Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997
AÐALFUNDUR
LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS
Aðalfundur Lögmannafélags íslands, 1997 verður haldinn
föstudaginn, 7. mars nk., kl. 14 í Þingsal 1 á Hótel Loftleiðum.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 19. gr. samþykkta L.M.F.Í.
2. Önnur mál.
Stjórnin
Merkjasala
Slysavarnardeild kvenna í Reykjavík
verður með merkjasölu 8.-9. mars nk.
Merki verða afhent í Sóltúni 20
. frá kl. 16-19 föstudaginn 7.mars
og laugardaginn 8. mars frá 10-14.
Allur ágóði rennur til björgunarmála.
Styrkjum gott málefni.
Slysavarnardeild kvenna
DAGSBRÚN/FRAMSÓKN
Allsheijaratkvæðagreiðsla
um verkfallsboðun
Atkvæðagreiðsla um boðun allsherjarverkfalls á
samningssviði Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og
Verkakvennafélagsins Framsóknar fer fram dagana
10., 11., 12. og 13. mars 1997 kl. 9 -19 í húsnæði Dags-
brúnar, Skipholti 50d, 1. hæð, í vesturenda hússins.
Verkfallið komi til framkvæmda á miðnætti
23. mars 1997.
Félagar eru eindregið hvattir til að nýta sér
atkvæðisrétt sinn.
Reykjavík, 5. mars 1997
Kjörnefnd DAGSBRÚNAR/FRAMSÓKNAR
Utlönd dv
Átök milli albanska hersins og uppreisnarmanna í gær:
Hermenn hörfuðu
eftir 40 mínútur
Albanski herinn réðst til at-
lögu við uppreisnarmenn í
suðurhluta landsins í gær í því
skyni að berja niður allt andóf
gegn Sali Berisha forseta.
Leiðtogar á Vesturlöndum
hófu undirbúning að sáttaum-
leitunum til að binda enda á
ólguna í Albaníu sem hefur
leitt til dauða að minnsta kosti
tuttugu manna á síðustu dög-
um.
Sendinefnd frá Evrópuráð-
inu kom til viðræðna við al-
bönsk stjórnvöld í gær og á
fóstudag kemur utanríkisráð-
herra Hollands með fríðu föru-
neyti á vegum Evrópusam-
bandsins.
Albanska stjórnarandstaðan
hefur hvatt Vesturlönd til aö
grípa i taumana og fá Berisha
til að fallast á pólitíska lausn
ófremdarástandsins í landinu en
neyðarlög voru sett um helgina.
Stjórnvöld í Tirana sögðu að líf-
ið gengi sinn vanagang um allt
land.
Sjóncirvottar sáu hermenn hörfa
Grímuklæddur albanskur uppreisnarmaöur.
Símamynd Reuter
undan í stórum flutningabílum eft-
ir 40 mínútna bardaga við vopnaða
uppreisnarmenn austur af hafnar-
borginni Sarande, nærri landa-
mærunum að Grikklandi. Þeir sáu
að minnsta kosti fjóra uppreisnar-
menn og tvo hermenn særða og
starfsfólk sjúkrahúss sagði að
einn maður væri alvarlega sár.
„Þjóðin sigraði. Herinn, um
sextiu hermenn, fór í trukk-
ana sína og ók í burtu,“ sagði
Dimitris Stefos, íyrrum sýslu-
maður í Sarande, í símaviðtali
við Reuters fréttastofuna.
Einn særður uppreisnar-
maður sagði fréttamönnum að
herinn hefði farið að fyrir-
skipunum um að skjóta vopn-
aða uppreisnarmenn á færi.
Tilskipun var gefin út um það
á mánudag, sama dag og þing
Albaniu endurkaus Berisha í
embætti.
íbúar Sarande, sem sam-
band var haft við um síma,
sögðu að uppreisnarmenn
hefðu haldið kvöldfund á aðal-
torgi bæjarins og virt þannig
útgöngubann að vettugi, þeir hefðu
haldið byssum og börnum á lofti og
hrópað vígorð gegn stjómvöldum.
Reiði almennings er til komin
vegna hruns fjárfestingasjóða þar
sem hundruð þúsunda Albana
höfðu lagt inn aleiguna. Reuter
Jeltsín í herferð
gegn spillingu
Borís Jeltsín Rússlandsforseti hóf
í stefnuræðu í morgun herferð gegn
spillingu sem hann sagði koma í
veg fyrir umbætur í landinu. Síðar
í dag er búist við að Viktor
Tsjemomyrdín forsætisráðherra til-
kynni uppstokkun í stjórninni.
