Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
Menningarverðlaim DV 1997:
enmng
11
(
<
J
<
<
<
(
i
<
Tllnefningar í leiklist
Það sem einkennir leikhúsárið 1996 öðru
fremur er hversu margar sýningar vöktu at-
hygli fyrir sterkan heildarsvip. Þegar best
tekst til við uppfærslu leikverks ríkir jafn-
vægi milli útfærslu og inntaks þannig að eng-
inn einn þáttur í uppfærslunni tranar sér
fram á kostnað annarra. Leikur, umgjörð og
leikstjórn hljóma saman.
Á bak við slíka sýningu, þar sem allt geng-
ur upp, er örugg listræn yfirsýn og fag-
mennska á öllum sviðum.
Það segir sína sögu um árið í leikhúsinu að
eftir miklar pælingar voru það fjórar leiksýn-
ingar auk tveggja leikara sem eftir stóðu og
voru tilnefnd til menningarverðlauna DV að
þessu sinni.
Úr sýningu Þjóðleikhússins á Sem yður þókn-
ast. Edda Heiðrún Backman og Elva Ósk
Ólafsdóttir undirbúa flótta. DV-mynd ÞÖK
Sem yður þóknast, sýningin í heild. (Þjóð-
leikhúsið, stóra svið)
Þríeykið Guðjón Pedersen, Hafliði Am-
grímsson og Gretar Reynisson er margreynt í
uppsetningu verka Shakespeares. Þó að þeir
byggi á hefðinni er útkoman ávallt frumleg,
enda bera þeir hæfilega virðingu fyrir textan-
um sem slíkum. Hugmyndir og útfærsla eru
samstiga og þar sem rækt er lögð við öll hlut-
verkin nær leikhópurinn að verða jafn og
samstæður.
Leitt hún skyldi vera skækja, sýningin í
heild. (Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæði)
Á „Skækjunni“ er sterkur heildarsvipur og
jafhræði milli allra þátta, hvort sem þeir lúta
að umgjörð eða öðru. Þó að leikritið sé fomt
og í bundnu máli höfðar sýningin mjög til nú-
Úr sýningu Þjóðleikhússins á Leitt hún skyldi
vera skækja. Stefán Jónsson og Edda Arn-
Ijótsdóttir í illum hugleiðingum.
DV-mynd ÞÖK
timans, og er það frekar framsetningarmátan-
um en umljöllunarefninu að þakka. Leikur er
áberandi góður og sjónræn upplifun á sýning-
imni sterk.
Kúnígúnd og Birtingur í brúðuleik. Jóna Guð-
rún Jónsdóttir og Gunnar Helgason í hlutverk-
um sínum. DV-mynd ÞÖK
Birtingur, sýningin í heild (Hafnarfjarðar-
leikhúsið Hermóður og Háðvör)
Það ber vott um djörfung að leggja í jafn
þekkt bókmenntaverk og Birtingur er og gera
úr því leiksýningu. Dirfskan hefur borgað sig,
því að leikgerðin er einstaklega vel heppnuð.
Allt útlit sýningarinnar er veisla fyrir augað
og vankantcir rýmisins eru nýttir til ávinn-
ings, svo sem í lýsingu. Leikarahópurinn er
samstæður og leikstíllinn sem lagt er upp með
heldur vel alla sýninguna.
Úr sýningu LA á Undir berum himni. Arnar
Jónsson, Þráinn Karlsson og Eva Signý
Berger í hlutverkum sínum.
Myndina tók Páll A. Pálsson.
Undlr berum himni, sýningin í heild.
(Leikfélag Akureyrar, Renniverkstæði)
Undir berum himni gerist á vígvelli þar
sem öll sund virðast lokuð, en engu að síður
streitast saklaus fórnarlömb styijaldarinnar
við að halda lífi. Við uppsetninguna á Renni-
verkstæðinu tekst að skapa nöturlegar að-
stæður, sem hæfa leikritinu fullkomlega. Þrá-
inn Karlsson og Arnar Jónsson eiga stjömu-
leik í aðalhlutverkrmum og leikmynd Magn-
úsar Pálssonar er sannkallað umhverfislista-
verk. Sýningin er gegnumvönduð.
Benedikt Erlingsson, Ormstunga, ástar-
saga (Ormstunga i Skemmtihúsinu við Lauf-
ásveg)
Frammistaða Benedikts í Ormstungu er
einkar athyglisverð. Þó að leikur hans sé ag-
aður, geislar hann af krafti, sem helst mætti
líkja við einhvers konar fmmkraft. Benedikt
hefur gott vald á list leikarans og tvinnar
saman af úthugsaðri leikni söguþráð og inn-
skot úr ólíklegustu áttum. Hæfni hans til að
túlka ólíkar persónur og mismunandi aðstæð-
ur nýtur sín til fullnustu.
Svanurinn slæst viö útvarpstækiö. Ingvar E.
Sigurðsson í hlutverki sínu.
