Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 Viðskipti Verkföll rýra kaupmátt í nýjasta hefti Vísbendingar segir að ekki sé hægt að merkja fylgni á milli kaupmáttaraukn- ingar og verkfalla. Ef eitthvað er þá hefur kaupmáttur rýmað í kjölfar stórra verkfallsára, svo sem áranna 1982 og 1988. Reynd- ar segir í blaðinu að erfitt sé að fullyrða nokkuð um þetta því spyrja megi hver kaupmáttur- inn hefði orðið ef ekki hefði komið til verkfallanna. Byggingavísitala: 4,6% tólf mán- aða hækkun Hagstofan hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaöar eftir verðlagi um miðjan febrúar 1997. Vísitalan reyndist vera 218,6 stig (júní 1987=100) og hækkaði um 0,2% frá janúar 1997. Þessi vísitala gildir fyrir mars 1997. Síðastliðna tólf mán- uði hefur vísitalan hækkað um 4,6%. Undanfama þrjá mánuði hefr vísitala byggingarkostnað- ar hækkað um 0,4% sem jafn- gildir 1,5% verðbólgu á ári. Launavísitalan, miðað við með- allaun í janúar 1997 er 148,8 stig og hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði. Rafmagnsveitan: Fjölbreyttari þjónusta Nýtt viðskipta- og upplýsinga- kerfi verður tekið í notkun hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í lok þessa árs en það mun stór- bæta möguleika fyrirtækisins til markvissari og fjölbreyttari þjónustu við viðskiptavini sína. Hugbúnaöurinn mun gegna fjöl- þættu hlutverki í þjónustu Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Hon- um er ætlað að geyma allar nauðsynlegar upplýsingar um viðskiptavini fyrirtækisins, þ.e. orkukaup og viðskiptasögu hvers og eins, orkumæla og önn- ur mælitæki sem tengjast orku- viöskiptunum, sögu þeirra og eftirlit með þeim. Tæknival sér um uppsetningu kerfisins. Eimskip: Viðskiptateng- ing á Interneti Eimskip býður nú viðskipta- vinum sínum aðgang að Brúnni, fjartengingu við gagnagrunn fé- lagsins, í gegnum Internetið. Brúin veitir viðskiptavinum Eimskips auðveldan og öruggan aðgang að upplýsingum um ein- stakar sendingar og stöðu þeirra, opnar þeim möguleika á að skoða reikninga og fylgiskjöl og panta komutilkynningar á faxi. Á vefsíöum Eimskips á Intemetinu eru nú einnig sér- stök tölvupóstform fyrir við- skiptavini til að senda beiðnir um tilboð, flutning og aðra þjón- ustu beint til flutningadeilda fé- lagsins. Þar eru einnig sem fyrr hagnýtar upplýsingar um skrif- stofur félagsins og umboðsmenn hérlendis og erlendis, skipakom- ur, búslóðaflutninga, þjónustuá- ætlanir og aðra flutningatengda þjónustu. Til aðgangs að Brúnni þarf notendakenni og aðgangs- orð og er slóðin að heimasíðu Eimskips http://www.eim- skip.is. Dagsektir Þau ríki sem fylgja ekki lög- um ESB, sem þau hafa sjálf átt þátt í að samþykkja, geta átt það á hættu að verða dæmd til að greiða dagsektir. Framkvæmda- stjóm ESB hefur nú samþykkt reglur um hversu háar slíkar bætur geta orðið og hvemig eigi að reikna þær út, að þvi er seg- ir í Fréttum frá ESB. -sv DV „Það má hver sem er eiga eins mikið og hann vill í þessu félagi, bara ef hann borgar rétta verðið fyr- ir það. Hafi menn ánægju af því að eiga fé í þessu frekar en öðm er ekkert það í nýgerðum samningum sem bannar þeim það,“ segir Har- aldur Haraldsson i Andra, einn af eigendum íslenska útvarpsfélagsins, í samtali við DV í gær, aðspurður hvort gert væri ráð fyrir einhverj- um forkaupsrétti að því hlutafé sem kynni að losna í nýju félagi. Chase Manhattan Bank hefúr lagt töluverða peninga í íslenska út- varpsfélagið, með svokölluðu víkj- andi láni, og hefur hann möguleika á því að breyta því i hlutafé eftir ákveðnum reglum. Samkvæmt upp- lýsingum DV nemur það um 20 pró- senta hlutafjár félagsins. Kæmi til þess að bankinn leysti það til sín og ákæði að selja það segir Haraldur að enginn samningur hafi verið gerður um forkaupsrétt að því hlutafé. „Það er skilningur fyrir því að ef þetta hlutafé losnar myndu nýju aðilarnir að félaginu geta fengið það keypt. Þetta er allt spurning um verð,“ segir Haraldur og neitar því að ákvæði í samningnum hindri menn í því að kaupa meira