Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Blaðsíða 28
ym*u mðkúmM uinningi K, i E Vinningstölur 20.2/97 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 « vW Móðir 22 barna Helgarviðtalið er við Hjálmfríði Lilju Jóhannsdóttur sem ól 13 börn og er stjúpmóðir 9 til viðbótar. Hjálm- friður er á áttugasta og íjórða ald- ursári og fellur aldrei verk úr hendi. Orð hennar vekja ungar nútímakonur tU umhugsunar. Einkaviðtal er við Anthony Ming- hella, leikstjóra kvikmyndarinnar The English Patient sem tilnefnd er tU flestra óskarsverðlauna. Stúlkur sem taka þátt í keppninni um ungfrú Reykjavík komu saman i vikunni en æfingar þeirra eru hafnar. Landsliðið í hársnyrtingu undirbýr sig fyrir stór- mót heima og erlendis. Einnig verða svipmyndir frá íslensku tónlistarverð- laununum._____________-em/bjb Helguvík: Samningar í höfn DV, Suðurnesjum: „Þessi samningur er í öRum megin- atriðum eins og aðrir hafl verið að gera en hefur þó örlitla sérstöðu vegna staðsetningar bræðslunnar. Hann er kannski í örfáum atriðum betri og hefur styttri biðtíma í bónus, starfsmenn þurfa að ganga helmingi færri vaktir tU að ná bónusgreiðsl- um,“ sagði Krisfján Gunnarsson, for- maður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, i samtali við DV. Samningar hafa náðst á miUi verkalýðsfélagsins og SR-mjöls hf., sem hefur reist nýja fískimjölsverk- smiðju í Helguvík, og verður líklega skrifað undir í dag. Að sögn Kristjáns er verksmiðjan að fara i gang í fyrsta skipti og óvíst hvað verða margar vaktir og hvort menn fá yflrhöfuð ein- hvern bónus. Hann segir að menn hafi engar reynslutölur um bónus en þau mál verða endurskoðið að ári liðnu. Kristján segir að þar verði undirrituð friðarskylda eins og í öUum öðrum verksmiðjum og munu þær ekki stöðvast hvernig sem fer í komandi kjaraátökum. -ÆMK Vinnuveitendur meö nýjar hugmyndir aö samningi: Tveir lægstu launa- taxtar verði 65 og 70 þúsund krónur - sveigjanlegur vinnutími á tímabilinu 9.00 til 19.00 Vinnuveitendur komu fram með munnlega hugmynd að kjarasamn- ingi á sáttafundi í gær. Hún er nokkuð flókin en höfuðatriðin eru þau að lægstu launataxtar verði 65 og 70 þúsund krónur. Lægri taxt- inn er ætlaður þeim sem eiga möguleika á bónusvinnu. Það hef- ur vakið athygli að vinnuveitendur vUja nota prósentur i stað krónu- tölu við að koma lægstu launatöxt- um upp í fyrrnefndar upphæðir. Varðandi bónusgreiðslur er út- færsla VSÍ mun lægri en verka- lýðsfélögin hafa verið að fara fram á. Samningamenn verkalýðsfélag- anna telja að vinnuveitendur séu að reyna að ná tU sín meiru úr bónusnum en áður. Þá er lagt tU að vinnutíminn verði sveigjanlegur á tímabilinu 7.00 tU 19.00. Innan þessa tímabUs geti fólk skUað sínum 8 stunda vinnudegi. Matar- og kafTitímar verði þá um leið sveigjanlegir inn- an tímabUsins. í hugmyndum vinnuveitenda er gert ráð fýrir því að ef aörar stétt- ir semja um hærri laun en samið verður um milli ASÍ og VSÍ sé hægt að segja samningunum upp. Gert er ráð fyrir að gUdistími nýs kjarasamnings verði tU 15. október 1999. Það er lengri tími en verkalýðsfélögin vUja. Þau ljá ekki máls á samningi tU lengri tíma en ársbyrjunar 1999. Það vor verða þingkosningar. „Ég vU sem allra minnst segja. Það eina sem ég vU láta hafa eftir mér um stööuna í kjarasamningun- um er að það ber gífurlega mikið í mUli,“ sagði Björn Grétar Sveins- son, formaður