Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 7 __________________________________________Fréttir Hvalveiðar og hvalaskoðun geta þrifist hlið við hlið - segir Jóhann Sigurjónsson, aöstoðarforstjóri Hafró DV Sandkorn Á öllum mynd- skeiðum Heimsókn forsetahjónanna tO Noregs á dögunum þótti takast vel. Sá kunni eðalkrati með meiru, Guð- laugur Tryggvi Karlsson, fór til Noregs um leið og forseti og fylgdarlið og tók ljósmyndir og sendi til blaða á Islandi. Guðlaug- ur Tryggvi hefur aldrei læðst með löndum heldur verið öllum vel sjáanlegur þar sem hann fer um. Hann var það líka í Ijós- myndarastarfmu í Noregi. Islend- ingur sem býr í Noregi sagði að öll norska þjóðin þekkti nú Guðlaug Tryggva í sjón af sjónvarpsmyndum frá forsetaheimsókninni. Hann sagði að Guðlaugur hefði verið með myndavélina á lofti „á nærri hverju einasta myndskeiði norska sjón- varpsins frá heimsókninni," sagði þessi íslendingur. Hann taldi að eft- ir þetta léki vafl á því hvor væri þekktari meðal almennings í Nor- egi, Guðlaugvu- Tryggvi Karlsson ljósmyndari eða forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Þegar Kristur kemur Miklar pólitískar væringar hafa verið í Hveragerði um margra mán- aða skeið. í Hveragerði er gefið út blaö sem heitir Bæjarblaðið. Séra Pétur Þorsteins- son, safnað- arprestur Óháða safnaðarins, skrifar smágrein i Bæjarblaöið ný- lega undir heit- inu Farandpenn- inn. Þar segir hann að framtið- arsýn kristinna manna sé sú að á dómsdegi mxmi Jesús Kristur koma aftur til að dæma lifendur og dauða. Siðan segir séra Pétur: „Þeg- ar Kristur kemur aftur, þá mun allt illt verða brotiö á bak aftur, ekki verða sjúkdómar, kvein, harmur, kvöl, stríð, mengun, ofbeldi eða annað það sem Djöfullinn hefur get- að komið til leiðar með áhrifum sínum. Jafnvel verður ekki til D- listi eða H-listi í Hveragerði þá. Allt verður endurskapað og þetta gamla verður ekki lengur til...“ Enn ein sagan úr Hafnarfirði Sagan segir af Hafnfirðingi sem var á úthafstogara í 13 mánaða stanslausu úthaldi, kom aldrei heim á þeim tima. Þegar hann svo kom heim var kona hans með nýfætt barn í fanginu sem hún sagði þau eiga. Hafn- firðingurinn varð mjög kátur með þetta og hinn stoltasti. Skipsfélagar hans undruöust kæti mannsins og bentu honum á aö hann hefði verið á sjónum í 13 mánuði. Hann gæti því ekki verið faðir bamsins. „Hvaða rugl er þetta í ykkur," sagði Hafnfirðingurinn „ég veit ekki betur en að það séu tvö ár á milli okkar bræðra." Að fresta sumars fyrsta degi Umræður um of marga frídaga hér á landi hafa oft sprottið upp. Menn ættu aö vita hvemig það er hjá kaþólskum þjóðum. En það er önnur saga. Þór- arinn V. Þórar- insson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, hafði orð á því fyrir skömmu að skyn- samlegt væri að hætta með sum- ardaginn fyrsta og flytja frídag- inn fram á haust og setja hann á mánudaginn eftir fyrsta vetrardag. í tilefni af þessu orti Ólafur Stefáns- son á Syðri- Reykjum. Best svo kjörin bæta megi, boðað er nú hárri raust, að fresta sumars fyrsta degi fram 1 snjóa næsta haust. Umsjón Slgurdór Sigurdórsson DV, Akureyri: Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíf- fræðingur og sendiherra, tók undir það sjónarmið að skapa bæri skiln- ing og