Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997
íþróttir
Keflavík slapp
fyrir hornið
Keflavíkurstúlkumar lentu í
miklum vandræðum með ÍS í 1.
deild kvenna í körfuknattleik í
fyrrakvöld. Allt stefndi i sigur
Stúdína en Keflavík náði að
jafna á lokasekúndunum og sigr-
aði síðan í framlengingu, 79-85.
Keflavík hefur þar með unnið
alla 14 leiki sína en það hefur
lengi legið fyrir að Keflavík, KR,
Grindavík og ÍS leika til úrslita
um meistaratitilinn.
Staðan í 1. deild kvenna:
Keflavík 14 14 0 1259-728 28
KR 14 11 3 1010-676 22
Grindavík 15 9 6 1018-902 18
ÍS 15 9 6 916-736 18
Njarðvík 14 5 9 782-972 10
ÍR 15 2 13 633-1195 4
Breiöablik 15 1 14 676-1085 2
IHGLAWD
Leicester og Wimbledon gerðu
markalaust jafntefli í undanúr-
slitum enska deildabikarsins i
gærkvöld.
Leikmenn Leicester sóttu nær
látlaust allan leikinn en þrátt
fyrir aragrúa góðra færa tókst
þeim ekki að sigra og liðin verða
að eigast við að nýju. -SK
2. DEILD KARLA
Breiðablik-ögri..............34-20
Kristján Halldórsson hefur náö
mjög góðum árangri með lið Larvik-
ur í norska handboltanum.
Evrópukeppni félagsliða í handknattleik:
Kristján og Larvik
í undanúrslitin
- árangur íslensku liðanna er umhugsunarefni
Þátttöku íslensku liðanna á Evrópumótunum í handknatt-
leik er lokið en á sama tíma eiga Norðmenn tvö karlalið og
tvö kvennalið í undanúrslitum. Árangur norska kvennaliða
þarf ekki að koma neinum á óvart en norskum karlaliðum
hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum. Hvað veldur
þessum stakkaskiptum? kunna ef til vill margir að spyrja.
Norskir handknattleiksmenn geta nú í enn meira mæli en
áður helgað sig alfarið íþróttinni með bættum árangri eins
og raun ber vitni. Talsverðum fjármunum hefur verið ýtt í
karlahandknattleikinn og geta leikmenn nú að mestu leyti
einbeitt sér að handboltanum.
Komast tvö norsk liö alla leiö í úrslitaleik
Tvö norsk lið, Drammen og Sandefjord, komust í undanúr-
slit borgakeppninnar en dregið var í keppninni í gær.
Drammen mætir danska liðinu Kolding og Sandefjord þýska
liðinu Nettelstedt. Þetta var dráttur eins og Norðmenn höfðu
óskað sér þvi nú er möguleiki á að tvö norsk lið leiki til úr-
slita. Drammen á titil að verja í borgakeppninni.
Auk íslenskra liða sitja sænsk félög einnig eftir. Þar í
landi er engin kátína með þá niðurstöðu. Ljóst er að Norð-
menn hafa tekið forystuna, enda markmið og skipulagning
allt önnur og beittari en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum.
Kristján Halldórsson er þjálfari norska kvennaliðsins
Larvik en liðið er komið í undanúrslit og mætir þar rúss-
neska liðinu Istotsjnik Rostov.
Kristján sagði i samtali við Aftonbladet í gær að hann
hefði helst af öllu vfljað leika fyrri leikinn í Rússlandi en það
hefði þvi miður ekki gengið eftir.
-JKS
Barði konuna og reyndi að fremja sjálfsmorð
Einn stuðningsmaður
Fenerbache í Tyrklandi tók
ósigri sinna manna gegn
Besiktas í tyrknesku 1. deild-
inni heldur illa en liðin, sem
eru bæði frá Istanbul, mætt-
ust í nágrannaslag um helg-
ina.
