Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 Útlönd DV Tilræði í vestasta héraði Kína eftir útför Dengs Xiaopings: Tímasprengjur í strætó urðu fjórum að bana Vildi drepa sem flesta Palestínumaðurinn sem skaut einn mann til bana i Empire State byggingunni í New York og síöan sjálfan sig hafði í hyggju að drepa sem flesta, að því er segir í bréfi sem hann lét eftir sig. Afsögn hjá Sumitomo Stjómarformaður japanska fyr- irtækisins Sumitomo hefur sagt af sér vegna taps fyrirtækisins á koparbraski. Fjórir menn að minnsta kosti týndu lífi þegar þrjár tímasprengjur um borð í strætisvögnum sprungu hver á eftir annarri í vestasta hér- aði Kína undir kvöld í gær að stað- artíma, sama dag og útfór leiðtog- ans Dengs Xiaopings var gerð. Toyota Corolla XL ‘92, ssk., 5 d„ blár, ek. aöeins 45 þ. km. Verö 800.000. Peugeot 605 SRi ‘91, ssk., 4 d„ svart- ur, ek. 113 þ. km. „Lúxusvagn áfínu veröi“. Skipti. Verö 1.290.000. Range Rover 2,5 DSE ‘97, ssk„ grasnn, ek. 5 þús. km, leöur, ABS, álf„ o.fl. Skipti Grand Cherokee Limitec V8 ‘93, ssk„ rauöur, ek. 65 þús. km. Einn meö öllu. Skipti. Verö 3.300.000. BMW 325ix 4x4 touring ‘88, 5 g„ 5 d„ svartur, ek. 112 þ. km, hlaöinn aukahl., 2 eigendur. Skipti. Verö 1.350.000. Opel Astra ‘96, 5 g„ 5 d„ rauöur, ek. 22 þ. km, álf„ spoiler. Skipti. Verö 1.250.000. Honda Civic LSi ‘92, 5 g„ 3 d„ hvítur, ek. 90 þ. km. Verö 850.000. Toyota Corolla XLI ‘94, 5 g„ 5 d„ blár, ek. 60 þ. km. Verö 980.000. Ath. skipti. MMC Lancer GLXI 4x4 ‘92. 5 g„ 5 d„ blár, ek. aðeins 47 þ. km.Verö 950.000. Lögregla hélt uppi eftirliti 1 morg- un á götum úti og skoðaði grunsam- lega pinkla og pakka í Urumqi, höf- uðborg Xinjiang-héraðs þar sem íbúamir eru flestir múslimar. „Ég held að fjórir til flmm að minnsta kosti hafi týnt lífi, þar af eitt barn sem lést samstundis," sagði starfsmaður sjónvarpsstöðvar í héraðinu sem vildi ekki láta nafn- greina sig. Embættismenn sögðu að sextíu manns að minnsta kosti hefðu slas- ast í sprengingunum sem urðu með nokkurra mínútna millibili, hver í sínum borgarhlutanum. Urumqi er miðstöð yfirráða Kínveija yflr hér- aðinu og þjóðarbrotinu sem þar býr. „Fólk er óttaslegið og mikill við- búnaður er í borginni," sagði sjón- varpsstarfsmaðurinn. Þetta voru fyrstu ofbeldisverkin sem skýrt hefur verið frá í Xinjiang- héraði, sem aðskilnaðarsinnar mú- slíma kalla Austur-Túrkestan, frá því níu manns létust í óeirðum sem beindust gegn Kínastjórn í Yining 5. og 6. febrúar. Enginn hefur enn lýst ábyrgð á sprengjutilræðunum í gær á hendur sér. Xinjiang-hérað liggur að landa- mænnn Afganistans og Pakistans og þriggja Mið-Asíuríkja sem eru að mestu byggð múslímum. Á síðasta ári voru gerðar árásir þar á embætt- ismenn stjórnvalda og leiðtoga mú- slíma sem taldir voru hallir undir Kínverja. Að sögn Davids Levys, utanríkis- ráðherra ísraels, sem er í heimsókn í Peking, hafa kínverskir ráðamenn lýst yfir áhyggjum sínum af ógninni sem stafar af bókstafstrúuðum múslímum. Reuter Ibúar í Dannenberg í Þýskalandi og umhverfisverndarsinnar efndu í gær til mótmæla gegn fyrirhuguðum flutningi kjarnorkuúrgangs til Gorleben þar sem er vinnsiustöb fyrir slíkan úrgang. simamynd Reuter Rasmussen ætlar ekki að flýta kosningum Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði ekki að nýta sér ólguna í íhaldsflokknum með því að flýta þingkosningum sem fram eiga að fara í september á næsta ári. Sagði forsætisráðherrann að minni- hlutastjórn jafnaðarmanna hefði svo mikið verk að vinna að kosning- ar væru ekki á dagskrá. Samkvæmt niðurstöðum Gallup- könnunar, sem birt var í Berlingske Tidende í gær, höfðu jafnaðarmenn aukið fylgi sitt á kostnað íhalds- manna. Hins vegar hlyti bandalag íhaldsmanna og Venstre, flokks Uffe Ellemann-Jensens, mestan stuðning ef kosið yrði núna. Jafnaðarmenn hlytu 57 þingsæti samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunarinnar en fengu 50 sæti samkvæmt skoðanakönnun í des- ember síðastliðnum. Jafnaðarmenn hafa nú 62 sæti á þinginu þar sem sætin eru alls 179. Fylgi íhalds- manna minnkaði úr þeim 27 sætum sem þeir hafa núna í 23. Venstre eykur fylgi sitt um 9 sæti, úr 42 í 51. Reuter Tyrkir vilja olmir i ESB en þar er þeim ekki vel tekið Tyrknesk stjórnvöld leggja nú mikla áherslu á að fá inngöngu i Evrópusambandið en þeim hefur þó ekki enn tekist að fá aðildarrík- in til að opna dymar. Tyrkir eru enda farnir að líta svo á að Evrópu- þjóðimar vilji ekkert með þá hafa og velta því nú fyrir sér hvort þeir eigi að leita vina annars staðar. Leiðtogar Evrópuríkja hafa margsinnis ítrekað að Tyrkir verði að bæta ástand mannréttindamála, hætta stríði sínu gegn kúrdískum uppreisnarmönnum og finna lausn á deilum sínum við Grikki áður en farið verður að íhuga inngöngu lands þeirra í ESB. Margir Tyrkir segja þessi rök hræsni eina sem ætlað er að dylja andúðina á íslamstrúarmönnum. „Það er alls staðar komið fram við Tyrki af lítilsvirðingu," segir Baran Tuncer, hagfræðingur og fyrrum starfsmaður Alþjóðabank- ans, í viðtali í International Herald Tribune. „Verið er að íhuga að taka lönd eins og Búlgaríu inn á undan okkur, lönd sem í áranna rás hafa ekki haft nein tengsl við Evrópu á pólitíska og efnahagslega sviðinu." Tyrkir og ESB gerðu með sér tollabandalag í janúar 1996 þar sem flestir tollar og aðrar viðskipta- hindranir voru afnumin. Evrópu- þjóðirnar héldu þar með að Tyrkir mundu láta sér það nægja að sinni. Tyrkir litu hins vegar svo á að tollabandalagið væri aðeins áfangi á leið til fullrar aðildar að ESB inn- an eins eða tveggja ára. Misskiln- ingur þessi af beggja hálfu hefur leitt til kólnandi sambúðar sem ráðamenn eru staðráðnir i að bæta. Arafat í Marokkó Yasser Arafat, forseti Palest- ínumanna, er í heimsókn í Ma- rokkó þar sem hann hvatti Evr- ópuríki og Bandaríkin til að bjarga frið- arferlinu í Mið- Austurlöndum vegna sífelldra brota ísraela á geröum samningum. Du Pont fundinn sekur Bandaríski milljónamæringur- inn var fundinn sekur um morð fyrir að hafa skotið fyrrum glímu- kappa til bana en um leið var hann úrskurðaður geðveikur. Þungt er hljóðið Hljóðið er sagt þungt í leiðtoga uppreisnarmanna, sem halda gísl- um í japanska sendiherrabústaðn- um í Perú, eftir sjötta fundinn með fulltrúum stjómvalda. Þing kallað saman Borís Jeltsín Rússlandsforseti fyrirskipaði starfsmönnum sínum í gær að kalla þing saman 6. mars næstkomandi þegar hann flytur árlega ræðu sína um ástand og horfur í landsmálum. Beta á batavegi Kvikmynda- leikkonan Elizabeth Taylor er á góð- um batavegi eft- ir skurðaðgerð þar sem læknar fjarlægöu æxli úr heila heniiar og hún gerir sér vonir um að komast heim af spít- alanum fyrir 65 ára afmælið sitt sem er á morgun. Hætta á ofbeldi Hætta er talin á ofbeldi samþykki ísraelsstjóm uppbyggingu nýs svæð- is fyrir gyðinga í austurhluta Jer- úsalem í dag eins og búist er við. Betri samvinnu Bill Clinton Bandaríkjaforseti tjáði varnarmálaráðherra Sádi- Arabíu að Bandaríkin vildu betri samvinnu í rannsókn á sprengju- árás á bandaríska hermenn I Sádi-Arabíu í fyrra. íranar kjósa íranar munu velja eftirmann Raf- sanjanis forseta í kosningum 23. maí. Sinjavski látinn Rússneski rithöfundurinn Andrei Sinjavski lést úr krabbameini í París í gær. Sinjavski, sem var orðinn 71 árs, var árið 1965 dæmdur í 7 mánaöa fangabúðavist fyrir andsovésk rit. Réttarhöldin eru af mörgum talin hafa markað upp- haf andófsins í Sovétríkjunum. Ósammála um NATO Utanríkisráðherra Rússlands, Primakov, ítrekaði í Ósló í gær and- stöðu Rússa við stækkun NATO í austur. Thorbjem Jagland, forsæt- isráðherra Noregs, lýsti yfir stuðn- ingi við stækkunina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.