Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 8
22 utti helgina Kammertríó Þórshafnar hefur starfaö í nokkur ár. Kammertríó Þórshafnar í Norræna húsinu Á sunnudaginn kl. 20.30 heldur kammertríó Þórshafnar tón- leika í Norræna húsinu. Kammertríóið skipa þau Berghild Poulsen sópransöngkona, Ámi Hansen píanóleikari og Bjarni Berg sem leikur á klarinett. Á efnisskránni, sem er mjög fjölbreytt, eru verk eftir L. Cherubini, W.A. Mozart, Fr. Schubert og R. Schumann. Auk þess eru verk eftir finnska tónskáldið B. Crusell, færeysk tón- skáld, Eyþór Stefánsson og eitt grænlenskt verk eftir Jonathan Petersen. Tríóið hefur starfað saman í nokkur ár og haldið sjálfstæða tónleika. Það hafa ekki verið skrifuð mörg verk fyrir tríó af þessu tagi en það hefur samt tekist að endumýja efnisskrána og nokkur tónskáld hafa samið verk sérstaklega fyrir kammertríó- ið. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta 800 kr. fyrir fullorðna og 400 kr. fyrir böm og námsfólk. Larry Bell hefur vakiö mikla athygli fyrir verk unnin f gler. Lany Bell á Kjarvals stöðum Á morgun kl. 16 verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýning á verkum eftir bandaríska listamanninn Larry Bell, meistara minimalis- mans. Sýningin ber yfirskriftina Rýmisgler. Þar verða sýndir gler- skúlptúrar og samklippimyndir. Listamaðurinn setur sýninguna upp og verður viðstaddur opnun- ina. Larry Bell er án efa einn merkasti minimalistinn. í gegnum tíðina hefur hann vakið athygli fyrir verk sem unnin era í gler en það efhi hefúr á margan hátt hent- að einna best til að útlista hug- myndir Larrys Bells og minima- listanna um lágmarksefhisnotkun, heildarsýn og tilvistarlega virkni listhlutarins í rýminu. Miðað við aðra minimalista era verk Larrys Bells oft flókin í framsetningu þeg- ar hann lætur glerkassa speglast innan í öðra gleri. Það sama má segja um þau verk þegar hann rað- ar upp glerveggjum sem mynda annarlega tálsýn þegar áhorfand- inn speglast á ýmsa vegu í glerinu. í þessum verkum er líkt og áhorf- andinn gangi inn í sýndarvera- leika. Sýning hans stendur til 11. maí. Skugga-Sveinn í Árnesi Þann 29. mars síðastliðinn frum- sýndi Ungmenna- félag Gnúpverja leikritið Skugga- Svein eftir Matth- ias Jochumsson í Ámesi. Leikstjóri er Halla Guð- mundsdóttir frá Ásum en 20 ár era síðan Halla setti upp fyrsta leikrit sitt í Gnúpverja- hreppi en það var leikritið Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen. Gnúpveijar hafa sett upp Skugga- Svein alls sjö sinnum síðan árið 1913 og í til- efni af 70 ára af- mæli ungmenna- félagsins þótti við hæfi að setja hann upp aftur. Síðast var leikritið sett upp árið 1960. Alls taka 17 leikarar þátt í sýningunni að þessu sinni. Mikill og góður söngur prýðir verkið og sér Katrín Sig- Úr uppfærslu Ungmennafélags Gnúpverja á Skugga-Sveinl. urðardóttir um söngstjóm. Fyrirhugað er að sýna leikritið eingöngu í Ár- nesi og era næstu sýningar fyrirhugaðar á sunnu- daginn kl. 21 og fimmtudaginn 10. apríl kl. 21. Rökkurkórinn syngur í Miögaröi á morgun. Rökkurkórinn heldur söngskemmtun DV, Hjótum:__________________________________________ Rökkurkórinn í Skagafirði heldur söngskemmt- un í félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð á morg- un og hefst skemmtunin kl. 21. Kórinn er með fjöl- breytta söngskrá og auk þess verður flutt talaö mál. Einnig mun sönghópur flytja nokkur lög við undirleik Sigurgeirs Angantýssonar. Einsöngvarar með Rökkurkómum verða Einar Valur Valgarðs- son, Hallfríður Hafsteinsdóttir og Sigurlaug