Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 15 Skattur og raforka Landsvirkjun hefur tilkynnt stjórnum almenn- ingsveitna í land- inu að heildsölu- verð á raforku hækki um 3,2% þann 1. apríl næst- komandi. Hækkun- in gefur Lands- virkjun 130 millj- ónir króna tekjur á þessu ári eða 170 milljónir á árs- grundvelli. Skýr- ingin sem gefin er fyrir hækkuninni eru almennar verð- lagsbreytingar milli áranna 1996 og 1997. Á sama tíma liggur fyrir að stefnt er að þvi að greiða eigendum Landsvirkjunar, ríki, Reykjavíkurborg og Akureyr- arbæ 770 milljóna króna arð á ári næstu fjögur árin. í samkomulagi sem eigendumir hafa gert sín á milli og Alþingi staðfesti nýlega með breytingum á lögum um Landsvirkjun, eru þrjár forsendur lagðar til grundvallar arðgreiðslum. Þær miðast við skuldastöðu fyrirtækisins, þannig að ákveðið hlutfall af umræddum 770 milljónum koma til greiðslu en afgangurinn fer til aukningar eig- inijár eigendanna. Þannig geta arðgreiðslumar samanlagt aldrei orðið minni en 192,5 milljónir á ári og aldrei meiri en 1.848 miiljónir. Engu að síður hefur samkomulag- ið í for með sér að samanlagðar arðgreiðslur og aukning eiginfjár verða 3.080 milljónir króna á þeim íjórum árum sem stefnt er að því að greiða út arð. Þetta eru háar upphæð- ir. Til samanburðar má geta þess að framlag rík- isins til allra heilsu- gæslustöðva landsins á þessu ári samkvæmt fjárlögum er 312,8 millj- ónir króna. Með saman- lögðum arðgreiðslum og aukningu eiginfjár eig- enda Landsvirkjunar mætti því reka heilsu- gæslustöðvarnar í 9,8 ár. Jöfnun eöa ójöfnun í áratugi hefur verið lit- ið á Landsvirkjun sem tæki til að jafna raforku- verð til landsmanna. Ef sama upphæð væri not- uð til lækkunar raforkuverðs og samkomulag er um að greiða eig- endum Landsvirkjunar í arð, mætti lækka raforkuverð á ári um 2.961 krónu á mann eða um 11.846 á fjórum árum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu íslands eru heimilin í landinu 97 þúsund. Þannig mætti lækka raforkuverð á hvert heimili um 7.938 krónur á ári eða 31.752 krónur á fjórum árum. Um þessar mundir fara fram viðræður um kaup og kjör þar sem tek- ist er á um örfá pró- sent varðandi hækkun launa. Lækkun raforku- verðs um þær 770 milljónir króna sem greiða á í arð svarar til 7,9 pró- senta af mánaðar- tekjum fjölskyldu með 100 þúsund krónur i mánaðar- laun, 3,9 prósent af mánaðartekj- um fjölskyldu með 200 þúsund krónur í mánaðarlaun og 1,9 pró- sent af mánaðarlaunum fjölskyldu með 400 þúsund krónur í mánaðar- laun. Samkomulag eigenda Lands- virkjunar gerir hins vegar ekki ráð fyrir því að raforka til almenn- ings fari að lækka í verði fyrr en Kjallarinn Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri Al- þýöubandalagsins „Landsvirkjun hefur tilkynnt stjórn- um almenningsveitna í landinu að heildsöluverð á raforku hækki um 3,2% þann 1. apríl næstkomandi. Hækkunin gefur Landsvirkjun 130 milljóna króna tekjur á þessu ári eða 170 milljónir á ársgrundveiii.u Lækka mætti raforkuverð á ári um 2.961 krónu á mann eða um 11.846 á fjórum árum, væri notuð til orkujöfnunar sú upphæð er greiöa á eigend- um Landsvirkjunar, segir m.a. í greininni. árið 2001, og breytir yfirlýsing þeirra um annað engu, því mark- miðið er fest í lögum sem nýlega voru samþykkt á Alþingi. Landsbyggöin skattlögö Alþýðubandalagið lagðist gegn þeim breytingum sem gerðar voru á lögunum, meðal annars vegna þess að arðgreiðslurnar fela í raun í sér skatt á raforkukaupendur, hvort sem þeir búa í umdæmi eig- enda Landsvirkjunar, Reykjavík og Akureyri, eða ekki. Heimilin í landinu utan Reykjavíkur og Ak- ureyrar eru 50.700 talsins. Þeirra