viðurkenningu á rétti íslend- inga að nýta lífríkið í höfunum á sjálfbæran hátt, en Jóhann var einn DV, Akureyri: „Það, að hvalveiðiþjóðir skuli hafa gengið svo langt í skefjalausri rányrkju að hafa nánast útrýmt af stórum svæðum stærstu spendýrum jarðarinnar, hefur valdiö þvilíkri hneykslun að hún verður ekki af- máð um sinn úr almenningsálitinu. Hvort þessi hneykslun styðst við vísindalegar upplýsingar, gerfivís- indi eða eins konar markaðssál- fræði umhverfissamtaka sem ætla hvölum mannlegar tilfmningar ásamt tal- og sönghæfileikum, áskilja þeim mannréttindi og stunda ættleiðingu hvala, skiptir í þessu sambandi ekki höfuðmáli." Þetta sagði Tómas Ingi Olrich al- þingismaður m.a. í ræðu sinni á málþingi á vegum Samvinnunefhd- ar um noröurmálefni og umhverfi- ráðuneytis sem haldið var á Akur- DV, Neskaupstað: Hópur fólks frá sjö þjóðlöndum hefur stundað islenskunám í vetur hjá Farskóla Austurlands, fólk frá Albaníu, Póllandi, Rússlandi, Englandi, Tékklandi, Spáni og Ástr- af ræðumönnum á málþingi um „náttúrunýtingu á norðurslóð" sem haldið var á Akureyri og fjallaði ræða hans um hvali og vistkerfið. „Það er grundvallaratriði að á ís- landsmiðum höfum við gríðarlega auðlind og matarkistu og ég á bágt með að skilja þá sem láta sér detta eyri fyrir helgina og bar yfirskrift- ina Náttúrunýting á norðurslóð og alþjóðlegt umhverfi. Tómas Ingi sagði að það sem skipti höfuðmáli væri að mikill flöldi fólks um allan heim, en eink- um á markaðssvæðum okkar, hefði áhyggjur af meðferð mannsins á umhverfmu: „Það á við um kjam- orkuúrgang, losun mengandi efna í sjóinn, eyðingu gróðurlendis og dýrategunda og vaxandi gróður- húsaáhrif vegna mengunar and- rúmsloftsins. Það er óraunhæft að gera ráð fyr- ir því að í þágu hvalveiða sé hægt að breyta þessum almennu áhyggj- um með rökum, hversu góð sem þau eru. Ef það er á annað borð hægt tekur það langan tíma, krefst skyn- samlegrar og öfgalausrar stefnu- mörkunar og samstöðu þjóða sem sjá hagsmunum sínum borgið í að Við kennsluna var stuðst við námsefni frá Námsflokkum Reykja- víkur, auk þess sem notuð voru dag- blöð, tónlist, myndbönd, spil og leik- ir til að ýta undir tjáningu nem- enda. Fyrirhugað er að halda fram- í hug að leggja af nýtingu þessarar auðlindar eða hluta hennar því án hennar er erfitt að hugsa sér líf í þessu landi. Að sjálfsögðu hlýtur það að vera okkur keppikefli að hafa sem flest egg í körfunni, að hafa sem fjölbreyttast atvinnulíf og lífsviðurværi. Matvælaframleiðsla verja og útskýra viðhorf þeirra sem vilja nýta náttúruauðlindir á sjálf- bæran hátt. Sumir telja þetta létt verk og löðurmannlegt og verði auð- veldlega unnið í hjáverkum fyrir vorið. Ég deili ekki þeirri skoðun. Við verðum að ganga út frá því að þeir sem haldnir eru þessum áhyggjum séu hlutfallslega margir meðal þeirra sem teljast til mark- hópa íslenskrar ferðaþjónustu. Við verðum að gera ráð fyrir því að þeir verði auðveldlega fyrir áhrifum frá þeim sem eru líklegir til að beina spjótum sínum að okkur ef við hefj- um hvalveiðar. Við getum ekki látið eins og viðhorf eins og þau er að framan greinir geti ekki haft áhrif á stöðu okkar á samkeppnismörkuð- um, hvort sem um ferðaþjónustu er að ræða eða matvælaframleiðslu," sagði Tómas Ingi m.a. í ræðu sinni. haldsnámskeið með vorinu. Hluti hópsins gat ekki mætt í seinasta tímann vegna anna við loðnufryst- ingu. Kennarar á námskeiðinu voru þeir Egill Arnaldur Ásgeirsson og Pjetur St. Arason. -PjA hlýtur að vera okkar aðal og því er ljóst að í lífríki hafsins liggur kjöl- festa okkar í framtíðinni.