Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 23
3Ö&'MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 Sælkeraferð til Svartaskógar Svartiskógur hefur jafnan verið talinn til fegurri staða Þýskalands en þar er náttúrufegurð mikil. Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir- Landsýn skipuleggur hópferð á þennan fallega stað dagana 1.-8. Júni og fararstjóri verður Lilja Hilmarsdóttir. „Þessi skemmtilega ferð, sem nú er í boði hjá S/L vegna fjölda fyrir- spuma, mun áreiðanlega vekja áhuga margra. Ferðin verður sniðin að þörfum ungra sem aldinna og all- ir munu flnna eitthvað við sitt hæfi. Litla þorpið Titisee, sem verður dvalarstaður ferðalanga, er lítill bær með um átta þúsund íbúa. Það er í um 60 km fjarlægð frá höfuð- borg Svartaskógar, Freiburg. Um- hverfið er mjög fallegt. Stöðuvatnið og skógi vaxnar hæðirnar setja svip sinn á landslagið. Loftslagið er mjög gott og bærinn er í um 800 m hæð yfir sjávarmáli," sagði Lilja. Heilsubær „Það er alltaf eitthvað um að vera í bænum. Mikið um dans- og söngvaskemmtanir og í miðjum bænum er félagsmiðstöð þar sem hægt er að fá allar upplýsingar um allt sem varðar starfsemi á staðn- um. í Titisee er töluvert um góða veitingastaði og mikið um dansstaði þar sem hægt er að fá sér góðan snúning. Á fáum stöðum er jafn- gaman að fá sér léttan göngutúr, bæði um bæinn, sem státar af skemmtilegum verslunum, og eins er stutt út í náttúruna. Titisee er frægur heilsubær, ekki síst vegna þess heilnæma loftslags sem þar rikir. Dvalið verður á glæsilegu hóteli sem er nýuppgert og flest öll herbergin eru með mini- bar, síma, sjónvarpi og svölum. Maturinn er svo góður að það má sannarlega segja að það sé sælkera- kvöld á hverju einasta kvöldi á með- an á dvöl hópsins stendur. Af þeim sjö kvöldum sem búið er á hótel Báren verður boðið upp á hressandi þýska tónlist tvö kvöld og þá dunar dansinn á hótelinu. Eitt kvöldið verður farið í siglingu á vatninu og eitt kvöldið er félagsvist þar sem góð verðlaun verða í boði. Að sjálfsögðu eru svo áhugaverðar skoðunarferðir í boði. Það verður enginn svikinn af því að taka sér ferð á hendur í Svartaskóg." f gegnum Frakkland „Flogið verður til Lúxemborgar í áætlunarflugi Flugleiða. Þar bíður hópsins áætlunarbifreið búin öllum þægindum. Ekið veröur inn í Frakkland og til Strasbourg þar sem litast verður mn í miðborginni. Hún þykir sérlega falleg og áhugaverð. Síðan verður haldiö áfram í gegnum hið rómaða Elsace-hérað þar sem drýpur smjör af hverju strái. Reynt verður að koma sem oftast við í litlu vínbæjunum frá miðöldum. Meðal annars verður ekið í gegnum bæinn Kaysersberg, þar sem snillingurinn Albert Schweitzer fæddist og bjó hluta af ævi sinni. Er til Tititsee kemur bíður ljúffengur kvöldverður hópsins á Hótel Báren. Á öðrum degi verður farið í gönguferð að loknum morgunverði í gegnum bæinn og um nánasta um- hverfi hans. Þriðja daginn verður boðið upp á ferð til Sviss. Ekið verð- ur um falleg héruð og síðan dvalið um stund í Luzem. Fegurð Alpanna nýtur sín vel í ferð til Grindelwald þar sem gefst kostur á ferð með kláfi í um 2.500 metra hæð. Á fjórða degi er boðið upp á skógarferð um