Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 Spurningin Á aö breyta dagskrá sjón- varps fyrir beinar íþróttaút- sendingar? Sigurður Sæmundsson nemi: Já, ég er mjög hlynntur beinum íþrótta- útsendingum. Benedikt Gunnarsson lagermað- ur: Já, en bara i sérstökum tilfell- um. Sigurður Þorvaldsson, banka- maður: Nei, nei, nei, ég er alfarið á móti þeim Marteinn Einarsson sjómaður: Nei alls ekki. íris Sæmundsdóttir nemi: Já, tví- mælalaust. Jóhanna Bragadóttir þjónustu- fulltrúi: Nei, ekki nema það sé box. Lesendur Heljartök ASÍ og VSÍ á lífeyrissjóðimum Magnús Jónsson skrifar: Það hefur vart farið fram hjá fólki að nú eru það ASÍ og VSl sem sameinast um ná heljartökum á líf- eyrissjóðunum í almenna lífeyri- skerfinu. Bæði eiga þessi samtök hagsmuna að gæta og þá er ekki að sökum að spyrja. Það er nefnilega ekki svo mikill munur á þessum fomaldarsamtökum þegar öllu er á botninn hvolft. Forsvarsmenn þess- ara samtaka, svo og allra sjóðanna, mega ekki til þess hugsa að hér verði val um séreignarsjóði, hvað þá aðrar breytingar á lífeyrissjóð- unum er skerði hagsmuni þeirra sem þar halda um stjómvölinn. Þessi stóm samtök, ASÍ og VSÍ, halda því fram að samfélagstrygg- ingin skerðist fái menn þann sjálf- sagða rétt að velja sér lífeyrissjóði á frjálsum markaði. Hvernig á að tryggja hagsmuni aldraðra? hrópa forystumenn þessara stóru sam- taka. - Sannleikurinn er að hags- munir þeirra öldmðu verða mun betur tryggðir með gerbreyttri upp- byggingu lífeyriskerfisins. Þetta vita allir. En annað brennur heitast á þeim sem eru að nálgast aldursmörk til töku lífeyris úr sjóðum. Það eru sjálf aldursmörkin. Að geta haft frjálst val um hvenær þeir geta hætt á fullum eftirlaunagreiðslum. Sú forkastanlega breyting hefur orðið að aldursmörkin vom færð úr 67 i 70 ár, til fullra eftirlaunagreiðslna. í dag vilja margir hætta vinnu mun fyrr eða við 65 ára aldursmörkin og hafa þá aðgang að fullum eftirlaun- um. Alls staðar í nágrannalöndum okkar mega launamenn hætta að vinna mun fyrr en hér, oftast við 60 Aldraðir reyrðir í fjötra aldursmarka með því að takmarka fullar lífeyris- greiðslur til 70 ára. ára aldur og cillra síðast 65 ára. I Frakklandi fengu flutningabílstjór- ar full eftirlaun 55 ára en náðu fram (eftir nokkurra daga verkfall að vísu) aldurslækkun í 50 ár. Hvem- ig litist mönnum á það hér? Það er ekki einleikið að for- svarsmenn VSÍ og ASÍ skuli ná saman um það eitt að hindra fram- gang um breytt lífeyrisfrumvarp á Alþingi. En þeir hafa svo sem unn- ið vel saman gegnum tíðina, og hér á árum áður var oft býsna gott sam- komulag milli þessara forystu- manna. Ekki síst eftir löng verkföll og hagstæða samninga sem „hent- uðu“ báðum þessum blokkum á vinnumarkaðinum, þótt launþegar væru sífeOt negldir niður með ein- hverjum málamynda kjarabótum. Og enn er barist við að viðhalda gamla kerfinu. Launþegamir blæða, og mest og átakanlegast þegar þeir vOja njóta afrakstursins að loknum Síðari tímar heilagir fyrir Flugfélag íslands Guðjón Sigurðsson skrifar: Samkeppnisstofnun hefur nú lagt til atlögu við Flugleiðir hf. og sett þeim slík skOyrði við endurreisn innanlandsflugfélagsins Flugfélags íslands að Flugleiðum þykir ekki fýsilegt að stofna til þess reksturs að óbreyttum aðstæðum. Ummæli samgönguráðherrans, að hann skOji ekki hvað klukkan slái þegar Sam- keppnisstofnun úrskurðar um starfsreglur sem Flugfélag íslands skuli hlíta, sýnir að ráðherrann hef- ur fuOan vOja til íhlutunar í rekst- ur fyrirtækja í samgöngumálum. Á það er hins vegar að líta, og al- veg án tiOits tO úrskurðar Sam- keppnisstofnunar, að ef innanlands- flug með samsteypu úr Flugfélagi Norðurlands og fyrirhuguðu Flugfé- lagi íslands er komið út á land með aðsetur sitt þá er stutt í sjóðasukkið sem skattborgararnir myndu látnir borga strax og tækifæri gæfist. Það er því að öOu samanlögðu skynsam- legt af Samkeppnisráði að setja Flugleiðum hf. hæfdeg skilyrði tO þess að leggja út í flugrekstrarævin- týri með Flugfélag íslands í fartesk- inu. Og eins og málin liggja fyrir nú virðist sem það verði aðeins síðari tímar sem verði heOagir Flugfélagi íslands í innanlandsflugrekstri öðru sinni. Það sýnir kannski best hve málið aOt er fjarri lagi og hugmyndin um að endurvekja Flugfélag íslands hf. að Flugleiðamenn skuli ekki hafa gert sér grein fyrir þeim agnúum í