Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 11. APRIL 1997
wnmg
I dyngju frúarinnar
Frakkinn Jean Genet (1910-1986)
höfundur Vinnukvennanna, sem
Kaffileikhúsið frumsýndi í gær-
kvöld óx upp í neðstu lögum sam-
félagsins, munaðarlaus og upp-
reisnargjam. AUt frá unglingsár-
um til 30 ára aldurs var hann
meira og minna lokaður inni á
betrunarhælum og fangelsum.
Ekki átti það fyrir honum að
liggja að iifa og deyja óþekktur í
ræsinu, því að í steininum byrjaði
hann rithöfundarferil, sem átti eft-
Leiklist
Auður Eydal
ir að gera hann frægan, eiginlega
þversum á öll viðtekin gildi þjóð-
félagsins. Hann var alla tíð hallur
undir sjónarmið stjómleysingja og
uppreisnarmanna og studdi slíka
með ráðum og dáð.
En „menningarmafían" tók
hann góðu heilli upp á sína arma
og Jean- Paul Sartre var meðal
þeirra fyrstu, sem skynjuðu hæfi-
leika hans. Þrátt fyrir að verk
hans, skáldsögur, leikrit og ljóð mættu oft vandlætingu
og hneykslun náðu þau til fólks, ekki hvað síst leikrit-
in.
í leikskrá segir að hugmyndaheimur verka hans sé
„sprottinn upp úr þeirri undirheimaveröld sem hann
lifði og hrærðist i, en í meðfórum Genets er viðteknum
hugmyndum snúið á hvolf og skáldið sýnir áhorfendum
fegurðina i ljótleikanum, hið mikilfenglega í hinu lítils-
virta.“
Þetta er ágæt lýsing á umfjöllunarefni Genets í
Vinnukonunum (1946). Þar speglar höfundurinn mann-
legt samfélag í samskiptum þriggja kvenna, „frúarinn-
ar“ og tveggja undirokaðra hjúa hennar.
Hið talaða orð er uppistaðan í verkinu, samansúrrað-
ur texti, sem endurspeglar vald og undirokun, tilfinn-
ingakulda og hatur, kúgun og uppreisn.
Genet er meistari orðsins og þessi mergjaði texti skil-
ar sér vel í þýðingunni og meðfórum leikkvennanna
þriggja, Rósu Guðnýjar Þórsdótt-
ur, Steinunnar Ólafsdóttur og
Jónu Guðrúnar Jónsdóttur.
Öll atburðarásin fer fram innan
veggja sveíhherbergis „ffúarinn-
ar“ þar sem vinnukonumar lifa
dagdrauma sina á meðan hún er
að heiman. Genet sýnir á nöturleg-
an hátt hvernig hinn kúgaði geng-
ur fyrirhafharlaust inn í hlutverk
kúgarans um leið og færi gefst og
auðvelt er að yfirfæra það í víðara
samhengi.
Melkorka Tekla Ólafsdóttir
leggur ákveðna línu í leikstjórn-
inni. Svigrúmið er ekki mikið á af-
löngum palli fyrir miðju Kaffileik-
hússins og leikkonurnar þijár eru
í miklu návígi við áhorfendur. En
þó að umhverfið skapi þessa nánd
er ekkert smátt f túlkuninni og
engin hræðsla við skýrar áherslur
f útfærslunni. Það er augljóst að
mikið er pælt í líkamstjáningu og
svipbrigðum, sem segja oft aðra
sögu en orðin sem töluð era.
Þetta er styrkur sýningarinnar
og leikkonurnar þrjár höndla
mæta vel kjamann í því flókna
samspili, sem þarna á sér stað,
hver með sínum hætti. Förðun og
fatnaður undirstrikar með skýrum hætti muninn á
þessum persónum eins og hann blasir við á yfírborðinu
og síðan er það leikkvennanna að túlka undirstrau-
mana.
Þetta er ögrandi verkefni ekki síður en sjálf leik-
stjórnin og ánægjulegt að sjá athyglisverða túlkun
þeirra Rósu Guðnýjar, Steinunnar og Jónu Guðrúnar.
