Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Qupperneq 28
Veðrið á morgun: Úrkomulítið og vægt frost Á morgun verður hæg, breyti- leg átt. Það verður fremur úr- komulítið og víðast hvar vægt frost. Veöriö í dag er á bls. 36 MERKiLEGAMERKIVELIN brother Islenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar i tvær linur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Fimm réðust á einn Fimm manns réðust á mann um tvítugt á Engjavegi við skauta- svellið í Laugardal í gærkvöld. Fyrrverandi kærasta mannsins mun hafa sagst ætla að hitta vin- konu sína og fór með manninn með sér. Hann var síðan barinn og í hann sparkað. Stúlkan hvarf af vett- vangi og skildi piltinn eftir meðvit- undarlausan. Hún kvaðst hafa verið hrædd og því farið heim en þar fannst hún eftir að strákurinn vís- aði á hana. Hún sagðist ekkert þekkja árásarmennina. Fórnar- lambið var flutt á slysadeild, allt lemstrað eftir högg og spörk en óbrotið. -sv Innbrotsmál: * Á annan tug handtekinn Lögreglan i Reykjavík hefur upp- lýst innbrot í Fellaskóla fyrir um hálfum mánuði. Þá hefur lögreglan komist á slóð nokkurra annarra innbrotsmála og fundið töluvert þýfi úr þeim. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar aðal- varðstjóra hefur alls á annan tug manna, flest unglingar, verið hand- tekinn vegna aðildar að þessum •^fmálum. -RR Kviknaði í brettastæðu Eldur kviknaði í brettastæðu á trésmiðaverkstæði við Dalveg í Kópavogi í gærkvöld. Þegar slökkvi- liðið kom á vettvang var frekar litill eldur í húsinu en engu að síður þurfti að rjúfa þakið þar sem eldur- inn hafði komist upp á milli sperra. Fljótt og vel gekk að slökkva og urðu litlar skemmdir á húsinu. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins í Reykjavík mátti þó ekki miklu muna að eldurinn kæmist í gegnum vegg og í annað trésmíðaverkstæði "í þar við hliðina en þar er mikill elds- matur. Talið er hugsanlegt að kviknað hafi í út frá slípirokki. -sv Stóra hassmálið: Manni sleppt úr varðhaldi Karlmaður, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna aðildar að stóra hassmálinu, var látinn laus í gær. Ekki var krafíst framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir manninum. Femt situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tvær konur og tveir karlar. -RR Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnadeildar: Alls ekki óeðlilegt að borga uppljóstrurum - dómsmálaráðuneytið setur ekki út á störf yfirmannsins „Mér frnnst alls ekkert óeðlilegt við það að mönnum sé greitt fyrir upplýsingar sem leitt geta til þess að upplýsa glæpastarfsemi og koma höndum yfir glæpamenn. Þetta þekkist alls staðar erlendis í al- mennri löggæslu og þá ekki bara tengt fíkniefhamálum. í summn ríkj- um fara menn jafnvel á full laun við það,“ segir Bjöm Halldórsson, yfir- maður flkniefhadeildar lögreglunnar í Reykjavik. Björn hefur viðurkennt að hafa nokkrum sinnum borgað uppljóstr- urum laun fyrir upplýsingar um fíkniefni. Ekki alls fyrir löngu var Bjöm í sviðsljósinu þegar upp komst aö undirskrift hans var á byssuleyfi þekkts sakamanns sem veitt hafði Birni upplýsingar í flkniefnamálum. „Þetta meö greiðslur til uppljóstr- ara hefur verið notað nokkrum sinn- um hér í fikniefnadeild í sérstökum tilfeOum. Það er ekki verið að tala um háar fjárhæðir og það má frekar líkja þessu við vasapeninga. Ég er ekki að segja að maður sem upplýsir t.d. um innflutning á einu kílói af amfetamíni eigi að fá söluverð þess í upplýsingalaun. Það verður þó að vera meira en söluverð á einu eða tveimur grömmum tU þess að menn leggi sig í þetta. Oft og tíðum em menn að leggja töluvert á sig tU