Eftir leikinn gekk hann í
skrokk á konu sinni og barði
hana illa en hún er stuðn-
ingsmaður Besiktas. Þar á
eftir reyndi hann að fremja
sjálfsmorð með því að henda
sér út um glugga á fimmtu
hæð en rétt áður en hann
stökk öskraði hann: „Ég skil
bömin mín eftir hjá móður
rninni."
Ekki tókst karlinum ölóða
ætlunarverk sitt því hann
lifði fallið af. Nokkur rifbein
brotnuðu auk þess sem hann
fótbrotnaði á báðum fótum.
Hann var fluttur á sjúkrahús,
það sama og eiginkona hans
var flutt eftir á barsmiðam-
ar, en ekki fylgir sögunni
hvort þau voru sett á sömu
stofu. -GH
Belglnn Bart Veldkamp varö heimsmeistari á dögunum í 10 km
skautahlaupi en heimsmeistaramótiö fór fram í Japan. Hér sést
hinn frægi Johan Olav Koss óska Veldkamp til lukku meö gulliö.
Franski skipstjórinn Christophe Auguin hefur örugga forystu í
siglingakeppni þar sem siglt er kringum hnöttinn. Taliö er víst aö
hann muni setja heimsmet og sigla vegalengdina á 106 dögum.
Haröur árekstur varö í Daytona kappakstrinum á dögunum (
Bandaríkjunum er tveir bílar skullu saman. Vélarhlíf annars þeirra
þeyttist upp í áhorfendastæöin og einn áhorfandi slasaöist illa.
Cantona í bann
Eric Cantona, fyrirliði Man-
chester United, er kominn í
tveggja leikja bann. Hann missir
af stórleikjimum við Arsenal í
kvöld og Chelsea á laugardag.
Gary Pallister tekur líklega viö
fyrirliðastöðunni á meðan.
Þrír í leikbann
Þrír leikmenn Nottingham
Forest eru komnir í leikbann,
Ian Woan í tvo leiki og þeir Col-
in Cooper og Mark Crossley,
markvörður, í einn leik hvor.
Stockport græöir
Stockport úr 2. deild, sem
mætir Middlesbrough í undanúr-
slitrnn deildabikarins í kvöld,
hefur þegar grætt um 170 millj-
ónir á góðu bikargengi á þessu
tímabili.
En framkvæmdastjórinn,
Dave Jones, er mjög ósáttur
þrátt fyrir mjög gott gengi hjá
Stockport.
Hann hefur verið hjá félaginu
í tvö ár án þess að gera skrifleg-
an samning og hótar nú að hætta
þar sem stjórnin vill ekki hækka
launin hans.
Var ekki að físka
Leikmenn Derby og Jim
Smith framkvæmdastjóri gefa
lítið fyrir fullyrðingar Julians
Dicks, leikmanns West Ham, aö
Asa Asanovic, hinn snjalli
miðjumaður Derby, hafi sifeflt
verið að reyna að „fiska“ víta-
spymur og aukaspymur í leik
liðanna á laugardaginn.
„Asa er ótrúlega leikinn og
fljótur og það er mikið brotið á
honum, oft án þess að það sé
dæmt,“ segir Christian Daifly,
leikmaður Derby. Asanovic
skoraði einmitt sigurmark.
Sheríngham heill
Enski landsliðsmaðurinn
Teddy Sheringham er búinn að
ná sér eftir meiðsli sem hann
varð fyrir á æfingu á nýársdag.
Hann verður væntanlega með
Tottenham gegn West Ham
næsta mánudag. Ekki veitir af
því sóknarleikur liösins hefur
verið bágborinn síðustu vikur.
Leicester kaupir
Leicester hefúr keypt miðju-
manninn Robert Ullathome frá
Osasuna á Spáni fyrir 66 milljón-
ir króna.
Fær Juninho fríið?
