Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 Fréttir Kristján Pálsson alþingismaður í umræðum á Alþingi: Um 100 fiskiskip sem upp- fylla ekki öryggiskröfur - á þeim skipum gætu verið um fimm hundruð sjómenn „Ég hef fengið það staðfest hjá réttum aðilum að um 100 íslensk fiskiskip séu á sjó sem ekki ættu að vera það sökum þess að öryggisbún- aði þeirra er áfátt. Ég tel að hér sé um dauðans alvöru að ræða. Ef við gerum ráð fyrir að það séu að með- altali 5 menn á bát þá eru um 500 sjómenn á bátum sem ekki uppfylla öryggiskröfur og eru því í hættu. Og að baki þessum 500 sjómönnum eru kjamafjölskyldur upp á ef til vill 1500 manns, fyrir utan aðra ætt- ingja,“ segir Kristján Pálsson al- þingismaður í samtali við DV. Hann ræddi þetta vandamál í umræðum á Alþingi á mánudaginn. Kristján segir höfuðástæðuna fyr- ir þessu vera þá að hér áður fyrr voru fiskiskip hér á landi aldrei stöðugleikamæld. Þau voru bara einhvem veginn og enginn hafði hinar minnstu áhyggjur af því. „Þess vom dæmi að þegar síldar- nætumar voru teknar upp á keis fóru skipin bara beint á hliðina og urðu af því mikil slys. Þegar svo lög voru sett um stöðugleikamælingar fiskiskipa voru þau ekki höfð aftur- virk þannig að öll skip sem komið höfðu til landsins áður en lögin tóku gildi voru undanþegin þeim. Það er vitað mál að í ísafjarðardjúpi hafa skip farið á hliðina og slys orð- ið vegna þess að þau höfðu aldrei verið stöðugleikamæld og stöðug- leikanum var ábótavant," segir Kristján. Hann segir að í dag séu á sjó göm- ul skip, bæði stálskip og tréskip, sem em á undanþágum, hafa aldrei verið stöðugleikamæld eða geta ekki uppfyllt annan öryggisbúnað sem krafist er samkvæmt nýjum reglum. „Þar má nefna sem dæmi neyðar- útganga úr vélarrúmi og fleira. Það er ekki hægt að koma þessu fyrir vegna þess að í gegnum árin er búið að breyta þessum skipum svo mikið að þau bera ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag. Þessi 100 fískiskip hafa annaðhvort aldrei verið stöðugleikamæld eða em á undan- þágu hvað öryggisbúnað varðar,“ segir Kristján Pálsson. -S.dór Öryggisbúnaður um 100 fiskiskipa ófullnægjandi: Lög um stöðugleikamæl- ingar voru ekki afturvirk - það er höfuðástæðan, segir Guðmundur Guðmundsson „Þegar lögin um stöðugleikamæl- ingar fiskiskipa tóku gildi var ákveðið að hafa þau ekki afturvirk. Þess vegna er hluti íslenska flski- skipaflotans ekki undir þessi lög settur og skipin hafa því ekki verið stöðugleikamæld. Siglingastofnun er búin að gera drög aö skýrslu sem hinir og þessir aðilar sem koma að siglingaráði hafa fengið í hendurnar til yfirlestrar. Þar eru gerðar tillög- ur um að lögin verði gerð afturvirk og nái yfir öll skip. Gert er ráð fyr- ir að þetta komi yfir í þrepum og lé- legustu skipin verði úrelt. Þetta er því í skoðun hjá okkur en það er stórpólitískt og því ráðamanna að ákveða hvað gera skal,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson, yfirmaður öryggisdeildar Siglingastofnunar ís- lands, í samtali við DV um upplýs- ingar Krisfjáns Pálssonar alþingis- manns í ræðu hans á Alþingi. Guðmundur minnir á hið svo- nefnda Vestfjarðaátak varðandi ör- yggi fiskiskipa sem fariö var af stað með. Þá hafi verið gengið í það að mæla upp skip á Vestfjörðum. Síðan var farið hringinn í kringum landið en því miður hefði þetta átak aldrei verið klárað. „í skýrslunni sem ég nefndi er lagt til að lokið verði við þetta verk- efni,“ segir Guðmundur. Hann segir að Siglingastofnun geti ekki stöðvað þau skip sem ekki hafa verið stöðugleikaprófuð og flutt voru inn eða smíðuð áður en lögin voru sett. Guðmundur segir að eftir að Siglingastofnun íslands var stofhuð þann 1. október siðastliðinn hafi verið gengið í það verk að at- huga