Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Side 15
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997
15
Eignaskiptayfirlýsingar
- nokkrar ábendingar
Húseigendur með
áform um sameiginleg-
ar framkvæmdir á
komandi ári ættu að
skoða eignaprósentur í
húsum sínum. Með ný-
settum lögum um fjöl-
eignarhús hafa þær í
mörgum tilfellum
breyst. Sérstaklega má
vænta breytinga á
eignarhlutum íbúða í
kjöllurum og risum.
Eigendur atvinnuhús-
næðis ættu ekki síst að
kanna sín mál. At-
vinnuhúsnæði er frá-
brugðið fjölbýlishúsum
og eignaprósentur á að
reikna eftir öðrum að-
ferðum. Lögin veita
mönnum heimildir til
slíks.
Fjölbýlishús
Húseigendur ættu að
skoða eignaprósentur í
húsum sínum. Viða
eru ófullkomnir eigna-
skiptasamningar í
gildi og stundum
styðst fólk aðeins við
prósentur úr afsölum.
Ef framkvæma þarf
dýrt viðhald á komandi
ári ættu menn áður en
framkvæmdir heíjast að ganga úr
skugga um að eignaprósentur séu
réttar. Kostnaður á borð við mál-
un utanhúss, sprunguviðgerðir og
lóðarframkvæmdir skiptist eftir
eignaprósentum. Nýsett lög um
fjöleignarhús hafa í mörgum til-
fellum breytt þessum hlutföllum
frá því sem áður var.
Nýsettar reglur tilgreina í smá-
atriðum hvemig reikna skuli eign-
arhluta út frá nettórúmmáli. Áður
var byggt á brúttó-
flatarmáli. Þess
vegna verða breyt-
ingar víða við end-
urreikning. Hlutur
kjallaraíbúða vex
til dæmis og hlutur
húsnæðis i risi
breytist. Viðhalds-
kostnaði er skipt
niður á eigendur
fjölbýlishúsa eftir
eignaprósentum.
Húseigendur sem
áforma framkvæmdir ættu þess
vegna að kanna eignaprósentur í
húsinu og láta gera nýja eigna-
skiptayfirlýsingu ef þær era rang-
ar.
Menn eiga að vanda til gerðar
Húseigendur sem áforma framkvæmdir ættu að kanna eignaprósentur í húsinu og láta gera nýja eignaskiptayfirlýsingu ef
þær eru rangar, segir Stefán m.a. í greininni.
nýrrar eignaskiptayfirlýsingar en
ekki að reyna að sleppa sem ódýr-
ast frá henni. Öll vafamál á að
leysa og eyða misskilningi.
Ágreiningur í fjölbýlishúsum rís
oftast eftir að eigendaskipti hafa
orðið og meiri hætta er á deilum í
minni húsum en stórum. Fólk ætti
sjálft að kynna sér nýju lögin um
fjöleignarhús og hvað einstök
ákvæði þeirra merkja.
Gott er að velja ráðgjafa til að
„Ágreiningur í fjölbýlishúsum rís
oftast eftir að eigendaskipti hafa
orðið og meiri hætta er á deilum í
minni húsum en stórum. Fólk ætti
sjálft að kynna sér nýju lögin um
fjöleignarhús og hvað einstök
ákvæði þeirra merkja.u
gera nýja eignaskiptayfirlýsingu
sem reiðubúinn er að mæta á
fundi húsfélags, útskýra atriði og
svara fyrirspurnum. Ráðgjöf á
ekki að velja eftir þóknuninni
einni.
Atvinnuhúsnæði
Gerð eignaskiptayf-
irlýsinga fyrir hús-
næði með blandaðri
notkun eða hreina at-
vinnunotkun er
vandasöm því at-
vinnuhúsnæði er
mjög frábrugðið fjöl-
býlishúsunum sem
lögin eru sniðin eftir.
Þess vegna er eigend-
um húsa með bland-
aða notkun heimilt að
víkja frá reglum sem
eru ófrávíkjanlegar
fyrir fjölbýlishús. Út-
reikningar skulu
byggjast á flatarmáli
og rúmmáli en heim-
ilt er að taka að auki tillit til ann-
arra þátta eins og verðmætis sér-
eignarhluta og fleira. Mikilvægt er
að eigendur nýti sér þessar heim-
ildir til að finna sanngjarnar
eignaprósentur. Útreikningar á
eignarhlutfollum í atvinnuhús-
næði verða sjaldan sanngjarnir
nema það sé gert, ekki síst þegar
séreignimar hafa mjög ólíka notk-
un. Eigendur eiga að láta ráðgjafa
sína gera tillögur um skiptingu og
Kjallarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
kynna áður en endan-
leg ákvörðun er tek-
in.
