Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1997, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
15
Stríð valdhafa við fólk og umhverfi
yrðu líka sanngjarnir hvaö þá rétt-
látir. Það er þó ef til vill ósk þeirra
sem forsætisráðherra vænir um
að vilja „verðbólgusamninga að
gamni sínu“ til að geta „flaggað
stórum tölum á einhverjum fund-
um“. En þá hina sömu telur ráð-
herrann muni „pissa í skóinn
sinn“ (orð forsætisráðherra!).
Loðiö hugtak
Nú kann einhverjum að þykja
orð eins og sanngirni og réttlæti
léttvæg i hinni köldu efnahagslegu
umræðu og líkust „draumunum,
og draumur eins er martröð ann-
ars“, eins og sami ráðherra sagði
um réttlætið fyrir skömmu. (Mbl.
31/12 1996)
Mergurinn
málsins er þó að
sjálft skynsem-
ishugtakið er
álíka loöið. Það
sem einum
finnst skynsam-
legt virðist öðr-
um fásinna.
Skipting þjóðar-
tekna er mikil-
vægur hluti af
því þjóðskipulagi sem við byggjum
upp í landinu. Ég er þess fullviss
að við enun mörg sem viljum frek-
ar að það hvíli á réttlæti en kaldri
skynsemi einni saman.
Hjalti Hugason
„Sú mynd sem dregin er upp er
einfölduö eins og gengur í kjara-
deilum. Henni er ætlaö að lama.
Valkostirnir eru fleiri en sagt er
þótt þeir krefjist viöameiri stefnu-
mörkunar en okkur er töm.u
Skynsemi eða
réttlæti?
Enn stöndum við
frammi fyrir þeim
vanda að skipta með
okkur þjóðartekjunum
í kjarasamningum. Nú
gilda nákvæmari leik-
reglur í því sambandi
en áður. Margir hafa
væntanlega búist við að
þær leiddu til aukinnar
skilvirkni. Þá víkur svo
við mitt í öllu skipulag-
inu að mönnum fallast
hendur. Enginn tekur
af skarið. Leikurinn fer
í bið nú eins og
endranær. Einhverja er
jafhvel farið að dreyma
um ríkistryggðan
þákka með þjóðarsátt- ““
armiða.
Klukkan tifar
Það væri þó rangt að halda því
fram að tíminn sé ekki notaður
meðan klukkan í karphúsinu tifar.
Hver hagspekingurinn eftir annan
kveður sér hljóðs í Garðastrætis-
stíl og opinberar þá niðurstöðu
sína að hækkun lægstu launa um-
fram 3 til 4 prósent muni leiða
óbætanlegt tjón yfir atvinnuveg-
ina, þjóðarbúið en einkum heimil-
in í landinu. Höfum við ekki vitað
það þá vitum við það nú að ekki er
gamla verðbólgugrýlan dauð!
Sú mynd sem dregin er upp er
einfolduð eins og gengur í kjara-
deilum. Henni er ætlað að lama.
Valkostirnir eru fleiri en sagt er
þótt þeir krefjist viðameiri stefnu-
mörkunar en okkur er töm. Með
nýsköpun í atvinnumálum, hag-
ræðingu, vöruþróun og auknu
markaðsstarfi má til að mynda
auka þær tekjur sem til skiptanna
koma. Síðan kann einfaldlega að
vera að endurskoða verði þau
hlutföll sem gengið er út frá þegar
kökunni er skipt.
Kjallarinn
lýsingar stjóm-
valda sem varpa
Ijósi á stefnu þeirra
í málinu. Þaðan
hafa líka borist
ýmsar „meldingar"
sem full ástæða er
til að gefa gaum. Til
að mynda var það
rauður þráður í
viðamiklu viðtali
við forsætisráð-
herra í Morgun-
blaðinu nýverið
(Mbl. 26/1) að
landsmönnum bæri
að sýna vitsmuni
og gera skynsam-
lega kjarasamn-
inga.
Ugglaust er skyn-
semi góðra gjalda verð í þessu
sambandi sem öðm. Hitt vakti
meiri furðu að hvergi örlaði á að
æskilegt væri að samningamir
Hjalti Hugason
prófessor f guófr. í HÍ
Ýmsar „meldingar"
Við þær aðstæður sem ríkja í
samningamálum er eðlilegt að
hlustað sé með athygli á allar yfir-
Leikurinn fer í bið nú eins og endranær. Þaö væri þó rangt að halda því fram að tíminn sé ekki notaður meöan
klukkan í karphúsinu tifar.
