Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 53 <- Gunnar Helgason leikur titilhlut- verkið, Birting. Birt- ingur í kvöld verður aukasýning á gleðileiknum Birtingi eftir Voltaire í Hafnarfjarðarleikhús- inu. Leikfélagið Hermóður og Háðvör hóf sýningar á verki þessu í haust og hefur sýningin fengið góða dóma gagnrýnenda og góðar viðtökur hjá áhorfend- um. Hróður sýningarinnar hef- ur borist út fyrir landsteinana Leikhús því leikhópurinn hefur fengið boð um að koma á tvær stórar leiklistarhátíðir á þessu ári og fleiri hátíðir hafa beðið um upp- lýsingar um sýninguna og má segja að hún sé í skoðun víös vegar um Evrópu og í tveimur heimsálfum öðrum. Er það vel við hæfl því í verkinu ferðast Birtingur um hálfan hnöttinn í leit sinni að hamingju og eðli- legu fólki. Auk sýningarmnar í kvöld er leikritið einnig sýnt á fóstudags- og laugardagskvöld. Guð, garpar, geðsjúkling- ar og fleiri Félag Islenskra fræða boðar til fundar með Höskuldi Þráins- syni málfræðingi í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld kl. 20.30. Hann nefnir erindi sitt Guð, garpar, geðsjúklingar og fleiri. Kynning á verkum Bólu-Hjálmars Félag eldri borgara í Reykja- vík efhir til kynningar á verk- um Bólu-Hjálmars í umsjón Hjálmars Jónssonar, prófasts og alþingismanns, í Risinu í dag kl. 15.00. Samkomur rrc-deildin Korpa Fundur verður í kvöld kl. 20.00 í safnaðarheimili Lága- fellssóknar. Allir velkomnir. Um landafræði listarinnar í dag kl. 16.00 flytur Guð- mundur Oddur Magnússon fyr- irlestur í Myndlista- og handíða- skóla íslands sem hann nefhir Um landafræði listarinnar. Fyr- irlesturinn er í stofu listfræði- deildar að Skipholti 1. Staðhættir í Vínlandi Fræðslufundur Minja og sögu verður í Norræna húsinu í dag kl. 17.15. Páll Bergþórsson flytur erindið Staðhættir í Vínlandi. Strandganga frá Hvassahrauni Snjórinn gerir stundum göngufóli þá er um að að gera að fara í strand- erfítt fyrir, en þegar snjór er mikill göngur því við ströndina er minnst- Lambhagaeyri ;kógarhóll C IGer6i Stekkjanes Markaklettur /y Hraunsnes, ^Sss/>r9 °sb<5t) BrunnhÓII f~\ C- Stóri Grænhóll ^ ry ■ .-' v' O < Hvassahraun r\ r\ ^ r trr" r Taglhæö , . Látrary', .-.ví^Qr^ ^ ^ rr)acstaðir.v Gvendarbrunnur pr ' ■ r\ Slunkaríki % o r\ rV \ r\ r\ r\ r\ r\ r-, Hólbrunnshæö r\ rS r\ r r\ r' r\ DV ur snjórinn. Ein slík ganga sem er upplögð fyrir íbúa á höfuðborgar- svæðinu er um 8 km löng og má hefja hana utan við eyðibýlið Hvassahraun og ganga alveg að Straumi. Á þessari leið er ýmislegt að skoða, malarkamba og hraun- hóla með tjörninni á milli auk bæj- arrústa í Lónakoti. Umhverfi Þessa leið má ganga hvort heldur er að sumri eða vetri og í nýföllnum snjó má stundum sjá minkaspor. Hraunið sem gengið er um er kom- ið frá Hrútagjárdyngjunni í Mó- hálsadal og telur Jón Jónsson það elsta hraunið í Móhálsadal og eitt- hvað yngra en Þráinsskjaldarhraun, en nákvæmur aldur er enn ekki þekktur. Heimild: Gönguleiðir á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen. Blúsmenn Andreu Gaukur á Stöng býður sem fyrr upp á lifandi tónlist á hverju kvöldi og allir unnendur blúsins ættu að fá sinn skammt í kvöld. Þá stíga á svið söngkonan kunna, Andrea Gylfadóttir, og blúsmenn hennEir. Blúsmenn Andreu voru einnig á Gauknum í gærkvöld. Á dagskrá sveitarinnar eru þekkt blúslög úr mörgum áttum sem margir kannast við. Á morgun verður það svo hin lauflétta hljómsveit, Trió Jóns Leifssonar, sem mun leika fyrir gesti á Gauknum. Ótukt á Nelly's Café í kvöld verður fyrsti „litli laug- ardagurinn" á Nelly’s Café, á horni Þingholtsstrætis og Banka- strætis. Að þessu sinni mun kvennahljómsveitin Ótukt troða upp en hún er skipuð Kiddu, Krist- ínu Eysteins og Stínu Bongó ásamt Önnu Möggu og Elízu Kol- rössum. Órafmögnuð stemning Skemmtanir ríkir þetta kvöldið. Ótukt hefur leik