um stöðugleikagögn sem til eru um íslensk fiskiskip. Um hluta af flotanum er tiltölulega lítið til af gögnum. Síðan sé ákveðinn hópur skipa sem hreinlega uppfylli ekki gildandi kröfur. -S.dór Kristján Pálsson alþingismaður segir að um hundrað íslensk fiskiskip, sem ekki ættu aö vera á sjó af öryggisástæöum, séu þaö engu aö síður. Á þeim gætu veriö um 500 sjómenn. Dagfari Einrækta ærin Dolly Eitt hvimleiðasta vandamál sam- tímans er fólgið í því hvað mann- fólkið er ólíkt. Það er ekki þverfót- aö fyrir mismunandi fólki með mismunandi þarfir, útlit og hegð- unarvandamál. Þetta hefur raunar staðið mannkyninu fyrir þrifum vegna þess að sífellt þarf að gera öllum til hæfis og þar sem enginn er eins geta aldrei allir verið ánægðir með sinn hlut. Og ekki nóg með það. Fjölgun mannkyns- ins og fjölbreytileiki bama er með ólíkindum. Það er stöðugt verið að unga út nýjum kynslóðum sem eru allt öðru vísi en þær kynslóðir sem fyrir eru. Þessi síbreytileiki stafar af því að allir einstaklingar eru búnir til af tveim einstaklingum sem mynda blöndu af nýjum einstaklingi, sem líkist báðum foreldrum en er þó ólikur þeim báðum. Afkvæmið er sem sagt algjörlega nýtt af nálinni. Nú eru skoskir visindamenn að finna lausn á þessum vandamál- um. Þeir hafa ræktað einrækta af- kvæmi, gimbur, sem kölluð er Dolly og búin til úr frumu úr einni skepnu en ekki tveim. Dolly er fyr- ir vikið nákvæm eftirlíking móður sinnar. Þetta eru stórkostlegar framfar- ir, ekki síst þegar aðferðin og rækt- unin verður yfirfærð á mannfólkið. Nú þarf ekki lengur samfarir tveggja kynja, nú þarf ekki lengur að óttast nýstárlegt afkvæmi sem eru öðru vísi en þau sem fyrir eru. Nú er hægt að búa til eftirlíkingar af þeim forfeðrum sem skara fram úr, bæði körlum og konum, og menn geta í rauninni lifað sjálfa sig og liftiað við aftur og verið til áfram þótt þeir séu löngu dauðir. Bara leggja inn pöntun og gera ráðstafanir til að verða endumýj- aður, þegar manni finnst vera kominn tími til. Af þessari vísindalegu uppgötv- un getur orðið stórkostlegt hag- ræði fyrir samfélagið. Smám sam- an verður hægt að útrýma því fólki sem hefur glæpahneigð, fötlun, andlega eða líkamlega vanheilsu. Það er hægt að útrýma ljótu fólki og feitu fólki, vansköpuðu fólki og leiðinlegu fólki. Það er jafnvel hægt að útrýma fólki með vafasam- cir hugmyndir um stjómmál eða efnahagsmál, fólki sem er á móti álveri i Hvalfirði. Það verður hægt að endurnýja afburðaíþróttamenn og listamenn og hver kynslóð á fætur annarri getur látið framleiða þá einstaklinga, sem hún velur til að lifa áfram. Ef okkur líkar til dæmis vel við stjórnmálamenn má gera af þeim eftirlíkingar og við- halda þeim við stjórnvölinn. Það er ekki dónaleg tilhugsun aö geta til dæmis átt von á því aö Davíð okk- ar Oddsson verði endurborinn aft- ur og aftur og ekki þarf lengur að velkjast í vafa um það hver stjórn- ar þjóðinni, svo lengi sem við vilj- um. Við ráðum þessu hvort sem er, við sjálf sem nú lifum, því við get- um ræktað okkur á nýjan leik og séð um að aðrir komist ekki að. Einrækt boðar nýja framtíð og eilífa framtíð fyrir þá sem til þess hafa hæfileika og metnað og frum- ur sem verða samþykktar af þeim sem taka að sér að sjá um ræktun- ina. Og allt getur þetta orðið í frjálsri samkeppni markaðarins því ekki er óeðlilegt að ræktun verði boðin út og einkavædd og hæstbjóðandi verði hlutskarpast- ur. Það getur jafnvel endað með þvi að einn og sami maðurinn fái einkarétt á einrækt og sameini mannkynið í sjálfum sér. Einum og sér. Nú eða þá að menn fái kvóta og borgi gjald fyrir kvótann enda á að vera takmarkaður aðgangur að þeirri auðlind sem felst í margnota einstaklingum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.