Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 5 Fréttir Annir hjá séra Gunnari Björnssyni: Kvað niður draug í gömlum líkbíl - draugurinn hljóp í annan bil Oft hefur veriö talað um reim- leika í húsum þó minna sé um slik- ar sögur hin síðari ár. Reimleikar í bílum eru sjaldgæfari - hvað þá að prestur sé fenginn til að kveða nið- ur drauginn. Það var þó raunin þegar Úlfar Önundarson bílavið- gerðarmaður fór með ökutæki eftir viðgerð til séra Gunnars Bjöms- sonar, prests í Holti í Önundar- firði. Aðdragandi var sá að Sigurður Óskarsson á ísafirði eignaðist stór- an Chevrolet Suhurban jeppa sem hann tók til viðgerðar og skipti um allt kram - vél, drifbúnað og skipt- ingu. Jeppinn góði mun áður hafa gegnt hlutverki líkbíls. Skemmst er frá þvi að segja að Qjótlega fór að bera á ótrúlegustu bilunum í hiln- um. Jafnóðum og gert hafði verið við eina kom upp önnur og var sjáifskiptingin í búin að bila fjór- um sinnum. Úlfar segir að alls konar drauga- gangur hafi verið í bílnum og allt gengið á afturfótunum - þó engin slys. Hann fékk bílinn til viðgerðar og aö henni lokinni þótti Úlfari ráð að hafa samband við sr. Gunnar í Holti. Hann tók málaleitan Úlfars vel og mun strax hafa áttað sig á hvers kyns var. Fór því Úifar með jeppann á prestssetrið þar sem prestur tók á móti honum hempu- klæddur og í fullum skrúða. At- höfnin var mjög falleg að sögn Úlf- ars. Fyrst í stað fór hún fram inn- an veggja kirkjunnar, en síðan sett- ist prestur inn í bílinn sem var við kirkjudymar og átti við hann orð. Var Gunnar í 20 mínútur að flytja athöfnina í bílnum og lokaorðin hjá presti þau að hann vildi fá að fylgjast með honum. Ef þetta virk- aði ekki vildi hann fá að fara að- eins betur ofan í saumana á þessu máli. Úlfar hélt á brott eftir þetta og síðan hefur ekki borið á neinum bilunum í bilnum og hann gengið eins og klukka. Ekki var þó sömu sögu að segja af einkajeppa Úlfars. Hann ók heim eitt kvöldið og lagði Séra Gunnar Björnsson flæmdi drauginn úr bílnum. á stæði fyrir utan húsið - drap á bílnum án þess að nokkuð óvenju- legt skeði. Daginn eftir settist Úlfar í bilinn og hugðist setja hann í gang. Segir Úlfar að vélin hafi snú- ist svo sem hálfan snúning og þá allt verið stopp. Ekki vildi bíilinn i gang og þeg- ar reynt var að draga hann voru öO hjól fóst. Bílnum var komið í hús og vélin skoðuð nánar og kom í ljós að hún var gjörónýt, nánast í rusli. Telja menn eins líklegt að draugur- inn úr líkbílnum hafi hrökklast úr honum við bænagjörð Gimnars og hlaupið þaðan í bíl viðgerðar- mannsins. Aðspurður sagði Úlfar að ekki væri útilokað að hann færi með bílinn til prestsins eftir við- gerð. Hann sagði að athöfn eins og framkvæmd var í Holti væri ekkert einsdæmi, slíkt hefði oft verið gert. Sagðist hann vita um tilfelli þar sem draugagangur var svo mikill að viðkomandi bílum hefði hrein- lega verið hent og þeir jarðaðir. -HKr Akureyri: Breytt deiliskipu lag í Giljahverfi DV, Akureyri: Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt nýtt og breytt deiliskipulag fyrir 3. og 5. áfanga í Giljahverfí. Að sögn Gísla Braga Hjartarsonar, formanns skipu- lagsnefndar bæjarins, eru breyt- ingar á deiliskipulaginu þær helstar að fækka stðrum fjölbýlis-. húsum í hverfinu og leggja þess í stað áherslu á lóðir fyrir minni fjölbýlishús, einbýlishús og rað- hús. „Það er verið að gera lóðimar í hverfinu aðgengilegri með þessari breytingu á deiliskipulaginu. Við teljum að með þessum breyting- um komum við betur til móts við óskir markaðarins og þjónum þannig betm- þeim sem áhuga hafa á að byggja i þessu hverfí. Það hefur líka vantað lóðir í bæn- um undir einhýlishús, minni fjöl- býlishús og raðhús og Giljahverf- ið verður mjög skemmtilegt hverfl í framtíðinni," segir Gísli Bragi Hjartarson. -gk Mál tollvarða: Breytingar verða gerðar í aðhaldsskyni „Þessi ummæli tollvarða koma mér mjög á óvart þvi þeim er full- kunnugt um að unnið er að ýmsum breytingum á tollstarfseminni. Einn þáttur í því er að ákveðið hefur ver- ið að gera breytingu á svokallaðri skipavakt frá miðjum febrúar að telja. Þessi ákvörðun hefur verið til- kynnt tollvörðum og standa fuli efni til þeirrar breytingar," segir Magn- ús Pétursson, ráðuneytisstjóri hjá fjármálaráöuneytinu, vegna gagn- - segir ráðuneytisstjóri rýni tollvarða á tolleftirlit og sam- skipti við stjórnvöld um það efni. „Þessar breytingar eru gerðar i aðhaldsskyni enda er það álit manna að þá starfsemi skipavaktar- innar, sem farið hefur fram utan reglubundins vinnudags, þurfl að endurskoða. Jafnframt er tollvörð- um fullkunnugt um að innflutning- ur fikniefna er nú í sérstakri athug- un og til þess hefur verið veitt fé á fjárlögum fyrir árið 1997,“ segir Magnús. Magnús segir að unnið sé að ýms- um fleiri málum sem lúta að toll- starfseminni eins og menn sjái hana í framtiðinni. M.a. sé þar um að ræða breytt samskipti við skipafé- lög og innflutningsaðila og skipulag hinnar eiginlegu starfsemi tollsins. „Við erum að funda með tollyfir- völdum um þessi vaktamál og nið- urstöðu er að vænta fljótlega," segir Magnús. -RR Peugeot 406 Staðalbunaður - Peugeot 406 SL: 1600cc vél, 90 hestöfl, vökva- og veltistýri, loftpúði í stýri, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður að framan, stiglaus hraðastilling á miðstöð, hæðarstilltöryggisbelti, öryggisbeltastrekkjarar, þrjú þriggja punkta öryggisbelti í aftursætum, lesljós fyrir farþega í aftursætum, hemlaljós í afturglugga, hliðarspeglar stillanlegir innan frá, bensínlok opnanlegt innan frá, útvarp og segulband, klukka, aurhlífar o.fl. Verð kr. 1.480.000 Nýbýlavegi 2, Kópavogi, sími 554 2600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.