Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 10
★ *
• 24 Qnyndbönd
*■
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 I lV
Steve
Riverdance-
myndbandið
geysivinsælt
Riverdance-ævintýrið byrjaði
þegar írland var gestgjafi Evró-
vision-keppninnar 1994 en það
þurfti að koma með skemmtiat-
riöi á meðan beðiö var eftir aö
stigagjöf hæfist. Ákveðið var að
setja saman 7-8 mínútna dans-
atriði með írskri þjóðlagatónlist
og hlaut það nafnið Riverdance.
Atriðið sló í gegn og þótt ír-
land ætti vinningslagið komst
sigurlagið ekki á topp írska vin-
sældalistans. Lagið sem spilað
var undir Riverdance einokaði
1. sætið í 10 vikur eftir keppn-
ina og var mikið spaugað meö
þá staðreynd að sigurlag Evró-
vision væri nr. 2.
í kjölfar geysigóðra undir-
tekta var ákveðið að setja upp
sýninguna Riverdance sem er 90
mínútna stórsýning og ein sú
flottasta sem sett hefur verið
upp. Sýningin sló rækilega í
gegn, var sýnd fyrir fullu húsi í
tæp 2 ár á Bretlandseyjum og er
nú komin til New York þar sem
hún er sýnd fyrir fúllu húsi.
Riverdance-myndbandið hef-
ur fengist á íslandi í nokkrar
vikur og alls selst í um 700 ein-
tökum. Vonir standa til þess að
Riverdance-hópur muni koma
til íslands áður en langt um lið-
ur. Erlendir tímaritshöfundar
hafa kallað Riverdance „Grea-
seæði" níunda áratugarins og
því ætti það að höfða til Frón-
verja.
Menn muna kannski best eftir Steve Buscemi sem glæpamanninum f Fargo.
Hann leikur aðalhlutverk og leikstýrir Trees Lounge sem frumsýnd var í
Bandaríkjunum um miöjan febrúar. Sú mynd fékk ekki góöa dóma.
Rogers, Carol Kane og Debi Mazar.
„Við fengum aðeins 24 daga til
þess að taka myndina," segir leik-
stjórinn sposkur. „Því má segja að
leikaraliöið hafi unnið frábært
starf. Ég er stoltur af leikurunum og
fjöldamörgum senum í myndinni."
Sögu myndarinnar má sjá á svip-
aðan hátt og sögu Steve Buscemis ef
hann hefði haldið kyrru fyrir í
Vailey Stream, bænum sem hann
ólst upp í á Long Island. Tommy
Basilio er nefnilega maður sem eyð-
ir ævinni í að keyra ísbíl á daginn
og drekka á Trees Lounge bamum
þar til sólin sest.
„Ég keyrði ísbíla og þekkti barina
í nágrenninu en ég varð að útiloka
mig frá ævisögulega þættinum og
einbeita mér að sögunni sjálfri. Til-
fellið er aö ég vann einnig sem
slökkviliðsmaður um tíma og ef ég
hefði ekki komið til Manhattan
væri ég eflaust enn að berjast við
elda einhvers staðar í dag,“ segir
leikarinn og leikstjórinn.
Það skemmtilega viö það að Bus-
cemi sé nú farinn að leikstýra er að
þar með er farið að bera hann sam-
an við átrúnaðargoð hans, John
Cassavetes heitinn, konung kvik-
myndanna aö margra mati. Báðir
störfuðu þeir í faginu í langan tíma
áður en þeir settust í leikstjórastól-
inn og báðir þurftu þeir að þiggja
laun með því að leika í söluvænum
myndum annarra til þess að koma
eigin verkefnum á koppinn (Steve
Buscemi lék í Escape from L.A. svo
hann gæti unnið að Trees Lounge
án þess að þurfa að hafa áhyggjur af
húsaleigunni). Báðir bera þeir svo
sérkennileg nöfn sem fólk hefur
ekki hugmynd um hvemig bera eigi
fram.
„Kannski má likja Trees Lounge
að einhverju leyti við eitthvað af
því sem Cassavetes hefur gert.
Hann hefur gert margar frábærar
myndir og ef ég gæti hugsanlega séð
fram á feril á borð við hans væri
það fullkomið. Þá þyrfti ég t.d. ekki
að leika Mr. Peach í Reservoir Dogs
2,“ segir Steve Buscemi, leikari og
leikstjóri.
-sv
Steve Buscemi er í algerlega nýju
hlutverki í nýjustu mynd sinni.
Hann er þekktur fyrir að leika of-
beldisfulla menn, morðingja og mis-
indismenn. Hann drepur hins vegar
engan í myndinni, svíkur engan og
ber engan til óbóta. Spennan magn-
ast að vísu nokkuð þegar hafna-
boltakylfa er dreginn fram en hún
er notuð af hófsemi og allt verður
stillt og kyrrlátt að nýju. Fyrir utan
smálega pústra og móðganir sýnir
myndin í raun ekkert sérstakt fyrir
utan þorpsbúa sem fá sér örlítið
neðan í því, viðra sig í sunnanþeyn-
um og fá sér svo örlítið meira neð-
an í því. Myndin er Trees Lounge og
aðalleikarinn og leikstjórinn er
sami maðurinn, Steve Buscemi, og
hann naut hverrar mínútu við að
gera hana.
„Fólk gerir ráð fyrir því að ég
leiki ákveöna manngerð á hvíta
tjaldinu en Trees Lounge fullnægði
öllum mínum löngunum. Hún er án
efa mín besta mynd hingað til,“ seg-
ir hinn 38 ára Buscemi en hann er
líklega þekktastur fyrir leik sinn í
Fargo en þar leikur hann illmenni
af aðdáunarverðri leikni. Af öðrum
myndum, sem hann hefúr leikið í er
The King of New York, Res-
ervoir Dogs, Barton Fink og
My Mystery Train.
Steve Buscemi gefúr litið
fyrir þann karakter sem
hann hefur skapað sér í bíó-
myndunum en segist ekki
ósáttur við hann ef það er
það sem fólk vill koma og sjá
í bíó. Við fyrstu kynni er
þessi tággranni maður í
raun mun fáorðari og yfir-
vegaðri en maður skyldi
ætla.
Trees Lounge er frumraun
Buscemis fyrir aftan kvik-
myndatökuvélina og hann
hefur lengi langað til þess að
takast á við leikstjóraverk-
efnið. Hann segist hafa unn-
ið með stórum hópi stór-
góðra leikstjóra og fengið
betri skólun í kvikmyndim
en hann hafi látiö sig
dreyma um. „Ef ég gæti
framfleytt mér af því að leik-
stýra myndi ég ekki hika við
að gera það.“
Buscemi fékk lítiö fé til
þess að gera Trees Lounge en
Sumir segja aö Steve Buscemi veröi aldrei
stórstjarna, hann sé ekki nógu myndarleg-
ur.
þrátt fyrir það vildi stór hópur leik-
ara gera myndina með honum, allir
fyrir sáralítið fé. Á endanum valdi
leikstjórann Samuel L. Jackson,
Chloe Sevigny (vaxandi bama-
stjama), Anthony LaPaglia, Mimi