Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1997, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 Vinir og ekki vinir „Það er gott að vita hverjir eru vinir manns og hverjir ekki.“ Júlíus Hafstein, eftir að hann tap- aði kjöri í Ólympíunefnd, í DV. Verða að kunna að tapa „í svona kosningum, alveg eins og í íþróttum, þá verða menn að kunna að taka sigrum og töpum.“ Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, f DV. Fjölmiðlar og samningamál „Vinnumálasamband sam- vinnufélaga bar það fyrir sig að ekki væri hægt að gera samninga af því búið væri að eyðileggja mál- ið í ijölmiðlum, Ég spurði hvort við ættum ekki að semja um að fjölmiðlum yrði lokað og bannað að hafa tjáskipti við fólk. Eiríkur Stefánsson, verkalýðsleið- togi á Fáskrúðsfirði, í Alþýðublað- inu. Ummæli Ekki kveikt á útvarpi eða sjónvarpi „Það fyrsta sem vekur athygli er að þau flest hafa ekki kveikt á útvarpi eða sjónvarpi, hvað þá lit- ið í blöð nú undanfarin ár.“ Jón Sigurðsson, verkamaður í Hvalfirði, um mótmælahóp gegn álveri, í Morgunblaðinu. Verðmæti sem mölur og ryð ei geta grandað „Ég er alin upp við þann hugsun- arhátt að þau verðmæti sem mölur og ryð fá ei grandað séu traustari og eftirsóknarverðari en flest ann- að í lífinu." Unnur Kolbeinsdóttir, 74 ára, sem sest er á skólabekk, í Degi- Tíman- um. Hjólaskautar eru eldri uppfinn- ing en margur heldur. Skautahlaup og hjólaskautar Skautahlaup hefur verið stundað öldum saman í Norður- Evrópu og Hollandi. Áður fyrr voru skautarnir trésólar með beini neðan í, en talið er að menn hafl farið að nota málm í stað beins á 17. öld. Fyrstu stál- skautarnir komu á markaðinn í Bandaríkjunum 1850. Það þurfti bandarískan skautasnilling, Jackson Haines, til að sýna listir sínar á málmskautum í Evrópu til að Evrópumenn tækju við sér. Fyrsta heimsmeistaramótið í skautahlaupi fór fram 1896. Árið 1924 var farið að keppa í skauta- hlaupi á Ólympíuleikunum. Blessuð veröldin Hjólaskautar Það var Belgíumaður að nafni Joseph Merlin sem fann upp hjólaskautana árið 1759. Hann ætlaði að fara á glæsilegan dans- leik í London og fékk þá hug- mynd í kollinn að renna á hjóla- skautum inn í salinn þar sem flðlutónar ómuðu. Það hvarflaði samt ekki að honum að gott væri að geta hemlað og brunaði hann því á spegil í salnum, eyðilagði spegilinn og fiðlu og lemstraðist sjálfur. Hjólaskautar Merlins voru á tveimur stórum hjólum hvor um sig. Listskautahlaupar- inn J. Garcin varð fyrstur til að nota hjólaskauta í sambandi við íþróttaiðkun, en hann notaði þá til æfinga að sumarlagi. 1863 fékk Bandaríkjamaðurinn James L. Plimton einkaleyfi á fyrstu fjórhjóluðu hjólaskautunum. Skammt norðvestur af Vestfjörð- um er 978 mb lægð sem þokast suð- ur og grynnist. Um 700 km suður í hafi er 980 mb vaxandi lægð sem Veðrið í dag hreyfist allhratt norðaustur. 1022 mb hæð er yfir Norður-Grænlandi. í dag verður norðankaldi um landið austanvert en sunnankaldi vestan til og él um allt land. í nótt er gert ráð fyrir allhvassri norðaust- anátt norðvestan til, norðankalda eða stinningskalda um landið suð- vestanvert en norðan- og norðvest- angolu eða kalda austan til. Áfram verða él, einkum þó á Vestfjörðum. Frost 2 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnangola eða kaldi í dag en geng- ur i norðankalda eða stinningskalda í nótt, él. Frost 3 til 6 stig. kl. 6 í morgun Sólarlag 1 Reykjavík: 17.33 Sólarupprás á morgxm: 09.49 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.41 Árdegisflóð á morgun: 06.05 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö -5 Akurnes úrkoma í grennd -2 Bergstaðir Bolungarvík Egilsstaöir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavíic Stórhöföi Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca Miami París Róm New York Orlando Nuuk Vín Winnipeg skýjaö -5 hálfskýjaó -5 ' heiöskírt -8 snjóél á síð.kls. -4 léttskýjaö -4 léttskýjaó -9 snjóél -4 snjóél á síö.kls. -3 heiöskírt -5 skýjað 3 heiöskírt -4 heiöskírt -7 súld 1 þokumóöa 2 heiöskírt 7 alskýjaö -2 heiöskírt -1 rigning 7 hálfskýjaö 2 skýjaö 8 hrímþoka -1 þokumóóa 7 skýjaö 4 þokumóöa 1 rign. á síð.kls. 10 alskýjaö 6 skýjaö 19 -11 skýjaö 2 heiöskírt -9 Birgir Finnbogason, veitingamaður í Súfistanum: Kaffirækt á margt sameiginlegt með vímækt Fyrir viku voru hjónunum Birgi Finnbogasyni og Hrafnhildi Blomsterberg afhent hvatningar- verðlaun Ferðamálanefndar Hafn- arfjarðar fyrir vel heppnaða til- raun í veitingageiranum, en þau reka Kaffihúsið Súfistann, auk þess sem þau stofnuðu