Svartaskóg. Sveitin fagra verður skoðuð, bændabýli og starf bóndans á þessu svæði. Eitthvert vinsælasta klukkusafn Evrópu verður heimsótt og fleira markvert. Að loknum morgunverði þann 5. júní fer hópurinn til höfuðborgar Svartaskógar, Freiburg, en hún þyk- ir sérlega fogur. Byrjað verður á skoðunarferð en síðan hafa allir frjálsan tíma til að gera það sem þá lystir. Næsta dag á eftir er gott að njóta hvíldarinnar í Titisee. í bæn- um er alltaf mikið um að vera, alls konar tónlistarflutningur og mikið af góðum verslunum. Kvöldinu verður varið i siglingu á vatninu. Eftir að henni lýkur er farið á sér- lega vinsælan dansstað sem heitir Tic Tac og þar geta menn „tikkað" fram eftir nóttu. Vínsmökkun Síðasti heili dagurinn í ferðinni verður látinn ráðast af veðri og vindum. Meðal þess sem hægt er að gera er að fara að Bodenvatni, skoða Rínarfossana, fara i vínsm- ökkun eða annað það sem hugurinn gimist. Kvöldið verður í rólegheit- unum þar sem lagt verður af stað í bítið daginn eftir. Um morguninn 8. júní verður haldið af stað til Lúxem- borgar þar sem farkostur Flugleiða mun flytja hópinn aftur heim. Innifalið 1 verði ferðarinnar er flug, flugvallarskattur, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting, morg- unverður, kvöldmatur og íslensk fararstjóm. Verðið er sérlega hag- stætt, tæpar 67 þúsund krónur á manninn. -ÍS Það er fátt sem jafnast á viö gönguferð og hjólreiöar f hinum fallega Mosel- dal. ferð/r 39' ■ - UTANLANDSFERÐIR í BODI Á NÆSTUNNI SKÍÐAFERÐ T1L SVISS 21.03. Tíu daga skíðaferð til Crans Montana núna um páskana. SKÍÐAFERÐ T1L SVISS 27.03. Fimm daga skíðaferð til Crans Montana. BEINT FLUG TIL UVERPOOL 18.04. Helgarferð til bítlaborgarinnar 18. - 24.04. BEINT FLUG TIL PRAG 17.05 OG 21.08. Vikudvöl í ævintýraborginni Prag eða flug og bíll um Austur-Evrópu. STÓRA EVRÓPUFERDIN 10.06. Nítján daga rútuferð um Þýskaland,,Tékkland, Danmörku, Noreg, Færeyjar og Island. BEINT FLUG TIL GRAZ 07.06. Þriggja borga ferð um Graz, Budapest og Vínarborg eða flug og bíll um Austurríki og Italíu. BEINT FLUG TIL GENFAR 28.06 - 16.08. Vikulegt flug til Genfar í sumar. Flug 9g bíll til Sviss, Frakklands, Þýskalands eða Italíu. GRANNINN í VESTRI Fjölbreytt úrval Grænlandsferða í sumar, veiðiferðir, skoðunaferðir og fleira. Leitið upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. Ferdaskrifstofa Gudmundar Jónassonar hf. Borgartúni 34 - Reykjavík - Sími 5111515 RYGQÐP ÞÉR FRÁBÆRT FRÍ - A ÞINUM EIGIN BIL - SUMARBÆKLINGUR ER KOMINN ÚT ! VERÐ frd kr. 11.7 - d mann* ’Verö mibast viö 4. monna fjölskyldu á eigin bíl í svefnpokaplássi. Tveir fullorbnir og tvö böm yngri en 15 ára. Vikuferbir 5. og 12. júní. Bíllinn er ab sjálfsögbu innifalinn í veroinu. FÁÐU HANN SENDAN HEIM ! GERIÐ VERÐSAMANBURÐ BÓKAÐUSTRAX! VERÐ frá kr. - á mann* ’Verb mibast vib 4. manna fjölskyldu á eigin bíl í fjögurra manna klefa. Tvelr fullorbnir oq tvö börn yngri en 15 ára. TÍÍ Danmerkur •fjúní og heim frá Bergen í Noregi 18.júní. Bfllínn er ab sjálfsögbu mnifalinn 1 verbinu. NQRRÆNA FE RÐAS KRIFSTO FAN LAUGAVEGUR 3 • SÍMI: 562 6362 AUSTFAR HF 472 1111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.