Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
7
Fréttir
Vestfirskur skelfiskur á Flateyri:
Sýnilegur áhugi hjá
nýjum fjárfestum
- segir Guölaugur Pálsson framkvæmdastjóri
DV, Flateyri:
„Við höfum enga ástæðu til ann-
ars en að vera bjartsýnir, við höfum
þegar lokið nauðasamningaferlinu
og með því lækkað skuldir fyrirtæk-
isins um áttatíu prósent jafnframt
því sem hlutafé hefur verið aukið
um 24 milijónir króna. Það hefur
komið okkur skemmtilega á óvart
að þrátt fyrir að fyrirtækið hafi
þurft að leita nauðasamninga hefur
verið sýnilegur áhugi hjá nýjum
fjárfestum að koma inn í félagið þó
enn hafi ekkert verið ákveðið í þeim
efnum," sagði Guðlaugur Pálsson,
framkvæmdarstjóri hjá Vestfirsk-
um skelfiski á Flateyri.
En sem kunnugt er hefur öll starf-
semi fyrirtækisins legið niðri frá
því að skip félagsins, Æsa ÍS, fórst á
Amarfirði á fyrra ári.
„Það hefur þegar verið fundið
skip í Bandaríkjunum sem mundi
henta vel fyrir verksmiðjuna hjá
okkur. Þetta nýja skip hefur t.d. ríf-
lega tvöfalt meiri burðargetu en
gamla skipið hafði. Þá vonumst við
eftir því að Fiskveiðasjóður komi að
málinu. Ef þetta gengur eftir gerum
við ráð fyrir að vinnslan verði kom-
in 1 fullan gang um miðjan apríl og
þá með tvöfalt meiri afköstum en
áður,“ sagði hann.
Það gætir nokkurs taugatitrings
meðal íbúa á Flateyri eftir að Stöð 2
greindi frá því í fréttum að til stæði
aö flytja verksmiðju fyrirtækisins
til Þingeyrar enda mikið í húfi fyrir
atvinnulif á Flateyri.
„Þetta var nú í fysta skipti sem ég
heyrði þetta, það var í fréttunum.
Ég lít nú fýrst og fremst á þessa
frétt sem létt grín. Við erum þegar
með okkar eigin borholur og við öfl-
um sjálfir með eigin veitu 90% þess
vatns sem við notum, þannig að við
erum sjálfum okkur nógir með vatn.
Það er því algerlega rangt sem fram
kom I fréttinni að við þurfúm að
flytja vegna vatnsskorts. Að flytja
svona verksmiðju hefði í for með
sér tugmilljóna kostnað sem við höf-
um ekkert ráð á auk þess sem við
ættum þá eftir hér óseljanlegt sér-
hæft verksmiðjuhús. Þá er vafasamt
að viðskiptamenn okkar i Banda-
ríkjunum sættu sig við að bíða mán-
uðum saman á meðan við værum að
flytja verksmiðjuna. Ég skil ekki
hvaðan þetta er komið,“ sagði Guð-
laugur.
-GS
Húsnæði Vestfirsks skelfisks á Flateyri. DV-mynd Halldór
c
Útsalan í
fullum gangi
Kvengötuskór
Póstsendum saindægurs
Verð: 1.495
Stærð: 36-40
Litur: Svartur
ATH. Hlýfóðraðir
Verö á laxveiðileyfum í ár ^
Dagurinn í Laxá á Asum
kostar 200 þúsund
- veiðileyfin í Rangá hækka mest - sumar ár lækka í verði
Nú liggur fyrir verðskrá í allar
helstu laxveiðiár landsins. Enn sem
fyrr er Laxá á Ásum í sérflokki
hvaö verð snertir en dagurinn þar á
dýrasta tíma kostar 200 þúsund
krónur. Ódýrasti dagurinn þar kost-
ar 20 þúsimd krónur. Rangámar
hækka mest í verði. Þar kostaði
dýrasti dagurinn í fyrra 28 þúsund
krónur en í ár kostar hann 40 þús-
und krónur. Nokkrar ár lækka örlít-
ið í verði eins og Grimsá, Gljúfúrá
og Hofsá i Vopnafirði. Lækkunin er
þetta 1.500 til 2.000 krónur á dýrasta
tímanum. Hér fer á eftir skrá yfir
veiðileyfm í helstu Laxveiðiám
landsins. -G. Bender
Veiöimenn eru farnir aö kaupa veiöileyfi
og spá fyrir um veiöina í sumar, von-
andi verður betri veiöi en f fyrra. Veiöi-
leyfin hækka lítiö á milli ára.
Sala laxveiðileyfa:
Gengur mjög vel
Svo er að heyra á þeim sem selja
veiðileyfi næsta sumar að salan gangi
vonum framar og einhveijar ár eru
uppseldar núna þessa dagana. Kemur
þetta þó nokkuð á óvart vegna þess að
laxveiðin í fyrra var alls ekki góð. En
veiðimenn eru með þeim bjartsýnni
sem fyrir finnast á landinu og þess
vegna kemur þetta ekki á óvart
„Salan gengur svakalega vel hjá
okkur í Leirvogsá og virðist sem
færri komist að en vilja. Ég man ekki
áður eftir annarri eins eftirspum og
veiðin verður vonandi eins góð og
hún var síðasta sumar,“ sagði Guð-
mundur Magnússon í Leirvogstungu
er við spurðum um veiðileyfasöluna á
sumri komanda.
