Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Blaðsíða 28
36
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997
jigpönn
Meirihluta-
eign táknar
ekki yfirráð
„Það hefur aldrei verið íslend-
ingum nokkurs virði að eiga
meirihluta í Málmblendiverk-
smiðjunni á Grundartanga því
það felur ekki í sér virk yfirráð."
Finnur Ingóifsson ráöherra, á
Alþingi.
Að halda liðinu uppi
„Hér í þorpinu er þetta ekki
spurning hvort liðið haldi sér í
deildinni heldur hvort ég haldi
liðinu uppi.“
Héðinn Gilsson, handbolta-
hetja í Þýskalandi, í DV.
Ummæli
Tært fjallaloft frá álveri
„Ég leyfi mér að fullyrða að
mengun frá tilvonandi álveri er
á við hreint og tært fjallaloft
samanborið við mengun fiski-
skipaflotans."
Baldvin Björgvinsson rafvéla-
virkjameistari, í Alþýðublaðinu.
Aðgangurað
þjóðfélaginu
„Heymarlausir hafa ekki að-
gang að þjóðfélaginu."
Valgerður Stefánsdóttir hjá
Samskiptastöð heyrnarlausra
og heyrnarskertra, í Alþýðu-
blaðinu.
Rekja má mannanöfn fimm þús-
und ár aftur í tímann.
Mannanöfn
Elsta mannsnafn, sem vitað er
um, er að likindum nafn kon-
ungs sem ríkti í Efra-Egypta-
landi um 3050 f. Kr., það er fyrir
daga faraóanna. Hann er táknað-
ur sem sporðdreki með egypsku
myndletri og giskað er á að úr
því megi lesa Sekhen. Á íslandi
er elsta nafn, sem enn er notað,
kvenmannsnafnið Ýr en það
þekkist frá landnámsöld. Þekkt
er einnig karlmannsnafnið Án
frá sama tíma en það mun ekki
vera notað í dag.
Lengsta mannsnafn
Lengsta mannsnafn, sem lesa
má á fæðingarvottorði, er Rhos-
handiatellyeshiaunneveshenk
Koyaanfsquatsiuty Williams, f.
12. september 1984 í Texas, dóttir
James L. Willams og eiginkonu
hans. Algengt er að fólk af kon-
ungakyni fái vænan skammt af
skímarnöfnum og Don Alfonso
de Borbón y Borbón (1866- 1934),
langalangafabami Karls 3. Spán-
arkonungs, voru gefin alls 90
nöfn við skímina, sum þeirra
tvínefni með bandstriki sem enn
jók á lengdina.
Blessuð veröldin
Stystu nöfnin
Algengasta eins stafs eftir-
nafnið er 0, sérstaklega er það
algengt í Kóreu. í símaskrá
Bandaríkjanna em yfir fimmtíu
einstaklingar skráðir með eftir-
nafnið 0. Þetta nafn getur illi-
lega ruglað tölvur sem oft taka
það fyrir 0. Eftir rannsókn á
bandarísku símaskránni komst
Ross Eckler að því að allir stafir
stafrófsins eru til sem eins stafs
ættamöfn nema Q. Eins stafs
orð, sem hafa merkingu, eru
færri, þó era í Burma tvö slík, E
merkir rólegur og U merkir egg,
en U á undan mannsnafni í máli
Burma merkir frændi.
Slydda og rigning
Á Grænlandssundi er 965 mb
lægð sem grynnist og hreyfist norð-
austur. Um 1300 km suðsuðaustur af
Hvarfi er vaxandi 980 mb lægð sem
hreyfist hratt norðaustur í stefnu á
ísland.
Veðrið í dag
Þegar líður á daginn gengur í
austan og suðaustan storm með
slyddu suðvestan til en rigningu
suðaustanlands síðdegis. í nótt fer
djúp lægð norður yfir landið og bú-
ast má við stormi eða roki víða með
rigningu allra austast en snjókomu
víðast annars staðar.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
allhvöss eða hvöss suðvestanátt í
fyrstu en síðan minnkandi él. Aust-
an hvassviðri eða stormur og slydda
seint í dag. Gengur í norðan og
norðvestan storm með snjókomu í
kvöld. Vestan stinningskaldi og él
seint i nótt. Hiti verður yfirleitt ná-
lægt frostmarki.