að komast á snoðir um eitthvað. Það er nauðsynlegt að hafa þessa uppljóstr- ara og þeir era þá réttu megin við lögin og aðstoða okkur í stað þess að sjá t.d. um innflutning á fíkniefnum. Greiðslur tU uppljóstrara koma úr sérstökum sjóði sem lögreglan hefúr yflr að ráða. Það þarf að sækja aUa ákvörðunartöku um það langt út fyr- ir fíkniefnadeUdina. Það eru aðrir sem taka ákvarðanir um þaö hvort skal borga eða hversu mikið," segir Björn. Björn segist ákveðinn að hætta í fikniefnadeUdinni en þar hefur hann starfað í tæp 9 ár. Hann neitar því að hann sé undir pressu frá dómsmála- ráðuneytinu. „Þetta er ákvörðun sem ég tók fyr- ir löngu og ástæðumar era persónu- legar. Það er kominn tími tU að hætta eftir öU þessi ár og ég tU- kynnti lögreglustjóra þetta sl. haust. Ég veit ekki hvað ég mun gera en ég hef áhuga á að byrja aftur í lögfræð- inni,“ segir Bjöm. „Almennt hefur lögreglan ákveðn- ar reglur tU að fara eftir í rannsókn mála. Þar er hvergi fjaUað um það berum orðrnn hvort kaup löggæslu- manna á upplýsingum sem leitt geta tU þess að upp komist um glæpa- staiifsemi séu lögleg eða ekki. Það má segja að þetta sé mjög grátt svæði,“ segir Símon Sigvaldason, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, við DV, aðspurður um málið. „Björn er ekki undir neinum þrýstingi frá ráðuneytinu að hætta. Hann hefur staðið sig afbragðsvel í sínu starfi og ráðuneytið hefur ekk- ert út á þau störf hans að setja. Björn nýtur fuUs trausts ráðuneytis- ins,“ segir Símon. -RR Vatns- og krapaflóð á Bíldudal: Stórslys ef flóðið hefði farið yfir byggð KOMAST KRIMMARNIR ÞÁ Á KAUPTRYGGINGU? Flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í ískönnunarflug á miöunum úti fyr- ir Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Þéttleiki ísjaðarsins var víöast mikill, eins og sést á myndinni, og norðvestur af Horni voru þéttar ísspangir. Næst iandi var hafísinn um 5 sjómílur norðaustur af Horni en um 7 sjómílur frá landi noröur af Kögri og norðvestur af Straumnesi. DV-mynd ÞÖK „Við þökkum bara fyrir að þetta flóð fór yfir autt svæði því þetta var þvUíkur massi að ef það hefði farið yfir byggðina hefði án efa orð- ið stórslys," segir Þórólfur Hall- dórsson, sýslumaður á Patreks- firði, eftir að 30 metra breitt og 4-5 metra hátt krapaflóð féll á BUdudal úr svoköUuðu GUsbakkagUi laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Rýma þurfti 45 hús í bænum og 123 íbúar gistu golfskála, frystihús- ið Trostan og Rækjuver. Fljótt var gengið úr skugga um að enginn hafði lent í flóðinu og fór vel um fólkið í nótt. Vatnsflóð féU úr BúðargUi um einni og hálfri klukkustund áður en krapaflóðið féU og þá fór vatn inn í kjaUara tveggja húsa. Þórólf- ur segir það flóð hafa verið mjög lítið. „Þessi flóð komu án fyrirvara úr GUjunum tveimur og á miUi þeirra er þrjú minni gU, svoköUuð MUli- gU, og þar sem við sáum ekkert upp í þau í myrkrinu í gærkvöld var ákveðið að rýma öU húsin á miUi þeirra. Vatnsflóðið féll úr Búöargili um klukkan átta og stóra krapaflóðiö féil síðan um einni og háifri klukku- stund síöar. DV-mynd Róbert Schmidt Þórólfur segir menn hafa verið í viðbragðsstöðu þegar seinna flóðið féU því aðalvarðstjóri lögreglunnar á Patreksfirði, sem líka er snjóaeft- irlitsmaður, hafi verið kominn á staðinn við annan mann. „Samkvæmt skipulagi er það veðurstofan sem afléttir neyðará- standi og framhaldið verður ákveð- ið þegar við getum skoðað svæðið í birtingu," sagði Þórólfur í morgun. -sv TT« Vinningstölurfo'\ (i2) (Í5) (yj) 28.1/97 @@@ KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1997 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.