hlutur af 770 milljóna króna arð- greiðslu til rikisins, Reykjavíkur og Akureyrar er því 402,5 milijón- ir króna, eða bróðurparturinn af arðgreiðslunum. Landsvirkjun lýt- ur nefnilega sömu lögmálum og aðrir í viðskiptum, auknum gjöld- um verður að mæta með meiri tekjum. Reykjavíkurborg og Akureyrar- bær skulda mikið og því er mjög skiljanlegt að bæjarfélögin reyni að auka tekjur sínar. Spurningin er hins vegar sú hvort þau eigi að gera það með skattlagningu á íbúa annarra sveitarfélaga eða hvort Landsvirkjun verði áfram það tæki til jöfnunar raforkuverðs sem fyrirtækið hefur verið hingað til. Reykvíkingar og Akureyringar njóta slíkrar jöfnunar eins og aðr- ir. Heimir Már Pétursson Um hvað snýst pólitík? I frægri sögu um Dýrabæ eftir George Orwell er gerð dýrasátt um að steypa kúgaranum, bóndanum á bænum, með þá hugsjón æðsta að ailir skuli leggja sitt af mörkum og vera jafnir. Sáttin heldur og bóndinn hverfur úr lífi dýranna en samt verður einhver bið á að sú sælutíð renni upp sem búist var við í lífi þorra dýranna. Að vísu koma svínin sér prýði- lega fyrir í íbúðarhúsinu og hagn- ast ómælt á dýrasáttinni - en aldrei er ástandið þó oröið nógu tryggt að þeirra mati til að hægt sé að láta hið al- menna dýr njóta góðs af samstöð- unni sem náðist i dýrasáttinni. Allar tilraunir dýranna til að rétta sinn hlut gagnvart svín- unum eru kæfðar í fæðingu með hót- unum um að þá komi vondi bónd- inn kannski aftur. Og enginn treystir sér til að taka ábyrgð á þeim hörmungum sem af því myndu hljótast. Lærdómur af dýrasátt Or- wells Að vísu mun Orwell hafa skrif- að sögu sína með örlög Ráðstjórn- arrikjanna í huga og því er kannski best að gleyma henni nú þegar þau eru liðin undir lok. En þó er ekki víst nema sagan eigi enn þá erindi við okkur þrátt fyrir hrun ráðstjórnar - vegna þess að enn reyna sumir að auka réttlætið í heiminum með því að jafna lífs- kjörin og enn eru þeir til sem mis- nota aðstöðu sína og skara eld að sinni köku á kostnað samborgar- anna. Átök um skiptingu þjóöar- tekna Pólitík snýst um þau átök sem þessir hópar eiga i um skiptingu þjóðarframleiðslu á hverjum stað. Annars vegar er sú hugmynd leið- arljós manna að leyfa einstakling- unum að auðgast sem mest á þeirri framleiðslu, verslun og við- skiptum sem þeim tekst að stjóma og komast yfir með fjármunum sínum og/eða í skjóli vildarkjara og klikuskapar við ráðamenn. Hins vegar eru þeir sem vilja ekki hleypa þessum einstaklingum eins langt fram úr og þeir kjósa helst sjálfir en leggja höfuðáherslu á að hagnaður af framleiðslu og störfum launafólks, þjóðarframleiðslunni, komi sem jafnast nið- ur. Þessi togstreita, sem oft er kennd við hægri og vinstri, hef- ur staðið lengi og mun standa lengi enn, enda veitir ýms- um betur. Til allrar hamingju, getum við sagt, því að reynslan hefúr sýnt að það er samfélögum hollast að ekki sitji alltaf sömu menn að völd- um. Önnur mál undir- skipuð Flest önnur mál sem koma til kasta stjórnmála- manna eru ekki þess eðlis að þau ættu fremur að njóta fylgis ann- arrar þessara meginfylkinga en hinnar. Til dæmis voru það sér- stakar aðstæður á íslandi sem leiddu til þess eftir seinni heims- styrjöld að þjóðernisstefna með til- heyrandi baráttu gegn bandaríska hemum og Nató varð að einkamáli vinstri hreyfingarinnar. Það var ekkert vinstrisinnað við það mál eins og sjá má af því að á írlandi hefur flokkur hægri manna haldið uppi hinni íslensku „vinstri“póli- tík með andúð á Nató og ítökum Breta á Norður-írlandi. Svipaða sögu má segja um kvótamál, stóriðju og Evrópumál. Ekkert þessara mála er þannig vaxið að menn eigi að skipa sér í pólitískar