Bryan Robson, framkvæmdastjóri Midd-
lesbrough, hefur beðið Mario Zagalo,
landsliðsþjálfara Brasilíu, um frí fyrir
hinn snjalla Juninho í næstu viku. Brasil-
ía á þá að leika vináttulandsleik við Pól-
land en á sama tíma leikur Middlesbrough
við Manchester United i úrvalsdeildinni.
Ginola til Inter?
Franska blaðið Football France birti í
gær bréf frá David Ginola, leikmanni
Newcastle, þar sem hann heimilar um-
boðsmanni stnum að ganga frá sölu sinni
frá Newcastle til Inter Milano.
Roberto Baggio ekki glaður á 30 ára afmælisdaginn:
,.Eins og fastur Ferrari"
ítalski knattspyrnumaðurinn Roberto Baggio
hélt upp á 30 ára afmæli sitt í gær. Hann sagð-
ist ekki hafa yfir miklu að gleðjast á þessum
tímamótum enda hefur keppnistímabUið hjá
AC Milan í ár ekki veriö neinn dans á rósum
fyrir hann.
Eftir að hafa átt í meiðslum í upphafi tíma-
bilsins hefur hann þurft að verma varamanna-
bekkinn meira eöa minna og Arrigo Sacchi,
sem tók við liöi Milan eftir að Oscar Tabarez
var rekinn, sá ekki ástæðu til þess að velja
hann í liðið þegar Milan sigraði Bologna um
síðustu helgi.
„Ég vil hitta Silvio Berlusconi, forseta félags-
ins, og ræða við hann hvers vegna ég fékk ekki
að spila um helgina. Ég myndi sætta mig við að
sitja á bekknum ef það væri einhver ástæða fyr-
ir því en Sacchi hefur ekki haft hugrekki til að
segja mér sannleikann. Ég hef aldrei verið betri
á mig kominn líkamlega og mér finnst ég ekki
degi eldri en 30 ára.
Ég á erfitt með að sætta mig við að hafa ekki
fengið að spila gegn Bologna, sérstaklega þar
sem þjálfarinn var búinn að hrósa mér fyrir
góða frammistöðu á æfingum fyrir leikinn.
í augnablikinu finnst mér ég vera eins og
Ferrari bifreið sem er fost vegna umferðaröng-
þveitis," segir Roberto Baggio.
ítalska íþróttablaðið Gazzetta dello Sport
greindi frá því í gær að Baggio hefði verið í
sambandi við spænska stórliðið Real Madrid
fyrir tveimur vikum en þjálfari Madridarliðs-
ins er Fabio Capello, fyrrum þjálfari AC Milan.
„Ef Capello vill fá mig til Real Madrid
fer ég til Spánar"
„Ég veit ekki á þessari stundu hvort ég verð
áfram hjá Milan eða fer frá félaginu. Aðalmálið
er aö ég vil fá að spila. Ef Capello kallar á mig
fer ég til Spánar," sagði Baggio í viðtali við
Gazetto dello Sport. -GH
gleöjast á afmæ7isclaginneKkl áStæÖU “ aö
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997
41
NBA í nótt og fleiri íþróttafréttir á bls. 42
i>v
Hættir Vinnie?
Svo gæti farið að Winnie Jo-
nes hætti að leika knattspyrjiu
eftir þetta tímabil.
Samningur hans við
Wimbledon rennur út í vor og
bendir fátt til þess að hann verði
endurnýjaður. Vinnie hefur gef-
ið það í skyn að fái hann ekki
samning muni hann leggja
skóna á hilluna.
Ágætávöxtun
í breskum dagblöðum í gær
mátti sjá að ítalska liöið Roma
væri á höttunum eftir Brasilíu-
manninum Juninho.
Þau sögðu frá því að Roma
væri búiö að bjóða í hann 850
milljónir. Ef Middlesbrough
fengi þetta verð fyrir leikmann-
inn hefði hann hækkað um 350
milljónir króna á einu ári. Ágæt
ávöxtim það.
