Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Page 28
36 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 Útför sjómanna- stéttar „Síðan 1988 hafa tapast til út- lendinga milli 300 og 400 ársstörf sem er svipað og heilt álver. Ef ekki verður spornað við þessari þróun á næstunni stefnir allt í útför íslenskrar sjómannastétt- ar.“ Jónas Ragnarsson og Magnús Harðarson í DV. Svik og prettir „Við nánari eftirgrennslan hefur reyndar komið í ljós að í kjölfar nefnds Magnúsar eru svik, prettir og ólögleg starfsemi reglan, ekki undantekningin." Matthías Kristiansen, formað- ur Foreldrafélags misþroska bama, í Degi-Tímanum. Ummæli Guð með húmor „Við höfum ekki annað en gott af því að hver og einn skoði hug sinn í þessum málum og mín skoðun er sú að Guð hafi húmor.“ Karl Ágúst Úlfsson um um- deildan Spaugstofuþátt í Mbl. Vídeó-börnin vita ei „Það er ekki verra að vita hvaðan ullin og mjólkin koma og ég óttast að vídeó-börnin séu ekki lengur alveg með það á hreinu." Kristján Eldjám Þorgeirsson í Degi-Tímanum. Gott gabb „Ég hélt að þetta yrði dúndur- uppboð. Ég ætlaði að kaúpa eitt- hvað, t.d. sjónvarp því mitt gamla var orðið ónýtt. Annars var þetta þrælgott gabb.“ Gísli Guðmundsson í DV en hann hljóp apríl þegar DV og Bylgjan brugðu á leik 1. apríl. Mont-Saint-Michel breytist í eyju á flóöi. Sjávarföll merkileg Að jafnaði líða 12 klukku- stundir og 25 mínútur á milli sjávarfalla. Mont-Saint-Michel er úti fyrir strönd Normandí í Frakklandi og það er gott og frægt dæmi um hvað sjávarföll geta sett mikinn svip á umhverf- ið. Um fjöru tengir 914 metra langur upphækkaður vegur stað- inn við meginlandið en um há- £Lóð breytist hann í eyju. Blessuð veröldin Grænland stærst Að frátalinni Ástralíu, sem yf- irleitt er talin meginland, er Grænland (Kalaatdlit Nunaat frá 1. maí 1979) talin stærsta eyja heims, 2.175 ferkílómetrar. Vit- neskja bendir til þess að Græn- land sé 1 raun nokkrar eyjar huldar þykkum íshjúpi. Án ís- hettunnar væri flatarmálið 1.680.000 ferkílómetrar. Reyndar má geta þess að ef ísinn bráðn- aði af Grænlandi myndi land sennilega rísa svo mikið að úr yrði ein samfelld eyja. Stærsta eyja hnattarins er Fraser Island út af Queensland í Ástralíu, 120 km löng sandalda. Snjókoma eða slydda Yfir Norður-Grænlandi er 1035 mb hæð en vaxandi lægð um 700 km suður af Hvarfi hreyfist norðaustur. Veðrið í dag Næsta sólarhringinn er gert ráð fyrir hægri norðaustanátt en síðar austanátt og í fyrstu éljum um norð- anvert landið en annars léttskýjuðu. í nótt gengur i austan- og suðaust- ankalda eða stinningskalda með snjókomu en síðar slyddu eða rign- ingu, fyrst sunnanlands. Frost verð- ur um allt land í dag en í nótt hlýn- ar. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustan- og síðar austangola og bjartviðri í dag en suðaustanstinn- ingskaldi og slydda í nótt. Frost verður á bilinu 3 til 5 stig en I nótt hlýnar. Sólarlag í Reykjavík: 20.25 Sólarupprás á morgun: 06.35 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.15 Árdegisflóð á morgun: 03.46 Veörið kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél -6 Akurnes léttskýjaö -4 Bergstaöir skýjað -4 Bolungarvík skýjaö -7 Egilsstaöir úrkoma í grennd -5 Keflavíkurflugv. léttskýjaö -3 Kirkjubkl. léttskýjað -5 Raufarhöfn alskýjaö -5 Reykjavík heiöskírt -6 Stórhöfði léttskýjað -3 Helsinki rigning 2 Kaupmannah. þokumóöa 7 Ósló léttskýjaö 6 Stokkhólmur rigning 8 Þórshöfn snjóél á síð.kls. -0 Amsterdam þokumóöa 9 Barcelona þokumóöa 10 Chicago skýjaö 13 Frankfurt léttskýjaö 5 Glasgow skúr á síð.kls. 4 Hamborg skýjaö 9 London mistur 8 Lúxemborg mistur 6 Malaga þokumóða 13 Mallorca heiöskírt 5 París léttskýjaö 7 Róm heióskírt 4 New York heiöskírt 9 Orlando heióskírt 15 Nuuk ~12 Vín heiöskírt 7 Washington léttskýjaó 13 Winnipeg léttskýjað -0 Sigurbjörn Haraldsson bridgespilari: Það er ekkert skemmti- legra en að spila bridge DV, Aknreyri: „Ég var 13 ára þegar ég fór í fyrsta skipti með bróður mínum upp í golfskála til að spila bridge. Það er