Sólarlag í Reykjavfk: 19.02
Sólarupprás á morgun: 08.14
Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.36
Árdegisflóð á morgun: 05.02
Veðrið kl. 6 i morgun
Veðriö kl.
Akureyri
Akurnes
Bergstaöir
Bolungarvík
Egilsstaðir
Keflavikurflugv.
Kirkjubkl.
Raufarhöfn
Reykjavík
Stórhöföi
Helsinki
Kaupmannah.
Ósló
Stokkhólmur
Þórshöfn
Amsterdam
Barcelona
Chicago
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
Lúxemborg
Malaga
Mallorca
Miami
París
Róm
New York
Orlando
Nuuk
Vín
Winnipeg
6 í morgun:
alskýjaö -1
snjókoma 0
skafrenningur -4
snjóél á síö. kls. -5
snjóél á síö. kls. -3
snjóél -1
léttskýjaö -5
snjóél -2
snjóél -1
skýjaö 0
þokumóöa 5
léttskýjaö 1
þokumóöa 6
skúr 5
léttskýjað 6
alskýjaö -2
hálfskýjaö
léttskýjaö
þokumóöa
heiöskírt
þokumóöa
heiöskírt 10
þokumóöa 9
súld 9
þokumóöa 10
rigning 4
heiöskírt 21
skafrenningur -20
hrímþoka -2
heiöskírt -21
Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari:
Klassíkin tók við af poppinu
„Ég spila einleik i verki sem heit-
ir Elegía og er eftir Giovanni
Bottesinsi, sem oft hefur verið kall-
aður Paganini kontrabassans.
Hann samdi verk fyrir kontrabass-
ann til að koma hljóðfærinu á fram-
færi. Sjálfur ferðaðist Bottesini
víða og spilaði á kontrabassann, fór
síðan að stjóma hljómsveitum og
var meðal annars góður vinur
Verdis. Á tónleikunum mun ég síð-
an ásamt Gerði Gunnarsdóttur
fiðluleikara, sem er einnig einleik-
ari í kvöld, leika í verki Bottesini,
Grand duo,“ segir Hávarður
Tryggvason kontrabassaleikari,
sem er annar tveggja einleikara á
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands í kvöld. Hávarður lauk ein-
leiksprófi frá Ecole Normale de
Maður dagsins
Musique de Paris og starfaði síðan
í Belgíu. Hann hefur haldið ein-
leikstónleika í Frakklandi og á Is-
landi. Hávarður hefur verið fyrsti
kontrabassaleikari Sinóníuhljóm-
sveitarinnar frá árinu 1995.
Hávarður segir aðspurður að
nokkuð hafi verið samiö fyrir
kontrabassann eftir daga Bottesini:
„Þaö hefúr komið meira af verkum
Hávaröur Tryggvason.
fyrir kontrabassann, en tónlist
Bottesinis er auðvitað alltaf merkt
því að vera „virtúóstónlist" og er
Grand duoið gott dæmi um slika
tónlist frá honum. Á tuttugustu öld-
inni hefur verið skrifuð nútímatón-
list þar sem kontrabassinn er í
stóru hlutverki og einnig kammer-
tónlist þar sem kontrabassinn fær
oft veigamikið hlutverk.
Hávarður segist hafa verið byrj-
aður í poppinu áður en hann fór í
klassískt nám: „Ég byrjaði með
kunningjum og bróður mínum í
hljómsveitum. Við voram meðal
annars í hljómsveit saman sem hét
Demó, ég og Ólafur Árni Bjamason,
óperasöngvari. Þar var líka Siggi
Reynis trommari sem valdi þung-
arokkið. Út frá þessari spila-
mennsku kviknaði áhuginn á
kontrabassanum og fór ég í nám,
fyrst hér heima við Tónskóla Sigur-
sveins, hélt síðan til Parísar og var
þar í sex ár, fór þaðan til Belgíu þar
sem ég dvaldi önnur sex ár, spilaði
í flæmsku óperuhljómsveitinni og
var einnig í framhaldsnámi."