Mar- onsdóttir. Stjómandi er Sveinn Ámason og undir- leikari Páll Szabó. Rökkurkórinn er svo á leið suður yfir heiðar í söngferð og mun syngja á Akranesi og í kirkjunum á Seltjamamesi og í Hveragerði, Breiðholtskirkju og félagsheimilinu Aratungu um næstu helgi. -ÖÞ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 JLlV Árbæjarkirkja: Fermingarguðs- þjónusta kl. 11. Bamaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 11. Prestarnir. Áskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Ferming og altarisganga kl. 14. Árni Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja: Bamaguðsþjón- Iusta kl. 11. Fermingarmessa kl. 13.30. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Bamamessa í Bú- stöðum kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með bömunum. Fermingar- guðsþjónustur kl. 10.30 og 13.30. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Alt- | arisganga. Bamaguðsþjónusta á sama tíma. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Bamasam- koma kl. 13 í kirkjunni. Ferming kl. j 14. Altarisganga. Prestarnir. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fella- og Hólakirkja: Bamaguðs- >; þjónusta kl. 11. Umsjón Ragnar Schram. Ferming og altarisganga kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Prestarnir. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykja- pí vík: Bamaguðsþjónusta kl. 11.15. Messa kl. 14. Fermd verða: Bryndís Bjamadóttir, Austurbergi 36, Cyms Ali Khashabi, Dunhaga 20, Ingibjörg Jónasdóttir, Austurbergi 36 og Unnar Steinn Sigtryggsson, Ofanleiti 21. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í for- föllum safnaðarprests. Grafarvogskirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Bamakór Landa- | kirkju í Vestmannaeyjum, Litlir læri- Isveinar, kemur í heimsókn. Ferming- armessa kl. 13.30. Prestamir. | Grensáskirkja: Bamasamkoma kl. S 11. Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. I Gröndal. Hallgrímskirkja: Fermingarmess- I ur kl. 11 og 14. Prestar sr. Karl Sigur- I bjömsson og sr. Ragnar Fjalar Lárus- í son. Hafnarfjarðarkirkja: Fermingar- messur kl. 10.30 og 14. Eyjólfur Ey- jólfsson leikur á flautu. Prestar sr. Gunnþór Ingason og sr. Þórhallur Heimisson. Háteigskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffia Konráðsdóttir. Ferming kl. 13.30. Prestamir. Hjallakirkja: Fermingarmessa kl. 10.30. Bamaguðsþjónusta kl. 13. Prest- amir. Kópavogskirkja: Bamastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Fermingarmessa kl. 11. Kór Kópa- vogskirkju syngur. Guðrún S. Birgis- dóttir leikur á flautu. Ægir Fr. Sigur- 1 geirsson. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. 1 Bragi Skúlason. Langholtskirkja, Kirkja Guð- brands biskups: Útvarpsmessa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Gradualekór Langholtskirkju sér um söng og hljóðfæraleik. Kaffisopi eftir 1 messu. Bamastarf kl. 13. Laugameskirkja: Fermingar- messa kl. 11. Félagar úr Kór Laugar- neskirkju syngja. Barnastarf á sama tíma. Ólafur Jóhannsson. Neskirkja: Bamasamkoma kl. 11. Fermingarmessa kl. 11. Prestamir. Guðsþjónusta kl. 14. Rúnar Reynisson Íguðfræðinemi prédikar. Sr. Halldór Reynisson. ISeljakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Sókn- 1 arprestur. Seltjamameskirkja: Fermingar- messur kl. 10.30 og 13.30. Prestar sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og sr. Hildur Sigurðardóttir. Bamastarf kl. \ 11. Böm gangi inn niðri. mmmmmnmummmmmmmammmmmammamttBR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.