Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 myndbönd* * Escape from L.A. 1981 sló 1 gegn lítil og ódýr mynd sem nefndist Escape from New York. Leikstjóri myndarinnar var John Carpenter og í henni lék Kurt Russel andhetjuna Snake Plissken. Sú mynd átti að gerast 1997 og var þá búið að gera Manhattaneyju að eins konar fangelsi þar sem glæpa- mennimir sáu um sig sjálfír og eyj- an var bara vöktuð til að enginn slyppi. Inn var sendur Snake Pliss- ken til að hafa uppi á forseta Banda- ríkjanna og koma honum heilum á húfi burt frá óþjóðalýðnum. Stórbora í rústum eftir jarðskjálfta Nú hefur John Carpenter loksins gert framhaldsmynd og nefnist hún ESCAPE FROM L.A. Nú hefúr Los Angeles umbreyst af völdum jarð- skjálfta og er orðin eyja undan strönd Bandaríkjanna. Forseti Bandaríkjanna hefur tekiö upp sið- ferðisstefhu sem bannar meðal ann- ars reykingar, kjötát og óæskileg trúarbrögð. Allir siðleysingjar sem ekki falla að siðferðisstefnu hans em gerðir útlægir og fluttir til L.A. þar sem stjómleysi ríkir. Dóttir for- setans snýst hins vegar gegn hon- um, rænir ofurvopni sem gæti eytt heimsbyggðinni og færir það helsta uppreisnarforingjanum í Los Ange- les. Snake Plissken er fenginn til að redda málunum og ná í vopnið og forsetadótturina. Túlkun Kurts Russels á Snake Plissken var stór hluti ástæðunnar fyrir vinsældum Escape from New York, enda er Snake eftirminnileg persóna. Kurt Russel hefúr sagt að af öllum þeim persónum sem hann hefúr leikið sé Snake uppáhaldspersónan hans og sú eina sem hann hafi langað til að leika aftur. Eftir jarðskjálftann í Los Angeles í janúar 1994 fæddist hugmyndin að framhaldsmyndinni og sumarið eftir hófu Carpenter, Russel og Debra Hill vinnu. Carpenter og Hill skrifuðu handrit- má meðal annars sjá yfir 200 bíla liggja eins og hrá- viði á Santa Monica hraðbrautinni, flóð- bylgju streyma nið- ur Wilshire Bou- levard og eins- mannskafbát sigla í gegnum San Fer- ando-dalinn sem sokkinn er í sæ. Eins og í Escape from New York var Snake látinn ferð- ast á milli þekkt- ustu staða borgar- innar þannig að þeir sem hafa kom- ið til Los Angeles ættu að kannast við sig. Gott sam- starf Kurt Russel hef- ur haft kvikmynda- leik að atvinnu í meira en 30 ár. Hann byijaði feril sinn ungur með leik í Dis- neymynd- um, þ. á m. The Bar- efoot Ex- ecutive. Escape from L.A. er fimmta mynd hans undir stjóm Johns Carpenters en fyrir utan Escape from New York hefur hann unnið með Carpenter í The Thing, Big Trouble in Little China og sjón- varpsmyndinni Elvis. Á löngum lista kvikmynda hans má finna Silkwood, Overboard, Tequila Simr- ise, Tango & Cash, Backdraft, The Mean Season, Winter People, Capta- in Ron, Unlawful Entry, Stargate, Tombstone og Executive Decisions, en nýjasta myndin hans heitir Bre- akdown og er hasarmynd. John Car- penter er þekktastur fyrir hryllings- myndir sina og hann byrjaði feril sinn á ódýrum myndum sem marg- ar hverjar hafa síðan orðið ódauð- legar í kvikmyndasögunni. Dark Star, Assault on Precinct 13, Hall- oween, The Fog, They Live, Prine of Darkness, Christine, Escape from New York, The Thing, Village of the Damned og Big Trouble in Little China em allt dæmi um tiltölulega ódýrar hryllings- og spennumyndir sem náð hafa allnokkrum vinsæld- um. Ein nýjasta hryllingsmyndin hans var In the Mouth of Madness með Sam NeiU í aðalhlutverki en hann hefur einnig farið út fyrir sinn venjulega farveg með myndum eins og gamanmyndinni Memoirs of an Invisible Man og vísindarómansin- um Starman. -PJ George Corraface leikur miskunnarlausan uppreisnarleiötoga í Escape from L.A. ið og Russel og Hill vom síðan fram- leiðendur myndarinnar. Meiri peningar tii um- ráða Escape from L.A. er trú forvera sínum. Fyrir utan andhetjuna Sna- ke Plissken og svipaðan söguþráð er í henni að finna aðra sameiginlega fleti - litríkan hóp karaktera og óhugnanlegt andrúmsloft stjórnleys- is og eyðileggingar, ásamt drunga- legri tónlist sem John Carpenter semur ásamt Shirley Walker, en Carpenter er frægur fyrir að semja tónlist í myndum sínum. í byijun myndarinnar er Kurt Russel meira að segja í sama búningi og hann var í þegar hann lék í Escape from New York. Escape from L.A. er þó gerð fyrir mun meira fé en forverinn og því var hægt að leggja meira i sviðs- mynd og tæknibrellur. í myndinni Kurt Russel hefur leikiö í kvikmyndum í um 30 ár og hefur yfirleitt hlotið lof fyrir leik sinn. Hér er hann í miklum hasar eins og hans var von. UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Sigurður