í atvinnuhúsnæði
þarf að kanna gaum-
gæfilega marga þætti
sem ekki skipta máli
í íbúðarhúsnæði.
Byggingarlag er til
dæmis oft þannig að
sanngjarnt sé að
skipta viðhaldi húsa
að utan á milli eig-
enda. Það er óheimilt
þegar hús er notað til
íbúðar að hluta eða
öllu. Allt jdra horð
hússins, þak, útvegg-
ir og gaflar er þá allt-
af í sameign allra. í
atvinnuhúsnæði má víkja frá þess-
ari reglu.
Meðal annarra vandamála at-
vinnuhúsnæðis eru bílastæði á lóð
sem eiga að tilheyra tilgreindum
séreignum. Einnig má nefna bygg-
ingarrétt og mörg fleiri atriði sem
snerta sameiginlegan rekstur.
Þessa þætti þarf alla að kanna
gaumgæfilega áður en gengið er
frá eignaskiptayfirlýsingu.
Stefán Ingólfsson
Fátækt og flottræfilsháttur
Sú sérkennilega og misvísandi
umræða um fátækt hér á landi
sem heyrst hefur undanfarið er
ekki ný. Lengi hafa menn tíðkað
að horfa hver af sínum hóli til
samfélagsins og virðast að mestu
hættir að horfa í kringum sig.
Valdsmenn lesa úr skýrslum eitt
mesta góðæri íslandssögunnar
meðan hjálparmenn fólksins
standa frammi fyrir erfiðri fátækt
sem ekki rénar og báðir hafa rétt
fyrir sér.
Grimmur veruleiki
Fátækt í riku
samfélagi er
grimmur veruleiki
og í raun ástæðu-
laus. Ástæðurnar
eru annars vegar
gömul og úrelt lög
og reglur þar sem
byggt er á gömlum
og úreltum viðhorf-
um og hins vegar
sú heimspeki að
mannlífið sé aðeins
aukabúgrein hjá efnahagslífinu.
Hvort tveggja sameinast í þeirri
áráttu að fela fátæktina, m.a. með
fölsun upplýsinga og flottræfils-
hætti.
í skýrslu um samanburð á kjör-
um hér og í nágrannalöndunum
eru birtar villandi upplýsingar um
húsnæðiskostnað hér á landi og í
nefndarskýrslu um fátækt eru
tekjurnar tíundaðar en útgjöldum
sleppt. Raunveruleg kjör verða þó
varla mæld nema bera saman
debet og kredit. Meðan skuldasöfn-
un heimilanna er utan
umræðunnar er hún
marklaus.
Úrelt kerfi
Flottræfilshátturinn
birtist t.d. í byggingum
ýmiss konar og er inn-
byggður í húsnæðis-
stefnuna þar sem nær
öll opinber aðstoð er
veitt húseigendum og
enn klifað á þeirri
geldu klisju að fólk
skuli „koma sér þaki
yfir höfuðið". Þetta er
löngu horfið, fólk kaup-
ir sér íbúðir eða tekur
þær á leigu.
Hér er víðáttumeira
húsnæði pr. mann en
annars staðar þekkist og oft talið
merki um velmegun. Skuldir
heimilanna sýna að þarna er úrelt
kerfi að búa til falska velmegun
með hrikalegum afleiðingum. Hér
hefur aldrei mátt nefna leiguíbúð-
ir af hræðslu um slömm, en
slömm er það kallað
er fátæktin verður
sýnileg.
Borgarstjórinn í
Rvk segir t.d. að nú
séu 350 heimili á
hiðlista eftir leiguí-
búðum. Á sama
tíma er Húsnæðis-
nefhdin að byggja í
Grafarvogi fél.
eignaríbúðir sem
kosta um 10 milljón-
ir kr. Annað dæmi
um úrelt viðhorf
eru kiarasamning-
arnir sem enn taka
mið af yfirvinnu.
Sá hugsunarháttur
að fólk vinni tvö-
falda yfirvinnu,
byggi sjálft yfir sig húsnæði og ali
upp bömin um leið er ekkert ann-
að en gamalt rugl sem viðhaldið er
vegna heimsku og sérhagsmuna.
