Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Góðærið frestar nútíma íslendingar hafa efiiazt vel á síðustu þremur árum og munu væntanlega gera það áfram á allra næstu árum. Eft- ir sex mögur stöðnunarár 1987-1993 erum við nú að sigla inn á mitt sóknarskeið, sem mun gera okkur kleift að ná aftur fyrri stöðu í hópi auðþjóða heims. Góðærið frá 1994 hefúr að einu leyti verið ólíkt fyrri skeiðum af því tagi. Verðbólgan hefúr verið lítil, um 2%, sem er heldur minna en í flestum nágrannalöndum okkar. Þetta segir þá nýstárlegu sögu, að sæmilegt jafhvægi hefúr ríkt í þjóðarbúskapnum, þrátt fyrir góðæri. Við erum komin í þá stöðu að fúilnægja nokkum veginn og sumpart alveg þeim skilyrðum, sem forusturíki Evrópu vilja setja fyrir þátttöku í næsta risaskrefi evrópskrar efnahagssamvinnu, sameiginlegri Evrópumynt. Við getum náð fari með þeirri hraðlest. Hingað til höfum við haft mun meira gagn en ógagn af evrópskri efiiahagssamvinnu, fyrst í Fríverzlunarsamtök- unum og nú í Efnahagssvæðinu. Ekki aðeins hefúr hag- kerfið styrkzt, heldur hefúr velferð einnig aukizt vegna harðari krafna Evrópu um vemdun lítilmagnans. Því miður skortir okkur pólitískan kjark til að stíga skrefið frá islenzkri krónu, sem er marklaus pappír í út- löndum og framleiðir mun hærri vexti hér á landi en em og verða í löndum myntbandalagsins. Við verðum vegna þessa fyrir miiljarðatjóni á hverju ári. Þótt einkennilegt megi virðast, er það kvótabraskið, sem á mestan þátt í nýbyijuðu blómaskeiði. Það hefúr flutt veiðiheimildir til þeirra, sem kunna að gera þær arðbær- ar, og gert sjávarútveginn hagkvæmari en hann var áður. Þjóðfélagið í heild hefúr hagnazt á þessu. Því miður hefúr okkur ekki tekizt að gæta réttlætis um leið. Við höfúm trassað að skattleggja forréttindi aðgangs að takmarkaðri auðlind. Þannig hefúr kvótakerfið orðið svo hatað um allt land, að það getur komizt í hreina fall- hættu, ef ekki verður bætt úr skák. Reiknað er með, að næstu árin verði það stóriðju- og virkjanagerð, sem taki við hlutverki kvótabrasksins sem aflvél góðærisins. Búast má við, að fúil atvinna verði í landinu fram yfir aldamót. Það þýðir jafhframt, að launa- skrið verður á ýsmum sviðum umfram kjarasamninga. Ljóst er, að kaupmáttur eykst á næstu árum, sumpart með kjarasamningum og sumpart til hliðar við þá. Ef aukningin verður í takt við landsframleiðslu, mun kaup- mátturinn batna um 4% á hverju ári. Það er feiknarhá tala, sem segir til sín, þegar góðærisárin hlaðast upp. Þar sem stéttaskipting hefur aukizt á undanfomum árum, er eðlilegt, að krafizt sé meiri hækkunar hinna lægst launuðu. Um leið er skiijanlegt, að stjómvöld og við- semjendur stéttarfélaga óttist, að slík hækkun skríði að venju upp allan stigann og valdi verðbólguskriðu. Vonandi ná málsaðilar lendingu milli þessara sjónar- miða án undangengins verkfallatjóns og án verðbólgu- skriðu. Það verður ekki auðvelt, því að allt of stór hluti at- vinnulífsins býr við takmarkaða samkeppni og hefur að- stöðu til að velta kauphækkunum út í verðlagið. Sú hætta er einmitt eitt gleggsta dæmi þess, að við höf- um trassað að smíða ýmsa ramma, sem tryggja sjálfvirkan stöðugleika og framfarir, svo sem afiiám hafta og einka- réttar, afnám ríkisrekstrar á landbúnaði, aðild að Evrópu- sambandinu og upptöku veiðileyfagjalds. Skuggahlið góðærisins felst einmitt í, að það gerir okk- ur kleift að fresta ýmsum grundvaflarbreytingum, sem einar geta koma landinu inn í nútímann. Jónas Kristjánsson -í; • mm : ,-k.^ip 1» upj .iflSEí ^ i a . i ; • a f.' j 3|jjjflfijp.&tMmX Sterk staða á heimamarkaði er t.d. forsenda aukinnar fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja erlendis og sterkrar stöðu á erlendum mörkuðum. Stærstu eignatilfærslur sögunnar fram undan Samherja hf. á Akur- eyri aö fljótlega gæfist almenningi færi á að kaupa hlutabréf í fyr- irtækinu á opnum markaði. Á næstu árum er næsta öruggt að sífellt fleiri sjávar- útvegsfyrirtæki fari sömu leið og selji hlutabréf á opnum markaði. Hvert er þá vandamálið? Á síðasta ári hækkaði hlutabréfavísitala sjávarútvegsfyrir- tækja, sem skráð er á Verðbréfaþinginu, um tæp 90% á sama tíma „Með því að skrá útgerðarfyrirtæki á hlutabréfamarkaði gefst eigendum þeirra kostur á að selja hlutabróf sín og Inn- helmta ævlntýralega háan söluhagnað. Söluhagnað sem m.a. er tllkomlnn vegna fiskvelðlkvóta sem þjóðln úthlutaði end- urgjaldslaust tll útgerðarmanna.“ Kjallarinn hagfræðingur Eins og allir vita fá útgerðarmenn út- hlutað ókeypis kvóta, sem telst sameign þjóðarinnar sam- kvæmt 1. gr. laga um stjómun fiskveiða. Áætlað er að hreinn arður af kvótanum sé um 15-25 milljarðar króna á ári en það jafhgildir að núvirt- ur framtíðararður af kvótanum geti verið á bilinu 150-250 milij- arða króna. í þessum tölum er ekki tekið tillit til úthafskvóta sem íslendingar hafa áunnið sér rétt til að veiða á fjarlægum miðum. Sala hlutabréfa í sjávarútvegs- fyrirtækjum Undanfarin ár hef- ur samruni og sam- eining sjávarútvegs- fyrirtækja átt sér stað og ætla má að það kunni að halda áfram á næstu árum. Nýleg dæmi í þessu samhengi eru samruni Miðness hf. í Sandgerði við Harald Böðvarsson hf. á Akra- nesi og Hrannar hf. á ísafirði við Samherja á Akureyri. Fyrir þjóö- arbúið í heild geta slíkar aðgerðir verið af hinu góða vegna betri nýt- ingar fjármuna og vinnuafls sem næst í kjölfar stærri og öflugri rekstrareininga. Sterk staða á heimamarkaði er t.d. forsenda fyr- ir því að sjávarútvegsfyrirtæki geti í auknum mæli fjárfest og styrkt stöðu sína á erlendum mörkuðum. Nýlega kynntu stjómendur og þingvísitala allra skráðra fýrir- tækja á þinginu hækkaði um 60%. Hver er ástæðan fyrir meiri hækk- un hlutabréfa í sjávarútvegi en í öðrum greinum? Langvarandi nið- urskurður í aflaheimildum á sið- ustu árum gefur vísbendingu um aö ástand fiskstofnanna í sjónum kunni að batna sem gefur vonir um auknar „ókeypis" aflaheimild- ir í framtíðinni. Auknar aflaheim- ildir eru væntanlega ávísun á bætta afkomu útgerðarfyrirtækja, umfram annarra fyrirtækja, en verðmæti þeirra er metið sem nú- virtur framtíðarhagnaður af veið- unum. Með því að skrá útgerðarfyrir- tæki á hlutabréfamarkað gefst eig- endum þeirra kostur á að selja hlutabréf sín og innheimta ævin- týralega háan söluhagnað. Sölu- hagnað sem m.a. er tilkominn vegna fiskveiðikvóta sem þjóðin úthlutaði endurgjaldslaust til út- gerðarmanna. Samkvæmt nýjum lögum um fjármagnstekjuskatt þurfa útgerðarmennimir síðan einungis að greiða 10% skatt af söluhagnaðinum. Skynsamir útgerðarmenn munu seija hlutabréf sín á meðan færi gefst enda er útgerðarfyrirtæki verðlaust án kvóta og verðminna ef lagt verður á veiðigjald. Nýir kaupendur, t.d. lífeyrissjóðir og einstaklingar, kaupa síðan bréf- in á fúllu markaðsverði þannig að þegar til lengri tíma er litið mun íslenska þjóðin eignast sömu eign tvisvar. Fyrst skv. 1. gr. laga um stjómun fiskveiða og síðan þegar keypt em hlutabréf í útgerðarfýrirtækjunum. Hver er lausnin? Leggja á veiðigjald sem fyrst. Því fyrr því betra. Annars er hætta á að sífellt fleiri útgerðar- aðilar, sem fengu ókeypis kvóta, nái að innleysa til sín óverðskuld- aðan söluhagnað. Hér er um svo miklar fjárhæðir aö tefla, 15-25 milljarða króna á ári, að í staðinn væri hægt að lækka virðisauka- skatt á vörur og þjónustu um helming. Ég spyr að lokum, hvort er betra og réttlátara: Lækka skatta í kjölfar veiðigjalds sem fyrst eða afhenda fámennri stétt fýrrverandi útgerðarmanna hund- mð milljarða króna að gjöf? - Oft er þörf á hagstjómarbreytingum en nú er nauösyn. Björgvln Sighvatsson Skoðanir aimarra Menning Evrópu „Sú athyglisverða þróun hefur átt sér stað innan Evrópusambandsins á seinni árum að um leið og stefht hefur verið að aukinni efnahagslegri og pólit- ískri einsleitni aðildarríkjanna hafa menn vaknað í auknum mæli til meðvitundar um þau verðmæti sem fólgin em í fjölbreyttri menningu Evrópubúa. í Evrópusamstarfmu hefur markvisst verið stefnt að því að styrkja menningarleg sérkenni þjóða og þjóð- arbrota og að auðvelda þeim að rækta menningu sína og tungu.“ Úr forystugrein Mbl. 28. jan. EES og valdaafsalið „íslenskir stjómmálamenn, þar með taldir forsæt- isráðherra, félagsmálaráðherra og formaður Alþýðu- bandalagsins, em að átta sig á því að í EES- samn- ingnum felst meira valdaafsal Alþingis en flesta grun- aði. Það er þvi merkilegt aö heyra formann Alþýðu- bandalagsins lýsa þvi að í raun sé aðeins um tvær leiöir að velja, því óbreytt ástand sé óviðunandi: ís- land gangi alla leið inn í Evrópusambandið og við fáum þar áhrif sem viö höfum ekki i dag. Eða: ísland dragi sig úr úr EES og freisti þess að ná kostum Evr- ópusamvinnu, án galla, með tvíhliða samningum. “ Stefán Jón Hafstein í Degi-Tímanum 28. jan. Sár ákvörðun „Teikn em á lofti um að hætt verði útgáfú Alþýðu- blaðsins...En ef orsakimar em skoðaðar þá getum við jafnaðarmenn litið í eigin barm...Það em einung- is elstu Alþýðuflokksmenn og þeir sem starfa í trún- aðarstöðum fyrir flokkinn sem eru áskrifendur, ekki einu sinni allir trúnaðarmenn sem em eða teljast í forsvari...Ef til vill vilja menn breyta útgáfútíðni, gefa blaðið út í öðra formi eða á vegum landshlut- anna, það verður að koma í ljós, en mikið harmar undirritaður ef taka verður þá sáru ákvörðun að hætta útgáfu Alþýðublaðsins." Gísli S. Einarson í Alþbl. 28.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.