Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1997, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 11 Fréttir Skortir oft nauðsynleg bætiefni í sjoppumat Nútímafjölskyldur borða sjaldan morgunmat sam£m, borða sjaldan heima í hádeginu, jafnvel um helgar neyta þær aðeins helmings máltiða sinna saman. Ein kynslóð hefur um- snúið hefðbundnum matarvenjum og Vesturlandaþjóðum hættir nú oft til að líta á fæðu eins og búfé á beitiland. Núorðið borðum við þar sem við erum stödd sem oft er nálægt sjoppu eða skyndibita- stað. Næringarefni vantar Síðasta áratuginn hafa alls kyns skyndibitar notið æ meiri lýðhylli. Pylsur, franskar, samlokur og ham- borgarar fást á hverju horni svo auðvelt er að nálgast það. En er sjoppumaturinn algjört rusl, nær- ingarlega séð? Það veltur á ýmsu: hversu mik- ið þú borðar af honum, hvort þú ert barn eða fullorðinn og einstaklings- bundinni líffræðilegri gerð þinni. Bandarískar neytendakannanir á skyndibitastöðum, þ.e. þeim stöðum sem selja hamborgara, pitsur, djúpsteikta kjúklinga og samlokur, sýndu að sex ómissandi næringarefni voru illa útilátin í þessari fæðu. Þessi efni eru bíótín, fólinsýra, panóþensýra, A- vítcunín, jám og kopar. Þetta skiptir fullorðið fólk, sem borðar sitt af hverju, minna máli en börn sem borða nánast ekkert annað. Auk þess innihéldu þeir skyndiréttir sem kannaðir voru að meðaltali rúmlega þrjátíufaldan dagskammt af Vítamín og næring: Góð ráð fýrir hlaupara joði. Þeir fjöl- mörgu sem þurfa að passs salt- neyslu sína ættu að stak- lega þeirra eru brimsaltir! Að öllu saman- lögðu era menn nær alltaf að snuða sig næringar- lega séð þótt þeir fái bragð- góðan mat á sann- gjörnu verði. a skyndi- bitum þar sem flest- ir Fyrir fullorðiö fólk er allt í lagi aö grípa í skyndibita ööru hverju. Samt er ráö- legt aö halda skyndibitaneyslu í lágmarki þar sem slíkt fæöi skortir oft nauö- synleg næringarefni. Þeir sem skokka, hlaupa eða stunda annað hratt og orkufrekt sport þurfa sérstaklega að huga að mataræði sínu og bætiefnaneyslu. Hér á eftir fara nokkur góð ráð um bætiefni fyrir skokkara. Fyrstu fimmtán til tuttugu mínú- tumar sem hlaupið er brenna menn svo til eingöngu þrúgusykri. Þá hef- ur líkaminn brennslu á fituefnum (líptíðum) til orkumyndunar. Ef ein- ungis dýrafita er til staðar myndast efnasambandið hægt og orka er ónóg. Sé á hinn bóginn fjölómettuð fita til staðar myndast efnasam- bandið fljótlega. Auka þarf neyslu á fjölómettaðri fitu, t.d. á hnetum, og á þráavarnarefhum, eins og A-, C- og E-vítamíni og seleni til að forðast gagnverkanir. Góð bætiefnaáætlun fyrir virka hlaupara væri: Fjölvítamín með steinefnum. C-kombín, 1000 mg. B-hópurinn (Bl, B2 og B6). Ein af hverri, tvisvar á dag. Einnig E-vítamín fyrir og eftir há- degi og ein fjölsteinatafla á dag. M 1 VhI ll . 1 Hlauparar þurfa sérstaklega aö gæta þess aö innbyröa rétt vítamín og boröa holla fæöu. Reykvíkingar! Munið borgarstjórnarfundinn ídag kl. 17:00, sem útvarpað er á Aðalstöðinni FM 90.9. SMtofa borgarsljóra ___________ Útsalan í fullutn gangi Töltum upp nýjar vörur daglega Opið Laugardag 10-14 oppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg sími: 552-1212 J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.