Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 7
A>V FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997
Urslitin
Fyrir viku fór fram undankeppn-
in á íslandsmeistaramótinu í frjáls-
um dönsum á höfuðborgarsvæðinu.
Keppt var bæði í hóp- og einstak-
lingsdönsum og mikill fjöldi ung-
linga kom saman í Tónabæ til að
fylgjast með keppninni.
í kvöld klukkan 20.00 hefst svo
sjálf úrslitakeppnin en þá munu
keppendur alls staðar af landinu
berjast um íslandsmeistaratitilinn.
Þetta er í sextánda skiptið sem
keppni þessi er haldin og er hún
alltaf jafn vinsæl á meðal ungling-
anna.
Rétt er að taka fram að í undan-
keppninni fyrir höfuðborgarsvæðið
bar hópurinn Dust sigur úr býtum.
í honum eru fimm vaskar meyjar,
þær Inga Maren Rúnarsdóttir, Þór-
dís Schram, María Þórðardóttirr,
Ásdísi Ingvarsdóttir og Sigyn Blön-
dal. í einstaklingskeppninni var það
Sigrún Bima Blomsterberg sem var
Hún Sigrún Birna Blomsterberg
sigraöi í einstaklingskeppninni.
í fyrsta sæti. -ilk
Gugga í
Skruggusteini
Nú er listmunagalleríið
Skruggusteinn rúmlega ársgamalt.
í tilefni þess var
tekið í notkun
„Skot“ í galleríinu
sem hentugt er fyr-
ir litlar sýningar.
Nú stendur þar yfir
myndlistarsýning
Guggu (Guðbjargar
Hákonardóttur). Á
sýningunni eru sjö
myndir málaðar
með olíu og er
þema sýningarinn-
ar Undir yfirborð-
inu. Gugga útskrif-
aðist frá Myndlista-
og handíðaskóla ís-
lands árið 1995. þá Þetta er hún Gugga.
hefur hún einnig
Myndlistarskóla
stundað nám í
Reykjavíkur, i
Finnlandi og
víðar.
Skruggu-
steinn er að
Hamraborg 20a
í Kópavogi og
er opið þar
virka daga frá
kl. 12.00 til
18.00 og laugar-
daga frá kl.
11.00 tU 16.00.
Sýning Guggu í
Skruggusteini
mun standa til
6. mars.
-ilk
Þetta er listakonan Kristín Geirs-
dóttir sem hefur tímann aö við-
fangsefni í þetta skiptið.
Kristín Geirsdóttir opnar sýn-
ingu á kolamyndum í Stöðlakoti
að Bókhlöðustíg 6 í Reykjavík á
morgun klukkan 14.00. Á sýning-
unni verða átta stærri verk auk
nokkurra minni. Myndimar em
unnar með kolum og línolíu á
pappír en viðfangsefnið er tíminn,
hvemig hann gengin- á alla hluti.
Kristín útskrifaðist úr málara-
deild MHÍ árið 1989. Hún hefur
haldið nokkrar einkasýningar og
tekið þátt í samsýningum bæði
hér heima og erlendis. Sýningin í
Stöðlakoti verður opin alla daga
nema mánudaga frá klukkan 14.00
til 18.00. Henni lýkur svo sunnu-
daginn 2. mars.
-ilk
Klassískur djass
Einn ástsælasti hljómborðsleikari
íslands, Þórir Baldursson, mun
ásamt hljómsveit sinni leika klass-
ískan djass og íslensk lög á Jóm-
frúnni í kvöld. Hljómsveitina
skipa, auk Þóris, þeir Jóel Pálsson,
sem leikur á tenórsaxófón, Vil-
hjálmur Guðjónsson á altsaxófón
og gítar, Róbert Þórhallsson á
bassa og Jóhann Hjörleifsson á
trommur. Þessir athyglisverðu
tónleikar eru á vegum djass-
klúbbsins Múlans og hefjast
klukkan 21.00 stundvíslega. Miða-
verð er 1.000 krónur en 500 fyrir
skólafólk og aldraða.
-ilk
frjálsum
dönsum
Þetta er hópurinn Dust sem stóö sig best í hópdansinum.
Þjóðlagamessa
í fyrsta sinn
í Hafnarfjaröarkirkju veröur flutt þjóðlagamessa samkvæmt norænni þjóö-
lagahefö.
Á sunnudaginn verðm- sungin
þjóðlagamessa í fyrsta sinn á ís-
landi. Þjóðlagamessan er ættuð frá
Svíþjóð og er flutt samkvæmt nor-
rænni þjóðlagahefð. Allir liðir mess-
unnar hafa verið endursamdir sam-
kvæmt hljómfalli þjóðlagatónlistar-
innar. Bænir, textar og hið talaða
mál er sömuleiðis samið í samræmi
við þessa hefð. Höfundur messunn-
ar er sænski presturinn og vísna-
skáldið Per Harling. Séra Þórhallur
Heimisson hefur þýtt messuna á ís-
lensku og Öm Amarson útsetti
hana. í messunni verður fmmflutt-
ur nýr altarisgöngusálmur er Per
Harling samdi einnig og séra Þór-
hallm- þýddi. Þjóðlagatríó leikur
undir öllum söng og messutóni og
kór kirkjunnar leiðir sönginn. Allir
prestar kirkjunnar taka þátt í mess-
unni sem byrjar kl. 20.30 í kvöld.
-ilk
J0n helgina ~
** ★
SÝNINGAR
Gallerí +, Brekkugötu 35, Akur-
eyri. Sýningin „Án leiðarvísis"
stendur til 23. febrúar. Opiö lau. og
sun. frá kl. 14-18.
Gallerí Fold v/Rauðarárstig. Lau.
15. feb. kl. 15 verður opnuðr sýning:
Olivur við Neyst i baksal. Stendur til
2. mars. Opið daglega irá kl. 10-18,
lau. frá kl. 10-17 og sun. frá kl. 14-17.
Gallerí Hornið, Hafnarstræti 15.
Lau. 15. feb. kl. 17 opnar Sigríður
Gíslad. sýningu. Stendur til 5. mars.
Sýningin er opin alla daga kl.
11-23.30.
Gallerí Ingólfsstræti 8. Síðasta sýn-
ingarhelgi á verkum Halldórs Ás-
geirssonar. Opiö fim. til sun. kl.
14-18.
Galleri Listakot, Laugavegi 70.
Framlenging á sýningu til 1. mars.
Opiö 12-18 virka daga og 10-14 laug-
ardaga.
Gailerí Sýnirými. í Gallerí Sýni-
boxi: Þóroddur Bjamason; í Gallerí
Barmi: Sigriður Ólafsd., berandi
Edda Andrésd. Gallerí Hlust: Surpris.
Gallerí Tré: Margrét Blöndal.
Gallerí Sævars Karls, Bankastræti
9. Sigurborg Stefánsd. opnar sýningu
í dag, 14. feb. Opið frá kl. 10-18 virka
daga.
Gerðuberg. Sýning á verkum eftir
Finnboga Pétursson til 30. mars.
Hafnarborg, Hafnarfirði. Sýning á
verkum eftir Einar Baldvinsson auk
samsýningar hóps listamanna úr
Hafnarfirði, standa til 17. febr.
Kirkjuhvoll, Akranesi. Sýningin
„Úr landslagi í afstrakt" stendur til
23. feb. Opið frá 19-21 virka daga og
frá kl. 15-18 um helgar.
Kjarvalsstaðir. Yfiriitssýning á
verkum eftir Hring Jóhannesson í
vestursal, sýning á nýjum verkum
eftir Jónínu Guðnad. í miðsal og sýn-
ing á verkum eftir Jóhannes S. Kjar-
val í austursal. Opið daglega kl.
