Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997 Fréttir Virkjunaráform I skugga járnblendisvanda: Sultartangavirkjun verður reist í áföngum - önnur úrræöi til orkuaukningar lögð á hilluna - í bili Stöövarhús Búrfeilsvirkjunar. Áform um aö auka afl Búrfellsvirkjunar hafa veriö lögö á hilluna í bili, í Ijósi þess aö hætt hefur veriö viö aö stækka Járnblendiverksmiöjuna á Grundartanga. Stjórn Landsvirkjunar ákvaö aö hefja byggingu Sultartangavirkjunar i áföngum til aö mæta aukinni orkuþörf vegna nýs áivers á Grundartanga en aörir möguleikar sem til greina komu, og ráöist heföi veriö í heföu áætlanir um stækkun staöist, eru settir í biö. DV-mynd bjt>. Á stjómarfundi Landsvirkjunar í gær var ákveðið að stefha að því að halda áfram fyrirætlunum um að ráðast í Sultartangavirkjun en byggja hana í áfongum. í samræmi við þessa ákvörðun verður Sultar- tangastífla ekki hækkuð og aðeins önnur af tveimur vélasamstæðum virkjunarinnar fyrirhuguðu verður tekin í notkun í október 1999 í stað beggja. Stjóm Landsvirkjunar ákvað þetta í kjölfar þess að upp úr við- ræðum iðnaðarráðuneytisins og El- kem í Noregi um stækkim jám- blendiverksmiðjunnar slitnaði á dögunum. í framkvæmdaáætlunum Landsvirkjunar var gert ráð fyrir því að uppfylla aukna orkuþörf jámblendiverksmiðjunnar vegna fyrirhugaðrar stækkunar hennar en viðræðuslitin hafa sett þær áætlan- ir í uppnám. í fullu gildi eru hins vegar enn áætlanir um aukna raf- orkuframleiðslu til að uppfylla þarf- ir hins nýja Columbia-álvers á Grundartanga, en til þess þarf Landsvirkjun á viðbótarorku að halda. Núverandi raforkufram- leiðsla dugir ekki. Vegna þessa vafa hefur Landsvirkjun verið í slæmri tímaþröng og orðið að taka snarlega ákvörðun um hvað eigi til bragðs að taka, en sú ákvörðun hefur nú ver- ið tekin í raun þótt í tilkynningu stjómarinnar sé talað um að stefna megi að áfanga- skiptingu og draga úr fyrirhuguðum virkjunarkostnaði. Spumingarnar sem stjórnendur Landsvirkjunar stóðu og standa frammi fyrir hafa verið um hversu mikið verður nauðsynlegt að framkvæma í ljósi breyttra aðstæðna. Samningsbundinn réttur Jámblendi- félagsins og Lands- virkjunar um 370 gígawattstunda viðbótarorku á ári rennur út á laugar- daginn kemur og fátt bendir til þess að Jámblendifélag- ið muni standa við hann. Mun minni framkvæmdir Viðræðuslitin við Elkem um stækkun jámblendiverksmiðjunnar þýða verulega minni framkvæmdir á vegum Landsvirkjunar en gert var ráð fyrir því að auk þeirra framkvæmda sem stjóm fyrirtækis- ins ákvaö í gær að stefna að, var fyrirhugað að reisa Sultartanga- virkjun að fullu, stækka Kröflu- virkjun, auka afl Búrfeflsvirkjunar, byggja svonefnda Hágöngumiðlun og kaupa auk þess orku frá nýrri gufuaflsvirkjun Reykjavíkurborgar að Nesjavöflum sem þegar hefur verið samið um. Það var ljóst að aflar þessar fram- kvæmdir hefðu þýtt mjög mikla umframorku í rafkerfi Landsvirkj- unar ef einasti stómotcmdi raforku til viðbótar í landinu væri Col- umbia-álverið, en af samþykkt stjórnarfundar Landsvirkjunar í gær má ráða að menn vilja halda öllum leiðum opnum ef nýr orku- kaupandi birtist skyndilega í spil- ununm. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafúlltrúi Landsvirkjunar, segir í samtali við DV að hefði verið að fúllu hætt við Sultartangavirkjun hefði legið beinast við að Hitaveita Suöumesja reisti gufuaflsvirkjun. Gufuaflsvirkjanir em ódýrari í byggingu en dýrari í rekstri og við- kvæmari. Jarðgufa er hins vegar mjög lítill hluti af orkukerfi lands- ins og jafnvel þótt gufuaflsvirkjanir í Svartsengi og á Nesjavöllum bætt- ust við heildar orkúkerfíð þá yrði gufuafl samt sáralítill hluti heildar- orkunnar á kerfinu sem allt er sam- tengt. Kröfluvirkjun framleiðir nú um 30 megawött en getur framleitt 60 megawött, Nesjavellir verða 60 mW, Svartsengi 45 mW. Fram- leiðsla vatnsaflsvirkjana Lands- virkjimar er hins vegar tæp 900 mW. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, em miklir möguleikar í virkjun jarðgufu, svo miklir að hlutfall hennar hlýtur að hækka á næstu árum í heildar orkuframleiðslunni. Sultartangi í áföngum Sultartangavirkjun er hönnuð þannig að í henni verða tvær 60 mW vélar. Miðað við núverandi fyrirsjá- anlega orkuþörf, sem miðast við Columbia-álverið fyrst og fremst, veröur önnur vélin fyrst sett niður. Grannvinnan, gangagerð og bygg- ing stöðvarhúss er hins vegar sú sama hvort sem ein eða tvær vélar verða settar niður. Fjárfestingin verður engu að síður í möguleikum sem síðar munu geta nýst. Aðrir kostir sem stjóm Lands- virkjunar hefur velt fyrir sér í stöð- unni er virkjun