Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 Fréttir Frambjóðendur í biskupskjöri á fundi guðfræðinema: Hvert á kirkjan að stefna? Félag guðfræöinema við Háskóla íslands stóð fyrir fundi með þeim prestum sem lýst hafa vilja til að gegna embætti biskups íslands þeg- ar herra Ólafur Skúlason lætur af embætti. Prestamir eru sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sóknarprestur í Þykkvabæ, en hún var ekki á fundinum í gær þar sem hún er stödd erlendis, sr. Gunnar Krist- jánsson, sóknarprestur á Reyni- völlum í Kjós, sr. Karl Sigurbjöms- son, prestur í Hallgrímssókn í Reykjavik, og Siguröur Sigurðar- son, vígslubiskup í Skálholti. DV lagði þrjár spumingar fyrir frambjóðendurna og fara svör þeirra hér á eftir. Spumingamar eru svohljóðandi: 1. Hvert er hlutverk biskups fyrst og fremst að þínu mati? Á hann fyrst og fremst að vera and- legur leiðtogi kirkjunnar eða eins konar framkvæmdastjóri? 2. Hver er afstaða þín til sam- búðar ríkis og kirkju og hugsan- legs aðskilnaðar þeirra? 3. Hvaða stefnu á kirkjan að hafa í málefnum samkynhneigðra, til sambúðar þeirra eða hjónabands? -SÁ Séra Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum: Prestur prestanna Séra Siguröur Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti: Andlegur leiðtogi 1. „Biskup íslands á að vera andlegur leið- togi kirkjunnar. Hann á að vera prestur presta þjóðkirkjunnar og fylgjast með störfum og starfsaðstöðu þeirra og hann á að beita sér fyr- ir símenntun þeirra. Biskup er lika prestur allrar kirkjunnar og talsmaður hennar út á við í íslensku samfélagi og hann á að sameina kirkjuna og vera hvetjandi. Hann á að beita áhrifavaldi sínu til þess að efla starf kirkjunn- ar á allan hátt. Biskup á ekki að vera framkvæmdastjóri fyrst og fremst heldur á kirkjuþing að hafa sérstakan framkvæmdastjóra en auk þess hef- ur biskup sérstakan biskupsritara en auk þess þarf hann að hafa nægjanlegt starfslið á Bisk- upsstofu til þess að sinna ýmsum málum sem inn á hans borð koma. 2. íslenska kirkjan á sér langa og farsæla sögu sem þjóðkirkja og það eru engar forsend- ur fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju nú. Fyrir nokkrum árum lagði ég til á kirkjuþingi að samband ríkis og kirkju yrði endurskoðað og frumvarp um það efni liggur nú fyrir Alþingi og verður væntanlega samþykkt í vor. Þar er gert ráð fyrir minni samskiptum rík- is og kirkju en verið hefur. Það merkir að kirkjan verður sjálfstæðari og axlar nýja ábyrgð. Ég lít á þetta sem mikilvægan áfanga í sjálfstæðisviðleitni kirkjunnar en síðan verð- um við að sjá hvað tíminn ber í skauti sér í þessu efni. 3. Kirkjan á að opna dyr sínar fyrir samkyn- hneigðum. Hún á að koma til móts við þá á all- an þann hátt sem hún getur. Sjálfur hef ég ekki mikla þekkingu á málefnum samkyn- hneigðra en almennt talað finnst mér það skylda kirkjunnar að hún veiti hvers kyns minnihlutahópum og jaðarhópum athvarf og sé vettvangur fyrir umræðu þeirra og berjist fyrir réttindum þeirra í þjóðfélaginu. Ég sé ekkert athugavert við það að hún leggi blessun sína yfir sambúð samkynhneigðra ef þeir óska þess og fæ ekki séð að það brjóti í bága við orð Guðs heldur tel ég að það brjóti miklu fremur í bága við kristna trú að útiloka samkynhneigða úr kirkjunni. Slíkt fyndist mér vera skelfileg afstaða hjá kristinni kirkju. -SÁ 1. „Hlutverk biskups íslands er auðvitað að vera andlegur leiðtogi og vera leiðtogi helgi- haldsins og trúarlífsins í kirkjunni og hann á ekki að vera, eins og það er orðað í spurning- unni, að vera eiginlega framkvæmdastjóri i venjulegum skilningi þó að hann hljóti samt að eiga að beita áhrifavaldi sínu i hagnýtum mál- um. 2. Aðskilnaður ríkis og kirkju hefur auðvitað orðið nú þegar að einhverju leyti. Við vitum að kirkjan er miklu fjær því að vera ríkiskirkja nú en hún var fyrir nokkrum áratugum og með nýrri löggjöf, sem væntanlega liggur nú fyrir Al- þingi, verður hún enn fjær því að vera ríkis- kirkja. En meðan svo mikill meirihluti þjóðarinnar tilheyrir þessari kirkju finnst mér eðlilegt að nefna hana þjóðkirkju og það væri raunar óá- byrgt ef þessi kirkja, kirkja meirihluta þjóðar- innar, og ríkisvaldið reyndu ekki að hafa gott samstarf og styðja sameiginlega að heill þegn- anna. 3. Ég er sammála þessum lögum sem Alþingi samþykkti nýlega um skráða og lögformlega sambúð samkynhneigðra. Ef fólk ruglar þannig saman reytum sínum þá á það auðvitað að eiga rétt á gagnkvæmri réttarstöðu. Þegar við svo aft- ur fórum