hlutafé en sem nemur einhverri ákveðinni prósentu. Haraldur segir að gagnkvæmur skilningur ríki milli manna um að hlutimir þróist á þann veg sem hverjum þóknast á hverjum tíma. Einn eigi peninga í dag, annar á morgun. DV hafði tal af Sigurjóni Sig- hvatssyni í gær en hann er í hópi stærstu hluthafa í íslenska útvarps- félaginu. Hann vildi hvorki játa því né neita að til væri samkomulag milli hans og Jóns og Stöðvar 3 manna og vildi ekkert láta hafa eft- ir sér um málið. Hann sagði það eitt að það væri of mikið talað á íslandi. Um það hvort til væri nefnt óformlegt samkomulag milli þess- ara aðila sagði Haraldur Haraldsson að væri það til væri það eitthvað sem aðrir í fyrirtækinu vissu ekki um. Hann sagðist þess reyndar full- viss að ekkert slíkt samkomulag hefði verið gert. Starfsmenn í óvissu Starfsmannamál á Stöð 3 eru enn í algerri óvissu en fundur var hald- inn með starfsmönnum i gærmorg- un. Þar segist Hreggviður Jónsson, stjómarformaður íslenskrar marg- miðlunar, hafa farið yfir stöðu mála eins og hægt sé. Hann segir að reynt verði að ráða sem flesta til þess að byggja upp Sýn sem á næstunni hyggst færa út áhorfendasvæði stöðvarinnar. Reynt verði að fara sem víðast um Suðurland í mars og norður til Akureyrar. Hann sagði að ekki væru búið að ákveða hvort og þá með hvaða hætti hægt væri að nýta þá myndlykla sem keyptir hafi verið til Stöðvar 3. Þeir munu sam- kvæmt heimildum DV vera mun fullkomnari en þeir sem Stöð 2 hef- ur yfir að ráða. -sv Blaöamönnum og Ijósmyndurum var ekki heimilaður aðgangur að starfs- mannafundinum á Stöð 3 í gær og starfsmenn vildu ekkert tjá sig um stöðu mála. Bjarni Kristjánsson, fjármálaráðgjafi íslenskrar margmiðlunar, og Sig- urður G. Guðjónsson, varaformaður stjórnar íslenska útvarpsfélagsins, voru að störfum í húsakynnum Stöðvar 3 í gær. Dv-mynd Hiimar Engin ákvæði í samningum um forkaupsrétt að hlutabréfum í sameinuðu sjónvarpsfélagi: Hver má eignast það sem hann vill - segir Haraldur Haraldsson, einn af eigendum íslenska útvarpsfélagsins Skinnaiðnaður hf. á Akureyri: Tæplega 80 milljóna króna hagnaður DYAkureyri: Rekstur Skinnaiðnaðar hf. á Ak- ureyri skilaði tæplega 77,6 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, eða sem nemur rúmlega 8% af veltu fé- lagsins. Velta félagsins nam rúmum 967,2 milljónum króna og jókst um 131,7 milljónir króna á milli ára. Brúttótekjur Skinnaiðnaðar hf. af útflutningi námu rúmum milljarði króna og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það flytur út vörur fyrir meira en milljarð króna á einu ári. Horfur um sölu á erlendum mörkuðum eru góðar og útlit fyrir áframhaldandi hagnað af rekstrin- um. Eignir Skinnaiðnaðar hf. námu í árslok tæpum 867,3 milljónum króna en skuldir 532,1 milljón. Eig- ið fé var því 335,2 milljónir eða 38,6%. Á árinu störfuðu að meðal- tali 147 starfsmenn hjá fyrirtækinu og námu launagreiðslur til þeirra 236,2 milljónum króna. Aðalfundur fyrirtækisins verður haldinn 11. mars og gerir stjóm fé- lagsins tillögu um að hluthöfum, sem era 255 talsins, verði greiddur 10% arður. -gk Hlutabréfamarkaðurinn: Mest keypt í Eimskip Töluverð sala varð á Verð- bréfaþingi íslands og Opna til- boðsmarkaðnum í síðustu viku en bréf fyrir rúmar 340 milljónir skiptu um eigendur. Mest varð salan í Eimskip en hlutabréf í fyrirtækinu seldust fyrir tæpar 95 milljónir króna. Hlutabréf í ís- landsbanka ganga áfram kaup- um og sölu en bréf fyrir um 30 milljónir skiptu um eigendur í liðinni viku og bréf seldust fyrir 34 milljónir í Hampiðjunni. Mjög lítil hreyfing varð á bréfum oliu- félaganna. Álverðið hefur stigið nokkuð að undanfömu og er tonnið kom- ið upp í 1630 dollara. Það hefur hækkað um 100 dollara frá því í síðustu viku. Dollarinn er farinn að síga aft- ur, eftir gott skrið upp á við á undanförnum vikum, og pundið heldur áfram að sækja í sig veðr- ið. Markiö er á hægri uppleið og jenið sömuleiðis. Þá er þingvísi- tala hlutabréfa enn á uppleið. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.