Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 21
JLí’^7" MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997
Kyrrahafsströnd Mexíkó:
Vilja fá Evrópubúa
Ferðaskrifstofur á íslandi hafa
hingað til ekki boðið upp á dvöl á
Kyrrahafsströndum Ameríku. Úr-
val-Útsýn ætar að bæta úr því og
bjóða nú ferðir á sögufrægan stað,
Puerta Vallarta í Mexíkó. Ferðin
verður með nokkuð óvenjulegu
sniði, því seldar eru tvær vikur í
einum pakka með öllu saman, flug,
hótelgistingu og allan mat. Verðið
er aðeins 140.000 krónur á mann.
Ingóifur Margeirsson rithöfundur
er einn fárra íslendinga sem þekkir
þennan stað. „Ég kom til Puerta
Vallarta (borið fram Vajarta) á
Kyrrahafsströnd Mexíkó fyrir
tveimur árum síðan og við vorum
þar nokkrir blaðamenn á vegum
ferðamálaráðs Mexíkó. Þessi staður
varð frægur fyrir þremur áratugum
af því gerð var þama kvikmyndin
„The Night of The Iguana“ með Ric-
hard Burton (1964). Það var á þess-
um stað sem ástarævintýri Elisa-
beth Taylor og Richards Burtons
hófst,“ sagði Ingólfur.
Hús
stjörnunnar
„Vegna myndarinnar varð stað-
urinn heimsnafn, enda var hann
stöðugt í heimspressunni á þeim
tíma sem myndatökur stóðu yfir.
Elisabeth Taylor á meira að segja
hús þama sem við skoðuðum á ferð
okkar. Þrátt fyrir frægðina, þá er
þetta enn þá frekar lítill og hreinleg-
ur staður, fallegar strendur og
geysileg náttúrufegurð.
Þarna eru virkilega góð hótel
enda búið að byggja mikið af stór-
um og nýjum hótelum á síðustu
árum. Bærinn liggur eiginlega bara
eftir ströndinni og fer ekkert inn í
landið. Hann byggir algerlega á
ferðamannaþjónustu og þama er
mengun ekki sjáanleg. Þarna er
heitt á sumrin en staðurinn er fyrir
opnu hafi og því alltaf kæling frá
því.
Fram að þessu hafa aðallega ver-
ið þarna ferðamenn frá Kanada og
Bandaríkjunum, um 9 af hverjum 10
sem koma þangað, en Mexíkóbúar
vilja breyta því mynstri og fá fleiri
Evrópubúa.
Veitingastaðir eru þama fjöl-
margir, sérlega ódýrir og góðir,
enda er mexíkóskur matur algert
æði. Morgunmaturinn er alveg sér-
Það væri ekki amalegt að fó eina mexíkóska hljómsveit eins og þessa á
sundlaugarbarminn hjá sér.
Nýr sumarbæklingur Samvinnuferða-Landsýnar fyrir sumarið 1997:
Mikil uppbygging á sér stað á Puerto Vallarta og hótelin eru flestöll fyrsta
flokks.
stakur, ótrúlega fjölbreytt ávaxta-
hlaðborð og margir ávextirnir era
algerlega framandi."
Hlægilegt verðlag
„Mexíkó er almennt séð mjög
ódýrt land, ekki bara i mat, heldur
einnig í öllum varningi. Miðbær
Puerto Vallarta er eitt stórt verslun-
arsvæði, bæði stórar verslanir og
mikið af litlum. Þar er gegnumgang-
andi miklu lægra verð en nokkurs
staðar finnst í Evrópu. Mexíkóar
eru með mikið af skartgripabúðum,
silfri og gulli á sérlega lágu verði.
Annað er á ótrúlegu verði, en það
era bílaleigubílar en þeir fást á
miklu lægra verði en í Evrópu.
Þarna er hægt að fá ágæta bíla, til
dæmis opna jeppa sem eru tilvaldir
í ferðalög á þessum slóðum og kosta
nánast ekki neitt. Hægt er að fara
með bílum eða bátum eftir strönd-
inni og eftir aðeins 15 mínútur er
komið í algerlega ósnert land.
Það má segja að eftir að komið er
þangað, léttist pyngjan lítið því
verðið þama er miklu lægra en
menn eiga að venjast,“ sagði Ingólf-
ur.
-ÍS
Nýr áfangastaður á Spáni
Samvinnuferðir-Landsýn býður
sumarleyfisdvöl á nýjum dvalarstað
á Spáni, Albir, skammt ffá lista-
mannabænum Altea og Benidorm,
sem er einn vinsælasti sólarstaður í
Evrópu. í Albir er dvalið á íbúða-
hótelinu Albir Garden.