að tala um þetta sem hjónaband og tala þá um kirkjulegar hjónavígslur, þá koma auðvit- að upp ýmis álitamál. Barátta samkynhneigöra er auðvitað barátta fyrir því að þetta fólk sem er svona án þess að hafa kosið sér það hlutskipti vill ekki þess vegna lifa á jaðri samfélagsins. Ég er sammála því að við eigum að taka við þessu fólki og höfða til sið- ferðilegrar ábyrgðar þess. Við eigum einnig að taka okkar siðferðilegu ábyrgð alvarlega og aldrei að haga okkur eins og samkynhneigðir eigi að lifa á jaðri samfélagsins. Ég hef sjálfur skírt og fermt fólk sem er samkynhneigt og ég hef tekið það til altaris og það hefur komið tii mín í sálusorgunarviðtöl- um og það veit það og getur vitnað um það að ég hef aldrei umgengist það öðruvísi en sem fullgildar kristnar manneskjur. Hins vegar er erfitt að tala um hjónavígslu sem sé algjörlega sambærileg hjónavígslu þeirra gagnkyn- hneigðu." -SÁ Þrír þeirra fjögurra presta sem gefið hafa kost á sér í kjöri tii embættis biskups íslands á fundi hjá Félagi guöfræðinema í Háskóla íslands í gær. Lengst til vinstri er sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, þá sr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum í Kjós og sr. Karl Sigur- björnsson í Hallgrímssókn í Reykjavík. Fjórða frambjóöandann, sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur, vantaöi á fundinn þar sem hún er stödd erlendis. DV-mynd E.ÓI. Séra Karl Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju: Biskup er fyrst og fremst prestur 1. „Að mínu áliti er biskupinn prestur og biskupsembættið er hiuti prestsþjónustunnar í íslensku kirkj- unni. Mikilvægasti hluti prestsþjón- ustunnar er predikunin, boðun orðsins í viðasta skilningi þess orðs, en aðrir mikilvægustu þættir þjón- ustunnar eru sálgæsla og bænin og trúarlífið. Jafnvel þótt biskup beri stjómunarlegar skyldur og ábyrgð þá tel ég að þessir þættir í embætti hans séu mikilvægastir á sama hátt og þeir eru í lífi og veru kirkjunnar yfirleitt. 2. Það er alveg augljóst aö það verður breyting á samskiptum og sambcmdi ríkis og kirkju. Það er að losna um tengslin og sífellt er veriö að gera skýrari greinarmun á mál- efnum ríkisins annars vegar og hins vegar kirkjunnar. Þetta álít ég vera af hinu góða og tel að kirkjan eigi að feta sig áfram í átt til sjálfstæðis, enda tel ég að það þlasi við nú í dag að núverandi fyrirkomulag með op- inberri þjóðkirkju hljóti að verða endurskoðað með tíð og tíma. En þetta gerist ekki í einu vet- fangi. Hér á landi er um að ræða þúsund ára hjónaband sem stendur enn dýpri rótum í evrópskri menningu, eða allt frá tímum Kon- stantínusar, og þvi verður ekkert slitið með einu pennastriki. Hvað varðar kirkjuna i þessu sambandi þá skiptir það miklu máli að hún haldi stöðu sinni sem kirkja þjóðar- innar vegna þess að það tjáir skyld- ur hennar við þjóðina í heild, skyld- ur kirkju allrar þjóðarinnar sem opin er öllum, víðsýn kirkja með lága þröskulda sem ekki er bundin þröngum hagsmunum. Þetta er mjög mikilvægt fyrir kirkjuna sjálfa en er að mínu mati líka mjög mikilvægt fyrir þjóð okk- ar og þjóðmenningu að eiga þá kjöl- festu sem felst í kirkju sem skil- greinir sig sem kirkju allrar þjóðar- innar. 3. Spumingin um afstöðuna til samkynhneigðra er stór spurning sem íslenska kirkjan er ekki enn búin að gera upp við sig fremur en kirkjumar í nágrannalöndum okk- ar. Öðrum þræði snýst þessi spum- ing um mannréttindi og virðingu fyrir fólki sem mjög mikilvægt er að kirkjan standi vörð um, auk þess að sýna fólki virðingu og umhyggju. í þessu ljósi tel ég að lögin um stað- festa samvist samkynhneigðra hafi verið mikilvæg réttarbót en það er víðar sem stuðla þarf að réttarbót- um, t.d. í sambandi við fjölskyldu- mál. Hvað varðar hjónavígslu samkyn- hneigðra er það mál sem biður ákvörðunar sem kirkjan hlýtur að taka þegar hún hefur gert málið upp við sig að vandlega yfirveguðu ráði. Kirkjan verður í þessu máli að rannsaka samvisku sína í ljósi Guðs orðs og ná ásættanlegri niðurstöðu sem er til góðs fyrir alla. -SÁ "Ambient, amyl-house, techno and funk.„stundum allt í einu Polydistortion: 9 af 10 MUZIK MAGAZINE qii3(A "Frabaert!" (Icelandic for brilliant) 9/10 MUZIK "...ótrúlegt, yndislegt, hrífandi, undarlegt." MELODY MAKER Gus Gus, undraverð. Paul Moody, NEW MUSICL EXPRESS Andstæðan við leiðinlegt." JOCKEY SLUT Polydistortion: 9 af 10 MIXMAG Frábær útgáfa. ID Smáskífa mánaðarins. ***** MUZIK MAGAZINE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.