Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Side 11
I MIÐVKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 menning 11 Myndlistin - fimmta flokks menningarfyrirbæri? Hannes Sigurðsson listfræðingur hefur verið í sviðsljósinu í íslensku listalífi síðan hann kom heim frá Bandaríkjunum fyrir tveim árum. Hann lauk prófi úr málaradeild Myndlista- og handíða- skólans og burtfararprófi í flautuleik. Lagði svo frá sér bæði flautu og pensil og hóf nám í list- fræði og heimspeki við Lundúnaháskóla. Að því loknu fór hann í Berkeley háskóla í Bandaríkj- unum og tók meistarapróf í listfræði þaðan 1990. Næst lá leiðin til New York þar sem hann bjó í fimm ár og starfaði meðal ann- ars um skeið hjá stærsta list- höndlara Bandaríkjanna, Pace galleríinu. Og 1991 fór hann að fjarstýra sýningum á kaffihús- inu Mokka. Fyrsta sýningin var á indverskum smámynd- um og síðan hefur hann sett upp 73 sýningar þar en alls eru sýningar hans í söfnum og sýn- ingarsölum hér á landi orðnar 103. Síðastliðið eitt og hálft ár hefur hann verið menningar- fulltrúi Gerðubergs og vakið sérstaka athygli fyrir Sjónþing- in svonefndu þar sem þekktir listamenn eru teknir fyrir með umræðum og sýningum á völd- um verkum þeirra. Engin gallerí „Mér fannst strax gaman að setja upp sýningar," segir Hannes, „þetta er skapandi starf. Eftir þá fyrstu varð ekki aftur snúið og ég tók við sýn- ingarhaldi á Mokka. Mest var ég með íslenska listamenn en á milli sendi ég þekkta banda- ríska listamenn eins og Sally Mann, Joel-Peter Witkin, Jenny Holzer, Peter Hailey og fleiri. Þetta var eins og að fá Pavarotti til að syngja á Hlíða- skóla en þeir féllu fýrir þvi að sýna á kaffihúsi á íslandi. Erlendis er það undantekn- ing að kaffihús séu tekin alvar- lega sem sýningarsalir en Mokka hefur sérstöðu. Þetta er dæmigert bóhem-kaffihús sem listamenn hafa alltaf sótt. Ég held líka að Mokka hafi haft áhrif á sýningarhald hér á landi; í stað þess að stofha gall- erí er orðin hálfgerð lenska að setja upp sýningar í fataversl- unum og matsölustöðum." - Og hvað finnst þér um það? „Það er auðvitað mjög slæmt. Það góða við Mokka er að þetta er finn tilraunavettvang- ur. Staðurinn er eins og torg, maður nær til stórs hóps al- mennings og listamanna og getur náð gagnvirkni milli listamanna og neytenda. En það slæma er að ekki skuli geta þrifist hér svo mikið sem eitt raun- verulegt gallerí. Þetta er sambærilegt við það ef ekki væri til neitt bókaforlag á Islandi. Þá á ég við fyrirtæki með föstum starfsmönnum sem vel- ur sér fastan kjama listamanna og sér alveg um þá, stendur fyrir sýningarhaldi, safnar greinum, sér um að mynda listaverkin, sér um sölu á verk- unum. Hér verða menn að sjá um sig sjálfir og störf tengd sýningarhaldi eru meira og minna í sjálfboðavinnu." Engin sala „Astandið er orðið sérstaklega slæmt núna,“ heldur Hannes áfram. „Fjögur gallerí lögðu upp laupana í fýrra. Aðsókn er hverfandi að sýning- um og allir sölumöguleikar virðast vera búnir. Ungur listamaður kom heim frá námi í Osló 1958, hélt sína fyrstu sýningu og seldi 20 verk, á þeirri næstu seldi hann 25 verk. Það þótti ekki til- tökumál. Ungur málari í dag heldur sina fjórðu einkasýningu með prýðilegum myndum og hefur aldrei selt eina einustu. Það er undantekning ef eitthvað selst á sýningum nú orðið. Margt veldur þessari þróun. Til dæmis held ég að fólk hafi hér áður ekki keypt myndir bara af listrænum áhuga heldur til að fjárfesta og til að skreyta híbýli sín. Grafíkæðið sem gekk hér yfir á síðasta áratug fyllti veggina og þar með var sá fótur farinn undan. Annað er hve mikið er i boði. Það er ekki nokkur leið að þekkja alla