Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 Gallerí, Ingólfsstræti 8. Sýning á verkum eftir Þorvald Þorsteinsson stendur til 27. apríl. Opiö fim.-sud. kl. 14-18. Gallerí Fold, Rauöarárstíg. Laugardaginn 5. apr- íl kl. 15 verður opnuö sýning á verkum Daða Guð- bjömssonar í baksal Gallerí Foldar. Galleríið er opið daglega frá kl. 10-18, laugard. frá kl. 10-17 og sunnud. i frá kl. 14-17. GaUerí Homið, Hafiiarstræti 15. Sýning á verk- um Elínar P. Kolka og Sigríðar Einarsdóttur er opin s alla daga nema páskadag kl. 11-23.30 til 16. apríl. Gallerí Sýnirými. í Gallerí Sýniboxi: Þórarinn Blöndal; í Gallerí Barmi: Margrét Lóa Jónsdóttir; Gallerí Hlust; Sigtryggur Magnason; í Gallerí 20 mz: i Guðrún Hjartardóttir. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9. Sýning j Páls á Húsafelli stendur til 16. apríl. Opið frá kl. 10- 18 virka daga. Gerðuberg. Sýning á verkum eftir Magnús Tóm- asson verður opnuð 6. apríl og stendur til 26. maí. j Sýningin er opin fímmtud. til sunnud. frá kl. 14-18. Hafnarborg. Síðasta sýningarhelgi: Sæmundur Valdimai-sson í aðalsal, Sigrún Harðar í Sverrissal j og Elías B. Halldórsson í kaffistofú. Opið alla daga j nema þriðjudaga frá 12-18. Kaffi-Lefolii og Húsið á Eyrarbakka. Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir myndlistarmaður er með sýn- j ingu til aprilloka. Kaffi-Lefolii er opið kl. 12-24 virka ■ daga og 12-2 um helgar. Húsið er opið 14-17 frá skír- j degi til annars páskadags og laugardaga og sunnu- ; daga allan aprílmánuö. Kaffihús SÁÁ, Úlfaldanum, Ármúla 40. Teikn- ingar Alexanders Ingasonar sýndar til 10. apríl. Opið alla virka daga frá kl. 20-23.30, um helgar frá kl. 14-23.30. Kjarvalsstaðir. Laugardaginn 5. apríl kl. 16 verður opnuð sýning á verkum eftir bandaríska listamanninn Larrys Bells. Sýningin stendur fram til 11. maí. Opið dag- ■ lega kl. 10-18. Kjarval: Lifandi land. Listhús 29, Strandgötu 39, Hafiiarfirði. Síðasta j sýningarhelgi Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur. í Opið mán.-fös. kl. 10-18 lau. kl. 12-18 og sud. kl. I 14-18- Listhúsið Laugardal, Engjateig 17. Verk eftir j Sjöffi Har. Opið virka daga frá kl. 13-18 og lau. kl. 11- 14. Listacafé, Listhúsi, Laugardal. Magdalena Mar- :s grét Kjartansdóttir sýnir verk sín. Listasafii ASt Ásmundarsalur, Freyjugötu 41. j! Sýning á verkum Kristjáns Steingríms. Opið þriðjud. : til sunnud. kl. 14-18. Listasafii íslands. Ný aðfóng, síðasta sýningar- j helgi. Opið kl. 11-17 nema mán. Listasafn íslands, Bergstaðastræti 74. Safh Ás- gríms Jónssonar, vatnslitamyndir, febrúar-maí. Safnið er opið um helgar, kl. 13.30-16. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafii, Hamraborg 4.Laugardaginn 5. apríl kl. 15, opnar Helga Einars- dóttir listmálari sýningu í Vestursal, Gréta Mjöll ; Bjamadóttir opnar sýningu á neðri hæð og Sveinn - Bjömsson listmálari opnar sýningu í austursal. Sýn- : ingamar stenda til 27. apríl. Opið alla daga nema , mánud. frá 12-18. Listasafn Sigmjóns Ólafssonar, Laugamesi. í Sérstök skólasýning með völdum verkum eftir Sigur- í jón. Opið lau. og sun. kl. 14 og 17 og eftir samkomu- lagi. Listhús 39, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Síðasta sýningarhelgi á verkum Guðrúnar Benediktu Elias- j dóttur. Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 12-18 og sun. kl. 14-18. Listhúsið í Laugardal, Engjateigi 17. Verk eftir | Sjöfn Har. Opið virka daga kl. 13-18 og lau. kl. 11-14. Listþjónustan, Hverfisgötu 105. Sýning á verk- j um eftir Braga Ásgeirsson til 6. apríl. Opið alla daga ; nema mán. frá kl. 12-18 og um helgar frá kl. 14-18. Mokka, Skólavörðustíg 3A. Norræna húsið.Nú stendur yfir sýning listmálar- ■ ans Sigurðar Þóris og einnig í Galleríi Ófeigs, Skóla- j vörðustíg 4. Síöasta sýningarhelgi. Opið daglega kl. 14-19 mán.-lau. og sun. kl. 12-19. Nýlistasafhið, Vatnsstíg 3B. Sjónarhóll, Hverfisgötu 12. Sýning á verkum eft- ir Magnús Tómasson verður opnuð 6. apríl og stend- ur til 27. apríl. Opið fim.-sun. kl. 14-18. Skruggusteinn, Hamraborg 20 a, Kópavogi. Rannveig Jónsdóttir sýnir teikningar til 25. arpíl. j Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 12-18 og laug- ardaga kl. 11-16. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6. Sýning Guðrúnar Svövu Svavarsdóttin á vatnslitamyndum til 13. apr- fl. Opið alla daga kl. 14-18. Tehúsið í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Nú i stendur yfir sýning á skúlptúrverkum Ragnhildar Stefánsdóttur myndhöggvara til 20. apríl. Opið á laugardögum milli 14 og 17. Úrbanía, Laugavegi 37. Sýning á verkum eftir j Steingrim Eyfiörð til 20. apríl. Önnur hæð, Laugavegi 37. Sýning á verkum Ey- j borgar Guðmundsd. er opin á mið. frá 14-18. * " ÍUim helgina a. ^ -A_L. Grænmetis- og baunaráttahlaðborð til að fjármagna Noregsferð: Ætlum að kynna okkur rétt mataræði og áfallahjálp fyrír krabbameinssjúka „Við erum á leið til Noregs og ætlum að afla okkur þar þekkingar á réttu mataræði og áfallahjálp fyrir krabbameins- veikt fólk og aðstandendur þess. Við munum dvelja á heilsuhæli í Noregi sem heitir Montebello Center og þar er fyrir Norðmaðurinn Helgi Danielsen sem mun vera einn sá færasti í að útbúa fæði fyrir krabbameinssjúka," segja þær Kolbrún Karlsdóttir og Jónína Amdal. Þær verða í ferðinni 21.-29. april nk. á eigin vegum og safna sjálfar fyrir henni með því að halda grænmetis- og baunaréttahlaðborð að Hamrahlíð 17 í dag fostudag, klukkan 18.30-23.30. „Það kostar þúsund krónur á mann og við vonum að sjá sem flesta að styrkja góðan málstað. Við teljum þetta mjög ~~ segja Kolbrún Karlsdóttir og Jónína Arndal mikilvæga ferð og með þekkingu á þessu getum við unnið mjög mikil- vægt starf fyrir krabbameinsveikt fólk,“ segja þær Kolbrún og Jón- ína. Þær eru báðar í Líknar- og vinafé- laginu Bergmáli sem hefur það á stefnuskrá að hlúa að krabbameins- veiku fólki. Félag- ið hefúr verið með orlofsdvalir sið- ustu tvö sumur fyrir fólk með krabbamein og einnig fólk með annars konar sjúkdóma. „Bergmál hefur náð að fjár- Þær Kolbrún Karlsdóttir og Jonína Arndal eru á leiö til Noregs þar sem þær ætla aö kynna sé rétt mataræöi og áfallahjálp fyrir krabbameinsveikt fólk og