„Við erum búnir með allt hjá okk-
ur næsta sumar," sagði Lárus Gunn-
steinsson, einn af leigutökum Vestur-
dalsár í Vopnafirði, og bætti við: „Það
eru mikið sömu mennimir hjá okkur
í ánni ár eftir ár.“
„Ég man ekki eftir annarri eins eft-
irspum eins og í Álftá á Mýrum
núna. Það vifja margir komast í ána,“
sagði Dagur Garðarsson í Veiðifelag-
inu Straumum.
„Mér sýnist menn bara vera bjart-
sýnir fyrir sumarið og laxveiðin gæti
orðið góð. Sala veiðileyfa gengur
ágætlega," sagði Böðvar Sigvaldason
á Barði í Miðfirði og formaður Lands-
sambands Stangaveiðifelaga er við
spurðum um stöðuna fyrir smnarið.
Hækkun á miffl ára er lítil enda
ekki hægt að hækka mikið veiðileyf-
in þegar laxveiðin er ekki betri en
hún var fyrir Norðurlandinu. En við
skulum bara vona að veiðin verði góð
á sumri komanda. -G. Bender
Laxveiðiár: Ódýrast 97 Dýrast 97 Dýrast 96
Elliðaámar 7.400 7.400
Leirvogsá 10.000 31.000 31.000
Laxá í Kjós 12.000 26.000 26.000
Brynjudalsá 10.000 15.000 15.000
Laxá í Leir 9.000 23.000 20.000
Eyrarvatn 800 1.200 1.200
Þórisstaðavatn 800 1.200 1.200
Geitabergsvatn 800 1.200 1.200
Andakílsá 8.400 21.000 20.000
Norðurá(l) 11.500 48.900 47.600
Norðurá(2) 11.800 17.600 17.600
Norðurá (Flóðatangi 2.200 4.400 4.400
Þverá (Kjarrá) 10.000 50.000 50.000
Flókadalsá 8.600 21.300 21.300
Grimsá 11.000 47.000 45.000
Gljúfurá 7.600 16.400 14.900
Langá á Mýrum 5.000 32.000 32.000
Hítará 7.900 25.200 24.800
Hítará (II) 2.500 4.500 4.500
Hítará (vorveiði) 1.600 1.600
HaSjarðará 65.000
Alftá á Mýrum 12.000 29.000 28.000
Hörðudalsá 3.000 9.900 9.900
Laxá í Dölum 17.000 38.000
Hvolsá og Staðarhólsá (vorveiði) 3.500
Hvolsá og Staðarhólsá 7.000 15.000 15.800
Flekkudalsá 9.000 20.000 16.800
Miðfjarðará 13.000 45.500 45.500
Miðfjarðará (silungasvæðið) 4.000 4.000
Víðidalsá og Fitjá 14.000 58.500 58.500
Vatnsdalsá 14.000 23.000
Vatnsdalsá (silungasvæðið) 1.000 8.000 8.500
Gljúfurá 6.000 10.000 10.000
Laxá á Ásum 20.000 200.000 200.000
Svartá 20.000 30.000 25.000
Laxá á Refasveit 11.000 18.900 18.900
Laxá í Aðaldal 8.500 33.000 33.000
Selá í Vopnafirði (efra svæðið) 8.500 34.000 34.000
Selá í Vopnafirði (neðra svæðið) 8.500 50.000 44.000
Hofsá í Vopnafirði 11.000 47.000 43.000
Vesturdalsá 3.500 20.000 20.000
Breiðdalsá 1.800 6.500 6.500
Grenlækur (ýmis svæði) 1.000 7.000 7.000
Tungufljót 3.800 7.400 7.400
Stóra-Laxá i Hreppum 7.800 12.100 12.100
Rangámar 2.000 40.000 28.000
Minnivallarlækur (Landss.) 3.000
Snæfoksstaðir 3.700 4.500 4.500
Laugarbakkar 950 2900 2.000
Langholt í Hvitá 3.000 10.000 10.000
Sogið 1.800 13.300 13.300
Sogið (Þrastarlundur) 3.000 6.000 6.000
Hlíðarvatn í Selvogi 1.200
Þorleifslækur (Varmá) 1.400
bSpffl!!l pf œíl ln@ teféC
# Vandað og margbreytilegt fjaðrakerfi sem tryggir réttan
stuðning, þægindi og endingu.
# Margar gerðir eru til þannig að allir geta fundið dýnu
við sitt hæfi, þungir eða léttir -það skiptir engu máli.
# Margar stærðir eru í boði, allt frá 80 sm.
# Góð yfirdýna fylgir öllum Ide Box fjaðradýnunum.
# Ide Box fjaðradýnurnar eru á tréramma og geta staðið
einar sér eða passa ofan í flest öll rúm.
# Hjón geta valið sitthvora dýnugerðina ef vill og eru
þá dýnurnar einfaldlega festar saman.
# Ide Box fjaðradýnurnar hafa leyst málin fyrir þær þúsundir
Islendinga sem kusu betri svefn.
# Ide Box fjaðradýnurnar eru alltaf til á lager
# Ide Box fjaðradýnurnar eru ekki dýrar.
Komdu og prófaðu Ide Box fjaðradýnurnar.
Sérþjálfað starfsfólk okkar tekur vel á móti þér.
/ Munið bara
_ ^ Ide Box fjaðra-
\dýnurnar fást
\ aðeins hjá
\ okkur. '
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bildshofði 20 - 112 Rvik - S:587 1199