Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997
(ferðir
29
Fálagar í Gigtarfálagi íslands á leið til Madeira:
Hitinn heldur meðalagjöf niðri
- segir íþróttafræðingur sem fer með hópnum
„Að þessu sinni ætlum við í
skemmti- og menningarferð til Ma-
deira um páskana en við reynum
að fara árlega í 1-2 ferðir til sólar-
landa á vegum félagsins. Hitinn
hefur mjög góð áhrif á gigtveika og
svo hjálpar þetta fólki að kynnast
innbyrðis," sagði Guðrún Helga-
dóttir, íþróttafræðingur og formað-
ur ferðanefndar Gigtarfélags ís-
lands.
Yfir þrjú þúsund manns eru í
Gigtarfélaginu, fólk á öllum aldri,
og eru ferðimar yfirleitt mjög vel
sóttar. „Það fara að meðaltali 30-40
manns í hverja ferð. Við gistum öll
á sama hótelinu, svo félagsandinn
er mjög góður, og við höfum verið
svo heppin að fá þaulreyndan og
góðan fararstjóra, Þorstein Magn-
ússon, til að skipuleggja ferðimar
fyrir okkur,“ sagði Guðrún. Ferðin
um páskana tekur bara hálfan
mánuð, frá 20. mars til 3. apríl, en
yfirleitt taka feröir félagsins þrjár
og allt upp i 6 vikur.
„Við höfum alltaf lagt mikla
áherslu á skoðunarferðir og heilsu-
bót. Við byrjum t.d. hvern dag með
morgunleikfimi því það er lífspurs-
mál fyrir gigtveika að hreyfa sig.
Þessi ferð til Madeira, sem er eyja
úti fyrir ströndum Portúgals, verð-
ur frekar erfið því eyjan er hálend
en hún hefur upp á ótal margt að
bjóða,“ sagði Guðrún. Gist verður í
höfuöstaðnum Funchal á Hótel
Estrelicia (í Best Westem-hringn-
um) þar sem boðið er upp á öll ný-
tískuþægindi fyrir sóldýrkendur
og líkamsræktarfólk. Næsta ferð á
vegum félagsins verður þó væntan-
lega meiri afslöppun að sögn Guð-
rúnar.
Hitinn dregur
úr meðalagjöf
Guðrún sagði sól og hita oft
draga úr meðalagjöf gigtveikra á
meðan á ferðinni stendur og í sum-
Þaö er lagt mikiö upp úr félagslegu samneyti og skemmtun feröafélaganna
í feröum Gigtarfélagsins. Myndin er tekin á Mallorca áriö 1995.
um tilvikum lengur. „Það er allt til hafa ýmsar aukaverkanir sem
bóta í þeim efnum því meðölin æskilegt er að hvíla sig á. Svo
leggjum við áherslu á hollar og
reglulegar máltíðir og auðvitað er
markmiðið að skemmta sér,“ sagði
Guðrún.
Aðspurö sagði hún ferðalangana
vera á öllum aldri en þó yfirleitt á
bilinu 40-85 ára. „Það eru margir
sem fara aftur og aftur i þessar
ferðir og við leggjum mikið upp úr
félagslegu samneyti og skemmtun
ferðafélaganna." Flogið verður
með áætlimarflugi Flugleiða með
stuttri viðdvöl í London á báðum
leiðum. Verð í tvíbýli er 94.800
krónur á mann og innifalið í því er
flug, fararstjórn, akstur og gisting
með morgunmat.
„Þeir sem hafa farið í þessar
ferðir með okkur hittast sumir
hverjir enn þá og svo höldum við
alltaf sérstakt myndakvöld á veg-
um félagsins eftir að heim er kom-
ið svo fólk geti skipst á myndum og
skemmt sér við upprifjun ferðar-
innar,“ sagði Guðrún að lokum.
Gleymið ekki gæðaferðunum á góðu verði!