Góð staða Arsenal
Arsenal vegnaði vel fjárhags-
lega á síðasta ári. Hagnaður fé-
lagsins fyrir skatta var um 285
milljónir króna.
Liðið komst hins vegar illa frá
kaupum og sölum en halli var á
þeim viðskiptum.
Ekki stytta fríið
Þjálfarar í þýsku deildinni í
knattspyrnu vilja ekki stytta
vetrarfríið en það hefur verið
gagnrýnt af mörgum leikmönn-
um. Á hverju tímabili er gert
tveggja mánaða frí á deildinni.
Berti Vogts landsliðsþjálfari vill
stytta fríið næst til að Ijúka
deildinni fyrr og landsliðið fái
meiri tíma til undirbúnings fyr-
ir HM. Ekki hefur verið tekið vel
í þessa beiðni.
Wenger að leita
Arsene Wenger, stjóri hjá
Arsenal, hefur að undanfómu
verið að líta i kringum sig með
/ það í huga að styrkja sókn liðs-
ins. Hann ku vera yfir sig hrif-
inn af Ariel Ortega hjá River
Plate í Argentínu en honum er
líkt við Maradona.
Það kæmi ekki á óvart þótt
Wenger gerði tilboð í þennan
leikmann upp á 800 milljónir.
Herrakvöld hjá ÍR
Handknattleiksdeild ÍR stend-
ur fyrir herrakvöldi á laugardag-
inn kemur, 22. febrúar, í ÍR-
heimilinu .
Húsiö verður opnað klukkan
19. Aðalfundur deildarinnar
verður síðan haldinn miðviku-
daginn 26. febrúar klukkan 20.30.
Rubin aftur heim
Einn sterkasti handknattleiks-
maður Sviss, Martin Ruben, hef-
ur ákveðið að snúa aftur til Sviss
en síðustu tvö árin hefur hann
leikið með Bayer Dormagen.
Ruben hefur gert samning við
Wacker Thun.
Ástæðan fyrir því að hann
snýr aftur er að hann vill geta
verið meira með landsliðinu.
Tekur keisarinn við?
Joe Havelange hinn, aldni for-
seti Alþjóða knattspyrnusam-
bandsins, FIFA, sagði í gær að
hann vildi sjá Franz „keisara"
Beckenbauer sem eftirmann
sinn í embættinu.
Svíinn Lennart Johannsen,
forseti evrópska knattspymu-
sambandsins, UEFA, hefur lýst
því yfir að hann vflji taka við
Havelange þegar hann hættir á
næsta ári en fari svo Beckenbeu-
er bjóði sig fram má búast við
hörðum slag.
Iþróttir
„íslensk félagslið hafa miklu oftar en ekki dottið úr
keppni í 8 liða úrslitum þannig að það sem er að gerast
núna kemur mér ekkert á óvart. Það er örsjaldan sem lið
héðan hafa komist lengra. Þetta er mælikvarðinn á okkar
félagslið og siðan er þetta alltaf spuming um heppni hvort lið
in komast lengra. Ég er ósammála því að Norðmenn séu að
sigla fram úr okkar félagsliðum. Til að sporna við því
að bestu leikmenn Norðmanna fari til liða á
meginlandinu hafa þeir komið upp kerfi
hjá sér, ef svo mætti segja. Það er byggt
þannig upp að ef þeir leika í Noregi og
eru landsliðsmenn fá þeir um þrjár
milljónir króna á ári beint frá
norska handknattleikssamband-
inu,“ sagði Þorbjöm Jensson
landsliðsþjálfari i samtali
við DV í gær.
Vigo mætir Virum
í gær var dregið til undanúrslita á Evrópu-
mótunum í handknattleik. í EHF-keppninni
dróst Octavio Vigo, andstæðingur Stjömunn-
ar, gegn danska liðinu Virum og Granollers
leikur gegn Flensburg.
í Evrópukeppni bikarhafa mæta KA-ban-
amir í Veszprém franska liðinu Irvy og Mag-
deburg leikur gegn Bidasoa.