aöstand- endur þess. magna þetta dæmi með góðvilja fyrirtækja og einstaklinga. Ókkar fólk hefur unnið mikla DV-mynd GVA sjálfboðavinnu við þetta verk- efni og oftast í sumarfríunum," segja Kolbrún og Jónína. -RR Islandica í Borgarfirði Það gerist vart þjóölegra. Mynd af hljómsveitinni Islandicu frá því árið 1991 en hljómsveitin hefur veriö starfandi í hartnær áratug. Þjóðlagahljóm- sveitin Islandica heldur tónleika í Mótel Venusi í Hafnarskógi við Borgarnes á sunnudaginn á vegum Tónlistar- félags Borgarfjarð- ar og hefiast tón- leikamir kl. 16. Hljómsveitin Is- landica hefur ver- ið starfandi í hart- nær áratug og hef- ur frá upphafi ein- beitt sér að flutn- ingi íslenskrar al- þýðutónlistar. Gísli Helgason leikur á flautur og melódíku, Herdís Hallvarðsdóttir á bassa, Ingi Gunnar Jó- hannsson á gítar og Guðmundur Benediktsson á hljómborð og gítar. Um söng- inn sjá þau fiögur í sameiningu. Á efnisskránni eru fyrst og ffernst íslensk þjóðlög og aðrar alþýðuperlur en ýmis önnur lög úr fórum hljómsveitarmeðlima fljóta þó einnig með. Útsetningar era flestar gerðar af Gísla Helgasyni en hljómsveitin fer oft ótroðn- ar slóðir í útsetningum sínum, einkum á þjóð- lögunum. Orms- tunga á Hellu Á morgun veður leikritið Ormstunga leikið á Hellu, nán- ar tiltekið í hinu forna Hellu- bíói. Það er í tilefni 70 ára byggðarafmælis staðarins sem Gunnlaugi og Helgu fógru er boðið á Njáluslóðir og verða sýningarnar tvær og hefiast kl. 13 og 17. Þetta er í annað sinn sem leikurinn er leikinn utan höf- uðborgarinnar en í janúar var sýnt á Hvanneyri i hinni fornu íþróttahöll. Leikurum hefur veriö boðið víða og nú síðast til Noregs á leiklistarhátíð í Ósló í byrjun júní. Einnig mun vera stutt í það að hægt verði að kynna sér verkið og sjá brot úr því á Int- ernetinu en heimasíöa Orms- tungu verður opnuð von bráð- ar. Leitað í lind litanna Á morgun kl. 15 verður opnuð sýning á verkum Daða Guðbjömssonar í baksal Gallerí Foldar við Rauðarárstíg. Sýning- una nefhir Daði Leitað í lind litanna. Kl. 15.30 mun Guðbjöm Guðbjömsson, tenór, flytja nokkm- lög. í kynningarhomi galler- ísins verður kynning á ljósmyndum Klaus Kretzer. Sýningin stendur til 20. apríl. Daði Guðbjömsson er fæddur árið 1954. Hann stundaði nám við Mynd- listaskólann í Reykjavík 1969-76, Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1976-80 og við Rijksaka- demie van Beeldende í Kunsten í Amsterdam, Hollandi 1983-84. Hann hefur haldið margar einka- sýningar og tekið þátt í fiölda samsýninga hérlendis og erlendis á síðustu árum. Verk Daða eru í eigu helstu safna landsins svo og fiölmargra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Klaus Kretzer er fæddur árið 1962 í Þýskalandi og hefur verið búsettur á íslandi síðan 1992. Hann er verkfræðingur að mennt og mikill áhugamaður um ljós- myndun. Hann hefur starfað m.a. sem leiðsögumaður við Jökullón- ið á Breiðamerkursandi og þar voru myndirnar teknar sem sýndar eru í kynningarhorninu. «SM8P Daöi Guöbjörnsson opnar sýningu í baksal Gallerís Foldar á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.