Sveinsson Mitt uppáhaldsmynd- band er kvikmyndin Life of Brian með Monty Python-hópn um. Það er alveg ótrú- lega skemmtileg mynd og ég set hana stund- um í tækið þegar ég þarf á upplyft- ingu að halda. Annars held ég mikið upp á allar Monty Python- myndirnar og held að ég eigi þær allar á myndbandi. Ég hef reynt að eign- ast sem flest af því sem þeir hafa gert í gegnum tíðina. Þama er um að ræða breskan húmor eins og hann gerist bestur að mínu mati. Þegar ég fer á myndbandaleigum- ar tek ég oftast gamanmyndir eða spennu- myndir í léttari kantinum. Spennu- myndir eins og Lethal Weapon- myndirnar með Mel Gibson era að mínu skapi en hins vegar forðast ég hryllings- myndfr eins og heitan eld- inn. Konan mín hef- ur hins vegar mjög gaman af slík- um myndum þannig aö þegar hún fer og tekur myndir er ég snöggur að finna mér eitthvað ann- að til dundurs. Ég forða mér helst sem lengst frá tækinu og sest þá frekar við tölvuna eða fer að smíða. Ég man þó eftir einni mynd sem er frekar í þyngri kantinum sem mér líkaði en hún heitir At Close Range og er með Sean Penn og Christopher Walken í aðalhlut- verkum. Hún var mjög spennandi og í henni era nokkur ógeðfelld at- riði en hún var mjög góð. Annars horfi ég ekki mjög mikið á mynd- bönd. Það er helst á vetuma að mynd- ir eru settar í tækið en á sumrin horfi ég sama og ekkert á mynd- bönd.“ Touched By Evil Hér er á ferðinni mikil spennu- mynd þar sem Ellen Collier, leikin af Paulu Abdul, verð- ur fyrir hræðilegri lífsreynslu. Hún er að koma út úr skilnaði og bindur vonir við bjartari tíð. Draumar hennar eiga þó eftir að breytast í martröð eftir að hún lendir í klóm hrottalegs nauðgara. Nauðgarinn sleppur eftir verknaðinn og Ellen hættir á endan- um að þora út úr húsi, af ótta við að á hana yrði ráðist. Eftir að Jerry Braskin, leikinn af Adrian Pasdar, kemur inn í líf hennar virðist lifið vera að byrja að brosa við henni. Þá dynur hrylling- urinn yfir hana á ný, nauðgarinn hringir í hana og hótar henni annarri árás. Hún hefur samsúmdis samband við lögregluna og ekki minnkar hryllingurinn þegar lög- reglan segir henni frá gransemdum sinum um hver maðurinn kunni að vera, enginn annar en unnustinn sjálfur, Jerry Braskin. Hryllingur- inn er því rétt að byrja. Það er Bergvík sem gefur út Touched By Evil. Myndin er bönn- uð innan 16 ára og útgáfudagur er 8. apríl. Rasputin Þetta er mynd um magnaða sögu Rasputins, rússneska mannsins sem kallaður var brjál- aði munk- urinn. Hann komst til áhrifa í i Rússlandi ■ í tíð síð- ustu keis- arafjöl- skyldunn- ar, Rama- nov, en Rasputin var einka-| læknir hennar. Þrátt fyrir nafngiftina var hann hvorki munkur né brjálaður en fullyrt er að hann hafi orðið einn valdamesti maður þessa 300 ára keisaraveldis sem tók miklum breytingum upp úr aldamótum. Bar- átta við nýjar pólitískar hugmyndir leiddi til endaloka keisarans. Með aðalhlutverk fara Alan Rick- mann og Greta Scacchi, handrits- höfundur er Peter Prace. Það er svo loks Uli Edel sem leikstýrir þessari sérstæðu mynd þar sem reynt er að varpa ljósi á sérstæða sögu manns sem fáir vita hvernig er í raun og vera. Myndin hlaut fem Golden Globe verðlaun 1996. Útgefandi að Rasputin eru Sam myndbönd. Myndin er bönnuð börn- um yngri en 16 ára. Útgáfudagur er 7. apríl. Feeling Minnesota Þeir era bræður, Sam og Jjak, og þeir elska báðir sömu konuna, Freddy. Það eitt ætti að nægja til þess að gefa fólki hugmynd um hvers kyns mynd hér er á ferðinni. Feeling Minnesota er grásvört kóme- día sem fjallar um þennan ástarþrí- hyming. Myndin hefst á óttalega óspennandi brúð- kaupi þeirra Sams og Freddie en hún var neydd til þess að giftast honum eftir að hún var gómuð við að reyna að stela pening- um frá bófaforingjanum Red. Skemmst er frá því að segja að Freddie þolir ekki mann sinn og hana dreymir um að komast til Las Vegas og hefja nýtt og betra líf. Litlir kærleikar hafa verið með bræðrunum en samt lætur Jjak verða af því að mæta í brúðkaupið. Jjak og Freddie ná strax vel saman og raunar svo vel að þeirra fyrsti fundur endar með funheitum ástar- <• leik inni á salemi. Varla þarf á orð- lengja að samband Jjaks við mág- konu sína fellur Sam ekki vel í geð og spennan magnast. Uppgjörið er óumflýjanlegt en spurningin er að- eins hvernig það verður. Myndform gefur út Feeling Minnesota. Myndin er bönnuð böm- um innan 16 ára aldurs. Útgáfudag- ur er 8. apríl. TQUCHED m b\ n ■ m ' %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.