DV-mynd Pjetur
Ingvar E. Sigurðsson, Svanurinn (Annað
svið í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur)
Ingvar hefur frá fyrstu tíð sýnt óvenjulega
fjölhæfni sem leikari og Svanurinn er enn
einn sigur á ferli hans. Hann „er“ einfaldlega
svanurinn. Togstreitan milli eðlisþátta manns
og fugls er frábærlega útfærð og fyrir vikið
verður „persónan" tragísk. Nærvera Ingvars
er óvenjulega sterk allt verkið út í gegn. Lík-
amstjáning hans er einstök og sjaldgæft að
leikarar hafi jafn fullkomna stjórn á þvi marg-
brotna tæki sem líkaminn er.
í nefndinni sátu: Halldóra Friðjónsdóttir,
Oddur Bjömsson og Auður Eydal
Allt er fertugum fært
Á fertugsafmælistónleikum
Kammermúsíkklúbbsins á sunnu-
dagkvöldið lék Bemardel- kvartett-
inn þrjú verk; Strengjakvartett
| Haydns í G-dúr ópus 77, nýjan
strengjakvartett eftir Jón Nordal og
Strengjakvartett nr. 13 í B-dúr ópus
130 eftir Beethoven. Strax í upphafi
gaf leikur Bemardel fyrirheit um
góða og gefandi kvöldstund. Haydn-
kvartettinn var leikinn með mikl-
1 um glæsibrag, af öryggi og krafti.
Léttleikinn var í fyrirrúmi, styrk-
leikabreytingar einstaklega fallega
mótaðar; hendingar risu og hnigu á
músíkalskan máta og samspilið var
afar gott. Bemardel-kvartettinn vex
með hverju viðfangsefni og var leik-
urinn í kvartett Haydns með því
allra besta sem hér heyrist.
Augljóst var að tónleikagestir
biðu fmmflutnings á kvartetti Jóns
Nordals með eftirvæntingu. Kvar-
tettinn er þríþættur, en öfugt við
viðtekna hefð er hraður þáttur í
miðjunni, umlukinn tveimur hæg-
um þáttum. Hver þeirra ber ljóð-
ræna yfirskrift auk hraðamerking-
Tónlist
Bergþóra Jónsdóttir
anna, og em heitin fengin úr Sökn-
uði, ljóði Jóhanns Jónssonar. Verk-
ið hófst á angurværu stefi sem sell-
óið kynnti; stefi sem gekk í gegnum
upphafsþáttinn eins og rauður þráð-
ur. Með þessu stefi var tónninn gef-
inn; tónn angurværðar sem var þó
ekki blandin depurð eins og stund-
um er, heldur miklu frekar sætleika
gamals unaðstrega. Tónmál verks-
ins er fremur hómófónískt, þar sem
raddimar eru ekki að keppa hver
við aðra, heldur styðja hver aðra í
samhljómi sem er þéttur og spennt-
ur, en umfram allt hlýr og ljóðrænn.
Fegurð er einkennisorð þessa verks
og víst að það á eftir að heyrast oft
um ókomin ár. Kammermús-
íkklúbbnum skal þakkað frnrn-
kvæðið að fá tónskáldið til að semja
þetta verk. Bemardel-kvartettinn
lék vel og átti sinn þátt í áhrifamik-
illi upplifun.
Lokaverkið á tónleikunum, kvart-
ett Beethovens nr. 13 ópus 130, er
eitt af kunnustu verkum kammer-
tónlistarinnar; sex þátta bálkur sem
á sinni tíð þótti svo torskilinn og
hrjúfur að tónskáldiö þurfti að
sníða siðasta þáttinn af og semja
nýjan. Þannig öðlaðist Stóra fúgan
sjálfstætt líf; - en í staðinn lauk
Beethvoen-verkinu með laufléttum
dansþætti. Verkið er reyndar fullt
af dansi, auk lokaþáttarins bæði
annar þátturinn, prestó, og fjórði
þátturinn, þýskur dans, og erfitt að
skilja í dag, hvað það var, sem þótti
svona framandi við þessa tónsmíð.
Bemardel lék verkið af krafti og
drift, þó herslumuninn vantaði á að
það væri með sama bravúr og sömu
fágun og leikurinn í Haydnkvartett-
inum í upphafi tónleikanna. Bernar-
del- kvartettinn spilar ekki í nein-
um hálfkæringi; gefur allt í flutn-
inginn, og þegar svo er, er gaman að
hlusta. 40 ára afmælistónleikar
Kammermúsíkklúbbsins voru til
marks um að afmælisbaminu heils-
ist vel og eigi bjarta daga fyrir
höndum.
Tónleikar Bernardel-kvartettsins
hjá Kammermúsíkklúbbnum í Bú-
staðakirkju, 23. febrúar 1997. Flytj-
endur: Zbigniew Dubik og Greta
Guðnadóttir fiðlur, Guðmundur
Kristmundsson víóla og Guðrún
Sigurðardóttir selló.
Bernardel-kvartettinn. Vandaöur flutningur. Mynd: Gunnar L. Jónasson
Þessi mynd af listaverkinu Auö göng og rauöar traöir eftir Kristján Guö-
mundsson birtist í blaöinu á mánudaginn meö greininni Ut pictura theoria
eftir Ólaf Gíslason myndlistargagnrýnanda. Þá var myndin meö lituöum
ramma sem ekki á heima meö listaverkinu, því er hún birt aftur til leiörétting-
ar. Listaverkiö hangir uppi í Gallerí Ingólfsstræti 8 sem er opið fimmtudaga
til sunnudaga kl. 14-18.