Þetta er ein af stærri sýningum Kaffileikhússins til
þessa og öll vinna i kringum sýninguna ber vott um
metnað þeirra sem að henni standa.
Kaffileikhúsiðí Hlaðvarpanum sýnir:
Vinnukonurnar
Höfundur: Jean Genet
Þýðing: Vigdís Finnbogadóttir og Melkorka Tekla Ólafs-
dóttir
Leikmynd og búningar: Þorgerður Sigurðardóttir
Förðun: Elín Jónína Ólafsdóttir
Lýsing: Ævar Gunnarsson
Vinnukonurnar þrjár frumsýndu í
Kaffiteikhúsinu í gærkvöldi fyrir fullu húsi.
DV-mynd E.ÓI.
Fóstbræður
Karlakórinn Fóst-
bræður söng eina af
fernum vortónleikum
sínum í Langholts-
kirkju á miðviku-
dagskvöldið, undir
stjóm Áma Harðar-
sonar. Einsöngvarar
með kómum voru
bandaríska sópran-'
söngkonan Judith
Ganz og Þorgeir
Andrésson tenór.
Jónas Ingimundarson
lék með kómum á pi-
anó og orgel.
Á fyrri hluta efhis-
skrárinnar voru
klassísk kórlög. ís-
lensk þjóðlög í radd-
setningum Hjálmars H. Ragnarssonar, Sigfúsar Einars-
sonar og Jóns Leifs hljómuðu fyrst, þokkalega sungin en
fremur dauf. Grafskrift var sungin með fallega mótuð-
um styrkleikabreytingum; útsetning Sigfúsar Einars-
sonar á Eikur ég sá var snotur, en fremur dauflega
sungin, og Dýravisur Jóns Leifs voru hægari og þung-
lamalegri en maður á að venjast.
Judith Ganz steig á stokk með Jónasi Ingimundarsyni
og söng Draumalandið, Þei, þei og ró, ró og Sjá dagar
koma af miklu listfengi og næmi fyrir þessum rammís-
lensku lögum. Forspil Jónasar í Þei, þei og ró, ró var fal-
lega leikið og setti stemminguna fyrir lagið. Undirtektir
tónleikagesta vora góðar, og söng Judith Ganz að auki
Tónlist
Bergþóra Jónsdóttir
lag Emils Thoroddsens, í fögrum dal, og gerði því góð
skil. Það er í raun merkilegt að manneskja sem kann
ekki íslensku skuli geta sungið íslensk lög með skýrari
framburði en margur íslenskur söngvarinn, og með
slíkri tilfmningu fyrir textanum. Nokkur útlend kórlög
komu í kjölfarið, finnskt þjóðlag, Er fyrr þú bjóst á
feðragrund, við nýtt Ijóð Böðvars Guðmundssonar; perla
Járnefelts, Svanurinn; spænska lagið Sævar að sölum;
rússneskt kvöldljóð og sænskur Brúðardans.
Það vantaði einhvern neista i söng Fóstbræðra í þess-
um lögum og fyrsti
tenór var ekki alltaf í
réttri hæð. Raddir
kórsins voru ekki
alltaf samtaka; það
vantaði skerpu í
hrynjandina; sérstak-
lega í því rytmiska
lagi Brúðardansi; og
þótt söngurinn væri
snotur og mússíkalsk-
ur vantaði í hann
meiri þrótt.
Eftir hlé söng kór-
inn fyrst hluta nýs
verks fyrir kór og org-
el; De ramis cadunt
folia, sem Hróðmar I.
Sigurbjörnsson er að
semja fyrir hann.
Þessi litli bútur lofar góðu; f tvískptum takti, hljóm-
rænn, með fallega lituðum og spennandi hljómum sem
leysast upp í grunntón á öðru taktslagi. Skeggstæðislög-
mál Páls Pampichlers Pálssonar við limru eftir Þorstein
Valdimarsson er frábært kórlag, krefjandi, en afar
glæsilegt ef vel er sungið. Fóstbræður sungu þetta mjög
vel og virtist kórnum nú vaxa ásmegin með hverju verk-
efni. Lag Jórunnar Viðar, Kall sat undir kletti, var vel
sungið en vantaði örlítið upp á snerpu í hryn.