„Vandamálin vegna íjárhags-
glæpa og spillingar eru ekki lengur
bara lögreglumál heldur eru þau
orðin að pólítísku máli. Glæpa-
mennimir hafa boðið ríkinu birg-
inn og eru komnir í samkeppni við
það,“ sagði forsetinn.
Sumir stjórnmálaskýrendur telja
að Jeltsín vilji gefa Anatolí Tsjúbaí,
starfsmannastjóra sínum, frjálsar
hendur við stjórnun efnahagsmála
og að hann verði gerður að aðstoð-
arforsætisráðherra. Tsjúbaí, sem
þykir framúrskarandi skipuleggj-
andi, er vinsæll meðal erlendra fjár-
festa en kommúnistar, sem eru í
meirihluta á þingi, hata hann. Saka
þeir hann um spillingu vegna
einkavæðingartilraunanna. Reuter
Borís Jeltsín Rússlandsforseti skar
upp herör gegn spillingu í landinu í
ræöu sem hann hélt í þinginu í
morgun. Símamynd Reuter
Stuttar fréttir
N- og S-Kórea funda
1 kjölfar fúndar N- og S-
Kóreu í Bandaríkjunum eru
bandarísk yfirvöld vongóð um
að N-Kóreumenn taki þátt í al-
þjóðlegum viðræðum um frið á
Kóreuskaga.
Gagnrýna ísraela
Bandaríkin gagmýna ísraela
vegna íbúðasmíða fyrir gyðinga
en vilja þó ekki að Öryggisráð
SÞ gripi til aðgerða sem hindri
viðræður um frið í Miðaustur-
löndum.
íhuga tillögur
Fulltrúar Perústjórnar og
skæruliðar tóku sér dagsfrí í
morgun til að íhuga tillögur um
leiðir til að binda enda á gísla-
deiluna.
126 ára gömul
Elsta kona Brasilíu og jafnvel
elsta manneskja í heiminum,
Maria do Carmo Geronimo, sem
er fyrrum þræll, hélt á miðviku-
daginn upp á 126 ára afmæli
sitt. Hún er viö góða heilsu.
Reuter
UPPB0Ð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, sem hér segir á eftir-
________farandi eignum:_________
Drápuhlíð 47, 2. hæð og bílgeymsla
m.m., þingl. eig. Sveinbjörg Friðbjamar-
dóttir, gerðarbeiðendur Húsbréfadeild
Húsnæðisstofhunar og Iðnþróunarsjóður,
mánudaginn 10. mars 1997 kl. 10.00.
Gnoðarvogur 34, íbúð á 1. hæð t.v., þingl.
eig. Dýrleif Tryggvadóttir, gerðarbeið-
endur Kreditkort hf., Lífeyrissjóður versl-
unarmanna og Sparisjóður vélstjóra,
mánudaginn 10. mars 1997 kl. 13.30.
Grjótasel 1, 153,5 fm íbúð á 1. hæð og
bílageymsla, merkt 0102, þingl. eig. Öm
Jónsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki
íslands, Gjaldheimtan í Reykjavík og
Sameinaði lífeyrissjóðurinn, mánudaginn
10. mars 1997 kl. 13.30,________
Grjótasel 1, íbúð í kjallara, þingl. eig.
Hilmar Þór Amarson og Eva Lára Loga-
dóttir, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í
Reykjavík og Húsbréfadeild Húsnæðis-
stofnunar, mánudaginn 10. mars 1997 kl.
13.30.
Grundarhús 26, 4ra herb. íbúð á 1. hæð,
6. íbúð frá vinstri, þingl. eig. Bryndís
Markúsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingar-
sjóður verkamanna, mánudaginn 10.
mars 1997 kl. 10.00.
Hraunteigur 8, hluti, þingl. eig. Db. Emu
Amardóttur, bt. Steinunnar Guðbjartsd.
hdl., gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í
Reykjavík, mánudaginn 10. mars 1997
kl. 13.30.
Hrísrimi 21, þingl. eig. Skúli Magnússon,
gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðis-
stofnunar, mánudaginn 10. mars 1997 kl.
13.30.
Laufengi 170, íbúð á tveimur hæðum,
115,7 fm m.m., þingl. eig. Sigríður Ás-
mundsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingar-
sjóður verkamanna, mánudaginn 10.
mars 1997 kl. 13.30.
Laugamesvegur 86, íbúð á 1. hæð t.v.,
þingl. eig. Anna Josefin Jack, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins, Eftir-
launasj. starfsm. Búnaðarb., Eftirlauna-
sjóður Sláturfélags Suðurlands, Lífeyris-
sjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyris-
sjóðurinn Framsýn, mánudaginn 10. mars
1997 kl. 13.30.