10-18.
Leifsstöð. Sýning á málverkum eftir
Þórð Hail. Stendur til 16. mars.
Listacafé, Listhúsi, Laugardal.
Magdalena Margrét Kjartansdóttir
sýnir verk sín.
Listasafn íslands. Sýning á högg-
myndum Max Ernst stendur til 30.
mars. Opið kl. 11-17 nema mán.
Listasafn íslands, Bergstaðastræti
74. Safn Ásgríms Jónssonar, vatns-
litamyndir, febrúar-maí. Safnið er
opið um helgar, kl. 13.30-16.
Listasafn ASÍ við Freyjugötu. Lau.
15. feb. kl. 16.00 opnar Gunnar Kr.
Jónasson sýningu í Ásmundarsal.
Stendur til 2. mars og er opin frá kl.
14-18 alla daga nema mán.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn.
Ásdís Sigurþórsdóttir og Helgi Gísla-
son í vestursal, Sólveig Helga Jónas-
dóttir á neðri hæð. Sýn. standa til 2.
mars og eru opnar frá kl. 12-18. nema
mán.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnesi. Sérstök skólasýning
með völdum verkum eftir Sigurjón.
Opið lau. og sun. kl. 14 og 17 og eftir
samkomulagi.
Listhús 39, Strandgötu 39, Hafhar-
firði. Sýning Bergsteins Ásbjöms-
sonar „7797“. Opiö virka daga frá
10-18, lau. kl. 12-18 og sun. kl. 14-18.
Lýkur 16. febr.
Listhúsið í Laugardal, Engjateigi
17. Verk eftir Sjöfh Har. Opið virka
daga kl. 13-18 og lau. kl. 11-14.
Listþjónustan, Hverfisgötu 105.
Sýning á verkum Bjöms Bimis. Opið
aíla daga nema mán. frá kl. 12-18 og
um helgar frá kl. 14-18.
Menntamálaráðuneytið, Sölvhóls-
götu. Daði Guðbjömsson sýnir olíu-
málverk.
Mokka, Skólavörðusttg 3a. „Þaö er
siminn til þin“, sýning Magneu Ás-
mundsdóttur stendur til -6.3.
Norræna húsið. Ljósmyndasýning
Norðmannsins Mortens Krogvold
stendur tU 16. febr., opin daglega kl.
14-19. t anddyrinu: Verk eftir finnska
grafiska hönnuðinn Mikko Tarvonen
tU 19. febr.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b. Sýning
á verkum HoUendingsins Joris Ra-
demaker i neðri sölum. 16. febrúar
verður performance kl. 15. Allir vel-
komnir. Opið daglega frá kl. 14-18 tU
16. febr.
Sjónarhóll, Hverfisgötu 12. Sýning
Finnboga Péturssonar stendur yfir tU
2. mars og er opin fim - sun. frá kl.
14-18.
Skruggusteinn, Hamraborg 20a.
Myndlistarsýning Guggu (Guðbjarg-
ar Hákonardóttur) stendur tU 6.
mars. Opið virka daga kl. 12-18 og
lau. kl. 11-16.
SPRON, Álfabakka 14. Sýning á
verkum Vignis Jóhannssonar til 8.
aprU.
Stöðlakot, Bókhlöðustig 6. Kristin
Geirsd. opnar sýningu á kolamynd-
um lau. 15. feb. kl. 14. Opið frá kl.
14-18 nema mán. Stendur tU 2. mars.
World Class, Fellsmúla 24. Helga
Siguröard. opnar myndlistarsýningu
sun. 16. feb. kl. 16. Stendur tU 2. mars
og er sérstæklega opin almenningi
næstu tvær helgar frá kl. 14-19.
Önnur hæö, Laugavegi 37. Sýning á
verkum Eyborgar Guðmundsd. er
opin á miö. frá 14-18 í feb. og mars.