Verkamannasam- bandsins, í samtali við DV í morg- un. Þeir samningamenn verkalýðfé- laganna sem DV ræddi við í morg- un voru mjög varkárir og vUdu ekkert láta hafa eftir sér. Þó er ljóst að þeir telja hugmyndir vinnuveitenda ekki nægar forsend- ur tU samninga. -S.dór Rúmlega 700 hressir unglingar skemmtu sér í gærkvöldi á dansleik sem haldinn var í íþróttahúsinu við Víðistaða- skóla í Hafnarfirði. Hljómsveitirnar Botnleðja, Quarashi og Hvín héldu uppi stuðinu og fór allt mjög vel fram að sögn aðstandenda. DV-mynd Hilmar Þór. L O K I Veðrið á morgun: Él norðan- og vestan- lands Á morgim er gert ráð fyrir vest- an og suðvestan golu eða kalda. É1 verða norðan- og vestanlands og búist er við vægu frosti. Veðrið í dag er á bls. 36 Margir í hrakningum í veðurofs- anum „Við lentum í mikiUi vindhviðu og rútan fauk tU. Eitt dekkið fór af i látunum og við sitjum hér öU fóst í vegarkantinum. Það er von á aðstoð á hverri stundu en á meðan reynum við að láta fara vel um okkur og krakkamir halda uppi góðri stemn- ingu,“ segir Sveinn Sigurhjamarson rútubUsfjóri en hann og 40 nemend- ur úr Menntaskólanum á EgUsstöð- um sátu í morgun fastir i rútunni á Jökuldalsheiði. Þar voru 10 vindstig og mikill skafrenningur. Rútan lagði af stað klukkan 20 í gærkvöld en hefur setið fóst síðan 5 í morgun. Sex manns í tveimur jeppum lentu í miklum hrakningum í vonskuveðri i Víkurskarði í nótt. Jepparnir festust efst í skarðinu en hjálparsveitarmenn frá Akureyri komu fólkinu tU bjargar. í Hvalfirði vom tugir bUa fastir í nótt og í morgun en þar var vonskuveður. Fólk þurfti að bíða í bUum sínum í marga klukkutíma eftir aðstoð. -RR Lubbertmálið staðfest Hæstiréttur staðfesti að mestu leyti frávísanir, skUorðsdóma og sektir Héraðsdóms Vesturlands í svoköUuðu kvótamáli á hendur fyrrum starfs- manni Lubberts í Þýskalandi og for- svarsmönnum Ósvarar í Bolungarvík. Ari HaUdórsson var dæmdur í 2ja mánaða skUorðsbundið varðhald og tU að greiða 2 miUjónir króna i sekt fyrir að hafa, sem miðlari hjá Lub- bert, leigt 660 tonna aUamark frá Ósvör. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa fLutt aUamark yfir á togarann Bessa í Súðavík. Ákæru á hendur Björgvini Bjama- syni, fyrrum framkvæmdastjóra Ósvarar, um rangfærslur tU Fiski- stofu, var vísað frá dómi og hann sýknaður af öðrum sakargiftum. Kristján Jón Guðmundsson, fyrrum útgerðarstjóri Ósvarar, var dæmdur í 4ra mánaða skUorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals, með því að hafa í þremur umsóknum tU Fiskistofu um staðfestingu á Uutningi aUamarks frá Ósvör tU skipa utan byggðarlagsins leigt rúmlega 1.300 tonna aUamark án þess að leita áður umsagnar bæjar- stjóra Bolungarvíkur og formanns Verkalýðs- og sjómannafélags staðar- ins. Hæstiréttur staðfesti einnig frávís- un og sýknu vegna Ingimars HaUdórs- sonar, framkvæmdastjóra Álftfirðings og Frosta hf., og skilorðsdóm vegna Reimars Charlessonar, framkvæmda- stjóra RC. og Co í Reykjavík. -Ótt Auglýsing Bílheimar: 100.000 kr. afsláttur framlengdur BUheimar hata boðið Opel Astra Extreme með 100.000 kr. afslætti og hafa undirtektir verið mjög góðar. Hefur því verið ákveðið að framlengja tilboðið. Opel Astra Extreme þriggja, fernra og fimm dyra auk station útgáfu. „Opel er mest seldi bíllinn í Evrópu og við setjum markið hátt hérlendis„ sagði fulltrúi Bílheima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.