Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1997 Útlönd Stuttar fréttir i>v Deng Xiaoping milli heims og helju í nokkra daga: Fékk heilablæðingu og var fluttur á sjúkrahús Deng Xiaoping, æðsti leiðtogi Kína, fékk heilablæðingu á heimili sínu í Peking á fostudag og hefur verið fluttur á sjúkrahús, að því er japanska fréttastofan Kyodo skýrði frá í morgun. í frétt frá Peking, sem höfð var eftir kinverskum heimildarmönn- um, sagði að hinn 92 ára gamli Deng hefði verið milli heims og helju í nokkra daga og að hann þarfnaðist enn mikillar aðhlynningar. „Jiang Zemin forseti stytti ferð sína til Jiangsu-héraðs vegna heilsufars Dengs og kallaði þegar í stað saman stjómamefnd kínverska kommúnistaflokksins til að ræða heilsu Dengs og tilraun háttsetts norður-kóresks embættismanns til landflótta um Kína,“ hafði Kyodo- fréttastofan eftir heimildarmönnum sínum. Stjómarerindrekar og kínverskur heimildarmaður sögðu í morgun að leiðtogar Kína hefðu leyst upp einkaskrifstofu Dengs og þykir það jafnvel til merkis um að heilsu æðsta leiðtogans fari hrakandi. Miklar vangaveltur hafa verið um heilsufar Dengs álla vikuna og hafa fréttimar haft áhrif á gengi hlutabréfa á mörkuðum i Kína, Deng Xiaoping. Hong Kong og Taívan. Þótt japanskir fjölmiðlar segi að Deng hafi verið fluttur hættulega veikur á sjúkrahús kom fram í blað- inu Ming Pao í Hong Kong að leið- toginn væri að ná sér heima eftir heilablæðingu og væri ekki i lífs- hættu. Skrifstofa Dengs var leyst upp skömmu fyrir nýja tunglárið sem hófst 7. febrúar, að sögn heimildar- manns sem hefur náin tengsl við kommúnistaflokkinn. Skrifstofan gaf áður fyrr út tilskipanir fyrir nú- verandi leiðtoga landsins en hennar var ekki lengur þörf. Reuter Perú: Tugir létust og yfir hundrað saknað eftir aurskriðu Að minnsta kosti 33 létu lífið °g yfir 100 er saknað eftir að aurskriða hreif með sér tvö þorp í Andesfjöllum í Perú fyrir dög- un í gær að staöartíma. Björgunarstarfsmenn, sem í gær fundu á fjórða tug líka, urðu að hætta leit í gærkvöldi vegna mikillar þoku, myrkurs og nokkurra lítilla skriðna. Leit var hafin aftur er birti í morg- un. Tvö þorp, þar sem 250 manns bjuggu, hurfu gjörsamlega er skriðan féll á þau. Að sögn lög- reglu höfðu íbúar þegar yfirgef- ið þorpin vegna flóða um helg- ina. Þeir höfðu leitað skjóls í skomingi í fjallshlíðinni rétt fyrir ofan þorpin og urðu því beint fyrir skriðunni er hún féll. Bæjarstjóri i nálægu þorpi tel- ur að allir í þorpunum tveimur hafi látið lífið og því sé á þriðja hundrað saknað. Björgunar- sveitir bjuggu sig undir í morg- un að flytja á brott fjölskyldur úr nálægum þorpum því hætta er talin á frekari skriðum. Reuter Japanskt dagblað greindi frá því í morgun aö kínversk og suður-kóresk yfirvöld hefðu náö samkomulagi um aö helsti hugmyndafræðingur N-Kóreu, Hwang Jang-yop, gæti fariö frá Peking þegar í þessari viku. Óeiröalögregla í Suður-Kóreu hefur veriö í sérstakri viöbragðsstööu vegna spennunnar sem ríkt hefur í kjölfar flótta Hwangs. Símamynd Reuter Menntamálaráöuneytið Styrkveiting úr Þróunarsjóði leikskóla Auglýst er eftir umsóknum í Þróunarsjóð leikskóla. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverkefnum í leikskólum. Með þróunarverkefnum er átt við nýjungar, tilraunir og nýbreymi í upp- eldisstarfi. Um styrki geta sótt sveitarstjómir/leikskólastjórar/leikskóla- kennarar. Sækja má um styrki til nýrra verkefna og verkefna sem þegar em hafin. Umsóknum skal fylgja umsögn viðkomandi rekstraraðila leikskóla. Styrktaramsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir 1. apríl næst- komandi á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Amarhváli 105 Reykjavík Hella - húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á skrifstofu- og geymsluhúsnæði fyrir Skattstofu Suðurlandsumdæmis á Hellu, samtals u.