Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 24 #fldfT m' ■*3K' i Bannið framlengt | Stjómmálaástand hefur batn- i aö í Líbanon á síðustu árum og yflrvöld eru áfram um að fá ferðamenn aftur til landsins til þess að verða sér úti um tekjur af þeim. Yfirvöld í Bandaríkj- unum hafa um nokkurt skeið | bannað þegnum sínum að ferð- | ast til Líbanons vegna þess að | þeir eru taldir vera í hættu þar. Yfirvöld í Líbanon hafa reynt að fá þessu banni aflétt en War- ren Christopher utanríkisráð- herra framlengdi bannið um hálft ár í síðustu viku, yfirvöld- S um í Líbanon til mikils ama. Friður er fallegur ísraelar, Jórdanar og Kilest- ínumenn sömdu ekki einungis um frið sín á milli og skiptingu landsvæða nýverið heldur gerðu þeir og með sér sameigin- legan samstarfssamning um að reyna að lokka ferðamenn til landanna þriggja. Ferðamenn eru lokkaðir til landsins undir j kjörorðinu „Friður - það er fal- leg sjón“. í þessari viku birtast sameiginlegar auglýsingar ferðamálayfirvalda landanna í >: stórblöðunum The New York Times, Los Angeles Times og Washington Post. írsk krá Kína er óðum aö opnast fyrir \ vestrænum áhrifum og í síð- ustu viku var opnuð írsk krá í kínversku borginni Shanghai sem selur meðal annars hinn j fræga írska Guinnessmjöð. íbú- ar i borginni hafa tekið honum j vel og er alltaf fullt út úr dyr- um. Sumum þykir það þó hljóma sérkennilega aö heyra Kinverja kyrja írska alþýðu- | söngva á milli þess að þeir svolgra í sig Guinnessinn. Gegn klámþjónustu Brasiliska ríkisstjórnin hefur sett ný lög til að reyna að koma jj í veg fyrir kynferðislega mis- notkun á börnum. Yfirvöld hóta því að ef þeir ná í ferðamenn sem hafa keypt sér kynferðis- lega þjónustu bama muni þeir J verða að greiða þungar sektir og sæta fangelsisvist. Eftir að | yfirvöld í Asíulöndum skáru upp herör gegn barnavændi j hefur tilfellum mjög tjölgað í j löndum S-Ameríku. Sérstaklega | er talað um að koinurn Evrópu- búa hafi fjölgað. Kína í 5. sæti Mikil aukning hefur orðið á j ferðamannastraumnum til j Kína á síðustu árum. Á síðasta j ári komst Kina í fimmta sætið í s vinsældum en 26 milljónir ferðamanna komu í heimsókn \ tii landsins 1996. Tekjur af þeim j námu yfir 700 milljörðum j króna. Bretland var áður í j fimmta sæti í vinsældum en j datt niður í það sjötta, þrátt fyr- ir að ferðamönnum hefði fjölg- að. Löndin fyrir ofan í vinsæld- I um eru Ítalía, Spánn, Bandarik- j in og Frakkland sem er vin- I sælasta ferðamannalandiö. Græða mest Frakkland er það land sem j fær fiesta ferðamenn í heim- sókn á ári hverju en landsmenn j eru samt sem áður ekki sú þjóð 3 sem hefur hæstu tekjumar af ferðamönnum. Frakkar era að- eins í þriðja sæti. Bandaríkin eiga þann heiður að fá mestu tekjumar. Ferðamenn til Bandaríkjanna voru 44,8 millj- I ónir á síðasta ári en tekjumar yfir 4.000 milljarðar króna. j Tekjur Frakka voru hins vegar ekki nema rúmlega 2.100 millj- > arðar. Spánverjar græddu næst- mest á sínum ferðamönnum en ■ voru í fjórða sæti heims yfir 'í fjölda þeirra. Nova Scotia og Halifax: Heitasti staður Kanada tónleikar og svo mætti lengi telja. í Nova Scotia era á hverju sumri um 600 listviðburðir. Sagt er að hvergi annars staðar í Kanada sé hægt að verða vitni að eins fjölbreyttri tónlist og sjá jafnmarga hæfileikamenn eins og í Nova Scotia. Þar er þjóðleg tónlist í hávegum höfð, skosk þjóðlagatónlist, frönsk sveitatónlist og dans, gospeltón- list, keltnesk rokktónlist og tónlist og dansar Mi’kmaq.- indíánanna, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Náttúrufegurð á Nova Scotia er með eindæmum enda eru íbúarnir hreyknir af því að lít- ið ber á mengun þrátt fyrir ná- lægðina við stórborgir Banda- ríkjanna á austurströndinni. Með fram suðurströnd Nova Scotia eru margir gamlir og snyrtilegir fiskibæir sem eiga sér aldalanga sögu. Fólkið þyk- ir sérlega vinsamlegt og er þekkt fyrir að taka öfium ferða- mönnum opnum örmum. Það á sér eðlilegar skýringar því íbú- amir búa nánast aUir við góð- an kost og viija hvergi annars staðar eiga heimUi. Auðvelt er að komast í kynni við inn- fædda, ekki ólíkt því sem ís- lendingar kannast við frá ír- landi og Skotlandi. Hvar