AÐEINS GÓÐ FERÐ ER PENINGA VIRÐI - TVÖFALT VERÐGILDI - MARGFÖLD ÁNÆGJA
SIGLINGAR I
KARÍBAHAFI
Okkar sérsvið - áralöng reynsla
- við finnum bestu lausnina og
rétta verðið fyrir þig.
Glæsilegustu skemmtiskip
heimsins. Vinsælar tækifæris-
ferðir. Vikulegar brottfarir.
DOMINIKANA
Odýrasta en fegursta eyja
Karíbahafsins.
• •
LISTATOFRAR ITALIU
- 9. tit 24. áýtit
MKÆO-GARDA-
mOM-PADŒ-
FENEmR-PJSA-
FDÓEENS-SmA-
NAPOIJ-SOfíim-
TO-CAPm-fíÓM
Hitabeltisparadís um hávetur. Einstök kjör - allt innifahð. Brottför Hin fullkomna Italíuferð undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, sam-
vikulega. Nokkur sæti laus 16. og 23. febrúar.
Rómuð fararstjórn Más Ehssonar, tónlistarmanns.
PÁSKAR Á DOMINIKANA
Hlýjasta páskaferðin, ótrúlega íjölbreytt og skemmtileg 23. mars -
12 dagar. Fáið séráætlun. Fararstjórn Ingólfur Guðbrandsson.
TOFRAR 1001 NÆTUR
ÞAÐ BESTA í AUSTURLÖNDUM _
5. - 22. okt. Ný áœtlun, óendanlega fjölbreytt.
VIETNAM - SAIGON, MALASÍA - KUALA LUMPUR -
MALACCA, Dvalist í „HÖLL HINNA GYLLTU HESTA“, nýjasta
og glæsilegasta hvíldarstað í Austurlöndum, PENINSULA —
AlJSllJRLANDAI IBADLESd’IN TIL SINGAPORE
bland listar, sögu og náttúrufegurðar, í samvinnu við Endur-
menntunarstofnun Háskóla Islands.
LISTAVIKA f TOSCANA Með Paolo Turchi ítalska
liáskólakennaranum og málasnillingnum sem talar reiprennandi
íslensku. í samvinnu við stofnun Dante Aligieri á íslandi - MONTE-
CATINI - FLÓRENS - SIENA - PISA 21. júm.
KLASSÍSKA
LEIÐIN
Um slóðir mestu tón-
snillinga og skálda
Þýskalands 7. til 15.
júní í samvinnu við
En durmenntu nar-
stofnun Háskóla
íslands, undir leiðsögn
Ingólfs Guðbrandssonar.
HNATTREISAN UM SUÐURHVEL JARÐAR
1. nóv. - 33 dagar. Mesta ferðaævintýri sem um getur -
UPPSELD - Ennþá von fyrir biðlistann.
„FERÐI OÐRU VELDI.“ „Við hjónin erum alveg uppi í skýjunum af ánœgju og hamingju eftirferð
okkar í Karíbahafið nýlega á vegum Heimsklúbbs Ingólfs. Ekki aðeins stóðst allt sem lofað var, heldurfór
ferðin fram úr öllum vœntingum, og höfum við þó ferðast mikið og vel. Sigling með Sensation var draumi
líkust og glœsilegri en okkur hafði óraðfyrir. Vikudvöl í Puerto Plata á eftir kom mest á óvart, þar sem
umhverfið er einn aldingarður, fólkið yndislegt með geislandi bros sitt. Þjónusta fararstjórans Más Elíssonar
var í sérflokki, hann kunni skil á öllu en án leiðbeininga hans hefði margt farið framhjá okkur. Við munum
hvetja alla vini og kunningja til aðfara svonaferð, sem er eins og vítamín í lífmanns. “
Jón Þorkell Rögnvaldsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir.
FERÐASKRIFSTOFAN
H
HEIMSKLUBBUR INGOLFS
Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564