Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgrei&sla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgialds. Misjafnt smíðuð gæfan Félagsráðherra rangtúlkar niðurstöður rannsóknar í Seðlabankanum á skuldum heimilanna í landinu. Rann- sóknin sýnir, að skuldimar eru meiri og illviðráðanlegri á íslandi en á Vesturlöndum almennt. Hún sýnir, að miklu meira er um alvarleg vanskil hér á landi. Ráðherra kýs að einblína á, að þeir séu fleiri, sem séu í skilum, en hinir, sem séu í vanskilum, og að ástandið sé betra en ætla hefði mátt af umræðunni um það. Þann- ig gefur hann sér viðmiðanir, sem gera honum kleift að afskrifa vandann með einum blaðamannafundi. Það er alvarlegt, þegar 15.000 íslenzkar fjölskyldur eru í vanskilum, sem eru þriggja mánaða eða eldri. Það er alvarlegt, þegar 2,5% af heildarskuldum íslenzkra fjöl- skyldna eru í vanskilum. Það er alvarlegt, þegar íslenzk- ar fjölskyldur skulda samtals 276 milljarða króna. Raunar eru þessar tölur skýrslunnar úreltar, því að þær eru frá árslokum 1994. Á þeim tveimur árum, sem síðan eru liðin, hafa skuldir íslenzkra fjölskyldna aukizt úr 276 milljörðum í 350 milljarða eða um rúmlega fjórð- ung. Skuldastaðan hefur því versnað að mun. Yfirleitt eru þetta nýlegar skuldir, um 267 milljarðar eða 80% frá tímabilinu 1990-1996. Það sýnir, að vandinn er tiltöluleg nýr. Hann hefur fylgt séríslenzku efnahags- ástandi, sem stundum hefur verið kölluð kreppa og hef- ur meðal annars lýst sér í auknu atvinnuleysi. Fegrun félagsmálaráðherra á skuldastöðu heimilanna stafar af, að honum finnst ríkisstjórnin sem eins konar stóribróðir bera ábyrgð á fjármálastefnu heimilanna. Það er ranghugsun, því að þjóðin fullorðnast ekki, ef hún fær ekki að taka fjárhagslega ábyrgð á gerðum sínum. Fólk lendir að vísu ekki í vanskilum af ásettu ráði. Það missir atvinnu eða aukavinnu vegna samdráttar í efnahagslífmu. Það á erfiðara með að selja eignir og fá fyrra markaðsverð fýrir þær, af því að samdrátturinn hefur framkallað nýtt og lægra markaðsverð. Þegar slíkar sveiflur verða í atvinnulífmu, reynist fólk eiga erfitt með að fóta sig. Það hefur áður tekið djarfar fjármálaákvarðanir, sem byggjast á, að óbreytt efnahagsástand verði um ókominn aldur. Þegar forsend- urnar bregðast, reynast fjárhagsdæmin stundum of tæp. Stjórnvöld geta ekki tekið ábyrgð á ákvörðunum heimilanna eða á almennt hóflítilli bjartsýni íslendinga. Þau geta hins vegar sett á fót ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, komið upp léttara kerfi nauðasamninga og dregið úr ábyrgð manna á skuldbindingum annarra. Þetta hafa stjómvöld raunar sumpart þegar gert og eru sumpart að gera. Þau hafa einnig reynt að stuðla að vinnu- friði, sem heldur verðbólgu í skefjum og eykur kaupmátt almennings. Slíkar aðgerðir eru til þess fallnar að efla at- vinnu og auka öryggi í fjármálum heimilanna. Stjómvöld hafa hins vegar haldið lífskjörum niðri með því að hlíta ekki ráðum í málum sjávarútvegs og landbúnaðar. Þau halda uppi of miklum landbúnaði, sem er of dýr í rekstri. Og þau hafa látið undir höfuð leggjast að taka upp útboð á leigu veiðiheimilda á fiski. Þannig geta stjómvöld með aðgerðum eða aðgerða- leysi haft áhrif á ýmsar grundvallarstærðir í efnahags- málum, sem síðan hafa óbein áhrif á getu fólks til að standa við skuldbindingar. Stjómvöld geta hins vegar ekki tekið ábyrgð á endanlegum ákvörðunum fólks. Skýrslan um skuldir heimilanna sýnir fyrst og fremst, að þjóðin stendur ekki jafnfætis öðrum vestrænum þjóð- um í raunsæju mati á breytilegu gengi verðmæta. Jónas Kristjánsson „Bandaríkin eru Rómarveldi nútímans. Enginn getur ógnaö þeim nema þau sjálf,“ segir Ármann m.a. í grein sinni. Hugsjónin um Evrópu Arþúsundamót nálgast og það er órói í Evrópu. Seinasta árþús- und var skeið Evrópu en það er eins og liggi í loftinu að nú sé það á enda. Þessi öld var Evrópu erfið. Fyrra stríðið, þessi tilgangslausa slátrun, tók toll af henni og skildi hana eftir þróttlausa. í því síðara missti Evrópa forystu i heiminum til Bandarikjanna. Rómarveldi nútímans Bandaríkin eru Rómarveldi nú- tímans. Enginn getur ógnað þeim nema þau sjálf, þau munu aðeins hrynja vegna innri veikleika. Veigamestur þeirra veikleika er munurinn milli ríkra og fátækra sem gerir mörgurn ókleift að trúa á goðsagnir um land frelsis og tækifæra. Ef ekki verður reynt að brúa þetta bil eru Bandaríkin í hættu. Nú hafa þau að mestu vik- ið frá reaganismanum, sem