ann- ars staðar en á Nova Scotia myndi þjónustustúlkan þín ávarpa þig með heitinu „dear“? Siglingar Það þarf ekki að láta sér leið- ast í Nova Scotia. Fuglalíf er með eindæmum fjölbreytt og auðvelt að komast í skoðunar- ferðir til að sjá skaUaöminn ameriska eða fara í siglingu um nágrennið frá Halifax tfi að virða fyrir sér fjölbreytt sjó- fuglalíf. Þeir sem vilja prófa önnur sjávarævintýri geta leigt sér kajak víða með fram austur- Veitingastaöir í Halifax eru þekktast- ir fyrir stórkostlega humarrétti og reyktan iax úr Atlantshafinu. strönd Nova Scotia. Kunnáttuleysi er ekkert vandamál, leiðbeinendur eru á hverju strái. Einnig er upplagt að kynnast því hvemig indíánar ferðuðust á vötnunum. í fjölmörg- um vötnum eða á lygnum ám er hægt að leigja sér kanó og róa á vit ævintýranna. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að vötnin vanti því þau eru um 5.400 talsins á Nova Scotia. Annars konar siglingar bjóð- ast einnig ferðamönnum, eins og bátasiglingar um flúðir („riverraft- ing“). Ferðir til Halifax bjóðast á sér- lega hagstæöu verði hjá Flugleiðum. Flug og gisting í 4 daga er á bilinu 38.500- 43.300 (miðað við tvo í her- bergi) eftir því hvaða hótel er valið en hægt er að velja um 4 hótel í borginni. Flug og gisting í 7 daga er á verðbilinu 45.700-54.000 krónur. -ÍS Kanadíska borgin Halifax á Atlantshafsströnd Kanada er einn af nýjum áfangastöðum Flugleiða. Flugleiðir verða með reglubundið síðdegisflug þang- að tvisvar í viku, á mánudög- um og fimmtudögum, mánuð- ina apríl til september. Halifax er á Nova Scotia-skaganum á einum syðsta hluta Kanada. Borgin er á sömu breidd- argráðu og Miðjarðarhafsborg- ir Frakklands, enda er Halifax hlýjasti hluti Kanada. Meðal- hiti að sumarlagi á Nova Scotia er á bilinu 16-24 gráður en fell- ur niður fyrir frostmark köld- ustu vetrarmánuðina. í Halifax er meðalhiti júnímánaðar 21,8 gráður. Nova Scotia-skaginn er tæplega 53.000 ferkílómetra svæði, með 7.400 km langa strandlengju, og ávallt er stutt til sjávar, aldrei meira en 56 km. Vegna þess að sjórinn er alltaf nálægur byggist atvinna fólksins í Nova Scotia að miklu leyti á hafinu og afurðum þess. Það kemur því fáum á óvart að í Halifax era margir frábærir sjávarréttastaðir. Borgarbúar era þekktastir fyrir stórkost- lega humarrétti og reyktan lax úr Atlantshafinu. Margir íbúar í Halifax eiga rætur sínar aö rekja til Skotlands. Evrópskir innflytj- endur Nova Scotia er ekkert sérlega þéttbýlt svæði - þar búa sam- kvæmt nýjustu tölum 923.000 manns. íbúar í Halifax og nær- liggjandi svæðum era um 340 þúsund. Þeir hafa flestir á sér evrópskt yfirbragð, enda voru fyrstu innflytjendumir til Nova Scotia að mestu leyti frá Englandi, Skotlandi, Þýska- landi og Hollandi. Þegar Evr- j Nova Scotia eru á hverju sumri haldnir um 600 listviöburöir. Sagt er aö hvergi annars ópubúar komu þangað árið staöar í Kanada sé hægt aö veröa vitni aö eins fjölbreyttri tónlist og sjá jafnmarga hæfi- 1497 vora fyrir um 25.000 inn- leikamenn eins og í Nova Scotia. fæddir indíánar sem kallaðir voru Mi’kmaq en þeir hafa margir blandast Evrópubúum. Nova Scotia er með fyrstu svæðum Norð- ur-Ameríku sem byggðust upp af landnemum. Frakkar settust þar að fyrstir Evrópuþjóða árið 1604 en landsvæðið komst undir stjóm Eng- lendinga árið 1713. Halifax er stundum sögð vera sú borg í N-Ameríku þar sem era mest bresk áhrif. Hún var stofnuð af Bretum árið 1749 í þeim tilgangi að tryggja yfirráð breska heimsveldis- ins á þessu svæði. Halifax er mikil menningarborg: söfn, leikhús, lista- gallerí og háskólar setja svip sinn á þjóðfélagið. Sagt er að meðalaldur íbúanna í borginni sé með því lægsta sem gerist. Það á sér eðlileg- ar skýringar því fimm háskólar borgarinnar og tveir framhaldsskól- ar hýsa 25.000 nemendur á ári hverju. Næturlífið einkennist mjög af þessum mikla fjölda ungs fólks, enda er þar oft líflegt á kvöldin. Listamiðstöð Miðborgin í Halifax er sérlega snyrtileg, með fallegum háreistum byggingum og mikið af grænum svæðum. Það er gaman að vera þar að sumarlagi en þá er mikið um list- viðburði: djasshátíðir, gamanleikir,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.