alveg óhætt að segja að þá hafi ég kunnað mjög lítiö fyrir mér í þessari iþrótt en einhverja tilsögn haföi ég þó fengið hjá bróð- ur mínum,“ segir Sigurbjöm Har- aldsson, bridgespilari frá Akur- eyri. Hann var einn þeirra sem skipuðu sigursveit Antons Har- aldssonar frá Akureyri er sveitin varð íslandsmeistari um páskana og mun Sigurbjöm, sem er 18 ára, vera yngsti spilarinn sem þann tit- il hefur hlotið. Sigurbjöm segir að eftir golf- skálaferðina fyrir 5 árum hafi ekki verið aftur snúið og hann hafi síð- an verið félagi í Bridgefélagi Ak- ureyrar og spili þar i hverri viku og stundum oftar. Hann byrjaði strax keppni og hefur orðið ís- landsmeistari í sveitakeppni yngri spilara en í fyrra keppti hann fyrst 4__________________^ Sigurbjörn Haraldsson. DV-mynd Is Maður dagsins í opnum flokki í sveit Antons sem þá hafnaði í 2. sæti íslandsmótsins eftir að hafa haft forustuna lengi vel. „Þetta var ekki öruggur sigur hjá okkur núna og virtist reyndar vonlaus þegar tvær umferðir voru eftir. Við höfðum lent í brekku og virtumst hafa misst af titlinum. Það átti þó fyrir efstu sveitunum að liggja að lenda í slíkri brekku en þær komu ekki standandi nið- ur og við urðum meistarar." Sigurbjörn er á náttúrufræði- braut í Menntaskólanum á Akur- eyri en segir óljóst hvað taki við að loknu stúdentsprófi. Og það kemst ekki margt annað að en bridge í tómstundum. „Ég skrepp stundum í körfubolta með skólafé- lögunum en annars fer allur frí- tíminn í bridge. Þetta er svo al- hliða íþrótt og miklu fjölbreyttari en t.d. skák sem mér flnnst einhæf íþrótt. Það er áreiðanlegt að það er ekkert skemmtilegra en bridge," segir Sigurbjöm Haraldsson.-gk Myndgátan Lausn á gátu nr. 1772: Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Harpa Melsted skoraði grimmt í fyrrakvöld. tÚrslitakeppni: Önnur lota Önnur lota úrslitakeppni ís- landsmótsins í handknattleik kvenna- og úrvalsdeildarinnar í körfubolta verður í kvöld. í handboltanum taka Haukastúlk- ur á móti stöllum sínum í Stjörn- unni og þær síðarnefndu hafa harma að hefna. Keflvikingar og Grindvíkingar mætast öðru sinni í Grindavík í kvöld og þá ætla heimamenn sér örugglega að jafna metin. Iþróttir Á Selfossi mætast íslendingar og Kínverjar öðru sinni í lands- leik í handknattleik. Leikirnir eru liður í lokaundirbúningi okkar manna fyrir HM í Japan í næsta mánuði. Á Reykjavíkurmótinu I knatt- spyrnu mætast KR og Valur klukkan 20.30 á gervigrasinu í Laugardal og í deildarbikarnum mætast Stjaman og Afturelding kl. 20.30 á Ásvöllum. Á sandgras- inu í Kópavogi mætast síðan Breiðablik og Ægir, sömuleiðis kl. 20.30. Bridge Segja má að úrslit Landsbanka- mótsins í sveitakeppni hafi ráðist í 8. umferð þegar sveit Búlka vann stórsigur, 25-4, á sveit Landsbréfa. Fyrir þá umferð hafði sveit Lands- bréfa 18 stiga forystu á sveit Antons Haraldssonar. Sveit Antons náði hins vegar tveggja stiga forystu á sveit Landsbréfa í 8. umferðinni (með 24-6 sigri i sínum leik). Fyrsta spilið í síðari hálfleik í leik Búlka og Landsbréfa var fjöragt þó að það hafi fallið í samanburðinum. Sagnir gengu þannig 1 opnum sal, norður gjafari og allir á hættu: f Norður •* K104 -f K1062 4 Á2 * ÁK63 V ■f Vestur * 9872 * Austur D3 f 5 é KG108753 Norður Austur Suður Jón B. Sigtr. Sævar 1 * 3 f 3 •* 5 pass 5 * 7 + p/h Vestur Bragi 5 f pass Jón Baldursson og Sævar Þor- björnsson sóttu spilið alla leið upp í 7 hjörtu, enda á það góða möguleika á að standa. Sævar drap tígulútspil vesturs á ás og henti spaða heima. Hann trompaði strax tígul, lagði niður hjartaás og spilaði síðan hjarta á kónginn. Enn kom hjarta á áttuna heima og síðan ÁK í laufí og lauf trompað heima. Nú var hjarta- niunni spilað á tíuna í blindum, síð- asta lauflð trompað og Sævar sá að austur ætti sennilega 2-1-7-3 skipt- ingu (frekar en 1-1-8-3). Vestur var líklegri til að eiga spaðadrottning- una og þvi var spaðaás lagður niður og spaðatíunni svínað. ísak Öm Sigurðsson Skýst í efsta sætið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.