Laugavegur 140, þingl. eig. Halldóra
Lilja Helgadóttir, gerðarbeiðendur Bún-
aðarbanki íslands, Byggingarsjóður ríkis-
ins, Gjaldheimtan í Reykjavík, Húsa-
smiðjan hf. og Sparisjóður Kópavogs,
mánudaginn 10. mars 1997 kl. 10.00.
Láland 24, þingl. eig. Hafsteinn S. Garð-
arsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki
íslands, Hellu, og Byggingarsjóður ríkis-
ins, mánudaginn 10. mars 1997 kl. 13.30.
Logafold 178, ehl. 50%, þingl. eig. Ingj-
aldur Eiðsson, gerðarbeiðandi Tollstjóra-
skrifstofa, mánudaginn 10. mars 1997 kl.
13.30.
Mávahlíð 1, hluti í rishæð, þingl. eig. Atli
ísleifur Ragnarsson, gerðarbeiðandi Ámi
Sighvatsson, mánudaginn 10. mars 1997
kl. 10.00.
Neðstaleiti 28, þingl. eig. Ágústína Guð-
rún Pálmarsdóttir, gerðarbeiðandi Bygg-
ingarsjóður ríkisins, mánudaginn 10.
mars 1997 kl. 13.30.
Pálmi m/b RE 405, skipaskrámr. 1761,
þingl. eig. Skeljahöllin ehf., Seltjamar-
nesi, gerðarbeiðendur Kaupþing hf. og
Landsbanki íslands, lögfrdeild, mánu-
daginn 10. mars 1997 kl. 13.30.
Rauðagerði 48, efri hæð og bílskúr, þingl.
eig. Steinunn Káradóttir, gerðarbeiðandi
Lagastoð ehf., mánudaginn 10. mars
1997 kl. 13.30.________________________
Reyðarkvísl 3 ásamt bflskúr, þingl. eig.
Ragnar Bragason og Kristín Olafsdóttir,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkis-
ins og Gjaldheimtan í Reykjavík, mánu-
daginn 10. mars 1997 kl. 10.00.
Reykás 49, íbúð merkt 0102, þingl. eig.
Valþór Valentínusson og Aðalheiður B.
Björgvinsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg-
ingarsjóður ríkisins og Tryggingamið-
stöðin hf., mánudaginn 10. mars 1997 kl.
10.00._________________________________
Rjúpufell 35, 4ra herb. íbúð á 1. hæð,
merkt 0101, þingl. eig. Jón Steingrímsson
og Kristín S. Sigurðardóttir, gerðarbeið-
andi Byggingarsjóður verkamanna,
mánudaginn 10. mars 1997 kl. 10.00.
Strandasel 7, 3ja herb. íbúð á 2. hæð,
merkt 2-1, þingl. eig. Elín Sæmundsdótt-
ir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður
verkamanna, mánudagirm 10. mars 1997
kl. 10.00._____________________________
Sörlaskjól 54, kjallaraíbúð, þingl. eig.
Hjörleifur Kristinsson, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins og Landsbanki
fslands, mánudaginn 10. mars 1997 kl.
10.00.
Teigasel 5, 3ja herb. íbúð á 4. hæð, merkt
4-1, þingl. eig. Heiða Sverrisdóttir, gerð-
arbeiðandi Gefla hf., mánudaginn 10.
mars 1997 kl. 10.00.
Unufell 25, 4ra herb. íbúð á 4. hæð t.h.,
merkt 4-2, þingl. eig. Hrafnhildur Jóna
Gísladóttir, gerðarbeiðendur Byggingar-
sjóður verkamanna og Gjaldheimtan í
Reykjavík, mánudaginn 10. mars 1997
kl. 10.00.
Vallarhús 22, 3ja herb. íbúð á 1. hæð, 2.
íbúð frá vinstri, merkt 0102, þingl. eig.
Jóhanna Katrín Eyjólfsdóttir, gerðarbeið-
andi Glitnir hf., mánudaginn 10. mars
1997 kl. 10.00.
Vesturás 49, þingl. eig. Jörundur Markús-
son og Ema Finnsdóttir, gerðarbeiðandi
Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn
10. mars 1997 kl. 13.30.
Víkurás 6, 2ja herb. íbúð, merkt 03-04,
þingl. eig. Svava Skúladóttir, gerðarbeið-
endur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar
og Sparisjóður vélstjóra, útibú, mánudag-
inn 10. mars 1997 kl. 13.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK