Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 7 Fréttir RS-veirufaraldur mun skæöari en áöur hér á landi: Barnadeildin full og sýkt börn í einangrun - börn geta veikst lífshættulega og vitað um eitt dauðsfall vegna veirunnar „Þaö hefur verið RS-veirufarald- ur í gangi undanfarinn mánuð og hann er mun skæðari nú en undan- farin ár. Bæði hafa böm orðið veik- ari og fleiri sýkst af þessari veiru. Böm sem eru með aðra undirliggj- andi sjúkdóma eins og hjarta- eða lungnasjúkdóma eða veiklað ónæm- iskerfi geta orðið mjög veik og jafn- vel lífshættulega veik ef þau fá RS- veiruna," segir Þórólfur Guðnason, smitsjúkdóma- og barnalæknir á Bamaspítala Hringsins, aðspurður um RS-veiruna sem verið hefur mjög skæð hér á landi að undan- förnu. Rúmlega mánaðargamalt bam lést á dögunum af völdum RS- veirunnar. Þórólfur segir að ekki sé vitað um fleiri dauðsföll af völdum veirunnar hér á landi en ástandið sé vissulega alvarlegt og þvi þurfi að vera mjög vakandi vegna sjúkdóms- ins. Sérstakar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar á bamadeild og böm með RS-veiruna verið sett í einangrun á deildinni til að hindra að veiran dreifist þar. Á fæðingar- deild Landspítalans hefur verið gripið til þess ráðs að banna allar heimsóknir bama yngi’i en 12 ára vegna smithættu. 10-15 börn í einangrun „Barnadeildin er fúll hjá okkur og 10-15 böm, smituð- af veimnni, hafa verið í einangrun á deildinni nú undanfarinn mánuð. Þetta hefur sett starfsemi deildarinnar nær al- veg úr skorðum og það hefur þurft að breyta skipulagi hér til að ein- angra bömin sem hafa fengið þessa sýkingu og hindra þar með að þau sýki önnur böm. Fystu einkenni sýkingarinnar era hiti, hor í nefi, hálssærindi, hósti og öndunarerfiðleikar. Sjúk- dómurinn tekur oftast eina til tvær vikur en getur dregist í allt að fjór- ar vikur. í flestum tilfellum ná böm sér vel eftir sjúkdóminn en eyma- bólga fylgir í þriðjungi tilfella og einnig aukast líkur á að böm fái asma. Þessi veira smitast á milli mann- fólks og lifir einungis í mönnum. Veiran kemur alltaf upp árlega og þá um miðjan vetm-. Við vitum alltaf af henni og eram nokkuð við- búnir þegar hún kemur. Það er mjög mismunandi hversu skæö hún verður og hversu margir veikjast, og hve margir þurfa á innlögn að halda. RS-veiran gengur út um allan heim í faröldrum svipað og hér á landi. 80% af börnum fá veiruna Veiran leggst á alla aldurshópa. Um 80% af bömum á fyrsta og öðra ári fá þessa sýkingu. Það eru litlu bömin á fyrsta árinu sem fara oft- ast verst út úr þessum sjúkdómi og það era gjaman þau sem við þurf- um að leggja inn. Um 30% fúllorðna fær sýkinguna sem kvef og hálssær- indi. Fullorðnir verða ekki mjög Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu að kynna sér áhöld sjúkra- flutningamanna. DV-mynd Kristján Árnessýsla: Björgunaraðgerðir æfðar DV, Selfoss: Lögreglan í Ámessýslu og slökkviliðsmenn Branavama Ár- nessýslu æfa nokkrum sinnum á ári saman og er samvinna þessara tveggja aðila í sambandi við bjögun fólks úr bílflökum. Ámessýsla er stór og þar aka um margir ferðamenn og aðrir bílstjór- ar árlega. Því verða björgunaraðilar að vera vel undir það búnir að mæta óvæntum uppákomum sem geta hent hjá gestum sem og heima- mönnum. Á dögunum fór fram æfing þar sem slökkviliðsmenn kynntust tækjum og áhöldum sjúkraflutn- ingamanna og þeir fræddust um klipputæki slökkviliðsins. Lögregl- an í Ámessýslu annast sjúkraflutn- inga í sýslunni en Brunavamir Ár- nessýslu hafa séð um rekstur og notkun á björgunarbúnaðinum, klippunum. -KE veikir af þessari sýkingu nema að þeir séu með mjög veiklað ónæmis- kerfi eða lungnasjúkdóma. Foreldrar með lítil böm, sem fá kvef og öndunarerfiðleika, ættu að leita til læknis til að fá greiningu á sjúkdómnum og vita hvort um er að ræða RS-veira eða ekki,“ segir Þór- ólfúr. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.