Hávarður spilar í kvöld í fyrsta
sinn sem einleikari með Sinfóníu-
hljómsveitinni: „Ég hef áður haldið
einleikstónleika hér heima og þá
með píanói, síðast 1994 í Listasafrii
Sigurjóns. Verkalistinn fyrir
kontrabassann er takmarkaðri en
fyrir selló, fiðlu og mörg önnur
hljóðfæri, en það eru þó til sónötur
og önnur sólóverk fyrir kontra-
bassa og annað hljóðfæri sem spil-
uð era.“
Hávarður sagði að tónlistin tæki
mestan tíma, enda væri hún helsta
áhugamálið en á sumrin sagðist
hann hafa gaman af að ferðast á
fröll, bæði gangandi og hjólandi. Eig-
inkona Hávarðs er Þórunn María
Jónsdóttir búnmgahönnuður. -HK
Myndgátan
Síðasti leikur-
inn í úrvals-
deildinni
Úrslitakeppnin um íslands-
meistaratitilinn í körfubolta
hefst um helgina og er þegar
ljóst hvaða átta lið leika um
þennan eftirsótta titil. Einn
frestaður leikur er eftir í deildar-
keppnninni og verður hann leik-
inn á Sauðárkróki í kvöld,
Tindastóll leikur á móti Keflvík-
ingum sem þegar eru orðnir
deildarmeistarar.
Iþróttir
Urslitakeppnin í 1. deild
kvenna í handboltanum er hafin
og eru tveir leikir í kvöld. í
Framheimilinu leika Fram og
Víkingur en Víkingur sigraði I
fyrsta leiknum. Stjaman fer síð-
an til Vestmannaeyja og leikur
við Eyjastúlkur. Stjaman vann
auðveldan sigur í fyrsta leikn-
um. Allir leikir kvöldsins hefjast
kl. 20.00.
Niðurfall undir pari
I kvöld kl. 20.00 opnar sýning-
in Niðurfall undir pari að
Smiðjustíg 3. Niðurfall á eflaust
eftir að koma mörgum í opna
skjöldu. í fréttatilkynningu segir
að sýningin sé sú tilgangslaus-
asta en jafnframt áhrifamesta
sem vitað er til að hafi farið
fram. Listamennirnir sækja inn-
blástur í tilgangslausar samræð-
ur. Tré, niðurföll, naut og rollur
ásamt ýmsum áhugaverðum list-
Sýningar
munum munu án efa valda óróa
og vekja ugg í heilabúi. Sýningin
stendur fram á sunnudag og fá
sýningargestir að fylgjast með
Skiddí-Gunnari sem mun hafa
aðsetur í sýningaraðstöðunni
um helgina.
Bridge
Svíinn Per Olov Sundelin fann
nýja leið til þess að tapa impum i
þessu spili sem kom fyrir á Forbo-
boðsmótinu hollenska í sveita-
keþpni í síðasta mánuði. Sundelin,
sem sat í austur, hafnaði í fimm
hjarta samningi og þurfti að spila
vel til að standa hann. Sagnir gengu
þannig, norður gjafari og enginn á
hættu:
4 DG85 «4 9 4 D2 * KDG1086
* 7 * D83 * G107654 * Á97 N V A S * K94 »4 ÁKG72 4 ÁK 4 543
4 Á10632 «4 10654 4 983 4 2
Norður 1 * 2 * 4 * p/h Austur Suður dobl 1 4 3 3 4 dobl pass Vestur 2 4 4 «4 5 44
Borðstokkur
eyþoR,--^—
Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn.
Sundelin fékk út lauftvistinn og
hann stakk upp ás í blindum, lagði
niður hjartaás og sá níuna koma hjá
norðri. Síðan lagði hann niður ÁK i
tígli og drottningin féll önnur.
Sundelin sá nú að norður átti senni-
lega skiptingima 4-1- 2-6 svo hann
svínaði nú hjartaáttu, tók tígulgos-
ann og tíuna og henti báðum lauf-
unum heima. Suður trompaði síð-
asta tígulinn, spilaði spaðaásnum
og meiri spaða, en Sundelin átti af-
ganginn af slögunum. Vel spilað og
Sundelin taldi að hann ætti varla að
tapa á spilinu - eða hvað? Á hinu
borðinu gengu sagnir þannig að
norður opnaði á einum spaða
(canapé - styttri litur sagður á und-
an), austur doblaði, suður sagði 4
spaða, vestur fimm tígla sem austur
hækkaði í sex. í þessari legu var
ekki vandamál að vinna samning-
inn og Sundelin tapaði 10 impum.
ísak Öm Sigurðsson