Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997 5 Fréttir SJÓFUGLASKOTIN Ráöuneyti neitar upplýsingum vegna bilaörar tölvuskrár: hraðfleygu frá Hljómar eins og léleg afsökun - segir Friörik Skúlason tölvufræðingur Sportvörugerðin Mávahlíð 41 - Sími 562 8383 „í mínum eyrum hljómar þetta eins og léleg afsökun," segir Friðrik Skúlason, tölvufræðingur og einn fremsti tölvuveirubani heims, í samtali við DV. Orðrómur hefur verið um að skæð tölvuveira herji á tölvur í stjórnkerfinu, einkanlega þó í ráðuneytunum. DV leitaði nýlega upplýsinga hjá dómsmálaráðuneyt- inu um flölda gjafsóknarheimilda það sem af er kjörtímabili ríkis- stjómarinnar og í svari ráðuneyt- isins kemur fram að tölvufærð spjaldskrá sem ráðuneytið heldur um gjafsóknarbeiðnir hafi laskast og því sé ekki hægt að veita um- beðnar upplýsingar um gjafsóknir á árinu 1995. „Það eru ákveðnar tölvuveirur í gangi en ekkert meira hjá ráðuneyt- um en öðrum fyrirtækjum eða not- endum,“ segir Friðrik Skúlason. Friðrik segir að þær tölvuveirur sem fyrst og fremst séu að gera mönnum lífið leitt séu Word-skráa- veirur en þær eyðileggi ekki gögn. Hins vegar sé spurningin sú ef gögn hafa eyðilagst hvort um sé að kenna alvarlegri vanrækslu í starfi þeirra sem sjá um tölvukerfið sem felst í því að þeir trassa að taka afrit reglulega. Vissulega séu til vírusar sem geti eyðilagt gögn en engir slikir séu í Áfengið fyrir Evrópudóm- stóiinn „Það er erfitt að sjá fyrir sér að dómstóllinn komist að annarri nið- urstöðu vegna þess að það er ná- kvæmlega ekkert sem mælir með þessari einokun, hvorki heilsufars- leg rök né önnur,“ segir Ingvar J. Karlsson, framkvæmdastjóri Karls K. Karlssonar ehf., um álit lögfræði- legs ráðgjafa Evrópudómstólsins í Lúxemborg um að ríkiseinkasala á áfengi stríði gegn 30. og 37. grein Rómarsáttmálans. Aðspuröur um þau rök að heilsu- farssjónarmiðum sé betur borgið með ríkiseinkasölu segir Ingvar, sem jafnframt er læknir, að hann geti ekki komið auga á hvemig meiri hollusta sé fólgin í því fyrir neytandann að ríkisstarfsmaður rétti honum þessa tilteknu vöra en ef starfsmaður verslunar í einka- eign geri það. -SÁ Aflspennir bilaði í Vesturbyggð DVjTálknafirði: Aflspennir á Keldeyri i Tálkna- firði, sem miðlar rafmagni til Pat- reksfjarðar og Tálknafjarðar frá Mjólká, bilaði um fjögurleytið að- faranótt 4. mars. Mjög sjaldgæft er að slíkir spennar bili, aö sögn Ingi- mundar Andréssonar, svæðisstjóra Orkubús Vestfjarða á Patreksfirði. Unnið var í allan gærdag að bráðabirgðatengingu frá Bíldudal til Tálknafjarðar og lauk henni á fimmta tímanum. Sú tenging á að duga Tálknafirði ásamt því varaafli sem er á staðnum. Áður þurfti að þrískipta plássinu meðan á skömmttm stóð. Varaafl verður keyrt áfram á Pat- reksfirði og þarf ekki að grípa til skömmtunar þar. Væntanlegur er bráðabirgðaspennir vestur. Ekki er vitað um orsök bilunarinnar. -KA gangi hér á landi sem líklegir séu til að hafa grandað gögnum dómsmála- ráðuneytisins. En jafnvel þó svo væri þá eigi menn að eiga afrit. „Eigi þeir ekki afrit er ljóst að ein- hverjir eru ekki starfi sínu vaxnir,“ sagði Friðrik Skúlason. -SÁ AKRANES: Málningarþj. Mertro • Hljómsýn / BORGARNES: KB / HELLISSANDUR: Blómsturvellir / BOLUNGARVÍK: Laufið / ÍSAFJÖRÐUR: Póllinn / SAUÐÁRKRÓKUR: Hegri / AKUREYRI: Radióvinnustofan • Radiónaust • Metro • Tölvutæki-Bókval / HÚSAVÍK: Ómur / SEYÐISFJÖRÐUR: KH • Pétur Kristjánsson / EGILSSTAÐIR: Rafeind • KH / NESKAUPSTAÐUR: Tónspil / VOPNAFJÖRÐUR: Kauptún / HÖFN: Raf.þj. BB / SELFOSS: KÁ / VESTMANNAEYJAR: Brimnes • Tölvubær / KEFLAVÍK: Rafhús með lOOw RMS magnara, 61 diska geislaspillara, últvairpi, tvöföBdo segulbandi, vekjaira, 3 Way Riatöluruinni og flarstýringu SC-CH ooog viti menn! staðgreiðsluverð með 50 aiska safm aðeins... stæðunni fylgja staðgreiðsluverð án diska aðeins uswm Gullmolar úr sögu dægurlaqatónlistar og brot ár því besta úr heimi klassískrar tónlistar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.