Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 Guðrún og Ólafur Vignir Guðrún Jónsdóttir sópran og Ólafur Vignir Albertsson píanó- leikari halda tón- leika á sunnu- daginn kl. 20.30 í Hafnarborg. Á efnisskrá verða sönglög eftir Karl 0. Runólfs- son, Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar H. Ragn- arsson og óperu- Mozart, Verdi og aríur eftir Donizetti. Guðrún starfað við borg. hefur undanfarið Óperuna í Gauta- Flóttafólk íslandsdeild Amnesty Int- emational efnir til dagskrár um flóttafólk í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á mánudags- kvöldið kl. 21. Meðal flytjenda eru Sigurður A. Magnússon, Sif Ragnhildardóttir, Eyrún Ólafs- dóttir, Amar Jónsson, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Ágóði af dagskránni rennur til Amnesty. Nútíð við fortíð Sýningunni Nútíð við fortíð lýkur um helgina á Þjóðminja- safninu. Á henni er úrval gripa úr eigu safnsins sem sýna fjöl- breytni þeirra og kynna starf- semi safnsins. Sýningin er opin laugardag og sunnudag kl. 12-17 en safnið er opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 12-17. Síminn til þín! Magnea Ás- mundsdóttir stendur fyrir „símasýningu" á Mokka um þess- ar mundir. Þar era símar á öll- um borðum og þú getm- hringt í gesti í sima 561 9080. Til 6. mars. Við slaghörpuna Jónas Ingimundarson (sem í dag er tilnefndur til menningar- verðlauna DV í tónlist í fjórða sinn) ætlar að taka upp aftur sinn góða sið við slaghörpuna á mánudagskvöldið og segja gest- um frá tónverkum, greina þau og leika sér að þeim á sinn sér- stæða hátt. Sérlegur gestur að þessu sinni er óperasöngkonan Ingveldur Ýr sem er nýkomin úr tónleikaferðalagi til Ástral- iu. Tónleikarnir eru í Listasafni Kópavogs og hefjast kl. 20.30. Kammermúsíkklúbburinn Afmælistónleikar Kamm- ermúsíkklúbbsins, sem varð að fresta fyrir hálfum mánuði, verða á sunnudagskvöldið kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Á efnis- skrá eru tveir strengjakvartett- ar eftir Haydn og Beethoven og frumflutningur strengjakvar- tetts eftir Jón Nordal. Það er Bemardel-kvartettinn sem leik- ur. Kammermúsíkklúbburinn er lika tilnefhdur til menningar- verðlauna DV eins og fram kemur annars staðar á síðunni. Tunström á Súfistanum Sænski rithöfundurinn Gör- an Tunström talar um verk sin í Norræna húsinu á morgun kl. 16 og á mánudagskvöldið ætlar hann að lesa úr nýju skáldsög- unni sinni, Ljóma, á Súfistan- um, bókakaffi Máls og menn- ingar, kl. 20.30. Þórarinn Eld- járn les þá einnig kafla úr þýð- ingu sinni á skáldsögunni sem er nýkomin út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir iéienningu ★ ★ Menningarverðlaim DV 1997: Fimm tilnefningar í tónlist Ekki þarf að fara mörgum orðum um það við lesendur menningarsíðu DV hvað tónlistarlíf stendur með miklum blóma hér á landi. Enda fannst Sigfríði Bjömsdóttur, þegar verðlaunanefndir tóku til starfa, erf- iðast að mega bara veita ein verð- laun í tónlist, helst þyrftu þau að vera að minnsta kosti tíu! Þó hefur tónlistamefnd nú lokið störfum og tilnefht fimm aðila til verðlauna. Eftirtaldir einstaklingar og tónlistarafrek hlutu tilnefningu: Jón Ásgeirsson: Galdra-Loftur Jón Ásgeirsson. Óperan Galdra-Loftur er stórvirki í íslenskri tónsögu. Samspil texta og tónlistar er sterkt, leikverk Jóhanns Sigurjónssonar fær nýja vængi sem hæfa krafti þess og áhrifamagni. Samfellt tónmál, áhrifamiklar línur og magnaðar senur einkenna óper- una, yfirbragð hennar í heild er þannig að hvergi hefði getað orðið nema hér á Fróni. Áhrifamikil ís- lensk ópera byggð á íslenskum efni- viði. Jónas Ingimundarson og Krist- inn Sigmundsson: Vetrarferðin Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson. Samstarf Jónasar og Kristins hef- ur staðið um árabil og ótalmargir notið góðs af, bæði í þéttbýlinu og hinum dreifðari byggðmn. Geisla- platan Vetrarferðin geymir flutning þeirra á þessu verki Schuberts og er viðburður í íslensku tónlistarlífi. Þar ræður