upp úr kl. 22. í Gallerí Mið- hæð á Nelly’s Café sýnir Hallgrím- ur Helgason myndir frá Boston. Hálkublettir á Reykja- nesbraut Vegir i nágrenni Reykjavíkur eru vel færir en hálkublettir eru á Reykjanesbraut og Vesturlandsvegi fyrir Hvalfjörð. Hálka er á Hellis- heiði og í Þrengslunum og þar geng- ur á með skörpum éljum. Á Norður- landi eru Lágheiði og Öxarfjarðar- Færð á vegum heiði ófærar. Það sama er að segja um Mjóafjarðarheiði og Hellisheiði eystri á Austurlandi. Lagfæringar standa yfir á leiðinni Laugar- vatn-Múli og Hvolsvöllur-Vík á Suðurlandi. Andrea Gylfadóttir fer fyrir hljómsveit sinni, Blúsmönnum Andreu, á Gauki á Stöng í kvöld. Gaukur á Stöng: Ástand vega m Hálka og snjór án fyrirstööu Lokaö 0 Vegavinna-aögát m Þungfært @ Öxulþungatakmarkanir (g) Fært fjallabílum Eva Lind eignast systur Litla stúlkan á mynd- inni fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 11. febrúar kl. 05.30. Þegar hún var vigtuð reyndist Barn dagsins hún vera 3.764 grömm að þyngd og mældist 50 sentímetra löng. Foreldr- ar hennar eru Björk Reynisdóttir og Elías Fells Elíasson. Hún á eina systur, Evu Lind, sem er fjögurra ára. Lauren Holly leikur flugfreyju sem þarf aö taka viö stjórn þotu af gerö- inni 747. Þrumugnýr Um síðustu helgi var frumsýnd H í Sam-bíóunum og Stjörnubíói spennumyndin Þrumugnýr (Tur- bulence) sem gerist á nokkrum klukkutímum á aðfangadags- kvöld um borð í júmbóþotu sem er á leiðinni frá New York til Los Angeles. Flugfreyjan Teri Halloran býst við rólegu flugi enda eru farþegar ekki nema ellefu talsins, en flest- ir farþeganna eru engir venjuleg- ir farþegar þar sem tveir hættu- legir glæpamenn eru um borð i fylgd lögreglumanna. Það fer svo að annar þeirra nær að afvopna eina lögregluna og upphefst nú mikið blóðbað. Eini sem eftir lif- ir af þessum hópi er hættulegur fjöldamorðingi, sem alls ekki hef- 1 ur hug á því að láta flugvélina lenda á áætlun eða lenda yfirleitt. Kvikmyndir í hlutverki morðingjans er Ray Liotta, Lauren Holly leikur flug- freyjuna, Hector Elizondo leikur lögregluforingja og Ben Cross leikur flugstjóra á jörðu niðri sem leiðbeinir flugfreyjunni. Nýjar myndir: Háskólabíó: Undrið Laugarásbíó: Koss dauðans Kringlubíó: Ævintýraflakkarinn Saga-bió: Þrumugnýr Bíóhöllin: Ærsladraugar Bíóborgin: Að lifa Picasso Regnboginn: Múgsefjun Stjörnubíó: Tvö andlit spegils JL Krossgátan r~ r~ 7~ r- r- 5” Z °! )ÚT II 1 ir TT~ TT )l» vr 1 J 20 Lárétt: 1 detta, 7 fugl, 8 glaða, 9 hlífa, 10 tré, 11 óhrein, 13 skóli, 14 lengdarmál, 15 karlmannsnafn, 16 plöntuna, 19 grannur, 20 flökt. Lóðrétt: 1 fjötra, 2 ílál, 3 dýrahljóð, 4 oddi, 5 kámi, 6 lélegar, 8 sár, 10 espar, 12 keröldum, 13 þræli, 17 grastoppur, 18 til. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 fordild, 8 áferð, 9 aá, 10 sag, 11 ókum, 13 inntak, 14 neita, 17 ar, 18 niðs, 20 urð, 21 arm, 22 æðra. Lóðrétt: 1 fásinna, 2 ofan, 3 regnið,*' 4 drótt, 5 iðka, 6 laukar, 7 dá, 12 myrða, 15 eir, 16 auð, 19 sæ. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 57 19.02.1997 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollnengi Dollar 70,700 71,060 67,130 Pund 114,020 114,600 113,420 Kan. dollar 52,110 52,430 49,080 Dönsk kr. 10,9890 11,0470 11,2880 Norsk kr 10,4950 10,5530 10,4110 Sænsk kr. 9,5190 9,5720 9,7740 Fi. mark 14,0700 14,1530 14,4550 Fra. franki 12,4090 12,4800 12,8020 Belg. franki 2,0319 2,0441 2,0958 Sviss. franki 47,9600 48,2200 49,6600 Holl. gyllini 37,3500 37,5700 38,4800 Þýskt mark 41,9400 42,1600 43,1800 ít. lira 0,04206 0,04232 0,04396 Aust. sch. 5,9580 5,9950 6,1380 Port. escudo 0,4172 0,4198 0,4292 Spá. peseti 0,4943 0,4973 0,5126 Jap. yen 0,57100 0,57440 0,57890 irskt pund 111,190 111,880 112,310 SDR 96,75000 97,33000 96,41000 ECU 81,2400 81,7200 83,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.