldur einnig að taka upp bömin og faðma eiginkonuna - sé að eyða verðmæt- um, sem bifvélavirkinn skapar á verkstæðinu?" Er þörf á þessum vamarvaðli og getsökum varðandi skoðanir fólks sem líkja má við veruleikafirringu? um sjá í svona þætti, við vildum heyra „konkrete" svör ráðamanna þjóðarinnar við spumingum áheyr- ehda, hefðu þær þá verið af viti. En hvomgt var til staðar í þættinum. Og klykkt út með því að segja að bærileg sátt væri um stjómim flsk- veiða sem er auðvitað alrangt. Um hana er engin sátt. Um það stendur deilan, um það átti þessi þáttur að vera en kom ekki nálægt því máli. I>V Fastur hjá trygg- ingafélaginu Torfi skrifar: Þrátt fyrir mikinn vilja og að- dáun á forsvarsmönnum FÍB fyr- ir framtak þeirra að lækka ið- gjald á bílatryggingum get ég mig hvergi hreyft frá trygginga- félagi mínu þar sem ég er með allan pakkann fyrir mig og fjöl- skylduna hjá þessu ákveðna fé- lagi. Ég kalla hins vegar úr prís- undinni til annarra: Gangi ykk- ur vel hjá FÍB. Kirkjan og við H.J. hringdi: Við vitum ekkert hve margt starfsfólk er hjá kirkjunni, hver launakjör þess era, hvaða vinnu- skyldu prestar hafa eða hvers vegna þeir þurfa að vera svona margir. Er kirkjan e.t.v. orðin „bisnessfyrirtæki" og prestamir pokaprestar? Margir vonuðu að kirkjumálaráðherra óskaði eftir að herra Ólafur Skúlason sæti fram yfir aldamótahátíðina. Hann er presta færastur og það hefði hugsanlega bætt ofurlítið þann álitshnekki sem prestar og kfrkjan hafa beðið undanfarið. Þegar algjörlega ósönnuðum slúðursögum var komið á kreik um yfirmann kirkjunnar og sumir prestar reyndu að ala á þeim eftir megni. Þeir hafa a.m.k. ekki mikla reisn af því máli. Skrafskjóðumar iðuðu í skinninu og drifu sig m.a.s. inn á Alþingi. Allt í nafni göfuglyndis. Því miður tekur langan tíma að vinna upp traust fólks á þjóð- kirkjunni. Lýsingu á Hellisheiði Guðmunda skrifar: Ég var að koma að austan sl. sunnudag á bil mínum og ók Hellisheiðina. Þar var hið mesta moldviöri sem ég hef lent í lengi, skafrenningui- og blindhríð þess á milli. Vegurinn hins vegar marauður. Þama hefði komið sér vel að hafa góða lýsingu við vegarkantinn, því stikurnar sjást ekki í svona kófi. Ég skora á vegamálakerfið að koma lýs- ingu þama fyrir alla heiðina, frá Skíðaskálanum og niður Kam- bana. Nóg er rafmagnið, ekki satt? Algjört „gullæði" í Háskólabíói Eiríkur hringdi: Ég hafði hugsaö mér að skreppa í Háskólabíó með son minn til að sjá myndina „Gullæði". Hringdi samt fyrst td að tryggja hvort miðar fengjust o.s.frv. Mér blöskraði hins vegar þegar mér var tjáð að miðinn kostaði, segi og skrifa, eitt þús- und krónur! Skýringin? Jú, það var lifandi tónlist með mynd- inni. Hljómlistarmaður sem lék af fingrum fram. Við fórum ekki feðgamir. Ég einfaldlega tímdi ekki að greiða 2000 kr. fýrir bíómiðana. Hann hefur haft drjúgan skerf í sinn hlut, sá stutti, viö píanóið, hafi veriö dá- góð aðsókn að myndinni. En það vantar víst alltaf í ríkiskassann frá skattborguranum. Fyrsti þjóð- höfðinginn? I dagskrárkynningu Morgun- blaðsins sl. sunnudag segir um „Lestur Passíusálma" m.a. að margir helstu menningarfröm- uðir þjóðarinnar, klerklærðir menn jafnt sem leikmenn hafi flutt sálmana, en Vigdís Finn- bogadóttir sé fyrsti þjóðhöfðing- inn sem það geri. Þetta er nú ekki sannleikanum samkvæmt, því frú Vigdís er ekki lengur þjóðhöfðingi. Þama hefði að sjálfsöðu átt að standa, „fyrrver- andi þjóðhöfðingi". En þetta er svo sem ekki nein dauðasynd hjá Mbl. en synd samt. Veruleikafirrtur þekkingarbúskapur Sjónvarpsþáttur um sjávarútvegsmál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.