metnaður og fagmennska ríkjum. Kammermúsíkklúbburinn: Fjörutíu ára farsælt starf í fjörutíu ár hefur á vegum Kam- mermúsíkklúbbsins verið leikin hér á landi stofutónlist, úrval þess besta sinnar tegundar. Okkar fremsta listafólk hefur komið fram á vegum hans og auk þess hefur hann staðið fyrir mikilvægum heimsóknum er- lendra listamanna: Slíkt framlag til tónlistarlífs í landinu verður seint metið að fullu. Sinfóníuhljómsveit íslands: Framúrskarandi hljóðfæraleikur Sinfóníuhljómsveitin hefur und- anfarið vakið athygli gesta sinna hér heima og aðdáenda erlendis fyr- ir leik á tónleikum og geislaplötum. Árangur sem þessi byggir á stöðug- leika, ástundun og fagmennsku allra sem við sögu koma, því engin keðja er sterkari en veikasti hlekk- ur hennar. Þórunn Björnsdóttir. Þórimn Bjömsdóttir: Tónlist- arflutningur með börnum Metnaðarfullt, lifandi og árang- ursríkt starf með hundraðum bama og unglinga hefur skipað Þórunni Bjömsdóttur í röð fremstu kórstjóra landsins. Meðal afreka hennar er tónleikahald, útgáfur og þátttaka í frumflutningi íslenskra verka. Lif- andi tónlistarlíf þrífst ekki án upp- lýsts og tónlistarunnandi almenn- ings, og fátt kemur þar í stað mark- vissrar örvunar í uppvextinum. í tónlistamefnd DV sitja Sigfríður Bjömsdóttir, Lára Halla Maack og Anna Guöný Guðmundsdóttir. Orðlaus Rapunzel Grimmsævintýrið um Rapunzel segir frá stúlkunni sem bjargaðist á hárinu. Hún var með svo langar fléttur að prinsinn gat lesið sig eftir þeim alla leiö upp í tuminn þar sem galdrakindin hafði læst hana inni. Tveir ungir, finnskir leikarar og dansarar ætla að segja íslenskum bömum þessa sögu á sunnudaginn kl. 14 í Norræna húsinu. „Segja“ er kannski ekki nákvæm lýsing, því þau nota ekki venjulegt tungumál i sýningunni. Hún er orðlaus. „En við notum alls konar hljóð, tónlist, látbragðsleik og dans. Tungumál ímyndunaraflsins," segja Paivi Rissanen og Jussi Johnsson, „hömunum finnst við vera eins og myndabók sem hreyfist og gefur frá sér hljóð!“ Páivi og Jussi eru meðlimir Tot- em- leikhússins finnska sem nú hef- ur starfað í áratug. Leikhúsið hefur staðið fyrir einni sýningu á ári sem er framsýnd í heimabænum Esbo að hausti til og fer svo á flakk. Tot- Á morgun verður opnuö sýningin Ný aðföng í Listasafni íslands með mynd- um eftir íslenska og erlenda listamenn. Þetta er síöasta sýningin sem Bera Nordal safnstjóri setur upp þar en hún er á förum til Malmö. Þótt aöeins sé sýnt úrval aöfanga síöustu ára er sýningin afar fjölbreytt og spennandi. Á myndinni nostrar Bera viö lágmyndina Refil eftir Guörúnu Gunnarsdóttur. DV-mynd BG Jussi Johnsson og Paivi Rissanen. em- sýningar hafa ferðast mn vítt svæði, allt frá Grænlandi til Júgóslavíu, en mest hafa þau verið á Norðurlöndum. Þau leika hvar sem er því sviðsbúnaður er einfald- ur, i skólum, dagheimilum og hóka- söfnum, en rými þurfa þau því mik- il hreyfing er í sýningunum. Þau njóta styrkja bæði frá ríki og borg, en enginn er á kaupi hjá leikhúsinu nema þeir sem era að vinna hverju sinni. En hvers vegna sýningar án orða? „í Totem-leikhúsinu starfar bæði finnsku- og sænskumælandi fólk, og hver samstarfshópur er ævinlega tvítyngdur - þó að við séum til dæmis bæði finnskumælandi var leikstjórinn sænskumælandi. Þetta á eflaust sinn þátt í því að við þró- uðum leikhús án orða. Dans hefur líka alltaf verið stór hluti af sýning- um okkar og hann þarf engin orð,“ segir Páivi, en hún er sjálf dansari og Jussi leikari. Þetta er hans fyrsta sýning en hún hefur verið með öll tíu árin. Þau era ekki stöðugt á flakkinu. Totem sýningarnar eru um 60 á ári fyrir 8-9000 áhorfendur; inn á milli vinna þau við önnur leikhús. - Nokkuð að lokum? „Já, segðu að foreldrar séu vel- komnir með bömunum. Fullorönu fólki finnst alveg eins gaman á þess- um sýningum og bömum.“ Ferð Totem-leikhússins til ís- lands er styrkt af Teater og dans i Norden, og ókeypis er á sýningu þeirra á sunnudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.