Hápunktur tónleikanna var flutningur nokkurra at-
riða úr ópera Jóns Ásgeirssonar, Galdra Lofti. Þorgeir
Andrésson söng einsöng með kómum; fýrst hina mögn-
uðu Rauðskinnuaríu. Óhætt er að segja að Þorgeir hafi
gefið dauðann og djöfulinn í allt og sungið eins og sá
sem er tilbúinn til að fyrirgera sál sinni fyrir hégómlegt
vald. Ef einhver íslenskur söngvari hefur einhvem tíma
nálgast það að geta kallast hetjutenór, þá er það Þorgeir.
Kraftmikill söngur kórsins í atriðinu þar sem þeir fram-
liðnu og Gottskálk biskup syngja til Lofts var stórgóður
og áhrifaríkur og niðurlag með hljóðri miskunnarbæn
skapaði fallega músíkalska andstæðu við það sem á und-
an fór. Stökur Jóns Ásgeirssonar voru líka sungnar af
músíkaiskri tilfmningu.
Síðastur á efnisskránni var Hermannakórinn úr Fást
eftir Gounod. Eftir dynjandi lófatak söng kórinn nokkur
aukalög. í sænska laginu Hæ tröllum sem forveri Fóst-
bræðra, Karlakór KFUM, gerði frægt á sínum tíma,
voru Fóstbræður á heimavelli og sungu af list, og þar
sýndi 2. bassi glæsileg tilþrif. Tónleikum Fóstbræðra
lauk eins og vera ber, á vel sungnu Fóstbræðralagi.
Karlakórinn Fóstbræ&ur.
Vigtarmenn
Námskeiö til löggildingar vigtarmanna verða
haldin sem hér segir EF NÆG ÞÁTTTAKA FÆST!!!
Á Akureyri dagana 5., 6. og 7. maí 1997.
Skráningu þátttakenda lýkur 25. apríl.
í Reykjavík dagana 14., 15. og 16. maí 1997.
Skráningu þátttakenda lýkur 5. maí.
Námskeiðinu lýkur með prófi.
Skráning þátttakenda og allar upplýsingar á
Löggildingarstofu í síma 568-1122.
VERTU VELKOMINN
Vistheimilið Barmahlíð á Reykhólum býður nýja
vistmenn velkomna og eru vistrými laus nú þegar.
Vistunarrými eru fyrir aldraða og sjúka sem hjúkrunar-
fræðingur og vel þjálfað starfsfólk getur annast.
• Á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð eru vistleg eins
manns herbergi en sameiginlegt er samkomusalur, mötu-
neyti, föndur, líkamsþjálfun o.þ.h.
• Læknisþjónusta er góð og tiltæk allan sólahringinn en
regluleg læknisvitjun er einu sinni í viku.
Dvalarheimiliö stendur á fögrum staö meö góöu útsýni yfir Breiöafjörö.
Hér er kjörið tækifæri fyrir einstaklinga sem kjósa öryggi
og góða umönnun að koma og dveljast í Barmahlíð.
• Auglýsing þessi hefur verið send félagsmálafulltrúum
sveitarfélaga og eru þeir einstaklingar sem vilja skoða
þetta boð nánar hvattir til að hafa samband við félags-
málafulltrúa.
Nánari upplýsingar eru veittar af hjúkrunarforstjóra
í síma 434 7817 eða af sveitastjóra í síma 434 7880.
Reykhólahreppur
Opnunartími
Opening hours
sun til fim
Sun to Thu
21.00-01.00
fös til lau
Fri to Sat
21.00-03.00
Stanslausar
cj sýningar Q
None stop shows
Fríttinntil kl. 23.00 alla daga.
_ Crab
ÓÐAL
Austurstræti 12a - 101 Reykjavík
Sími (tel) 354-562 3570 - Fax 354-562 3571