“ Jóhann sagði að líta bæri á hvalastofnana sem nýtanlega auð- lind þótt hann teldi sjálfsagt að um leið væri litið til annarra nytja af hafinu, s.s. hvalaskoðunar sem mjög hafi færst í vöxt upp á síðkast- ið, en hann sagði engin rök fyrir því að veiðar og ferðaþjónusta í formi hvalaskoðunar gætu ekki þrifist hlið við hlið. „Ekki síst vegna þess að það hefur verið stefna okkar að veiðum á hvala- stofnum og öðrum dýrum sé hagaö þannig að ekki sé um ofveiði að ræða. í Noregi t.d. hefur þetta farið vel saman, hvalveiðar og hvala- skoðun," sagði Jóhann. Hann gerði i ræðu sinni grein fyrir þeim hvalastofnum sem eru hér við land og ástandi þeirra stofna og að ræðu sinni lokinni var hann m.a. spurður að því hversu mikið íslendingar gætu veitt af hval yrðu veiðar teknar upp aö nýju. Jóhann sagði að fjöldinn sem veiddur væri skipti einn og sér engu máli varðandi ímynd okkar út á við, að því gefhu að ekki væri um ofveiði að ræða. „Þær veiðar sem áður voru stundaðar virðast hafa verið stundaðar með sjálfbærum hætti. Þá erum við að tala tun 230 langreyðar, 70 sandreyðar, um 80 búrhvali og um 200 hrefnur. Hins vegar held ég að áður en gefin yrði út ráðgjöf um afla í einstökum teg- undum ætti að liggja fyrir þróunar- vinna að aflareglu fyrir hverja teg- und þar sem ýtrustu varúðar yrði gætt,“ sagði Jóhann. -gk Nýstárleg messa: Mikil upp* lifun og troöfullt hús - í Hafnarfj arðarkirkj u „Viö erum að reyna aö brydda upp á nýbreytni með þessu og renndum að sjálfsögðu alveg blint í sjóinn. Það var troðfull kirkja, um 300 manns, og mikil upplifun. Fólk lét vel að þessu og við erum ákveðnir í að reyna þetta aftur í sumar og þá væri gaman að hafa þetta miönæturmessu enda mikil sumarstemning í lögunum og tónlistinni," segir Þórhallur Heimisson, prestur i Hafnar- fjarðarkirkju, þar sem haldin var nýstárleg þjóðlagamessa í skandinavískum stU sl. sunnu- dagskvöld. Um var að ræða heUa messu með hefbundnum messuliðum en allt var tónsett í þjóðlagastU, m.a. altarisgangan. ÞórhaUur þýddi sjálfur sænska sálma og síðan var stofnað lítið tríó sem spilaði og kirkjukórinn söng með. Þórhallur starfaði sem prestur í bænum Gryta í Sví- þjóð i 3 ár og kynntist þar þjóð- lagamessu i þessum stU. „Þaö hefur svolítið loðað við íslensku kirkjuna að vera of fóst í fortíðinni og það hefur vantað að finna upp á nýjungum í messuhaldi. Því er þetta mjög skemmtUeg nýbreytni," segir ÞórhaUur. -RR Frá málþinginu á vegum Samvinnunefndar um noröurmálefni og umhverfiráöuneytis sem haldiö var á Akureyri. Dv-mynd -gk Feröamál og hvalveiöar: Óraunhæft að breyta almenn- um áhyggjum með rökum - segir Tómas Ingi Olrich alþingismaður -gk Kennararnir Egill Arnaldur og Pjetur til vinstrl, síðan Jolanta frá Póllandi, Jerime frá Albaníu, Anna og Pjotr frá Pól- landi, Svetlana frá Rússlandi og Keith frá Englandi. Farskóli Austurlands: Fólk frá sjö löndum í íslenskunámi alíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.