í Borgakeppninni mætast annars vegar
Nettelstedt og Sandefjord og hins vegar Kold-
ing og Drammen.
í Evrópukeppni meistaraliða mætir
Barcelona Piovama Lasko frá Slóveníu og
Kiel leikur gegn Badel Zagreb. -GH
Þorbjörn sagði ennfremur að á meðan Lotto-
keppnin stóð yfir í Noregi á dögunum hefði Gunn-
ar Solberg verið mjög ósáttur viö þetta kerfi og
jafnvel að hugsa um að gefa ekki kost á sér í
landsliðið. Solberg fannst að með því væri verið
að refsa þeim sem gerðu samning við erlend lið.
- Hvað finnst þér sjálfum um stöðu ís-
lenskra liöa gagnvart öðrum liðum í Evrópu?
„Mér finnst mjög slæmt að hægt sé að kaupa
leikmenn héðan. Það er hins vegar mjög fátt sem
getur stöðvað þá þróun. íslenska sambandið getur
eins og málum háttar í dag ekki tekið upp sama
kerfi og þeir í Noregi. Við verðum eins og áöur
nokkurs konar útungunarstöð fyrir lið í Evrópu
sem ekki era tilbúin að byggja sig upp innan frá.
Það kemur hiklaust niður á liðum hér þegar
bestu leikmenn þeirra eru að fara til liða í Evr-
ópu. Það segir sig alveg sjálft að með þá innan-
borðs væra liðin hér heima betur í stakk búin til
að taka á móti liöum í Evrópu," sagði Þorbjöm.
- Ertu með þessu að segja að þetta verði fyr-
irsjáanlegt vandamál næstu árin?
„í augnablikinu sé ég ekki ekki fram á breyt-
ingu í þeim efnum. Ég sá á dögunum blaðaviðtal
við Roger Karlsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara
Svía, þar sem hann óttast að að þeim tímapunkti
komi að leikmenn í Þýskalandi fái ekki laun sín
greidd. Hann bendir á að mörg liðanna þar komi
ekki til með að standa í skilum við erlenda leik-
menn og nefndi dæmi því til staðfestingar. í des-
ember sL þurftu leikmenn Gummersbach að gefa
eftir laun sín þess mánaðar til að klúbburinn færi
ekki einfaldlega á hausinn. Ef fjárhagslegt hrun
verður í Þýskalandi þá hættir um leið innrás leik-
manna þangað. Ef þessi þróun heldur áfram þá sé
ég ekki fram á annað en að fleiri leikmenn eigi
eftir að fara þangað í víking. íslenskir leikmenn
era þar að sjálfsögðu ekki undanskildir."
- Þvl hefur verið haldið fram að það væri
gott fyrir landsliðið að sem flestir leikmenn
héðan lékju með erlendum félagsliðum. Er ■ r
skoðun á þeim málum eitthvað aö breytast?
„Deildinni hrakar hér heima eftir því sem
fleiri fara út. Það verður um leið ekki landsliðinu
til góða. Það er alveg á hreinu.“
- Eru engin teikn á lofti um að á næstunni
verði hægt að borga leikmönnum einhverja
þóknun fyrir að leika handknattleik með sfn-
um liðum hér á landi?
„Það vita allir að nú þegar eru einhverjir að fá
peninga en það eru kannski bara örfáir í liðun-
um. Á meöan félögin eru að berjast í bökkum þá
sé ég ekki fram á það að hægt sé að breyta þess-
ari þróun. Við verðum bara að verða duglegir að
byggja upp handboltann og sjá hvernig þetta þró-
ast. í dag eigum við enga möguleika gagnvart fé- Ú*
lögunum erlendis. Við erum blankir og verðum
að horfast í augu við það,“ sagði Þorbjörn Jens-
son. -JKS
Eru íslensk félagsliö í handknattleik aö dragast aftur úr?
„Útungunarstöð
fyrir lið í Evrópu“
- segir Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik