Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1997 37 Sigrún Edda Björnsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson ieika kennarana sem koma í þorpið Kennarar óskast Þjóðleikhúsið sýnir í kvöld á stóra sviðinu verkið Kennarar óskast, nýjasta leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar. Um er að ræða dramatískt verk með hnyttnum texta og skrautlegum persónum. í leikritinu er fyrst Leikhús og fremst fjallað um fólk í litlu samfélagi úti á landi. Ákveönir atburðir koma upp á yfirborðið þegar fólk að sunnan kemur til að kenna í skólanum. Þeir sem fyrir eru í plássinu þurfa þar af leiðandi að endurmeta stööu sína. Ólafúr fjallar hér um fólk og viðbrögð þess við því sem upp kemur í verkinu. Leikarar í Kennurum óskast eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Þröstm- Leó Gunnarsson, Ólafia Hrönn Jónsdóttir, Öm Ámason, Hjálmar Hjálmarsson, Gunnar Eyjólfsson og Harpa Amardótt- ir. Leikstjóri er Þórhallur Sig- urðsson. Málstofa um mannréttindi Á fýrstu málstofu um mann- réttindi, sem verður í kvöld, kl. 20.30, í húsi Félags bókagerðar- manna, Hverfisgötu 21, verður fjallað um mannréttindi og fjöl- miðla. Margrét Hlööversdóttir og Páll Þórhallsson fjalla um þessi mál. Fyrirlestur og kvikmyndasýning Á vegum Alliance Francaise mun í kvöld, kl. 20.30, Bruno Calle halda fyrirlestur og sýna kvikmynd frá dvöl sinni á Kerguelen-eyjum, nálægt suður- heimskautinu. Alliance Francaise er til húsa að Austur- stræti 3. Samkomur Gaukur á Stöng í kvöld og annað kvöld mun ný Acid-fönk-hljómsveit, Super 7, leika í fyrsta skipti á Gaukn- um. Bréf Vestur-íslendinga Vilhjálmur Hjálmarsson, rit- höfundur og fyirum ráðherra, mun spjálla um vestiufara og V- íslendinga og Bergsteinn Jóns- son, fyrrum sagnfræðiprófessor, fjalla um „íslensk Ameríkubréf ‘ á vegum Vináttufélags íslands og Kanada og Sagnfræðifélags íslands. Fundurinn fer fram í Odda, stofú 101, í kvöld, kl. 20.30. TOIL HVEZRNie NTT*! 'MIG- HO Gf3liKHFC>IöE:iM MUNDJ riNNR#P;SW1^vT2€3' I—Ix/ETF^INilGr tíElNlcS-lO NR.F7 Mí=!IMMIklCj'? Tjarnarbíó: x Poppleikurinn Oli n Annað kvöld verður sýning á Poppleiknum Óla II sem Leik- félag MH sýnir í Tjarnarbíói. Hópurinn sem vinnur Óla tók gamla leikinn til skoðunar og fann þar ýmis- legt sem enn á við í dag en sá að sumt var úi- elt og því var breytinga þörf. Hópurinn vann þá í spunavinnu senur upp úr gamla leiknum, breytti og bætti við eftir þörfum. Hinn góð- kunni tónlistarmaður, Jón Ólafsson, er tónlistarstjóri Poppleiksins Óla II en í sýn- ingunni verða flutt bæði lög úr gamla leiknum og frum- samin lög. Öll er tónlistin í „Óðmanna- stil“ en það var hljóm- sveitin Óð- menn sem samdi og flutti tónlist- ina í gamla leiknum. Plata Óð- manna með lögum úr verkinu var valin plata ársins 1970 og nú hefur Leikfélag MH stofnað hljómsveit sem svipar til Óðmanna. Eiturlyf, sam- band barna við foreldra, neytendasamfélagsáreiti, auglýsinga- fargan og fleira í þeim dúr er megininntak Poppleiksins Óla II. Leikstjóri er Kolbrún Halldórs- dóttir. Fjölmargir nemendur koma fram í uppfærslu Menntaskólans viö Hamra- hlíö á Poppleiknum Óla II. Skemmtanir Helstu þjóðvegir eru færir Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir. Nokkur hálka er einkum um norðanvert landið. Víða hafa verið miklar leysingar síðasta sólar- hring og vegir þvi víða mjög blaut- Færð á vegum h*. Heiðar eru sumar hverjar ófærar vegna snjóa, má þar nefna Lágheiði og Öxarfjarðarheiði á Norðurlandi, Hellisheiði eystri og Mjóafjarðar- heiði á Austm-landi. Á Suðurlandi er vegavinnuflokkur við að lagfæra leiðina Laugarvatn-Múli. Œ Hálka og snjór s Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir C^) LokaörStÖÖU 113 Þun§fært ©Fært ?allabílum Ástand vega Bróðir Alexanders Litli ~ ~Z : eldrar hans drengur- 15 3111 QUgSinS eru Jónína inn á ------------------------------- Rotherborg myndinni og Erlend- fæddist á fæðingardeild ur Sturla Birgisson. Hann Landspítalans 23. janúar á einn bróður, Alexander, kl. 07.06. Hann var við sem er níu ára. fæðingu 3.195 grömm og 49 sentímetra langur. For- Jada Pinkett leikur Stony, eina af fjórum vinkonum sem gera út á bankarán. Samantek- in ráð Samantekin ráð (Set It off), sem Laugarásbíó sýnir, fjallar um fiórar vinkonur sem leggja allt undir í hættulegri tilraun til að varðveita líf sitt og drauma. Þær Stony, Cleo, Tisean og Frankie hafa alist upp í einu út- hverfa Los Angeles og orðið að Kvikmyndir þola margt misjafnt. Þær hcifa verið sviknar um laun af mönn- um sem þær hafa unnið hjá, særðar af mönnum sem þær hafa kynnst og þurft að þola stanslaus- an yfírgang glæpagengja og lög- reglunnar í hverfinu sem ber einnig ábyrgð á dauða bróður einnar. Þær standa saman og gera það einnig þegar þær sjá þá einu lausn á vanda þeirra að ræna banka. í aðalhlutverkum eru fjórar ungar og þeldökkar leikkonur, Jade Pinkett, Queen Latifah, Vivica E. Fox og Kimberley Elise. Nýjar myndir Háskólabíó: Leyndarmál og lygar Laugarásbíó: Samantekin ráð Kringlubió: í straffi Saga-bíó: Lausnargjaldið Bíóhöllin: Dagsljós Bióborgin: Kvennaklúbburinn Regnboginn: Banvæn bráðavagt Stjörnubíó: Ruglukollar ■ |l- Krossgátan Lárétt: 1 jörð, 5 hlóðir, 8 forfoður, 9 erlendis, 10 sprænu, 11 hælir, 12 dró, 15 ættarsetur, 16 svei, 18 vit- leysa, 19 oddinn, 20 ullarílát. Lóðrétt: 1 bundið, 2 angist, 3 þvær, 4 klið, 5 ljóðstafur, 6 trausti, 7 hræð- ist, 13 lengdarmál, 14 reykir, 15 hratt, 17 stöng, 18 varúð. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hrufótt, 7 vík, 8 eldi, 10 ak- ur, 11 mat, 12 tuskast, 14 altan, 16 au, 17 set, 19 láð, 20 geilin. Lóðrétt: 1 hvatast, 2 ríkuleg, 3 uk*. ust, 4 fer, 5 ólma, 6 tittur, 9 dasaði, 13 kali, 15 nál, 18 te. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 32 29.01.1997 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollgengi Dollar 69,600 69,960 67,130 Pund 112,480 113,050 113,420 Kan. dollar 51,910 52,240 49,080 Dönsk kr. 11,0570 11,1150 11,2880 Norsk kr 10,6440 10,7030 10,4110 Sænsk kr. 9,5140 9,5670 9,7740 Fi. mark 14,1500 14,2330 14,4550 Fra. franki 12,5020 12,5730 12,8020 Belg. franki 2,0456 2,0579 2,0958 1 Sviss. franki 48,8000 49,0700 49,6600 Holl. gyllini 37,5600 37,7800 38,4800 Þýsktmark 42,2100 42,4200 43,1800 ít. líra 0,04290 0,04316 0,04396 Aust. sch. 5,9960 6,0330 6,1380 Port. escudo 0,4209 0,4235 0,4292 Spá. peseti 0,4990 0,5021 0,5126 Jap. yen 0,56970 0,57320 0,57890 Irskt pund 110,850 111,540 112,310 SDR 96,15000 96,73000 96,41000 ECU 81,7300 82,2200 83,2900 t Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.