fyrir jól BókakafFið Súfistann í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. í stuttu spjalli var Birgir fyrst spurður hvar hann hefði fengið hugmyndina að Súfistanum: Maður dagsins „Það má segja að áhugi minn á kaffi hafi vaknað þegar ég bjó á vesturströnd Bandaríkjanna í sjö ár og kynntist þar mjög skemmti- legum kaffihúsakúltúr. Þegar ég kom síðan heim árið 1993 tók ég eftir því að við vorum á hálfgerð- um villigötum með okkar kaffi- húsamenningu þar sem mikil til- hneiging hefur verið að blanda saman alvöru sósíal kaffihúsi og pöbb. Með stofnun Súfistans vildi ég brjóta þessa hefð ásamt því að koma inn með annan vinkil í kaffí- menningu okkar íslendinga og sótti þá hugmynd til vesturstrand- arinnar þar sem kviknaði hafði mikill áhugi á öðruvísi kaffihús- Birgir Finnbogason. um. Kaffíáhuginn kom að sumu leyti frá uppgjafahippum sem vUdu hættu í dópinu en urðu að fá eitthvað 1 staðinn og varð þá kaff- ið fyrir valinu. Kaffihúsamenning hefur og er mikU í Evrópu en það sem Bandaríkjamenn gerðu var að leggja aðaláhersluna á kaffið sjálft og tU varð nýr iðnaður, sælkera- kaffiiðnaður." Birgir segist kaupa kaffið sem hann fuUvinnur síðan frá Kosta Ríka: „Við kaupum frá ákveðnum búgarði en kaffiræktin er eins og vínræktin, það skiptir máli hvem- ig búgarðurinn liggur, hvernig hann liggur á móti só). í hvaða hæð hann er og svo hvaða kaffi- plöntur eru notaðar." Birgir er spurður um nafnið Súfistinn: „Það er ekki tU neitt kaffihús í heiminum sem heitir Súfistinn. Nafnið er komið úr enska orðinu Suffies en Suffies er hluti af múslímum, það era þeir sem standa fyrir bókmenntum og annarri menningu innan trúar- bragðanna. Súfistamir, eins og ég kaUa þá, mega ekki drekka vín og þeir fóru fyrstir manna, um árið 1100, að rækta kaffiplöntur." Birgir segir að hvatningarverð- launin séu ákveðin viðurkenning á því sem þau hjónin séu að gera: „Samfélagið í Hafnarfirði hefur tekið vel á móti okkur og verð- launin hvetja okkur tU að halda áfram á sömu braut. Birgir er Hafnfirðingur, spUaði í marki hjá FH og landsliðinu og starfaði sem kennari áður en hann fór út í veitingabransann: „Ég hef aUtaf haft áhuga á íþróttum en svo hlusta ég mikið á tónlist. Hrafh- hildur er kórstjóri og tónmennta- kennari og það má segja að tónlist- in sé sameiginlegt áhugamál hjá okkur -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1728: Sitja í varðhaldi um skeið KR keppir við Keflavík í kvöld og er það í annað sinn í vikunni. Hér er KR ■ leik gegn Grindavík. KR-Kefla- víkí körfunni Um síðustu helgi háðu KR og Keflavik harða baráttu um það hvort liðið yrði bikarmeistari í ár og hafði Keflavík sigur á lokamínútunum. Þessi lið mæt- ast aftur í kvöld, nú i úrvals- deUdinni og á KR heimaleik og hyggur vafalaust á hefndir. Fiór- ir aðrir leikir eru í úrvalsdeUd- inni, á Akranesi leika ÍA og Skallagrímur, í Grindavík taka heimamenn á móti KFÍ og í Seljaskóla leika ÍR og TindastóU. Einn leikur er einnig í kvöld í 1. deUd karla, í Kennaraháskólan- um leika ÍS og Stjaman. Allir leikimir hefjast kl. 20. íþróttir Vert er að minna á alþjóðlegt tennismót sem fram fer í Tennis- höUinni í Kópavogi og lýkur um helgina. Erlendir gestir setja svip sinn á mótið og era aUir tennisáhugamenn hvattir tU að mæta í höUina og sjá góðan tennisleik. Bridge Þýska parið Daniela von Arnim og Sabine Auken eru eitt sterkasta kvennapar heims. Þær hafa unnið til margra titla, meðal annars orðið heimsmeistarar í sveitakeppni í Peking 1995 og silfurhafar í ChUe árið 1993. Á mótinu í ChUe kom þetta spU fyrir í viðureign Þjóðverja og Bandaríkjamanna. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og enginn á hættu: 4 Á83 V 1098 ♦ ÁDG * KD87 4 74 4» Á7642 4 1054 * 1094 4 KG109 •» G ♦ 87632 * Á63 Suður Vestur Norður Austur McCaUum Auken Sanbom Amim 2 ♦ pass 2 Grönd pass 3 4 pass 4 4 pass 5 * p/h ÚtspU Sabine Auken í upphafi var spaðanía og ekki var útlit fyrir að sagnhafi gæti farið niður á þessu spUi vegna hinnar hagstæðu legu í tromplitnum. Karen McCaUum átti fyrsta slaginn á spaðaníuna og svín- aði strax tíguldrottningu. Daniela von Arnim var fljót að setja níuna án þess að hika. McCaUum tók þá kóng og ás í laufi og endurtók síðan svíninguna í tíglinum. Amim drap á beran kónginn, spUaði hjarta og fékk verðskuldaða tígultrompun. Ef Amim hefði drepið strax á tígul- kónginn hefði sagnhafi varla getað annað en staðið spUið, því þá hefði hann þurft að treysta á 3-3 leguna í trompinu. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.