sem eru að sýna verk sín, ólíkt því sem áður var. Við þurf- um líka að kaupa svo mikið af hlutum, og það kostar ekki lítið að halda við og endurnýja öll heimilistækin og tölvuna sem er úrelt eftir stutt- an tíma. Allt þetta kemur á undan listaverka- kaupum. Og verðbréfm. Og utanlandsferðin. Svo er enginn sem leiðbeinir fólki um kaup. Hannes Sigurösson listfræöingur. Galleríin í Bandarikjunum velja úr framboðinu og segja: Þetta eru topparnir. Kannski tveir af þúsund. Valið er oft tilviljunarkennt, en það verö- ur að hafa það. Þessi gallerí taka listamennina upp á sína arma, hækka verðið á myndum þeirra og „gifta“ - ef svo má segja - listamanninn og peningamanninn. Það er búið að votta að hann sé góður og þá eru verk hans keypt. Allt byggist þetta á trausti milli seljenda og kaupenda. Hér fara menn aldrei að ráðum sérfræðinga þegar þeir kaupa myndlist - allt í lagi að hlýða læknin- um en ekki listfræðingnum." Engin kennsla Hannes brosir elskulega. „Hér er heldur engin kennsla í samtímamyndlist í skólum og fólk hef- ur engan grundvöll til að meta hana. Við erum fóst einhvers staðar í kringum 1950 i mesta lagi. Abstraktmálverk er eins framsækið og fólk getur torgað! Fólk nær ekki hugmyndalist, enda þótt menn séu alltaf að stela hugbúnaði.“ - Hvað er þá til ráða? „Ég veit ekki hvort það er hægt að hugsa þetta svoleiðis. Þetta er þróun. Til þess að geta sinnt listinni verða listamenn að hafa peninga, og ef þeir selja ekki verk sín eru þeir komnir upp á náð og miskunn kerfisins, listamannalaun, kaup opinberra safna, um þessa bitlinga er barist þó að þeir hrökkvi engan veginn fyrir lífsviðurværi. Gallinn er líka sá að listamaður á starfslaunum þarf ekki að koma til móts við almenning, samfé- lagið, hann einangrast. Beiðnum frá ríki um skreytingar á opinberum byggingum eða listaverk á almannafæri hefúr líka fækkað. List er dýr og hún hefur alltaf verið upp á valdið komin: kirkju, aðal og loks borgara- stétt. Hér heldur ríkið úti söfnum og greiðir lista- mannalaun og svo framvegis. Þetta á rætur að rekja til upp- lýsingastefnunnar og er gert vegna þess að listin er talin mannbætandi og líka vegna þess að hún hefur í aldanna rás gefið valdastéttinni andlit, með byggingum, málverkum, högg- myndum, gefið henni ímynd. En nú virðist borgarastéttin vera að gefast upp á skjólstæð- ingi sínum. Það er alls staðar verið að skera niður og lista- stofnunum er allt í einu gert að afla sértekna, skaffa mHljónir í kassann. Kerfið virðist ekki sjá sér sama hag í listum og áður og vill kannski aðskilnað ríkis og lista. Og þá verður stóra spurningin: Hver tekur við þeim? Verða það alþjóðlegu risafýrirtækin? Sjá þau sér hag í því? Ég held að við séum að verða vitni að stórtækum breytingum." Engir styrkir „Með því að ætla listastofn- unum að afla fjár eru þær reknar í fangið á styrktaraðil- um og eru þá komnar í sam- keppni við einkageirann. Mörg stórfyrirtæki eru hætt að svara þessum sifelldu beiðnum." ' - Sérðu þá fyrir þér að þess- ar listastofnanir verði lagðar niður? „Nei, ekki í bráð. Hefðin er svo lífseigt afl, það tekur hana hálfa öld að fatta að hún er dauð. En vísbendingamar eru komnar um að ríkið kippi að sér höndum. R-listinn talar um aö hann vilji að Reykjavík verði blómstrandi listaborg en það sem við horfum upp á er niðurskurður. Myndlistin er alveg upp á valdið komin. Þessar litlu sporslur halda í henni tórunni, en fjárskortur setur svip sinn á allt sem menn skapa hér á landi og úr hvaða efiii þeir vinna. Þeir geta sjaldnast út- fært verkin sín nákvæmlega eins og þeir vildu gera. Verða alltaf að finna málamiðlanir." - Það sem þú vildir helst sjá er að