Meðal fólksins heyrast æ oftar
fullyrðingar um að engu skipti
hvaða flokkur sé við völd. Vart
verður örvæntingar þeirra sem
gera sér ljóst að í raun er engum í
ríkjandi stjórnskipulagi
treystandi. Þar eru allir að berjast
um völd og frama sjálfum sér til
handa. Stjórnmálamenn virðast
taka sem sjálfsagðan hlut að hver
sé sjálfum sér næstur.
Hagsmunir sniðgengnir
í mínum huga em þeir fulltrúar
þjóðarinnar og eiga að gæta hags-
muna hennar í nútíð til framtíðar.
Það gera þeir með því að berjast
fyrir jafnrétti þegnanna og um-
hverfisvernd, sem
eru undirstaða vel-
ferðar og heilbrigðs
lífs. Þeir eiga að
vita að farsæl af-
koma þjóðarinnar
felst í menntun og
vemd lands og
sjávar. Að mis-
skipting þjóðar-
tekna veldur glund-
roða og illindum.
Lítum á hvemig
hagsmunir lands og
þjóðar hafa verið sniðgengnir af
þeim sem illu heilli fengu umboð
hennar. Dæmi: Stríð Landsvirkj-
unar gegn landi og þjóð með iðn-
aðar- og umhverfisráðherra Fram-
sóknarflokksins (ekki þjóðcirmn-
ar, sýnist mér) sem múrbrjóta.
Þama hafa sið- og umhverfisblind
eyðileggingaröfl frjálsar hendur í
skjóli þjóðkjörinna fulltrúa.
Eignafærsla
Einskis er svifist og blekking-
amar ganga ljósum logum. Loforð
um hreint land og fagurt er svikið.
Stórum landshlutum á að sökkva.
Þar er um að ræða ómetanlegar
öræfa- og hálendisperlur. Fyrir
þetta stórspillist land auk meng-
unar jarðar, lofts og sjávar. Til
viðbótar þessu era nokkrir ráða-
menn sem vilja fóma landinu fyr-
ir sölu á rafmagni gegnum sæ-
streng.
í mínum huga em menn sem
fara fyrir slíku óvinir landsins og
komandi kynslóða. Lítt snortið
land og hreinleiki loftsins er
margfalt verðmætari söluvara en
rafmagn til stóriðju. Enginn má
gleyma sveitastúlk-
unni sem kom í veg
fyrir að hugarórar um
virkjun Gullfoss yrðu
að veruleika.
Svívirðileg meðferð
stjómvalda á málum
er varða sjávarauð-
lindir okkar er aug-
ljós. Þau gera þjóðinni
flest til bölvunar á
þeim sviðum. Þar má
nefha m.a. stórfellda
eignafærslu frá þjóð
til fárra útvalinna.
Þar með er einstak-
lingum kleift að gera
sjávarbyggðir vítt um
landið bjargarlausar.
Gera skal vistvænar
veiðar útlægar. Úthaf-
stogarar skulu taka við af smábát-
um. Með þessu er m.a. hægt að
leggja Grímsey í eyði og setja fólk-
ið á atvinnuleysisbætur.
Leiö fjöldans til fátæktar
Frá fiskvinnslufólki t.d. og
skipasmiðum hefur vinnunni ver-
ið stolið og hún send úr landi. Það
er greinilegt að stjórnvöld skilja
ekki að fólkið er það sem allt á að
snúast um. Vinnan er þess. Það á
réttinn til hennar. Þeir valdhafar
sem búa til lög fyrir gróðafikla svo
þeir geti stolið vinnunni frá fólk-
inu em svikarar við þjóð sína. í
kjölfar fylgir niðurdrepandi launa-
og kynjamisrétti sem
varðar leið fjöldans
til fátæktar.
Valdhafar skilja ekki
að þeir em að leggja
heilbrigðiskerfið í
rúst. Skilja ekki að
hálærðir læknasér-
fræðingar eru þjóð-
inni meira virði en
uppgjafarþingmenn í
bankastjórastöðum.
Með því að miða við
vanþróuð lönd fá ís-
lensk stjórnvöld
sæmilega útkomu.