Afleiðingarnar eru hættulegar
eins og dæmin sýna.
Jón Kjartansson
„Sá hugsunarháttur að fólk vinni
tvöfalda yfirvinnu, byggi sjálft yfír
sig húsnæði og ali upp börnin um
leið er ekkert annað en gamalt
rugl sem viðhaldið er vegna
heimsku og sérhagsmuna. “
Kjallarinn
Jón Kjartansson
form. Leigjendasamtak-
anna
Með og
á móti
Aöalsteinn
Baldursson,
formaöur fisk-
vinnsludeildar
Verkamanna-
sambandsins.
en
Samningar fiskverkunar-
fólks
Ágætir samn-
ingar
„Að mínu
mati eru þetta
ágætir samn-
ingar. Undir-
búningur fyrir
þessa samninga
var mjög góður
og farið var eft-
ir kröfum og
óskum fiskverk-
unarfólks. Það
hefur náðst
heilmikið af
sérmálum fisk-
verkunarfólks.
Að sjálfsögðu
hefði ég viljað
sjá hærri krónutöluhækkun
varð en menn komust ekki lengra
í þetta skipti. Við náðum þyi fram
nú að fá hluta af kaupaukanum
inn í tímakaupið sem hefm- verið
krafa fiskverkunarfólks. Við náð-
um því fram að reiknitala bónuss,
sem átti ekki aö hækka, mun
hækka um næstu tvenn áramót.
Þá kemur frá og með næstu ára-
mótum kauptrýgging upp á 70
þúsund krónur sem kemur fisk-
verkunarfólki vel ef lokað er
vegna hráefnisskorts. Við náðum
því líka fram að þeir sem eru
yngri en 18 ára byrja ekki á
lægstu töxtum heldur eins og þeir
væru 18 ára. Þá náðist einnig að
starfsaldur er færður úr 10 árum í
7 ár sem þýðir verulega hækkun
fyrir marga og þá lengist orlof úr
25 í 27 daga. Við fengum í gegn
breyttar áherslur á orlofsmálum
og að fólk á nú í fyrsta sinn rétt á
launalausu leyfi í 6 mánuði eftir 5
ára starf. I fyrsta skipti verður
tekið á málefnum farandverka-
fólks, sem er afar mikilvægt. Þá
hækkar kaup verulega fyrir yfir-
vinnu, vaktaálög, veikindadaga og
þá daga sem engin vinnsla er í
gangi. Stór þáttur í þessu er að nú
á fiskverkunarfólk rétt á kaup-
tryggingarsamning ieftir 4 mán-
uði í stað 9 mánuða áður. Fólk fær
nú líka desemberuppbótina eftir
12 vikna starf en ekki 20 vikna
eins og var.“
Sirkusæfingar
„Þessi samn-
ingur Verka-
mannasam-
bandsins er því-
lík nauðvöm
hjá verkafólki
að ég hélt: ég
ætti ekki eftir
upplifa annað
. eins. Menn eru
PeXurJ^ búnir að sigla
son, forseti Al-
þýðusambands
Vestfjaröa.
út úr þjóðarsátt-
inni og eiga að
fara að taka
uppskeruna en
þá fer hún til allt annarra hópa í
samfélaginu. Samningurinn sem
nú er gerður er þannig að hann gef-
m- að vísu 20% kauphækkun til
þeirra sem ekkert álag hafa. Þeir
sem eru aftur á móti í bónusi, sem
er fiskvinnslut'ólkið m.a., fá aftur á
móti miðað við venjulegt iyrirtæki
aöeins 4% kauphækkun í heildina.
Það byggist á því að það sem er
fram yfir það þarf fólk að leggja
með sér af bónusnum inn í þetta
tímakaup. Ég kalla þetta sirkusæf-
ingar og Verkamannasambandið á
ekki að vera þekkt fyrir svona
vinnubrögð. Hjá fyrirtæki sem hef-
ur fáa fiskleysisdaga hefur fólkið
minnst út úr þessum samningi.
Þeir sem leggja mest á sig við fram-
leiðsluna fá minnst út úr þessu. Því
meira sem fólk leggur sig fram við
framleiðsluna því minna fær það
borgað. Ef menn eru i fyrirtækjum
þar sem unnið er annan hvem dag
í fiski en hinn ekki þá hagnast
menn á samningnum. Svona
snælduvitlausan samning hef ég
aldrei séð á ævinni." -RR