við Vatnsfell, en búið er að vinna ákveðna forvinnu í sambandi við hönnun hennar. Að sögn Þorsteins á þó ákveðinn að- dragandi enn eftir að eiga sér stað áður en ráðist yrði í hana þannig að tími hefur ekki unnist til að vinna svo að hún yrði tilbúin í tæka tíð. Á sínum tíma hafði Landsvirkjun augastað á gufúvirkj- un í Bjamarflagi, en hún var dreg- in út úr umhverfismati vegna and- stöðu Náttúravemdarráðs. Hægt er að setja hana inn í mat aftur, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, en sérlög era í gildi um náttúravemd á Mývatnssvæðinu sem neyða menn til að standa þannig að verki að samþykki Náttúravemdar ríkis- ins fáist. Tíminn er of knappur til að niðurstaða geti fengist þar í tæka tíð. -SÁ Framadagar 1997: Framtíðin er þm Framadagar, atvinnulífsdagar Háskóla íslands, era nú haldnir til 7. mars og er markmiðið að brúa bilið milli Háskólans og atvinnu- lífsins. Þann 7. mars mæta fúlltrú- ar 37 framsækinna fyrirtækja til þess aö kynna þar starfsemi sína. Þá fá nemendur tækifæri til þess að spyrja þeirra spurninga sem brenna á vörum þeirra og fá þá hugsanlega svör viö því hvar þeir þurfa helst að bæta við sig í þekk- ingu til þess að auka atvinnu- möguleika sína. Sum fyrirtækj- anna verða þama markvisst til þess að leita að starfsmönnum. -sv Dagfari Sjómennskan er ekkert grín í lítilli og tiltölulega yfirlætis- lausri frétt í DV á dögunum var haft eftir Sævari Gunnarssyni, formanni Sjómannasambandsins, að útvegsmenn hefðu af sjómönn- um hundruð milljóna króna vegna kaupa og sölu á aflaheim- ildum. Þetta segir Sævar að sé auð- lindaskattur á sjómenn og mót- mælir honum. Það verður ekki af úlvegs- mönnum skafið að sniðugir eru þeir. Þeir hafa varist fimlega þeirri stefnumótun og fyrirætlun- um að leggja auðlindasktt á út- gerðina vegna veiða í þeirri auð- lind sem felst í sjávarfanginu. Og einhvern veginn hafa þeir komist hjá því vegna þess að þeir segja að skatturinn sé ósanngjarn og þeim ofviða. Hinu hafði maður ekki gert sér grein fyrir að á sama tíma hafa útvegsmenn sjálf- ir tekið upp þessa skattheimtu í sina eigin sjóði. Samkvæmt full- yrðingum formanns Sjómanna- sambandsins eru sjómennirnir skattlagðir af útgerðinni og hann kallar það auðlindaskatt. Það sem hér er átt við er að þegar útgerð- armaður kaupir aflaheimild til að halda skipinu á veiðum lætur hann sjómennina greiða hlut í því verði sem aflaheimildin fæst fyrir. Formaður Sjómannasambands- ins segir að þetta séu samtals hundruð milljóna króna á ári, sem sjómenn greiði þannig af launum sínum og hlut til kaupa á auknum aflaheimildum. Fyrir það fyrsta verður aö taka ofan fyrir útvegsmönnum sem hafa þannig haft kænsku til að verjast skattheimtunni á sjálfa sig en nýta sér hana gagnvart öðrum - áður en auðlindaskattur- inn er lagður á. Og auðvitað hafa þeir ekki efni á að borga auð- lindaskatt sjálfir, ef þeir hafa ekki efni á að verða sér úti um aflaheimildir nema láta aðra borga heimildina. Útvegsmenn eru blankir og verða blankir nema sjómenn haldi þeim á floti með því að greiða útgerðinni nokkur hundruð milljónir fyrir að fá skiprúm hjá útgerð sem er of blönk til að gera út nema sjó- mennirnir borgi með sér. Hitt er svo annað og merki- legra að sjómenn skuli yfirleitt hafa efni á að borga nokkur hund- ruð milljónir króna af hlut sínum sem sýnir hvað það er nauðsyn- legt að þjóðin og skattayfirvöld veiti sjómönnum skattaafslátt, svo þeir geti framfleytt sér og sin- um, því varla er mikið eftir til skiptanna fyrir heimilið og fjöl- skylduna þegar þeir eru búnir að greiða nokkur hundruð milljónir króna til útgerðarinnar fyrir að fá að vinna hjá henni. En sjómenn eru harðir af sér og þeir hafa ekki kvartað og formað- ur Sjómannasambandsins hefur ekki mikið haft orð á þessu frek- ar en umbjóðendur hans og það var eiginlega fyrir algera tilviljun að hann lét þessa getið á ráð- stefhu sem haldin var á Akureyri um fiskveiðistjórnun og byggða- stefnu. Bara svona í framhjá- hlaupi. Enda hefur Dagfari alltaf sagt að sjómennska sé undir- stöðuatvinnuvegm- og það eru sjó- menn sem halda þessu landi á floti og halda útgerðinni gang- andi og þá munar ekki um nokk- ur hundruð milljónir til fátækra útgerðarmanna, til að sækja á miðin og draga björg í bú. Auð- lindin væri illa nýtt og einskis nýtt ef sjómenn létu ekki nokkur hundruð milljónir af hendi rakna í auðlindaskatt sem útgerðar- menn geta ekki borgað og geti ekki einu sinni borgað þótt sjó- menn greiði þeim auðlindaskatt af þeirri auðlind sem þjóðin á. Já, sjómennskan er ekkert grín. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.