Þau em við völd
vegna þess að menn
bindast flokkum
frekar en málefnum.
Ef við hefðum stjóm-
málaþroska til að refsa flokkum
fyrir óþjóðhagsleg vinnubrögð
mundi virðing þeirra fyrir alþýðu
verða sjáanleg.
Stóriðja og ferðaiðnaður fara að
verulegu leyti ekki saman. Fyrir
annað er landinu haldið hreinu og
fógru. í hinu að stórum hluta
sökkt, eyðilagt og mengað.
Ef hin verri öfl ráða og stóriðju-
ver verða staðreynd, þá vona ég að
hrokinn brjóti odd af oflæti sínu
setji þau á annes. Keilisnes á ríkið
þegar. Ræða má við Þorlákshafn-
arbúa, þar em ríkjandi aflands-
vindar og höfh.
Albert Jensen
„Meö því aö miða viö vanþróuö
lönd fá íslensk stjórnvöld sæmi-
lega útkomu. Þau eru viö völd
vegna þess aö menn bindast
fiokkum frekar en málefnum.“
Kjallarinn
Albert Jensen
trésmiður
1 IVIeð og á móti
Þorramatur
Höfum lifað á
þessu
„Sú fullyrðing að þorramatur-
inn sé bæði vondur og óhollur á
auðvitað ekki við nein rök að
styðjast. Að vísu er smekksatriði
hvað hverjum
og einum
finnst gott en
ég held að
menn ættu
ekki að vera í
vafa um holl-
ustu þorramat-
arins. Bringu-
kollar og
lundabaggar son> veitlngamaður
eru að vísu nv,ú,akaffl-
feitt kjöt en
það er miklu skemmtilegra að
telja það upp sem er mjög hollur
matur á þorrabakkanum.
Hrútspungar eru t.d. mjög hollir,
einnig magurt hangikjöt, hákarl-
inn er mjög hollur, rúgbrauðið
og harðfiskurinu og áfram mætti
telja. Og svona til að undirstrika
það hversu hollur þessi matur er
má benda á að íslendingar lifðu á
þorramat öldum saman.
Þeirri fullyrðingu að þorramat-
ur sé góður matur get ég að sjálf-
sögðu ekki svarað fyrir aðra en
sjálfan mig og á þann veg að full-
yrðingin sé rétt. Og sé litið til
allra þeirra sem borða þorramat
þá er ekki hægt að neita því að
fólki yfirleitt finnst þessi matur
góður. Unga fólkið borðar t.d.
alltaf meira og meira af þorra-
mat. Mér persónulega finnast
hrútspungarnir vera besti matur-
inn af þessu og einnig var hvalur-
inn mjög góður og mikil eftirsjá
að honum. Annars er maturinn
svo til allur mjög góður enda
verkaður upp úr góðri mysu.
Þetta er bæði hollt og gott.“
Úldið og morkið
„Mér flnnst það agaleg með-
ferð á slátrinu að vera að sýra og
skemma þennan herramanns-
mat. Nýtt og heitt er slátur af-
bragðsmatur
en sýrt og kalt
er það hreint
óæti eins og
þessi súrmatur
allur. En mér
sámar með-
ferðin á slátr-
inu hvað mest
enda hef ég
forðast hinn
matinn sem
aUra mest að öllu jöfnu. Það er
skelfílegt að lenda á því á veit-
ingahúsi aö fá súrt slátur þegar
maðiu heldur að það sé nýtt.
Þetta er vondur matur og þarf
varla fleiri orö um það. Hvað
varðar hollustuna þá hef ég ekki
velt henní fyrir mér. En sam-
kvæmt gömlu kenningunni þá
hlýtur þetta að vera mjög hollur
matur, kenningin er jú sú að
hollur matur sé vondur en óholl-
ur góður. Ég vil þó ekki fella
slátrið undir þetta.
Ég borða sem allra minnst af
þessum mat. Ég get þó fengið
mér hangikjöt, hef lært á löngum
tíma að borða það. Ég laumast
einnig í rúgbrauðið og harðfisk-
urinn er mjög góður ef hann er
góður. Hákarlinn má láta í sig á
fjórða glasi og ætli það gildi ann-
ars ekki fyrir mest af þessu, um
mat sem er bæði úldinn og
morknaður. “ -gk
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á netinu.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@centram.is