þ.b. 450-500 m2. Æskilegt er að húsnæðið sé á einni hæð og allt aðgengi innan dyra sem utan í góðu lagi með tilliti til fatlaðra. Tilboð er greini staðsetningu, stærð, byggingarár- og efni, bmnabóta- og fasteignamat, afhendingar- tíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Amarhváli 150 Reykjavík, fyrir 28. febrúar 1997. Fjármálaráðuneytið, 17. febrúar 1997 Albright blíðkar Rússa: Sameiginlegt lið Rússlands og NATO AÍo/IoIqÍmo A 1 VivirrVif nlom'íl/ior'óA. Cnlntio m'oin/ii fV»ó V\trí ó fnn/ii mn Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem reynir nú að draga úr andstöðu yfirvalda í Kreml við stækkun Atlantshafs- bandalagsins, NATO, stakk í gær upp á sameiginlegu gæsluliði bandalagsins og Rússlands. Hug- myndimar lagði Albright fram í Brussel á fyrsta fundi sínum með utanríkisráðherrum NATO. Albright, sem fer til Moskvu á fimmtudaginn til viðræðna viö rússneska ráðamenn, tók það fram að yfirvöld í Moskvu gætu ekki hindrað stækkun NATO í austur. Framkvæmdastjóri NATO, Javier w Solana, greindi frá því á fundi með fréttamönnum í gær að öll aðildar- ríki bandalagsins hefðu staöfest að þau væru fylgjandi stækkun. Þau íegðu hins vegar áherslu á að sam- fara stækkuninni yrði gert viðtækt samkomulag við Rússland. Kvaðst Solana vonast til að Rúss- land og NATO gætu náð samkomu- lagi á sérstökum leiðtogafundi sem ráðgert er að halda fyrir leiðtoga- fund NATO í Madrid í júlí. Á Ma- drid-fundinum er ætlunin að bjóða fyrrum kommúnistarikjum form- lega aðild að bandalaginu. Reuter Löggan yfirhey ísraelska lögreglan yfirheyrði Benjamin Netanyahu forsætisráð- herra í rúmar fjórar klukkustundir í gær vegna meintrar spillingar í tengslum við skipan í embætti æðsta lögfræðilegs ráðgjafa ríkis- stjórnarinnar. ísraelska sjónvarpið staðhæfði að lögfræðingurinn Roni Bar-On hefði verið skipaður í embættið í skiptum rir Netanyahu fyrir stuðning leiðtoga Shas-flokks- fns við Hebron-samkomulag Net- ányahus við PLO. Bar-On sagði af $ér samdægurs eftir að lögfræðing- ar og stjómmálamenn fullyrtu að hann væri ekki maður til að valda starfinu. Lögreglan segir að Netanyahu hafi svarað öllum spurningum sem fyrir hann vom lagðar. Reuter Hvetur til vopnahlés Öryggisráð SÞ hvetur til vopnahlés strax í Saír þar sem enn er hart barist í austurhluta landsins. Voðaskot við höllina Lögreglan í Stokkhólmi telur að um voðaskot hafi verið aö ræða þegar lífvörður við kon- ungshöllina skaut á foringja sinn og félaga. Undanþága frá skatti Forseti Albaníu, Sali Berisha, bauð í gær íbúum suðurhluta landsins undanþágu frá skatti í tvö ár vegna gjaldþrota pýramídasjóðanna. Viðræöur í Moskvu Klaus Kinkel, utanríkisráð- herra Þýska- lands, hélt til Moskvu í gær til að ræða stækkun NATO. Ekki voru teikn á lofti um aö við- ræöuaðilar hefðu nálgast hvorn annan eftir fyrsta dag við- ræðnanna. Samvinna um loftsteina Bandaríkjaher er nú í sam- vinnu við bandarísku geimvís- indastofnunina til að geta betur spáð fyrir hrapi loftsteina til jarðar. 17 létust í árekstri Að minnsta kosti sautján manns týndu lífl í árekstri fjöl- margra bíla í Mexíkóborg í gær. Olíuflutningabíll sprakk við áreksturinn. Clinton til Köben Bill Clinton Bandaríkjaforseti fer í heimsókn til Danmerkur þann 21. mars næstkomandi eftir fund hans með Borís Jeltsin Rúss- landsforseta í Helsinki. í þessari fyrstu heimsókn Bandaríkjaforseta til Danmerkur mun Clinton ræða við Margréti drottningu og Poul Nyr- up Rasmussen forsætisráðherra. Hubble frjáls Geimfarar um borð í geim- skutlunni Discovery hafa lokið viðgerðum og endurbótum á Hubble geimsjónaukanum og sleppt honum aftur á braut um jörðu. Drepið í Rúanda Mannréttindasamtökin Am- nesty Intemational segja aö hundruð manna hafl verið drep- in í Rúanda það sem af er árinu. Litháar fyrstir í ESB Litháar stefna að því að verða fyrstir þjóða til að ganga í Evr- ópusambandið þegar sambandið verður stækkað. Ciller sleppur við ákæru Tyrkneska þingið hefur fallið frá tveimur spillingarákærum á hendur Tansu Ciller, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra landsins. Á hægri uppleið Vinsældir Jacques Chiracs Frakklandsfor- seta og Alains Juppés forsæt- isráðherra eru á hægri upp- leið en flestir kjósendur eru þó óánægöir með hvemig landi þeirra er stjórnað, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun. Árásir í Dusjanbe Sex manns týndu lífi í árásum í Dusjanbe, höfuðborg Tadsjikist- ans, í gærkvöldi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.