meginfylkingar undir merkjum þeirra. Þar koma fleiri og marg- brotnari hagsmunir við sögu en þeir sem ráða vali einstaklinga á því hvar þeir kjósa að standa í baráttunni um skiptingu þjóðar- tekna. Hvorum megin viljum viö standa? Viljum við að þegn- arnir njóti afraksturs vinnu sinnar í anda réttlætis og jafnaðar, eins og flest dýrin óskuðu sér í Dýrabæ, eða finnst okkur eðlilegt að spekúlantar og braskarar fái frítt spil til að marg- falda ofsagróða sinn af vinnu ann- arra, eins og svínunum fannst dá- gott í Dýrabæ með sífelldum hót- unum um endurkomu bóndans vonda ef hróflað yrði við forrétt- indum þeirra? Þegar við höfum svarað þessari spumingu getum við valið það stjómmálaafl sem stendur vörð um grundvallarsjónarmið okkar. Seinna er hægt að ræða í vinsemd hvemig einstök mál verði leyst á sem farsælastan hátt í anda þeirra hugsjóna sem við teljum réttastar. Gísli Sigurðsson „Til dæmis voru það sérstakar að- stæður á íslandi sem leiddu til þess eftir seinni heimsstyrjöld að þjóðernisstefna með tilheyrandi baráttu gegn bandaríska hernum og Nató varð að einkamáli vinstri hreyfingarinnar Kjallarinn Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur Meö og á móti Meiri stóriöja við Hvalfjörð Lyftistöng fyrir atvinnulífið „Mestu hagsmunir sem því fylgja að álver rísi á Gmndar- tanga er bætt atvinnuástand. Fólksfækkun úr kjördæminu er gleggsta merki þess að atvinnu- lífið hefur átt í vök að verjast hér eins og í svo mörgum af dreifðari byggðum landsins. Með einhverjum hætti verður að bregðast við því. Atvinnu- tækifæri verða ekki tínd upp af götunni, nú frekar en endranær. Því er það kjördæminu til hagsbóta að fá þessa lyftistöng í atvinnulífið hingað á okkar svæði. Eins og öllum er ljóst fylgir þessari starf- semi einhver mengun eins og allri annari staifsemi, hvort sem hún heitir fullvinnsla, stóriðja, smáiðnaður, ferðamannaþjón- usta eða landbúnaður. Þvi er það eðlilegur hlutur og skylda okkar að gera kröfur um fúllkomnar inengunarvamir. Þannig sýnum við í verki fram á að þeir sem vilja fjárfesta hér á landi verða að gæta fyllstu tillitssemi við hvort heldur sem er nágranna svæðisins eða umhverfið i kring. Til að hagur okkar verði sem tryggastur verða stóriðja og aðr- ar atvinnugreinar á svæðinu að geta lifað saman. Sé mengunar- vömum sinnt á metnaðarfullan hátt þá segi ég: „Álver, já takk.““ Unda Samúelsdótt- Ir I Þagað yfir menguninni „Ég er á móti álveri við Hval- ljörð vegna þess að ég vil ekki að náttúran okkar, vatnið, dýrið og við mannfólkið skaðist af efna- mengun. Það er skömm að því að horfa á stjórnvöld, iðnaðarráð- herra, Holl- ustuvernd rík- isins og Mark- aðsráð Lands- virkjunar og iðnaðarráðu- neytis segja fólki vísvit- andi ósatt. Þeim ber ekki saman nema að einu leyti: Þeir þegja yfir meng- uninni. Iðnaðarráðherra lýsti því yfir fyrr í vetur að það yrði engin mengun af fyrirhugaðri ál- verksmiðju. Nú í byrjun febrúar í viðtalsþætti á Stöð 2 segir iðn- aðarráðherra: „Yrði mengunin svo gífurleg frá þessari verk- smiðju að ef útblásturinn færi í gegnum votHreinsibúnað í sjó myndi hún gjörspilla öllu sjávar- lífi i Hvalfirði.“ Em sömu efni sem era svo banvæn fyrir sjáv- arlífið siðan algerlega skaðlaus þegar þeim er hleypt út í loftið og þaðan í vatnsból Akurnesinga og bithaga kúa sem mjólkurfæða böm? Þeir segja svo mikið ósatt að þeir vita ekki hvað er satt og logið. Þeir vilja ekki segja frá því að frá þessari verksmiðju kemur rafgeymasýra sem passar í 15 þúsund meðalrafgeyma á dag. Lesendur góðir, viljiö þið það í garðinn ykkar eða i grasið sem kýmar éta?“ -JHÞ Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.