Gullfallegt umhverfi og einstök
veðurblíða skapa ævintýralega um-
gjörð um skemmtilegan gististað og
fjölskrúðugt mannlíf í fallegum bæ.
Her ríkir friðsæld jafnframt því að
boðið er upp á flest það sem kröfu-
harðir sólarsinnar vilja að ósvikin
sumarparadís hafi til að bera.
Sérstaða Albir felst meðal annars
í nálægð bæjarins við listamanna-
þorpið Altea og Benidorm. Hér er
hægt að njóta kyrrðar og friðar í
náttúrulegu umhverfi, bregða á
leik, auðga andann eða skella sér í
sparigallann og halda á vit fjöl-
breytts skemmtanalífs.
Glæsilegar aðstæður
Albir Garden er raðhúsabyggð
umvafin appelsínulundum og
möndlutrjám. Húsin liggja dreift
um svæðið og tengjast með fallegum
göngustígum gegnum blómskrúð og
suðrænan gróður. Aðstaðan til að
njóta veðurblíðunnar er mjög góð.
Má þar nefna sundlaugar, bama-
laug, sundlaugarbar, grillbar, tenn-
isvöll og sérlega góða leikaðstöðu
fyrir böm.
Þá vekur ferðaskrifstofan athygli
á því að nú er á ný í boði dvöl í sum-
arhúsunum í Kempervennen í Holl-
andi, en þar hafa þúsundir ís-
lenskra fjölskyldna dvalið sér til
mikillar ánægju á undanfornum
fimmtán árum.
Sumarhúsin í Longleat á
Englandi hafa vakið mikla athygli
og verðskuldaða. Vinsælir dvalar-
staðir eins og Cala d’Or og Palma
Nova á Maflorka verða í boði og frá-
bærir gististaðir.
Samstarf
Samstarf Samvinnuferða- Land-
sýnar og Atlanta-flugfélagsins hefur
opnað íslenskum ferðalöngum
margar spennandi leiðir svo sem
ferðir til nokkurra stórborga Evr-
ópu á ótrúlega hagstæðu verði. All-
ar eiga þessar borgir sameiginlegt
að vera kjörinn upphafsstaður fyrir
þá sem vilja taka bíl á leigu, á vit
gróðursældar, fegurðar og ævin-
týra. Hægt er að fljúga utan til einn-
ar borgarinnar og heim aftur ffá
annarri sem eykur enn á fjölbreytn-
ina.
Allt sólarlandaflug Samvinnu-
ferða- Landsýnar er í flugi með breið-
þotu frá Atlanta-flugfélaginu, en
þessi tvö fyrirtæki hafa átt mjög gott
samstarf undanfarin ár og bryddað
upp á nýjungum eins og flugi til
Kúbu, San Fransisco, Bahama-eyja
og Dóminíska lýðveldisins, fyrir utan
flug til Dublinar að haustlagi í sívin-
sælar Dublinarferðir.
Benidorm
/^zz&Æzz- cs&rf&rt? |tI
26/3-9/4 - 2 vikur
Verð miðað við 4 í íbúð , . , AO ~7A
(2 börn og 2 fullorðnir) OA & *
2 í íbúð frá Ær, 52.260 st#r-
rjóðiiM eítmíg gístíngu á jCes T>uues Suíts vtð
strondina á mjög hagstœðu verði i Páskaferðíua
Kynntu þér verðið
lnnifalið:Flug, gisting, flutningur til og fró flugvelli erlendis - íslensk fararstjórn og allirskattar
9. apríl — 1 4.maí —
' frá kr 40.485 st#n
Verð miðað við 4 í íbúð
(2 börn og 2 fullorðnir)
2 í tbúð fráfcr 58.265 stgn
lnnifalið:Flug, gisting, flutningur til og fró flugvelli erlendis • íslensk fararstjórn og allir skattar
Á BENIDORM eru allir gististaðir Ferðaskrifstofu Reykjavíkur staðsettir miðsvæðis eða við ströndina.
bæklingurmn er kominn
Láttu sjá þig og fáðu
EURO
ATLAS
VISA
Pantið í síma
552 3200
FERÐASKRIFSTOFA
“ REYKJAVÍKUR
Aðalstræti 16 - sími 552-3200
Gullfallegt umhverfi og einstök veöurblíöa skapa ævintýralega umgjörö um
skemmtilegan gististaö og fjölskrúðugt mannlíf í Albir, nýjum dvalarstað
Samvinnuferöa-Landsýnar á Spáni.