upplýstur al- menningur héldi myndlistinni uppi. „Ef við tökum Bandaríkin sem dæmi þá eru þessi stóru gallerí þar engar hugsjónastofhanir. Þetta em fyrirtæki og þau sinna ekki bara olíu- málverkum eða öðra sem auðvelt er að geyma og safna. Stóru söfnin þar byggja að litlum hluta til á opinbera fjármagni, fyrst og fremst treysta þau á fyrirtæki og moldríkt fólk sem gef- ur þeim verk sín, - til að staðfesta verðmæti ann- arra verka sem það heldur eftir. Safnið er gullfót- urinn, þar fer „gengisskráning“ listaverka fram. Og einstaklingar treysta á matsmenn sýningar- sala. Þegar þú kaupir verk kannski á tugi millj- óna þá þarftu að vera sannfærð um ágæti verks- ins. En allt er afstætt. Ef menn eiga peninga hér eru þeir alveg til i að kaupa sér jeppa fyrir 5-6 milljónir til að keyra um bílastæðið í Kringlunni, en ekki listaverk. Þegar við kaupum málverk erum við ekki að kaupa olíu og striga heldur hug- vit - og hugvit er svo lítils metið hér á landi. Til marks um hve myndlistin er lítils metin hér er alltaf um áramót gert yfirlit yfir það besta í leiklist, tónlist og bókmenntum í fjölmiðlum, en myndlistin er aldrei tekin með. Hún er einhvers konar fimmta flokks menningarfyrirbæri hér á landi.“ Og Hannes brosir aftur elskulega. DV-mynd GVA Kff Þórarinn Eldjárn í Gerðarsafni Á morgun, fimmtudag, kl. 17 verður að vanda upplestur í kaffistofu Gerðarsafns í Kópa- vogi. í þetta sinn er aðeins einn gestur, Þórarinn Eldjárn, rithöf- undur og skáld, og les upp úr nýrri skáldsögu sinni, Brotahöfði. Á eftir gefst tækifæri til að tala við höf- undinn um efni sögunnar. Brotahöfuð er heimildar- skáldsaga sem gerist á 17. öld og sögumað- ur hennar er Guðmundur Andrésson, maður sérkenni- legra örlaga á sinni tið. Hann braust til mennta en komst upp á kant við yfirvöld og dæmdist til refsivistar i Kaupmannahöfn þar sem hann sat í hinum ill- ræmda Bláturni. Bókin hlaut afar góðar viðtökur en það sem mesta athygli hefur vakið við hana er stíllinn og málfarið. Þórarinn fór þá leiö að búa sér til 17. aldar mál, eða lit á málið, til að komast nær sögutímanum og aðalpersónu sinni. Kossar og kúlissur Leikfélag Akureyrar frum- sýnir annað kvöld kl. 20 sýning- una Kossa og kúlissur til að fagna níræöisafmæli Sam- komuhússins. Þetta er dagskrá í samantekt Hallgríms Helga Helgasonar þar sem bragðið er upp svipmyndum úr nokkrum leikritum og flutt tónlist úr nokkrum vinsælum sýningum LA. Kór Leikfélags Akureyrar gegnir veigamiklu hlutverki í sýningunni. Leikstjóri er Sunna Borg. Tvímæli „Vestur-Evrópa á siðmenn- ingu sína þýðendum að þakka," er haft eftir erlendum fræöi- manni i nýrri bók Ástráðs Ey- steinssonar, Tvímæli. Erfitt er að andmæla því ef við ihugum til dæmis áhrifin af þýðingum á grískum fornbókmenntum, Hómerskviðum og harmleikj- unum á vestrænar bókmenntir og nægir að minna á mikilsvert þýð- ingarstarf Svein- bjamar Egilsson- ar á Bessastöð- um á fyrri hluta 19. aldar. Þó hefur fram- lag þýðinga til bók- mennta og menningar löngum verið van- metið. Ástráður Eysteinsson reynir að bæta úr því með sinni nýju bók sem Bókmenntafræðistofn- un gaf út fyrir jólin. Hún fjallar á aðgengilegan og gagnrýninn hátt um þýðingafræði og lýsir hugtökum hennar og viðfangs- efhum. Yfirlit er gefið yfir sögu þýðinga og áhersla lögð á bókmennta- þýðingar (sérstakur kafli er um þýð- ingastarf Helga Hálfdanarsonar) og fjallað um stöðu og vægi þýðinga í ís- lenskri menn- ingu og bók- menntasögu. Ástráður er prófessor í bók- menntafræði við Háskóla ís- lands og hefur áður skrifað margar greinar og ritgerðir um þýðingar. En Tvímæli er fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.