upphafi sem af þessu brölti þeirra myndi hljótast. Líkt og Samkeppnis- stofnun hefur nú opinberað. Fátæklegar erlendar fréttir - einkum í ljósvakamiðlunum Þórarinn skrifar: Mér finnst hafa hrakað aOveru- lega fréttamiðlun tO okkar lands- manna erlendis frá. Ég á þó sérstak- lega við ljósvakamiðlana og mest sjónvarpsstöðvarnar. Það er við- burður að maður fái aðrar fréttir en þessar fastafréttir frá óeirðunum fyrir botni Miðjarðarhafsins og þá sérstaklega í ísrael. Þar sem ég hef aðgang að móttökudiski frá gervi- hnetti sé ég glögglega mismuninn á því sem okkur er boðið upp á í sjón- varpsfréttunum okkar og svo því LÍillMIM þjónusta allan sólarhringii sima 5000 milli kl. 14 og 16 Þeir veröa vísari sem nota gervihnattaloftnetin. sem er að gerast vitt og breitt um heiminn og þykir mest um vert, t.d. á Sky News og í þýsku og frönsku sjónvarpsdagskránum. Ég minnist t.d. frétta sl. mánudag í þessum erlendu stöðvum þar sem IjaOað var ítarlega um væntanlegar kosningar í Bretlandi, sprengjuhót- un IRA á veðreiðunum í Bretlandi sem varð að fresta fram á mánudag. Frá miklum vetrarhörkum í miðj- um Bandaríkjunum þessa dagana, viðsnúningi tóbaksframleiðenda vestra og aðstoð þeirra við krabha- meinssjúklinga af völdum reykinga, eftirliti bandarískra hermanna í Saudi-Arabíu, af erfiðleikum síð- ustu geimflaugar út í geiminn, o.fl., o.fl. - Það er ekki einleikið að sjón- varpsstöðvarnar hér fylgist ekki með heimsmálum sem eru ofarlega á baugi. Ekkert blýbens- ín á íslandi Adolf hringdi: Ég er að komast að því þessa dagana að ekkert blýbensín er fáanlegt hér á landi. Ég á bil sem þarfnast blýbensíns, vegna sér- stakrar vélargerðar. Sumir bOar sem eru fluttir inn og smíðaðir í vanþróuðu löndunum, t.d. í Suð- ur-Ameríku, Austur-Evrópu og víðar verða að nota blýbensín. Ég hélt að hvarfakútar ættu að minnka mengun frá slíkum vél- um. En í stað þess er ekkert bensín að fá fyrir þessa tegund bOvéla. Það er af og frá að banna notkun á blýbensíni á meðan bO- vélar í mörgum bOum þarfnast þess. Flugfélag Akur- eyrar? Jóhann Sig. hringdi: Úr því ætlunin er að innan- landsflugið hér á landi verði frjálst, eins og komið hefur fram, fyndist mér sjálfsagt að einhveij- ir tækju sig tO og stofnuðu sjálf- stætt innanlandsflugfélag tO að keppa við þá sem nú stunda þann rekstur. Því stofha þeir norðanmenn ekki einfaldlega flugfélag undir heitinu Flugfélag Akureyrar? Það er enginn sem segir að aOt innanlandsflug um landið þurfi að reka frá Reykja- vík. Landsbyggðarmenn hljóta að gera eitthvað af eigin hvötum. Samræming í samkeppninni Ásmundur skrifar: Mér þykir nú fara heldur lítið fyrir samkeppninni í þjónustu- greinunum hvað verðlagningu snertir. Ég hef undanfariö þurft að nota þjónustu ýmissa smærri og stærri aðOa í þjónustugeiran- um og mér sýnist verðið vera ná- kvæmlega eða svo tO það sama aOs staðar. Ég þurfti tO dæmis að fá aðstoð við að opna bílhurð, en ég hafði læst lyklana inni. Ég hringdi í þá þjónustuaðOa sem þetta verk framkvæma. Alls staðar sama svarið og sama verðið, 1500 kr. fyrir að stinga vírspotta miOi stafs og hurðar á bílnum. Það er þvi virk „sam- ræming“ í samkeppninni hér. Ingibjörg Sól- rún styrkir sig S.P.K. skrifar: Ég sé ekki betur en Ingibjörg Sólrún styrki sig verulega í sínu sæti sem borgarstjóri með því að kaupa Mitsubishi-gufuaflshverfl- ana fyrir Nesjavallavirkjun gegnum Heklu hf. Ég er aOs ekki að ýja að neins konar undirmáls- viðskiptum, hér er um hreina samkeppni að ræða. En ef Heklu- fyrirtækið getur stutt einhvem tO borgarstjóra í næstu borgar- stjómarkosningum, þá er fráleitt að ætla að það sniðgengi Ingi- björgu Sólrúnu. Það liggur nú bara í hlutarins eðli.. — Og auk þess alveg eðlOegur hlutur. Spaugstofan sigurvegari Svanhildur hringdi: Hvað sem um smekk manna á Spaugstofubröndurum líður, þá verður að líta svo á að Spaugstof- an sé sigurvegari í deOunni um guðlast eða ekki guðlast i þætti þeirra laugardaginn fyrir páska. Umræðan um þáttinn hefur ein og sér auðveldað Spaugstofúmönnum eftirleikinn og tóku enda upp þráðinn aftur með Gullna hliðs- þættinum laugardaginn eftir. Þeg- ar málið aOt er skoðað, má ljóst vera að hér er um samfeOt grín og gaman að rceða, sem Spaugstofan á heiðurinn af að hafa efht tO, eft- ir nokkra gagnrýni um sífeOt slappari þætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.