gat ekki leitt til annars en skelfíngar, en eru enn land andstæðna þar sem allra veðra er von. Hitt stórveldið, Sovétríkin, er horfið en Kína hefur að mörgu leyti tekið sess þess. Rússland er nánast lamað þrátt fyrir mikinn styrk sinn og virðist úr leik i alþjóða- stjórnmálum. En það er stórhættulegt að vanmeta það. Rússland mun skipta verulegu máli fyrir þróun heimsins á næstu öld með einum eða öðrum hætti. Á árum kalda stríðsins skipti Evrópa óverulegu máli, Bandarík- in og Sovétríkin réðu ferðinni. Stórveldi Evrópu voru í rúst eftir stríðið en England veiklað og heimsveldið rann viðstöðulaust úr greipum þess. Frakk- ar voru ósáttastir við hlutskipti sitt og að frumkvæði Frakk- lands og V-Þýska- lands var grunnur- inn að Evrópusam- bandinu lagður. Loöin Evrópu- hugsjón Evrópusambandið er þannig stofnað sem möndull Frakk- lands og Þýskalands en ítalia þriðja hjól undir vagninum. Seinna fá fleiri ríki inngöngu, fyrst Eng- lendingar, þá Suður-, Norður- og Austur-Evrópa í nokkurn veginn þessari röð. Um leið hefur Evrópuhugsjónin orðið til. Markmiðið er nú sameining og um leið endurreisn Evrópu. Evrópuhugsjónin er loðin hug- sjón. Þó að hún eigi að heita al- þjóðleg hefur hún nokkuð af eðli þjóðemishyggju, mætti kalla þetta tilbrigði heimsálfuhyggju. Evrópa á að verða nýtt samfélag en engin eining ríkir um hvert inntak þess á að vera, margt bend- ir þó til þess að það eigi að vera samsull frjálshyggju og sósíal- isma enda eru miðju- flokkar yfirleitt sáttir við sambandið en hreinir frjálshyggju- og sósíalistaflokkar andvigir því. Alltaf valdapólitík Nú er Evrópusam- bandið á tímamótum. Valið stendur á milli þess að hrista ríkin, sem í því eru, betur saman eða hleypa fleiri ríkjum í kokk- teilinn og svo virðist sem síðari kosturinn muni verða ofan á. Samkvæmt Evrópuhugsjóninni á Rússland að vera í sambandinu enda ótvírætt menningarlegur hluti Evrópu. Þá munu aftur á móti áhrif Þjóðverja og Frakka minnka og það mun ráðamönnum þeirra vart að skapi. Evrópupóli- tíkin hefur nefnilega alltaf verið valdapólitík, stjórnmálaleikflétta sem var gefið hugsjónainntak. En um leið og hugsjónir kvikna er hætt við að þær taki völdin. Árþúsundamót nálgast. Hin gamla Evrópa hefur lifað af áfóll 20. aldar og vill rísa upp á ný. Eng- inn veit hvort þetta er svanasöng- ur álfu sem mun missa öll áhrif eða hvort Evrópa mun hafa sama styrk á næsta árþúsundi og hún hafði á því sem nú er senn á enda. Það verður aðeins ef hugsjónin um Evrópu fær inntak sem á er- indi við framtíðina. Ármann Jakobsson „Nú er Evrópusambandið á tíma- mótum. Valið stendur á milli þess að hrísta ríkin, sem í því eru, betur saman eða hleypa fleirí ríkjum í kokkteilinn og svo virðist sem síðarí kosturínn muni verða ofan á.“ Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræöingur Skoðanir annarra Tíðindi í efnahagslífinu „Bygging álversins á Grundartanga eru mikil tið- indi í íslenzku efnahagslífi, því stöðnun hefur ríkt í stóriðjuuppbyggingu hér á landi í nær þrjá áratugi, eða þar til stækkun álversins í Straumsvík hófst á liðnu ári. Uppbygging orkufreks iðnaðar hefur víð- tæk áhrif á atvinnu- og efnahagslif landsmanna. Allt að 350 manns munu fá störf á byggingartíma nýja ál- versins og um 150 fá þar vel launuð störf til framtíð- ar.“ Úr forystugrein Mbl. 2. apríl. Mórölsk ábyrgð „í dag er næstum mánuður frá því flutningaskip- ið Vikartindur strandaði á Háfsfjöru ... Málið er orð- ið að hreinu klúðri. Ríkisstjómin hefur ítrekað bent á, að það sé lögum samkvæmt hlutverk sveitarfélag- anna að bera ábyrgð á hreinsun strandstaðarins. Formlega kann það að vera rétt, en hér er ríkis- stjómin að skjóta sér undan móralskri ábyrgð i mál- inu. Viðkomandi sveitarfélag er örfámennt, og getur eðlilega ekki tekið ábyrgð á þeim mikla kostnaði, sem fylgir hreinsuninni. Það er kominn tími til að ríkisstjórnin axli móralska ábyrgð á hreinsuninni við Háfsfjöru." Úr forystugrein Alþbl. 2. apríl. Brestir í samstöðu „Brestir í samstöðu á Vestfjörðum og kröfur um lífskjarabætur utan launaumslags vekja athygli á að enn er ósamið við hina stóm blokk opinberra starfs- manna. Þar eru miklu flóknari mál á ferðinni. Munu opinberir starfsmenn kyngja annarra manna samn- ingum; hver verður samstaðan, innbyrðis, um það? Og hverjar verða kröfumar „umfram aðra“ - og samstaða með þeim í þjóðfélaginu?“ Stefán Jón Hafstein í Degi-Tímanum 2. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.